„Endurfæðing“ og „nýfengið frelsi“ á köldum apríldegi

Kuldaboli ákvað aðeins að sýna hornin daginn sem brúnin á Englendingum tók að léttast snarlega eftir að tilslakanir voru gerðar varðandi ýmsa starfsemi og þjónustu. Raðir mynduðust við bari og verslanir sem höfðu verið lokaðar í um fjóra mánuði.

Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
Auglýsing

Hundruð manna stóðu í röðum fyrir utan bari á Englandi í gærkvöldi og biðu eftir því langþráða augnabliki að vertinn opnaði dyrnar og byði þeim að kaupa eins og eitt bjórglas eða tvö. Um leið og klukkan sló tólf á miðnætti varð þeim að ósk sinni. Nokkrar krár með leyfi til að selja áfengi allan sólarhringinn biðu ekki eftir því að birta tæki að degi heldur buðu þyrstum kúnnum að ganga í bæinn um leið og það mátti á ný. Krár hafa verið lokaðar í landinu frá því í janúar, í um fjóra mánuði, en á miðnætti voru gerðar ýmsar tilslakanir á Englandi. Krár mega nú hafa útisvæði sín opin og veitingastaðir sömuleiðis. Það sama mun gerast í Skotlandi þann 26. apríl en Wales á enn eftir að ákveða dagsetningu en þar voru þó gerðar minniháttar tilslakanir í dag. Á Norður-Írlandi hefur útgöngubanni verið aflétt og mega nú tíu koma saman utandyra.

„Ég vona að þetta sé nokkurs konar endurfæðing og að við getum haft opið um ófyrirséða framtíð,“ hefur BBC eftir Nicholas Hair, eiganda barsins Kentish Belle í London.

Auglýsing

Þetta er ekki eina þjónustan sem er nú aftur í boði. Verslanir, hárgreiðslustofur, líkamsræktarstöðvar og sundlaugar hafa einnig verið opnaðar sem og dýragarðar og skemmtigarðar – svo lengi sem gestir geta notið þeirra utandyra. Ákveðnar fjöldatakmarkanir og fleira er enn í gildi en þetta eru vissulega gleðileg tímamót.

„Fólk ætti að njóta þessa nýfengna frelsis en að halda áfram vöku sinni og vera meðvitað um hættuna,“ segir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Johnson segir að um „óafturkræft“ skref í opnun landsins sé að ræða og að nú sé tækifærið til að gera aftur sumt af því sem „við elskum og höfum saknað“.

Líkamsrækt á ný! Jibbí! Mynd: EPA

Dauðsföllum vegna COVID-19 hefur farið fækkandi dag frá degi undanfarið. Í gær létust sjö manns á Englandi sem greinst höfðu síðustu 28 daga, vegna sjúkdómsins. Ekki hafa orðið færri dauðsföll af völdum kórónuveirunnar á einum degi frá því um miðjan september. Í síðustu viku létust samtals 240 manns en til samanburðar létust 1.400 vikulega í janúar. Þá fækkar sjúkrahúsinnlögnum einnig.

Búið er að gefa rétt tæplega 40 milljónir skammta af bóluefni í Bretlandi. Þar af hafa um sjö milljónir manna fengið báða skammtana.

Margir þurfa enn að bíða

Næsta skref í afléttingum verður ekki tekið fyrr en 17. maí. Veitingastaðir og barir sem ekki eru með útisvæði verða ekki opnaðir fyrr en þá. Á það við um 60 prósent allra slíkra staða á Englandi. Á þeim stöðum þar sem útisvæði eru að finna verður nóg að gera á næstunni. Byrjað var að bóka þar borð með góðum fyrirvara er ljóst var hvenær fyrstu afléttingarnar yrðu.

Johnson brýndi fyrir fólki í dag að sýna áfram ítrustu varkárni og taka ábyrgð á eigin hegðun. Hann segist vonast til þess að aldrei aftur þurfi að stíga skref til baka og herða aðgerðir vegna kórónuveirunnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent