Íslensk stjórnvöld hafa gert athugasemd við mat AGS á aðgerðum hérlendis

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir beinan stuðning ríkisfjármála til að takast á við efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar einna minnst í Evrópu á Íslandi. Forsætisráðherra segir að útgjöld ríkisins til aðgerða séu ekki ein og sér mælikvarði á eitt eða neitt.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Íslensk stjórnvöld hafa gert athugasemd við mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á aðgerðum Íslands til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kóronuveirufaraldursins. Í nýbirtu mati sjóðsins kom fram að beinn stuðningur ríkisfjármála, án tillits til sjálfvirkra sveiflujafnara, til að takast á við efnahagsáhrif faraldursins hér á landi væri einna minnstur í Evrópu.

Í umfjöllun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði að stuðningur hérlendis væri undir 2,5 prósent af landsframleiðslu. Önnur lönd sem voru í þeim flokki eru Tyrkland, Albanía, Hvíta-Rússland, Svartfjallaland, Bosnía og Hersegóvína og Moldóva. Mestur hefur beini stuðningurinn verið í Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki og Grikklandi, þar sem hann er yfir tíu prósentum af landsframleiðslu.

Katrín sagði í svari við óundirbúinni fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á þingi í gær að hún teldi að útgjöld ríkisins til aðgerða væru ein og sér ekki raunhæfur mælikvarði á eitt né neitt nema þau væru sett í samhengi við árangurinn af þeim aðgerðum. „En við höfum gert athugasemd við þetta mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þau hafa til að mynda ekki tekið með í reikninginn fjárfestingarátak, framlög til námstækifæra, viðbótarhækkun atvinnuleysisbóta, styrki til rannsókna og þróunar og svo framvegis. Þannig að þessi mælikvarði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins virðist byggður á mjög þröngri afmörkun sem er reyndar því miður allt of algengt þegar um er að ræða til að mynda eðli fjárfestinga og við áttum ágætis samtal um einmitt í umræðum um fjármálaáætlun.“

Mun minni halli í fyrra en reiknað var með

Þegar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti fjár­laga­frum­varp fyrir árið 2021 var að finna í því áætlun um rekstur rík­is­sjóðs í fyrra, á árinu 2020. Tekjur rík­is­sjóðs voru áætl­aðar 769 millj­arðar króna en útgjöld 1.038 millj­arðar króna. Það þýddi að fjár­laga­hall­inn átti að verða 269,2 millj­arðar króna, sem yrði mesti halli frá því að byrjað var að mæla slíka í íslenska rík­is­rekstr­in­um. Meiri en á hru­nár­unum 2008 og 2009. 

Auglýsing
Fyrir mánuði síðan birti Hag­stofa Íslands bráða­birgða­tölur um afkomu hins opin­bera á síð­asta ári. Í þeim tölum kom fram að tekjur íslenska rík­is­ins hafi verið mun hærri en áætlað var, eða 890,4 millj­arðar króna. Tekjur sem skil­uðu sér til íslenska rík­is­ins voru því, á end­an­um, 121,4 millj­örðum krónum meiri en reiknað var með við fram­lagn­ingu fjár­laga en 45 millj­örðum krónum minni en þær voru árið 2019. Útgjöld voru líka hærri en reiknað hafði verið með, eða 1.091 millj­arður króna, en þar skeik­aði minna en á tekju­hlið­inn­i. 

Nið­ur­staðan var sú að hall­inn á rík­is­sjóð var mun minni en áætlað var við fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps­ins, eða 201 millj­arðar króna. Fjár­laga­hall­inn 2020 var því 68,2 millj­örðum krónum minni en rík­is­stjórnin reikn­aði með, eða fjórð­ungi minn­i.

Opinber fjárfesting dróst saman á Íslandi

Í útgáfu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins um rík­is­fjár­mál, sem birt var í fyrra­haust, voru þróuð ríki hvött til að stór­auka opin­berar fjár­­­fest­ingar til að kom­­ast fljótar upp úr kór­ónu­veiru­kreppu. Í útgáf­unni stóð að hag­­kvæmt sé að taka lán fyrir slíkri fjár­­­fest­ingu út af lágum vöxtum og upp­­safn­aðri þörf. 

Fjár­fest­ing hins opin­ber á Íslandi, sem sam­anstendur að uppi­stöðu af rík­is­sjóði og sveit­ar­fé­lög­um, dróst hins vegar saman milli áranna 2019 og 2020. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru áætluð fjár­fest­ing­ar­út­gjöld 104,4 millj­arðar króna í fyrra og dróg­ust saman um sex millj­arða króna milli ára. 

Hinir svoköll­uðu sjálf­virku sveiflu­jafn­arar virk­uðu líka til hækk­unar á ákveðnum útgjöldum og lækk­unar á skatt­tekj­um. Helsti útgjalda­lið­ur­inn sem þeir hækka eru kostn­aður við rekstur Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs vegna útgreiðslu almennra atvinnu­leys­is­bóta. Sá kostn­aður fór úr 23 millj­örðum króna árið 2019 í 54 millj­arða króna í fyrra sem er aukn­ing um 136 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent