Vill minnka eða „hreinlega afnema“ skerðingar vegna atvinnutekna

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að það ætti að minnka eða afnema skerðingar vegna atvinnutekna til þess að mæta skorti á starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði. „Ég veit að þetta er mjög róttækt,“ sagði ráðherrann um tillögu sína.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dóttir menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra telur rétt að bregð­ast við skorti á vinnu­afli hér­lendis með því minnka eða afnema skerð­ingar í 24 mán­uði, eða á meðan skortur á vinnu­afli er til stað­ar.

Þetta var á meðal þess sem kom fram í rúm­lega tutt­ugu mín­útna langri ræðu ráð­herra á fundi Við­skipta­ráðs Íslands og Arion banka í gær, sem helg­aður var umræðu um sam­keppn­is­hæfni Íslands.

„Ég tel að það eigi að minnka eða jafn­vel afnema hrein­lega skerð­ingar og ég veit að þetta er mjög rót­tækt en við munum bara þurfa á fólki að halda,“ sagði Lilja í ræðu sinni á fund­inum og bætti því við að „gall­inn við það kerfi sem við erum búin að búa til“ væri að „ef þú vinnur eitt­hvað, þá ertu strax kom­inn í ein­hverjar skerð­ingar og það er svo letj­andi fyrir fólk“.

„Kerfið fer strax að refsa þér – og ég held að á meðan það er skortur á vinnu­afli þá eigum við að taka ein­hver svona rót­tæk skref,“ sagði Lilja.

Auglýsing

Afnám skerð­inga var ein af fjórum aðgerðum sem Lilja sagði rétt að ráð­ast til þess að við­halda nauð­syn­legum vexti vinnu­afls hér­lend­is. Hinar þrjár voru þær að taka ætti stór skref í að auka val­frelsi til atvinnu og afnema ald­urstengd starfs­lok, nýta gervi­greind og sjálf­virkni­væð­ingu í auknum mæli og fjölga erlendum sér­fræð­ingum í íslensku atvinnu­lífi. Varð­andi það síð­ast­nefnda sagði Lilja að lyk­il­at­riði væri að bæta sam­keppn­is­hæfni alþjóð­legra grunn­skóla hér­lend­is.

Fjár­mála­ráð­herra tók illa í tíma­bundið afnám skerð­inga í fyrra

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ stakk upp á því undir lok jan­úar í fyrra að árið 2022 yrði gert að skerð­ing­ar­lausu ári, til þess að fólk sem fengi bætur frá almanna­trygg­inga­kerf­inu hefði tæki­færi til að „bæta líf sitt, vinna eftir getu og losna tíma­bundið úr spenni­treyj­unni“ þegar verið væri að keyra hag­kerfið aftur í gang eftir heims­far­ald­ur­inn.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

Flokkur fólks­ins hefur einnig lagt fram frum­vörp á þingi á und­an­förnum þess efnis að allar skerð­ingar á öryrkja verði felldar niður tíma­bundið í tvö ár. Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­maður flokks­ins til­lögu Drífu til umræðu á Alþingi í febr­úar í fyrra og spurði Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra út í það hvernig honum lit­ist á.

Bjarna leist ekki vel á til­lögu Drífu.

„Ef við horfum á hóp þeirra sem sæta skerð­ingum vegna tekna í almanna­­trygg­inga­­kerf­inu vill ASÍ leggja upp með þá stefnu að við skilum mestu til þeirra úr þessum hópi sem hafa það best. Með afnámi skerð­inga koma flestar krónur til þeirra sem hafa það best af þeim sem yfir höfuð sæta skerð­ing­um, alveg aug­­ljóst. Þeir skerð­­ast minnst sem hafa minnst. Þannig virkar kerfið í dag,“ sagði Bjarni, í umræðu um mál­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent