Óskandi að Costco finni áfram grundvöll til rekstrar hér á landi

Fyrrum forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar fjallar um svokölluð Costco-áhrif á innlendan dagvörumarkað í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Emil B. Karlsson
Emil B. Karlsson
Auglýsing

Emil B. Karls­son, fyrr­ver­andi for­stöðu­maður Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­inn­ar, segir að þó hann sé að sönnu eng­inn tals­maður erlendra risa-versl­un­ar­keðja eins og Costco og telji nauð­syn­legt að veita versl­un­inni fullt aðhald í verð­lagi og rekstri, þá sé ósk­andi að versl­un­ar­keðjan finni áfram grund­völl til rekstrar hér á landi. Það sé bæði til hags­bóta fyrir neyt­end­ur, veiti inn­lendum sam­keppn­is­að­ilum aðhald og sýni von­andi öðrum erlendum lág­vöru­verð­skeðjum að það gangi að reka verslun á Íslandi þó mark­að­ur­inn sé lít­ill.

Þetta kemur fram í grein sem Emil skrifar í nýj­ustu Vís­bend­ingu.

Hann segir að það hafi verið algengt að talað væri um Costco-á­hrifin hér fyrir fimm árum þegar erlendi versl­un­ar­ris­inn kom til lands­ins með storm­sveipi og breytti öllu lands­lagi á inn­lendum dag­vöru­mark­aði. Hann skoðar í grein­inni hver þessi áhrif voru og hvort þau vari enn.

Auglýsing

„Vegna smæðar íslenska mark­að­ar­ins er inn­lend verslun mjög við­kvæm fyrir erlendri sam­keppni. Þannig hafði inn­koma Costco á íslenskan dag­vöru­markað í maí 2017 þær afleið­ingar að vöru­verð lækk­aði og riðl­að­ist mark­aðs­hlut­deild inn­lendra smá­sala og heildsala, en það hafði verið stöðugt síð­ustu ára­tug­ina þar á und­an. Gripið var til hag­ræð­ingar meðal stærstu inn­lendu versl­an­anna og leitað var leiða til auk­innar útvíkk­unar hjá stærstu dag­vöru­versl­ana­keðj­un­um.

Verð hluta­bréfa í Hög­um, stærstu versl­un­ar­keðj­unni, lækk­aði og tveimur versl­un­ar­fyr­ir­tækjum var lok­að, Kosti og versl­unum Víð­is. Áhrif Costco náðu ekki síður til heild­sölu­mark­að­ar­ins og jafn­vel til inn­lends iðn­aðar eins og drykkj­ar­vöru­fram­leið­enda og fram­leið­enda heim­il­is­papp­írs. Á meðan nutu neyt­endur góðs af lægra vöru­verði og nýjum vöru­merkj­um. Enda sýndi könnun stuttu eftir opnun versl­un­ar­innar að um 40 pró­sent lands­manna hefðu komið og keypt sér aðild­ar­kort og önnur 40 pró­sent hugs­uðu sér að gera hið sama,“ skrifar hann.

Nei­kvæð umræða og við­horf til versl­ana breytt­ust

Emil segir að reynslan af inn­komu Costco sýnir að sam­keppni á versl­un­ar­mark­aði geti haft veru­leg áhrif á versl­un­ar­mynstrið á Íslandi. Þegar ein erlend verslun sem opnuð er í Garðabæ hafi við­líka umrót í för með sér megi draga álykt­anir af áhrifum þess að frek­ari alþjóð­leg sam­keppni verði á kom­andi tím­um.

Auk þeirra breyt­inga sem urðu á verð­lagi, vöru­fram­boði og sam­setn­inga þeirra versl­ana sem fyrir voru á mark­aði varð önnur og ekki síðri breyt­ing, skrifar Emil. Sú nei­kvæða umræða og við­horf til versl­ana breytt­ust að hans mati. „Um langt ára­bil var umræða um verslun mest á frekar nei­kvæðum nót­um. Algengt stef var að versl­anir okr­uðu á neyt­endum í skjóli fákeppni og sam­þjöpp­un­ar. Að ein­hverju leyti virð­ist þetta hafa verið á rökum reist. Alla­vega var borð fyrir báru til verð­lækk­ana með inn­komu Costco.“

Costco opnaði á Íslandi í maí 2017. Mynd: Bára Huld Beck

Hann bendir á að að minnsta kosti þrjár skýrslur höfðu verið samdar fyrir stjórn­völd vegna hinnar háværu umræðu um þessi mál. Öllum hafi verið ætlað að greina orsakir hærra verð­lags á mat­vælum hér á landi en í nágranna­lönd­un­um. Ein skýrslan var samin af Hag­fræði­stofnun HÍ, önnur af Sam­keppn­is­stofnun og sú þriðja af sér­skip­aðri nefnd undir for­ystu hag­stofu­stjóra. Nið­ur­stöður voru í öllum til­vikum sam­hljóma, sam­kvæmt Emil. „Helstu ástæður hærra vöru­verðs hér en í nágranna­lönd­unum voru inn­lend vöru­gjöld, vernd­ar­toll­ar, geng­is­sveifl­ur, flutn­ings­kostn­að­ur, að ekki var hægt að nýta sömu stærð­ar­hag­kvæmni í inn­kaupum og nágranna­þjóð­irnar vegna smæðar íslenska mark­að­ar­ins og að ein­hverju leyti vegna fákeppni á inn­lendum dag­vöru­mark­aði.

Nú hafa vöru­gjöld verið aflögð á mat­væli, raf­tæki og fleiri vörur og vernd­ar­tollar á land­bún­að­ar­vöru að ein­hverju marki verið rýmkað­ir. En ofur­tollar á inn­fluttar land­bún­að­ar­vörur hafa að sögn verið hindrun í vegi þess að erlendar lág­vöru­verðs­versl­anir hafa viljað opna hér versl­anir auk smæðar íslenska mark­að­ar­ins,“

Emil bendir jafn­framt á að nú hafi heyrst raddir þess efnis að velta og vin­sældir Costco fari minnk­andi og gagn­rýnt hafi verið að verð á inn­lendum dag­vörum séu í ein­hverjum til­vikum ekki ódýr­ari þar en í hinum lág­vöru­verðs­versl­un­un­um, sem geti hugs­an­lega skýrst af því að inn­lendir heildsalar og fram­leið­endur bjóði Bónus og Krón­unni lægra verð en Costco.

Hægt er að lesa grein Emils í heild sinni með því að ger­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent