Uhunoma í skýjunum – orðinn íslenskur ríkisborgari

Hann kom til Íslands 2019 eftir að hafa sætt alvarlegu ofbeldi í æsku sem og á flótta sem hann lagði í til að komast undan barsmíðum föður síns. En nú er hann kominn í skjól, Uhunoma Osayomore, ungi maðurinn frá Nígeríu.

Uhunoma Osayomore.
Uhunoma Osayomore.
Auglýsing

Uhu­noma Osa­yomore, ungur karl­maður sem flúði ofbeldi og ofsóknir í Nígeríu hingað til lands, fékk íslenskan rík­is­borg­ara­rétt í nótt. Uhu­noma er í hópi tólf ein­stak­linga sem fengu rík­is­borg­ara­rétt er frum­varp þess efnis var afgreitt á Alþingi. Um 46 þús­und und­ir­skriftum var safnað er vísa átti honum frá Íslandi á síð­asta ári.

Uhu­noma er fæddur árið 1999 í Níger­íu. Árið 2016, er hann var aðeins sextán ára að aldri, flúði hann heim­ili sitt eftir að faðir hans hafði myrt móður hans og yngsta systir hans lést af slys­för­um.

Þetta var þó aðeins byrj­unin á þján­ingum stráðri leit unga manns­ins að friði og skjóli. Fyrsti við­komu­staður hans á flótt­anum var Lagos, höf­uð­borg­ar lands­ins, og lenti þar í hönd­um þræla­­sala sem seldu hann man­­sali og upp­­hófst þar með hræði­legt ferða­lag sem leiddi hann til Íslands í októ­ber 2019.

Auglýsing

Á leið­inni upp­­lifði hann hrylli­­lega hluti, varð vitni að morð­um, var haldið föngn­um í fjár­­­húsi og varð ít­rekað fyr­ir kyn­­ferð­is­­­legu of­beldi. Í þrjú ár bjó hann í flótta­­mann­a­í­­búðum á Ítal­­íu.

Uhu­noma er í skýj­unum og trúir þessu varla

Hann hóf ferða­lagið sem barn en end­aði á Íslandi sem ein­­stæður full­orð­inn mað­ur, sögðu vinir hans sem stóðu að und­ir­skrifta­söfn­un­inni fyrir hann í fyrra.

Eftir komu hans til Íslands árið 2019 hófst það ferli að sækja hér um vernd. Á það féllust yfir­völd ekki og varð Uhu­noma fyrir gríð­ar­legu áfalli er kæru­nefnd útlend­inga­mála stað­festi ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar um að synja honum um vernd á síð­asta ári. Hann lýsti líðan sinni í við­tali við Vísi skömmu síð­ar, eftir að hafa verið lagður inn á bráða­geð­deild er hann fékk frétt­irn­ar.

Nefndin hafði hins vegar fall­ist á end­ur­upp­töku máls hans og nú – rúmu ári síðan – er hann ekki aðeins kom­inn með vernd heldur orð­inn íslenskur rík­is­borg­ari.

Skjáskot af FB Magnúsar Norðdahl

Í við­tal­inu við Vísi lýsti hann t.d. því ofbeldi sem faðir hans hafði beitt hann. „Þegar ég fór að gráta sagð­ist hann ætla að hætta að berja mig,“ sagði Uhu­noma. „En hann hætti aldrei.“

Örin eftir bar­smíð­arnar eru um allan lík­ama minn, sagði hann enn­frem­ur.

„Eftir nokkura ára bar­áttu, rekstur dóms­máls, fram­lagn­ingar fjölda end­ur­upp­töku­beiðna til kæru­nefndar útlend­inga­mála og söfn­unar um 50.000 und­ir­skrifta í einni stærstu und­ir­skrifta­söfnun Íslands­sög­unnar hefur Uhu­noma fengið var­an­legt skjól og áður óþekkt öryggi í sínu líf­i,“ skrifar Magnús D. Norð­da­hl, lög­maður hans, á Face­book-­síðu sína. „Hann öðl­að­ist í nótt íslenskan rík­is­borg­ara­rétt á grund­velli laga frá Alþingi og getur um frjálst höfuð strok­ið. Rétt­lætið sigrar stund­um.“

Magnús bætir við í sam­tali við Kjarn­ann að Uhu­noma ætti enn erfitt með að trúa þessum góðum fréttum en að hann væri í skýj­unum yfir þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent