Afstaða yfirvalda í máli Uhunoma óbreytt eftir nýjan úrskurð kærunefndar

Kærunefnd útlendingamála staðfesti á föstudag eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Uhunoma Osayomore um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Ráðherrum voru í febrúar afhentar yfir 45 þúsund undirskriftir vegna málsins.

Uhunoma Osayomore kom hingað til lands sem flóttamaður árið 2019.
Uhunoma Osayomore kom hingað til lands sem flóttamaður árið 2019.
Auglýsing

Kæru­nefnd útlend­inga­mála féllst síð­ast­lið­inn föstu­dag á end­ur­upp­töku máls hins níger­íska Uhu­noma Osa­yomore, en stað­festi eftir sem áður eldri ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar um að synja umsókn hans um alþjóð­lega vernd hér á landi og dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða.

Þetta segir lög­maður hans, Magnús D. Norð­da­hl, í sam­tali við Kjarn­ann.

Magnús segir að afstaða yfir­valda í mál­inu sé óbreytt, en sömu­leiðis að mál­inu sé ekki lok­ið, þar sem kraf­ist verði ógild­ingar á úrskurði kæru­nefndar fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Lög­mað­ur­inn seg­ist telja úrskurð­inn rangan og bætir við að það muni reyna á efn­is­at­riði þess­arar nýju nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­innar þegar málið fari fyrir hér­aðs­dóm.

Kæru­nefnd útlend­inga­mála afgreiddi að sögn Magn­úsar tvær end­ur­upp­töku­beiðnir sem sendar höfðu verið inn fyrir hönd Uhu­noma með nið­ur­stöðu sinni á föstu­dag. Úrskurður kæru­nefnd­ar­innar frá því á föstu­dag hefur ekki verið birtur opin­ber­lega og Magnús seg­ist ekki geta afhent hann.

Yfir 45 þús­und und­ir­skriftir afhentar í febr­úar

Mál Uhu­noma hefur verið tölu­vert til umfjöll­unar í fjöl­miðlum und­an­farna mán­uði. Yfir­vof­andi brott­vísun hans af landi brott var mót­mælt í febr­ú­ar­mán­uði, meðal ann­ars á sam­stöðu­fundi sem hald­inn var á Arn­ar­hóli 9. febr­ú­ar. Á sama tíma var und­ir­skriftum safnað til stuðn­ings þess að íslensk stjórn­völd leyfðu Uhu­noma að vera hér á landi til fram­búð­ar.

Þann 16. febr­úar voru Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra afhentar alls 45.744 und­ir­skriftir sem söfn­uð­ust við þann mál­stað að íslensk stjórn­völd veittu Uhu­noma alþjóð­lega vernd eða dval­ar­leyfi hér á landi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða. Það er tíunda stærsta und­ir­skrifta­söfnun Íslands­sög­unn­ar, sam­kvæmt sam­an­tekt sem finna má á Wikipedia.

Á vef þar sem und­ir­skrifta­söfn­unin fór fram var saga Uhu­noma sett fram: „Uhu­noma er 21 árs og er frá Níg­er­­íu. Árið 2016, þegar hann var aðeins 16 ára, flúði hann frá heim­ili sínu í Níg­er­íu eft­ir að faðir hans myrti móður hans og yngri syst­ir lést af slys­­för­­um.

Auglýsing

Hann fór til Lagos, höf­uð­borg­ar lands­ins, og lenti þar í hönd­um þræla­­sala sem seldu hann man­­sali og upp­­hófst þar með hræði­legt ferða­lag sem leiddi hann til Íslands í októ­ber 2019. Á leið­inni upp­­lifði hann hrylli­­lega hluti, varð vitni að morð­um, var haldið föngn­um í fjár­­­húsi og varð ít­rekað fyr­ir kyn­­ferð­is­­­legu of­beldi. Í þrjú ár bjó hann í flótta­­mann­a­í­­búðum á Ítal­­íu.

Hann hóf ferða­lagið sem barn en end­aði á Íslandi sem ein­­stæður full­orð­inn mað­ur,“ sagði á vef und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar.

Lög­mað­ur­inn Magnús hefur sagt að Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála hafi rang­lega talið að Uhonoma sé öruggur í heima­rík­inu Níger­íu. Það mat sé ekki síst rangt í ljósi þess að hann glími við alvar­leg and­leg veik­indi. Þá sé mat íslenskra stjórn­valda á aðstæðum mansals­fórn­ar­lamba í Nígeríu bæði ófor­svar­an­legt og rangt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent