Hökt í aðfangakeðjum hefur keðjuverkandi áhrif og veldur skorti á nauðsynjavörum

Nú eru það túrtappar, í síðasta mánuði var það þurrmjólk, í fyrra voru það raftæki og húsgögn. Bandarískir neytendur standa reglulega frammi fyrir skorti á ýmsum nauðsynjavörum og hafa gert frá því að hökta tók í aðfangakeðjum heimsins í faraldrinum.

Neytendur í Bandaríkjunum hafa ekki getað gengið að því vísu að fá allt á innkaupalistanum svo mánuðum skiptir.
Neytendur í Bandaríkjunum hafa ekki getað gengið að því vísu að fá allt á innkaupalistanum svo mánuðum skiptir.
Auglýsing

Mik­ill skortur er á túr­töppum í Banda­ríkj­unum um þessar mundir og berj­ast fram­leið­endur við að anna eft­ir­spurn­inni. Allt frá upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hefa rask­anir í aðfanga­keðjum heims­ins haft það í för með sér að fólk skortir nauð­synja­vör­ur. Ekki bætir úr skák að verð­bólga hefur látið á sér kræla víða um heim og fólk hefur gripið til þess ráðs að hamstra, bæði til þess að kom­ast hjá því að fá ekki vör­una sem það þarf og til þess að reyna að verða á undan verð­bólg­unni, ef þannig mætti að orði kom­ast.

„Ég athug­aði í átta búð­um! Ég end­aði á því að panta á Amazon á upp­sprengdu verð­i,“ segir ein reynslu­saga af Reddit um leit konu að túr­töpp­um. Not­endur sam­fé­lags­miðla hafa deilt reynslu sinni af skort­inum und­an­farnar vikur en vanda­málið hefur verið við­var­andi í Banda­ríkj­unum í þónokkurn tíma, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times.

Auglýsing

Túrtappar bæt­ast þar með á lista yfir vörur sem hörgull hefur verið á. Til að mynda var alvar­legur skortur á þurr­mjólkí Banda­ríkj­unum fyrr á þessu ári. Í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins fór fólk að hamstra nauð­synja­vörur í stór­mörk­uð­um, bæði hér heima og vest­an­hafs. Þetta átti til dæmis við um kló­sett­pappír og bök­un­ar­vörur á borð við hveiti og ger svo tíma­bund­inn skortur varð á þessum vör­um.

Heita því að auka fram­boð

Fram­leið­endur túrtappa hafa nú heitið því að tækla þennan fram­boðs­skort í Banda­ríkj­un­um. Í frétt BBC er haft eftir full­trúa Edgewell Per­sonal Care, sem meðal ann­ars fram­leiðir o.b. túrtappa að fram­boð fyr­ir­tæk­is­ins hafi minnkað vegna mik­ils skorts á vinnu­afli í Banda­ríkj­unum og Kanada sem er til­kom­inn vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Unnið sé allan sól­ar­hring­inn í verk­smiðjum fyr­ir­tæk­is­ins til þess að reyna að mæta eft­ir­spurn­inni. Þá er einnig bent á það í frétt­inni að aðföng til fram­leiðslu á hrein­læt­is­vörum hafi hækkað mikið í verði í kjöl­far inn­rásar Rússa í Úkra­ínu.

Vanda­málið er samt sem áður ekki nýtt af nál­inni. Líkt og áður segir er vanda­málið að stórum hluta tregða í gang­verki aðfanga­keðja heims­ins sem má að miklu leyti rekja til kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Atburða­rásin er rakin í stuttu máli í grein New York Times. Upp­sagnir fylgdu kóln­un­inni sem varð í hag­kerfum heims­ins vegna far­ald­urs­ins og þar af leið­andi minni umsvif og minni fram­leiðsla. Í kjöl­farið minnk­aði umfang frakt­flutn­inga á heims­vísu umtals­vert.

Eft­ir­spurn eftir hlífð­ar­bún­aði rauk aftur á móti upp úr öllu valdi en slíkar vörur eru að langstærstum hluta fram­leiddar í Kína. Verk­smiðjur þar í landi juku því fram­leiðslu sína á þessum vörum og þær voru fluttar út um allan heim. Þegar búið var að afferma hlífð­ar­bún­að­inn í höfnum víða um heim söfn­uð­ust gám­arnir vegna þess hve mikið útflutn­ingur hafði dreg­ist sam­an. Þetta olli miklum gáma­skorti í Kína enda var útflutn­ingur þaðan með mesta móti.

Hafa fyr­ir­vara á og kaupa meira af nauð­synjum

Einka­neysla breytt­ist líka tals­vert í far­aldr­in­um. Fólk varði minni pen­ingum í alls kyns neyslu vegna sam­komu­tak­mark­ana og miklu meiri tíma heima. Pen­ingum sem ann­ars hefði verið varið í ferða­lög, á veit­inga­húsum eða börum var nú eytt í alls kyns var­an­legar neyt­enda­vörur á borð við hús­gögn, raf­tæki og bús­á­höld. Hafnir Banda­ríkj­anna hrein­lega fyllt­ust af flutn­ingagámum og kostn­aður af skipa­flutn­ingum milli Kína og Banda­ríkj­anna tífald­að­ist á skömmum tíma.

Á sama tíma áttu banda­rísk fyr­ir­tæki í erf­ið­leikum með að ráða fólk til vinnu. Ein birt­ing­ar­mynd þess vanda­máls var skortur á vöru­bíl­stjórum til þess að flytja allar þessar vörur frá höfnum Banda­ríkj­anna inn í vöru­hús og versl­an­ir. Þrátt fyrir að atvinnu­rek­endur hafi hækkað laun áttu fyr­ir­tækin í stök­ustu vand­ræðum með ráðn­ing­ar. Mikið magn af inn­fluttum varn­ing sat því hrein­lega fastur í höfn­un­um.

Hefur keðju­verk­andi áhrif

Skortur á einni vöru leiddi svo til þess að ekki var hægt að full­vinna aðra vöru. Til dæmis varð skortur tölvukubbum til þess að hægja veru­lega á bíla­fram­leiðslu í Banda­ríkj­un­um. Kjarn­inn fjall­aði í vik­unni um áhrif þessa á afkomu bíla­fram­leið­enda sem ein­beittu sér að því að fram­leiða dýr­ari bíla fremur en ódýra.

Öll þessi vand­ræði í aðfanga­keðjum heims­ins hafa einnig haft áhrif á neyt­enda­hegð­un. Fluttar hafa verið fréttir af þessu hökti frá því í miðjum far­aldri og neyt­endur hafa sjálfir reynslu af því að fá ekki eitt­hvað út í búð sem þá vant­aði. Neyt­endur hafa því í auknum mæli tekið upp á því að panta meira magn af vörum en áður og með miklum fyr­ir­vara.

Sú breyt­ing hefur einnig aukið álag á fram­boðs­hlið neyslu­vara og er einn af lyk­il­þáttum í hækk­andi verð­bólgu, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times, í það minnsta vest­an­hafs. Leitt er að því líkum að þetta ástand muni vara út árið 2022 hið minnsta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent