„Endurfæðing“ og „nýfengið frelsi“ á köldum apríldegi

Kuldaboli ákvað aðeins að sýna hornin daginn sem brúnin á Englendingum tók að léttast snarlega eftir að tilslakanir voru gerðar varðandi ýmsa starfsemi og þjónustu. Raðir mynduðust við bari og verslanir sem höfðu verið lokaðar í um fjóra mánuði.

Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
Auglýsing

Hundruð manna stóðu í röðum fyrir utan bari á Englandi í gærkvöldi og biðu eftir því langþráða augnabliki að vertinn opnaði dyrnar og byði þeim að kaupa eins og eitt bjórglas eða tvö. Um leið og klukkan sló tólf á miðnætti varð þeim að ósk sinni. Nokkrar krár með leyfi til að selja áfengi allan sólarhringinn biðu ekki eftir því að birta tæki að degi heldur buðu þyrstum kúnnum að ganga í bæinn um leið og það mátti á ný. Krár hafa verið lokaðar í landinu frá því í janúar, í um fjóra mánuði, en á miðnætti voru gerðar ýmsar tilslakanir á Englandi. Krár mega nú hafa útisvæði sín opin og veitingastaðir sömuleiðis. Það sama mun gerast í Skotlandi þann 26. apríl en Wales á enn eftir að ákveða dagsetningu en þar voru þó gerðar minniháttar tilslakanir í dag. Á Norður-Írlandi hefur útgöngubanni verið aflétt og mega nú tíu koma saman utandyra.

„Ég vona að þetta sé nokkurs konar endurfæðing og að við getum haft opið um ófyrirséða framtíð,“ hefur BBC eftir Nicholas Hair, eiganda barsins Kentish Belle í London.

Auglýsing

Þetta er ekki eina þjónustan sem er nú aftur í boði. Verslanir, hárgreiðslustofur, líkamsræktarstöðvar og sundlaugar hafa einnig verið opnaðar sem og dýragarðar og skemmtigarðar – svo lengi sem gestir geta notið þeirra utandyra. Ákveðnar fjöldatakmarkanir og fleira er enn í gildi en þetta eru vissulega gleðileg tímamót.

„Fólk ætti að njóta þessa nýfengna frelsis en að halda áfram vöku sinni og vera meðvitað um hættuna,“ segir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Johnson segir að um „óafturkræft“ skref í opnun landsins sé að ræða og að nú sé tækifærið til að gera aftur sumt af því sem „við elskum og höfum saknað“.

Líkamsrækt á ný! Jibbí! Mynd: EPA

Dauðsföllum vegna COVID-19 hefur farið fækkandi dag frá degi undanfarið. Í gær létust sjö manns á Englandi sem greinst höfðu síðustu 28 daga, vegna sjúkdómsins. Ekki hafa orðið færri dauðsföll af völdum kórónuveirunnar á einum degi frá því um miðjan september. Í síðustu viku létust samtals 240 manns en til samanburðar létust 1.400 vikulega í janúar. Þá fækkar sjúkrahúsinnlögnum einnig.

Búið er að gefa rétt tæplega 40 milljónir skammta af bóluefni í Bretlandi. Þar af hafa um sjö milljónir manna fengið báða skammtana.

Margir þurfa enn að bíða

Næsta skref í afléttingum verður ekki tekið fyrr en 17. maí. Veitingastaðir og barir sem ekki eru með útisvæði verða ekki opnaðir fyrr en þá. Á það við um 60 prósent allra slíkra staða á Englandi. Á þeim stöðum þar sem útisvæði eru að finna verður nóg að gera á næstunni. Byrjað var að bóka þar borð með góðum fyrirvara er ljóst var hvenær fyrstu afléttingarnar yrðu.

Johnson brýndi fyrir fólki í dag að sýna áfram ítrustu varkárni og taka ábyrgð á eigin hegðun. Hann segist vonast til þess að aldrei aftur þurfi að stíga skref til baka og herða aðgerðir vegna kórónuveirunnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent