Uhunoma í skýjunum – orðinn íslenskur ríkisborgari

Hann kom til Íslands 2019 eftir að hafa sætt alvarlegu ofbeldi í æsku sem og á flótta sem hann lagði í til að komast undan barsmíðum föður síns. En nú er hann kominn í skjól, Uhunoma Osayomore, ungi maðurinn frá Nígeríu.

Uhunoma Osayomore.
Uhunoma Osayomore.
Auglýsing

Uhu­noma Osa­yomore, ungur karl­maður sem flúði ofbeldi og ofsóknir í Nígeríu hingað til lands, fékk íslenskan rík­is­borg­ara­rétt í nótt. Uhu­noma er í hópi tólf ein­stak­linga sem fengu rík­is­borg­ara­rétt er frum­varp þess efnis var afgreitt á Alþingi. Um 46 þús­und und­ir­skriftum var safnað er vísa átti honum frá Íslandi á síð­asta ári.

Uhu­noma er fæddur árið 1999 í Níger­íu. Árið 2016, er hann var aðeins sextán ára að aldri, flúði hann heim­ili sitt eftir að faðir hans hafði myrt móður hans og yngsta systir hans lést af slys­för­um.

Þetta var þó aðeins byrj­unin á þján­ingum stráðri leit unga manns­ins að friði og skjóli. Fyrsti við­komu­staður hans á flótt­anum var Lagos, höf­uð­borg­ar lands­ins, og lenti þar í hönd­um þræla­­sala sem seldu hann man­­sali og upp­­hófst þar með hræði­legt ferða­lag sem leiddi hann til Íslands í októ­ber 2019.

Auglýsing

Á leið­inni upp­­lifði hann hrylli­­lega hluti, varð vitni að morð­um, var haldið föngn­um í fjár­­­húsi og varð ít­rekað fyr­ir kyn­­ferð­is­­­legu of­beldi. Í þrjú ár bjó hann í flótta­­mann­a­í­­búðum á Ítal­­íu.

Uhu­noma er í skýj­unum og trúir þessu varla

Hann hóf ferða­lagið sem barn en end­aði á Íslandi sem ein­­stæður full­orð­inn mað­ur, sögðu vinir hans sem stóðu að und­ir­skrifta­söfn­un­inni fyrir hann í fyrra.

Eftir komu hans til Íslands árið 2019 hófst það ferli að sækja hér um vernd. Á það féllust yfir­völd ekki og varð Uhu­noma fyrir gríð­ar­legu áfalli er kæru­nefnd útlend­inga­mála stað­festi ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar um að synja honum um vernd á síð­asta ári. Hann lýsti líðan sinni í við­tali við Vísi skömmu síð­ar, eftir að hafa verið lagður inn á bráða­geð­deild er hann fékk frétt­irn­ar.

Nefndin hafði hins vegar fall­ist á end­ur­upp­töku máls hans og nú – rúmu ári síðan – er hann ekki aðeins kom­inn með vernd heldur orð­inn íslenskur rík­is­borg­ari.

Skjáskot af FB Magnúsar Norðdahl

Í við­tal­inu við Vísi lýsti hann t.d. því ofbeldi sem faðir hans hafði beitt hann. „Þegar ég fór að gráta sagð­ist hann ætla að hætta að berja mig,“ sagði Uhu­noma. „En hann hætti aldrei.“

Örin eftir bar­smíð­arnar eru um allan lík­ama minn, sagði hann enn­frem­ur.

„Eftir nokkura ára bar­áttu, rekstur dóms­máls, fram­lagn­ingar fjölda end­ur­upp­töku­beiðna til kæru­nefndar útlend­inga­mála og söfn­unar um 50.000 und­ir­skrifta í einni stærstu und­ir­skrifta­söfnun Íslands­sög­unnar hefur Uhu­noma fengið var­an­legt skjól og áður óþekkt öryggi í sínu líf­i,“ skrifar Magnús D. Norð­da­hl, lög­maður hans, á Face­book-­síðu sína. „Hann öðl­að­ist í nótt íslenskan rík­is­borg­ara­rétt á grund­velli laga frá Alþingi og getur um frjálst höfuð strok­ið. Rétt­lætið sigrar stund­um.“

Magnús bætir við í sam­tali við Kjarn­ann að Uhu­noma ætti enn erfitt með að trúa þessum góðum fréttum en að hann væri í skýj­unum yfir þeim.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent