„Endurfæðing“ og „nýfengið frelsi“ á köldum apríldegi

Kuldaboli ákvað aðeins að sýna hornin daginn sem brúnin á Englendingum tók að léttast snarlega eftir að tilslakanir voru gerðar varðandi ýmsa starfsemi og þjónustu. Raðir mynduðust við bari og verslanir sem höfðu verið lokaðar í um fjóra mánuði.

Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
Auglýsing

Hund­ruð manna stóðu í röðum fyrir utan bari á Englandi í gær­kvöldi og biðu eftir því lang­þráða augna­bliki að vert­inn opn­aði dyrnar og byði þeim að kaupa eins og eitt bjór­glas eða tvö. Um leið og klukkan sló tólf á mið­nætti varð þeim að ósk sinni. Nokkrar krár með leyfi til að selja áfengi allan sól­ar­hring­inn biðu ekki eftir því að birta tæki að degi heldur buðu þyrstum kúnnum að ganga í bæinn um leið og það mátti á ný. Krár hafa verið lok­aðar í land­inu frá því í jan­ú­ar, í um fjóra mán­uði, en á mið­nætti voru gerðar ýmsar til­slak­anir á Englandi. Krár mega nú hafa úti­svæði sín opin og veit­inga­staðir sömu­leið­is. Það sama mun ger­ast í Skotlandi þann 26. apríl en Wales á enn eftir að ákveða dag­setn­ingu en þar voru þó gerðar minni­háttar til­slak­anir í dag. Á Norð­ur­-Ír­landi hefur útgöngu­banni verið aflétt og mega nú tíu koma saman utandyra.

„Ég vona að þetta sé nokk­urs konar end­ur­fæð­ing og að við getum haft opið um ófyr­ir­séða fram­tíð,“ hefur BBC eftir Nicholas Hair, eig­anda bars­ins Kent­ish Belle í London.

Auglýsing

Þetta er ekki eina þjón­ustan sem er nú aftur í boði. Versl­an­ir, hár­greiðslu­stof­ur, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og sund­laugar hafa einnig verið opn­aðar sem og dýra­garðar og skemmti­garðar – svo lengi sem gestir geta notið þeirra utandyra. Ákveðnar fjölda­tak­mark­anir og fleira er enn í gildi en þetta eru vissu­lega gleði­leg tíma­mót.

„Fólk ætti að njóta þessa nýfengna frelsis en að halda áfram vöku sinni og vera með­vitað um hætt­una,“ segir Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands. John­son segir að um „óaft­ur­kræft“ skref í opnun lands­ins sé að ræða og að nú sé tæki­færið til að gera aftur sumt af því sem „við elskum og höfum sakn­að“.

Líkamsrækt á ný! Jibbí! Mynd: EPA

Dauðs­föllum vegna COVID-19 hefur farið fækk­andi dag frá degi und­an­far­ið. Í gær lét­ust sjö manns á Englandi sem greinst höfðu síð­ustu 28 daga, vegna sjúk­dóms­ins. Ekki hafa orðið færri dauðs­föll af völdum kór­ónu­veirunnar á einum degi frá því um miðjan sept­em­ber. Í síð­ustu viku lét­ust sam­tals 240 manns en til sam­an­burðar lét­ust 1.400 viku­lega í jan­ú­ar. Þá fækkar sjúkra­húsinn­lögnum einnig.

Búið er að gefa rétt tæp­lega 40 millj­ónir skammta af bólu­efni í Bret­landi. Þar af hafa um sjö millj­ónir manna fengið báða skammt­ana.

Margir þurfa enn að bíða

Næsta skref í aflétt­ingum verður ekki tekið fyrr en 17. maí. Veit­inga­staðir og barir sem ekki eru með úti­svæði verða ekki opn­aðir fyrr en þá. Á það við um 60 pró­sent allra slíkra staða á Englandi. Á þeim stöðum þar sem úti­svæði eru að finna verður nóg að gera á næst­unni. Byrjað var að bóka þar borð með góðum fyr­ir­vara er ljóst var hvenær fyrstu aflétt­ing­arnar yrðu.

John­son brýndi fyrir fólki í dag að sýna áfram ítr­ustu var­kárni og taka ábyrgð á eigin hegð­un. Hann seg­ist von­ast til þess að aldrei aftur þurfi að stíga skref til baka og herða aðgerðir vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent