„Endurfæðing“ og „nýfengið frelsi“ á köldum apríldegi

Kuldaboli ákvað aðeins að sýna hornin daginn sem brúnin á Englendingum tók að léttast snarlega eftir að tilslakanir voru gerðar varðandi ýmsa starfsemi og þjónustu. Raðir mynduðust við bari og verslanir sem höfðu verið lokaðar í um fjóra mánuði.

Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
Auglýsing

Hund­ruð manna stóðu í röðum fyrir utan bari á Englandi í gær­kvöldi og biðu eftir því lang­þráða augna­bliki að vert­inn opn­aði dyrnar og byði þeim að kaupa eins og eitt bjór­glas eða tvö. Um leið og klukkan sló tólf á mið­nætti varð þeim að ósk sinni. Nokkrar krár með leyfi til að selja áfengi allan sól­ar­hring­inn biðu ekki eftir því að birta tæki að degi heldur buðu þyrstum kúnnum að ganga í bæinn um leið og það mátti á ný. Krár hafa verið lok­aðar í land­inu frá því í jan­ú­ar, í um fjóra mán­uði, en á mið­nætti voru gerðar ýmsar til­slak­anir á Englandi. Krár mega nú hafa úti­svæði sín opin og veit­inga­staðir sömu­leið­is. Það sama mun ger­ast í Skotlandi þann 26. apríl en Wales á enn eftir að ákveða dag­setn­ingu en þar voru þó gerðar minni­háttar til­slak­anir í dag. Á Norð­ur­-Ír­landi hefur útgöngu­banni verið aflétt og mega nú tíu koma saman utandyra.

„Ég vona að þetta sé nokk­urs konar end­ur­fæð­ing og að við getum haft opið um ófyr­ir­séða fram­tíð,“ hefur BBC eftir Nicholas Hair, eig­anda bars­ins Kent­ish Belle í London.

Auglýsing

Þetta er ekki eina þjón­ustan sem er nú aftur í boði. Versl­an­ir, hár­greiðslu­stof­ur, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og sund­laugar hafa einnig verið opn­aðar sem og dýra­garðar og skemmti­garðar – svo lengi sem gestir geta notið þeirra utandyra. Ákveðnar fjölda­tak­mark­anir og fleira er enn í gildi en þetta eru vissu­lega gleði­leg tíma­mót.

„Fólk ætti að njóta þessa nýfengna frelsis en að halda áfram vöku sinni og vera með­vitað um hætt­una,“ segir Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands. John­son segir að um „óaft­ur­kræft“ skref í opnun lands­ins sé að ræða og að nú sé tæki­færið til að gera aftur sumt af því sem „við elskum og höfum sakn­að“.

Líkamsrækt á ný! Jibbí! Mynd: EPA

Dauðs­föllum vegna COVID-19 hefur farið fækk­andi dag frá degi und­an­far­ið. Í gær lét­ust sjö manns á Englandi sem greinst höfðu síð­ustu 28 daga, vegna sjúk­dóms­ins. Ekki hafa orðið færri dauðs­föll af völdum kór­ónu­veirunnar á einum degi frá því um miðjan sept­em­ber. Í síð­ustu viku lét­ust sam­tals 240 manns en til sam­an­burðar lét­ust 1.400 viku­lega í jan­ú­ar. Þá fækkar sjúkra­húsinn­lögnum einnig.

Búið er að gefa rétt tæp­lega 40 millj­ónir skammta af bólu­efni í Bret­landi. Þar af hafa um sjö millj­ónir manna fengið báða skammt­ana.

Margir þurfa enn að bíða

Næsta skref í aflétt­ingum verður ekki tekið fyrr en 17. maí. Veit­inga­staðir og barir sem ekki eru með úti­svæði verða ekki opn­aðir fyrr en þá. Á það við um 60 pró­sent allra slíkra staða á Englandi. Á þeim stöðum þar sem úti­svæði eru að finna verður nóg að gera á næst­unni. Byrjað var að bóka þar borð með góðum fyr­ir­vara er ljóst var hvenær fyrstu aflétt­ing­arnar yrðu.

John­son brýndi fyrir fólki í dag að sýna áfram ítr­ustu var­kárni og taka ábyrgð á eigin hegð­un. Hann seg­ist von­ast til þess að aldrei aftur þurfi að stíga skref til baka og herða aðgerðir vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent