Óskandi að Costco finni áfram grundvöll til rekstrar hér á landi

Fyrrum forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar fjallar um svokölluð Costco-áhrif á innlendan dagvörumarkað í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Emil B. Karlsson
Emil B. Karlsson
Auglýsing

Emil B. Karls­son, fyrr­ver­andi for­stöðu­maður Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­inn­ar, segir að þó hann sé að sönnu eng­inn tals­maður erlendra risa-versl­un­ar­keðja eins og Costco og telji nauð­syn­legt að veita versl­un­inni fullt aðhald í verð­lagi og rekstri, þá sé ósk­andi að versl­un­ar­keðjan finni áfram grund­völl til rekstrar hér á landi. Það sé bæði til hags­bóta fyrir neyt­end­ur, veiti inn­lendum sam­keppn­is­að­ilum aðhald og sýni von­andi öðrum erlendum lág­vöru­verð­skeðjum að það gangi að reka verslun á Íslandi þó mark­að­ur­inn sé lít­ill.

Þetta kemur fram í grein sem Emil skrifar í nýj­ustu Vís­bend­ingu.

Hann segir að það hafi verið algengt að talað væri um Costco-á­hrifin hér fyrir fimm árum þegar erlendi versl­un­ar­ris­inn kom til lands­ins með storm­sveipi og breytti öllu lands­lagi á inn­lendum dag­vöru­mark­aði. Hann skoðar í grein­inni hver þessi áhrif voru og hvort þau vari enn.

Auglýsing

„Vegna smæðar íslenska mark­að­ar­ins er inn­lend verslun mjög við­kvæm fyrir erlendri sam­keppni. Þannig hafði inn­koma Costco á íslenskan dag­vöru­markað í maí 2017 þær afleið­ingar að vöru­verð lækk­aði og riðl­að­ist mark­aðs­hlut­deild inn­lendra smá­sala og heildsala, en það hafði verið stöðugt síð­ustu ára­tug­ina þar á und­an. Gripið var til hag­ræð­ingar meðal stærstu inn­lendu versl­an­anna og leitað var leiða til auk­innar útvíkk­unar hjá stærstu dag­vöru­versl­ana­keðj­un­um.

Verð hluta­bréfa í Hög­um, stærstu versl­un­ar­keðj­unni, lækk­aði og tveimur versl­un­ar­fyr­ir­tækjum var lok­að, Kosti og versl­unum Víð­is. Áhrif Costco náðu ekki síður til heild­sölu­mark­að­ar­ins og jafn­vel til inn­lends iðn­aðar eins og drykkj­ar­vöru­fram­leið­enda og fram­leið­enda heim­il­is­papp­írs. Á meðan nutu neyt­endur góðs af lægra vöru­verði og nýjum vöru­merkj­um. Enda sýndi könnun stuttu eftir opnun versl­un­ar­innar að um 40 pró­sent lands­manna hefðu komið og keypt sér aðild­ar­kort og önnur 40 pró­sent hugs­uðu sér að gera hið sama,“ skrifar hann.

Nei­kvæð umræða og við­horf til versl­ana breytt­ust

Emil segir að reynslan af inn­komu Costco sýnir að sam­keppni á versl­un­ar­mark­aði geti haft veru­leg áhrif á versl­un­ar­mynstrið á Íslandi. Þegar ein erlend verslun sem opnuð er í Garðabæ hafi við­líka umrót í för með sér megi draga álykt­anir af áhrifum þess að frek­ari alþjóð­leg sam­keppni verði á kom­andi tím­um.

Auk þeirra breyt­inga sem urðu á verð­lagi, vöru­fram­boði og sam­setn­inga þeirra versl­ana sem fyrir voru á mark­aði varð önnur og ekki síðri breyt­ing, skrifar Emil. Sú nei­kvæða umræða og við­horf til versl­ana breytt­ust að hans mati. „Um langt ára­bil var umræða um verslun mest á frekar nei­kvæðum nót­um. Algengt stef var að versl­anir okr­uðu á neyt­endum í skjóli fákeppni og sam­þjöpp­un­ar. Að ein­hverju leyti virð­ist þetta hafa verið á rökum reist. Alla­vega var borð fyrir báru til verð­lækk­ana með inn­komu Costco.“

Costco opnaði á Íslandi í maí 2017. Mynd: Bára Huld Beck

Hann bendir á að að minnsta kosti þrjár skýrslur höfðu verið samdar fyrir stjórn­völd vegna hinnar háværu umræðu um þessi mál. Öllum hafi verið ætlað að greina orsakir hærra verð­lags á mat­vælum hér á landi en í nágranna­lönd­un­um. Ein skýrslan var samin af Hag­fræði­stofnun HÍ, önnur af Sam­keppn­is­stofnun og sú þriðja af sér­skip­aðri nefnd undir for­ystu hag­stofu­stjóra. Nið­ur­stöður voru í öllum til­vikum sam­hljóma, sam­kvæmt Emil. „Helstu ástæður hærra vöru­verðs hér en í nágranna­lönd­unum voru inn­lend vöru­gjöld, vernd­ar­toll­ar, geng­is­sveifl­ur, flutn­ings­kostn­að­ur, að ekki var hægt að nýta sömu stærð­ar­hag­kvæmni í inn­kaupum og nágranna­þjóð­irnar vegna smæðar íslenska mark­að­ar­ins og að ein­hverju leyti vegna fákeppni á inn­lendum dag­vöru­mark­aði.

Nú hafa vöru­gjöld verið aflögð á mat­væli, raf­tæki og fleiri vörur og vernd­ar­tollar á land­bún­að­ar­vöru að ein­hverju marki verið rýmkað­ir. En ofur­tollar á inn­fluttar land­bún­að­ar­vörur hafa að sögn verið hindrun í vegi þess að erlendar lág­vöru­verðs­versl­anir hafa viljað opna hér versl­anir auk smæðar íslenska mark­að­ar­ins,“

Emil bendir jafn­framt á að nú hafi heyrst raddir þess efnis að velta og vin­sældir Costco fari minnk­andi og gagn­rýnt hafi verið að verð á inn­lendum dag­vörum séu í ein­hverjum til­vikum ekki ódýr­ari þar en í hinum lág­vöru­verðs­versl­un­un­um, sem geti hugs­an­lega skýrst af því að inn­lendir heildsalar og fram­leið­endur bjóði Bónus og Krón­unni lægra verð en Costco.

Hægt er að lesa grein Emils í heild sinni með því að ger­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent