Hökt í aðfangakeðjum hefur keðjuverkandi áhrif og veldur skorti á nauðsynjavörum

Nú eru það túrtappar, í síðasta mánuði var það þurrmjólk, í fyrra voru það raftæki og húsgögn. Bandarískir neytendur standa reglulega frammi fyrir skorti á ýmsum nauðsynjavörum og hafa gert frá því að hökta tók í aðfangakeðjum heimsins í faraldrinum.

Neytendur í Bandaríkjunum hafa ekki getað gengið að því vísu að fá allt á innkaupalistanum svo mánuðum skiptir.
Neytendur í Bandaríkjunum hafa ekki getað gengið að því vísu að fá allt á innkaupalistanum svo mánuðum skiptir.
Auglýsing

Mik­ill skortur er á túr­töppum í Banda­ríkj­unum um þessar mundir og berj­ast fram­leið­endur við að anna eft­ir­spurn­inni. Allt frá upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hefa rask­anir í aðfanga­keðjum heims­ins haft það í för með sér að fólk skortir nauð­synja­vör­ur. Ekki bætir úr skák að verð­bólga hefur látið á sér kræla víða um heim og fólk hefur gripið til þess ráðs að hamstra, bæði til þess að kom­ast hjá því að fá ekki vör­una sem það þarf og til þess að reyna að verða á undan verð­bólg­unni, ef þannig mætti að orði kom­ast.

„Ég athug­aði í átta búð­um! Ég end­aði á því að panta á Amazon á upp­sprengdu verð­i,“ segir ein reynslu­saga af Reddit um leit konu að túr­töpp­um. Not­endur sam­fé­lags­miðla hafa deilt reynslu sinni af skort­inum und­an­farnar vikur en vanda­málið hefur verið við­var­andi í Banda­ríkj­unum í þónokkurn tíma, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times.

Auglýsing

Túrtappar bæt­ast þar með á lista yfir vörur sem hörgull hefur verið á. Til að mynda var alvar­legur skortur á þurr­mjólkí Banda­ríkj­unum fyrr á þessu ári. Í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins fór fólk að hamstra nauð­synja­vörur í stór­mörk­uð­um, bæði hér heima og vest­an­hafs. Þetta átti til dæmis við um kló­sett­pappír og bök­un­ar­vörur á borð við hveiti og ger svo tíma­bund­inn skortur varð á þessum vör­um.

Heita því að auka fram­boð

Fram­leið­endur túrtappa hafa nú heitið því að tækla þennan fram­boðs­skort í Banda­ríkj­un­um. Í frétt BBC er haft eftir full­trúa Edgewell Per­sonal Care, sem meðal ann­ars fram­leiðir o.b. túrtappa að fram­boð fyr­ir­tæk­is­ins hafi minnkað vegna mik­ils skorts á vinnu­afli í Banda­ríkj­unum og Kanada sem er til­kom­inn vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Unnið sé allan sól­ar­hring­inn í verk­smiðjum fyr­ir­tæk­is­ins til þess að reyna að mæta eft­ir­spurn­inni. Þá er einnig bent á það í frétt­inni að aðföng til fram­leiðslu á hrein­læt­is­vörum hafi hækkað mikið í verði í kjöl­far inn­rásar Rússa í Úkra­ínu.

Vanda­málið er samt sem áður ekki nýtt af nál­inni. Líkt og áður segir er vanda­málið að stórum hluta tregða í gang­verki aðfanga­keðja heims­ins sem má að miklu leyti rekja til kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Atburða­rásin er rakin í stuttu máli í grein New York Times. Upp­sagnir fylgdu kóln­un­inni sem varð í hag­kerfum heims­ins vegna far­ald­urs­ins og þar af leið­andi minni umsvif og minni fram­leiðsla. Í kjöl­farið minnk­aði umfang frakt­flutn­inga á heims­vísu umtals­vert.

Eft­ir­spurn eftir hlífð­ar­bún­aði rauk aftur á móti upp úr öllu valdi en slíkar vörur eru að langstærstum hluta fram­leiddar í Kína. Verk­smiðjur þar í landi juku því fram­leiðslu sína á þessum vörum og þær voru fluttar út um allan heim. Þegar búið var að afferma hlífð­ar­bún­að­inn í höfnum víða um heim söfn­uð­ust gám­arnir vegna þess hve mikið útflutn­ingur hafði dreg­ist sam­an. Þetta olli miklum gáma­skorti í Kína enda var útflutn­ingur þaðan með mesta móti.

Hafa fyr­ir­vara á og kaupa meira af nauð­synjum

Einka­neysla breytt­ist líka tals­vert í far­aldr­in­um. Fólk varði minni pen­ingum í alls kyns neyslu vegna sam­komu­tak­mark­ana og miklu meiri tíma heima. Pen­ingum sem ann­ars hefði verið varið í ferða­lög, á veit­inga­húsum eða börum var nú eytt í alls kyns var­an­legar neyt­enda­vörur á borð við hús­gögn, raf­tæki og bús­á­höld. Hafnir Banda­ríkj­anna hrein­lega fyllt­ust af flutn­ingagámum og kostn­aður af skipa­flutn­ingum milli Kína og Banda­ríkj­anna tífald­að­ist á skömmum tíma.

Á sama tíma áttu banda­rísk fyr­ir­tæki í erf­ið­leikum með að ráða fólk til vinnu. Ein birt­ing­ar­mynd þess vanda­máls var skortur á vöru­bíl­stjórum til þess að flytja allar þessar vörur frá höfnum Banda­ríkj­anna inn í vöru­hús og versl­an­ir. Þrátt fyrir að atvinnu­rek­endur hafi hækkað laun áttu fyr­ir­tækin í stök­ustu vand­ræðum með ráðn­ing­ar. Mikið magn af inn­fluttum varn­ing sat því hrein­lega fastur í höfn­un­um.

Hefur keðju­verk­andi áhrif

Skortur á einni vöru leiddi svo til þess að ekki var hægt að full­vinna aðra vöru. Til dæmis varð skortur tölvukubbum til þess að hægja veru­lega á bíla­fram­leiðslu í Banda­ríkj­un­um. Kjarn­inn fjall­aði í vik­unni um áhrif þessa á afkomu bíla­fram­leið­enda sem ein­beittu sér að því að fram­leiða dýr­ari bíla fremur en ódýra.

Öll þessi vand­ræði í aðfanga­keðjum heims­ins hafa einnig haft áhrif á neyt­enda­hegð­un. Fluttar hafa verið fréttir af þessu hökti frá því í miðjum far­aldri og neyt­endur hafa sjálfir reynslu af því að fá ekki eitt­hvað út í búð sem þá vant­aði. Neyt­endur hafa því í auknum mæli tekið upp á því að panta meira magn af vörum en áður og með miklum fyr­ir­vara.

Sú breyt­ing hefur einnig aukið álag á fram­boðs­hlið neyslu­vara og er einn af lyk­il­þáttum í hækk­andi verð­bólgu, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times, í það minnsta vest­an­hafs. Leitt er að því líkum að þetta ástand muni vara út árið 2022 hið minnsta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent