Mætti vera meira af „harða hægrinu“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvetur þingmenn til að sitja á „eilífri þörf“ til að hækka skatta og gjöld þegar kreppir að og fara „einfaldlega betur“ með þær tekjur sem ríkið heimtar af fólkinu í landinu.

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Diljá Mist Ein­ars­dóttir þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins fjall­aði um störf þings­ins, hvað vel væri gert og hvað ekki, undir sam­nefndum lið Alþingi í vik­unni en síð­asta þing­fundi fyrir sum­ar­frí lauk aðfara­nótt fimmtu­dags.

„Það hefur verið mikil ánægja að vinna með ykkur og verða vitni að því frá fyrstu hendi hversu mikið alþing­is­menn þjóð­ar­innar brenna fyrir því að betrumbæta sam­fé­lagið okk­ar. Þeir vilja styðja við for­eldra sem missa barn, styðja við nýsköpun og styrkja stöðu lán­taka og leigj­enda. Þeim er annt um vel­ferð dýra og um umhverf­ið.

Alþing­is­mönnum er umhugað um geð­heilsu þeirra sem vinna við að hjálpa öðrum, vilja jafna stöðu fólks á vinnu­mark­aði og auð­velda og ein­falda aðgengi að tækni­frjóvg­un­um,“ sagði hún í ræðu sinni.

Auglýsing

Þing­menn auð­vitað ekki alltaf sam­mála

Diljá Mist sagði að þing­menn væru auð­vitað ekki alltaf sam­mála og kannski sjaldnast, sér­stak­lega um leiðir að settu marki en þeim gengi gott til.

„Mun­ur­inn á hug­ar­fari þing­manna, hugs­un­ar­hætti og hug­sjónum kemur hins vegar vel í ljós þegar við ræðum fjár­mála­á­ætlun næstu ára hér á þing­inu. Þjóðin hefur glímt við næst­mesta efna­hags­á­fall seinni tíma og það er ljóst að aðgerðir hafa skilað árangri og efna­hag­ur­inn hefur tekið hratt við sér. Hins vegar stafar okkur ógn af verð­bólgu og versn­andi efna­hags­horfum í heim­in­um. Hvernig eigum við að bregð­ast við því?“ spurði hún.

Þá sagði Diljá Mist að á þingi heyrð­ust raddir þar sem amast væri við skatta­lækk­unum und­an­far­inna ára, hækkun frí­tekju­marks og lækkun gjalda; aðgerðir sem stjórn­völd gætu sann­ar­lega hreykt sér af enda byggðu þessar for­tölur á hug­myndum um að sam­fé­lags­kakan væri óbreyt­an­leg stærð og ágrein­ing­ur­inn sneri aðeins að því hvernig ætti að skipta henni.

„Efna­hags­stjórn und­an­far­inna ára hefur hins vegar sann­ar­lega stækkað kök­una. Um það verður ekki deilt. Hins vegar mættu stjórn­völd standa sig mun betur þegar kemur að aðhaldi og hag­ræð­ingu. Þar mætti vera meira af harða hægr­inu og ég hvet þau til að sitja á eilífri þörf til að hækka skatta og gjöld þegar kreppir að og fara ein­fald­lega betur með þær tekjur sem við heimtum af fólk­inu í land­in­u,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent