Íslensk stjórnvöld hafa gert athugasemd við mat AGS á aðgerðum hérlendis

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir beinan stuðning ríkisfjármála til að takast á við efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar einna minnst í Evrópu á Íslandi. Forsætisráðherra segir að útgjöld ríkisins til aðgerða séu ekki ein og sér mælikvarði á eitt eða neitt.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Íslensk stjórnvöld hafa gert athugasemd við mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á aðgerðum Íslands til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kóronuveirufaraldursins. Í nýbirtu mati sjóðsins kom fram að beinn stuðningur ríkisfjármála, án tillits til sjálfvirkra sveiflujafnara, til að takast á við efnahagsáhrif faraldursins hér á landi væri einna minnstur í Evrópu.

Í umfjöllun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði að stuðningur hérlendis væri undir 2,5 prósent af landsframleiðslu. Önnur lönd sem voru í þeim flokki eru Tyrkland, Albanía, Hvíta-Rússland, Svartfjallaland, Bosnía og Hersegóvína og Moldóva. Mestur hefur beini stuðningurinn verið í Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki og Grikklandi, þar sem hann er yfir tíu prósentum af landsframleiðslu.

Katrín sagði í svari við óundirbúinni fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á þingi í gær að hún teldi að útgjöld ríkisins til aðgerða væru ein og sér ekki raunhæfur mælikvarði á eitt né neitt nema þau væru sett í samhengi við árangurinn af þeim aðgerðum. „En við höfum gert athugasemd við þetta mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þau hafa til að mynda ekki tekið með í reikninginn fjárfestingarátak, framlög til námstækifæra, viðbótarhækkun atvinnuleysisbóta, styrki til rannsókna og þróunar og svo framvegis. Þannig að þessi mælikvarði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins virðist byggður á mjög þröngri afmörkun sem er reyndar því miður allt of algengt þegar um er að ræða til að mynda eðli fjárfestinga og við áttum ágætis samtal um einmitt í umræðum um fjármálaáætlun.“

Mun minni halli í fyrra en reiknað var með

Þegar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti fjár­laga­frum­varp fyrir árið 2021 var að finna í því áætlun um rekstur rík­is­sjóðs í fyrra, á árinu 2020. Tekjur rík­is­sjóðs voru áætl­aðar 769 millj­arðar króna en útgjöld 1.038 millj­arðar króna. Það þýddi að fjár­laga­hall­inn átti að verða 269,2 millj­arðar króna, sem yrði mesti halli frá því að byrjað var að mæla slíka í íslenska rík­is­rekstr­in­um. Meiri en á hru­nár­unum 2008 og 2009. 

Auglýsing
Fyrir mánuði síðan birti Hag­stofa Íslands bráða­birgða­tölur um afkomu hins opin­bera á síð­asta ári. Í þeim tölum kom fram að tekjur íslenska rík­is­ins hafi verið mun hærri en áætlað var, eða 890,4 millj­arðar króna. Tekjur sem skil­uðu sér til íslenska rík­is­ins voru því, á end­an­um, 121,4 millj­örðum krónum meiri en reiknað var með við fram­lagn­ingu fjár­laga en 45 millj­örðum krónum minni en þær voru árið 2019. Útgjöld voru líka hærri en reiknað hafði verið með, eða 1.091 millj­arður króna, en þar skeik­aði minna en á tekju­hlið­inn­i. 

Nið­ur­staðan var sú að hall­inn á rík­is­sjóð var mun minni en áætlað var við fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps­ins, eða 201 millj­arðar króna. Fjár­laga­hall­inn 2020 var því 68,2 millj­örðum krónum minni en rík­is­stjórnin reikn­aði með, eða fjórð­ungi minn­i.

Opinber fjárfesting dróst saman á Íslandi

Í útgáfu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins um rík­is­fjár­mál, sem birt var í fyrra­haust, voru þróuð ríki hvött til að stór­auka opin­berar fjár­­­fest­ingar til að kom­­ast fljótar upp úr kór­ónu­veiru­kreppu. Í útgáf­unni stóð að hag­­kvæmt sé að taka lán fyrir slíkri fjár­­­fest­ingu út af lágum vöxtum og upp­­safn­aðri þörf. 

Fjár­fest­ing hins opin­ber á Íslandi, sem sam­anstendur að uppi­stöðu af rík­is­sjóði og sveit­ar­fé­lög­um, dróst hins vegar saman milli áranna 2019 og 2020. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru áætluð fjár­fest­ing­ar­út­gjöld 104,4 millj­arðar króna í fyrra og dróg­ust saman um sex millj­arða króna milli ára. 

Hinir svoköll­uðu sjálf­virku sveiflu­jafn­arar virk­uðu líka til hækk­unar á ákveðnum útgjöldum og lækk­unar á skatt­tekj­um. Helsti útgjalda­lið­ur­inn sem þeir hækka eru kostn­aður við rekstur Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs vegna útgreiðslu almennra atvinnu­leys­is­bóta. Sá kostn­aður fór úr 23 millj­örðum króna árið 2019 í 54 millj­arða króna í fyrra sem er aukn­ing um 136 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent