Afstaða yfirvalda í máli Uhunoma óbreytt eftir nýjan úrskurð kærunefndar

Kærunefnd útlendingamála staðfesti á föstudag eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Uhunoma Osayomore um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Ráðherrum voru í febrúar afhentar yfir 45 þúsund undirskriftir vegna málsins.

Uhunoma Osayomore kom hingað til lands sem flóttamaður árið 2019.
Uhunoma Osayomore kom hingað til lands sem flóttamaður árið 2019.
Auglýsing

Kærunefnd útlendingamála féllst síðastliðinn föstudag á endurupptöku máls hins nígeríska Uhunoma Osayomore, en staðfesti eftir sem áður eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Þetta segir lögmaður hans, Magnús D. Norðdahl, í samtali við Kjarnann.

Magnús segir að afstaða yfirvalda í málinu sé óbreytt, en sömuleiðis að málinu sé ekki lokið, þar sem krafist verði ógildingar á úrskurði kærunefndar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaðurinn segist telja úrskurðinn rangan og bætir við að það muni reyna á efnisatriði þessarar nýju niðurstöðu kærunefndarinnar þegar málið fari fyrir héraðsdóm.

Kærunefnd útlendingamála afgreiddi að sögn Magnúsar tvær endurupptökubeiðnir sem sendar höfðu verið inn fyrir hönd Uhunoma með niðurstöðu sinni á föstudag. Úrskurður kærunefndarinnar frá því á föstudag hefur ekki verið birtur opinberlega og Magnús segist ekki geta afhent hann.

Yfir 45 þúsund undirskriftir afhentar í febrúar

Mál Uhunoma hefur verið töluvert til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarna mánuði. Yfirvofandi brottvísun hans af landi brott var mótmælt í febrúarmánuði, meðal annars á samstöðufundi sem haldinn var á Arnarhóli 9. febrúar. Á sama tíma var undirskriftum safnað til stuðnings þess að íslensk stjórnvöld leyfðu Uhunoma að vera hér á landi til frambúðar.

Þann 16. febrúar voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra afhentar alls 45.744 undirskriftir sem söfnuðust við þann málstað að íslensk stjórnvöld veittu Uhunoma alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Það er tíunda stærsta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar, samkvæmt samantekt sem finna má á Wikipedia.

Á vef þar sem undirskriftasöfnunin fór fram var saga Uhunoma sett fram: „Uhunoma er 21 árs og er frá Níg­er­íu. Árið 2016, þegar hann var aðeins 16 ára, flúði hann frá heim­ili sínu í Níg­er­íu eft­ir að faðir hans myrti móður hans og yngri syst­ir lést af slys­för­um.

Auglýsing

Hann fór til Lagos, höfuðborg­ar lands­ins, og lenti þar í hönd­um þræla­sala sem seldu hann man­sali og upp­hófst þar með hræðilegt ferðalag sem leiddi hann til Íslands í októ­ber 2019. Á leiðinni upp­lifði hann hrylli­lega hluti, varð vitni að morðum, var haldið föngn­um í fjár­húsi og varð ít­rekað fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi. Í þrjú ár bjó hann í flótta­mann­a­í­búðum á Ítal­íu.

Hann hóf ferðalagið sem barn en endaði á Íslandi sem ein­stæður full­orðinn maður,“ sagði á vef undirskriftasöfnunarinnar.

Lögmaðurinn Magnús hefur sagt að Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafi ranglega talið að Uhonoma sé öruggur í heimaríkinu Nígeríu. Það mat sé ekki síst rangt í ljósi þess að hann glími við alvarleg andleg veikindi. Þá sé mat íslenskra stjórnvalda á aðstæðum mansalsfórnarlamba í Nígeríu bæði óforsvaranlegt og rangt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent