Færri bílar seldir en hagnaður í hæstu hæðum

Skortur á nauðsynlegum íhlutum í bíla hefur leitt til breytinga á stefnum ýmissa bílaframleiðenda, sem einbeita sér nú að því að koma þeim tölvukubbum sem eru til skiptanna í dýrari gerðir bíla. Hagnaður stærstu bílaframleiðenda er í hæstu hæðum.

Bílarnir sem rúllað hafa út úr verksmiðjum og til neytenda á síðustu misserum hafa verið dýrari en fyrir faraldurinn.
Bílarnir sem rúllað hafa út úr verksmiðjum og til neytenda á síðustu misserum hafa verið dýrari en fyrir faraldurinn.
Auglýsing

Margir bíla­fram­leið­endur hafa á und­an­förnum miss­erum breytt áherslum sínum all­nokkuð og ein­beita sér að því að fram­leiða dýr­ari bíla, fremur en ódýr­ari öku­tæki.

Þessar áherslu­breyt­ingar eru ekki komnar til af góðu, en skortur hefur verið á hálf­leið­urum eða tölvukubbum (e. sem­icond­uct­ors) í heim­inum vegna trufl­ana í fram­leiðslu­keðjum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Stríðið í Úkra­ínu og áfram­hald­andi veiru­lok­anir í Kína hafa enn ýtt undir hall­ær­ið.

Það hefur því ein­ungis hægt að fram­leiða tak­mark­aðan fjölda bíla vegna skorts á tölvukubbum og öðrum nauð­syn­legum íhlut­um.

Fram­leið­endur ná vart að sinna eft­ir­spurn eftir nýjum bílum vegna allra þess­ara trufl­ana og hafa margir hverjir ein­beitt nú sem áður segir sér að því að nota íhlut­ina sem skortur er á í dýr­ari gerðir öku­tækja.

Auglýsing

Þetta sést glögg­lega í afkomu­tölum bíla­fram­leið­end­anna, en í sam­an­tekt sem end­ur­skoð­un­ar- og ráð­gjafa­fyr­ir­tækið EY vann fyrr á árinu mátti sjá að á síð­asta ári juku 16 stærstu bíla­fram­leið­endur heims sam­an­lagðan hagnað sinn um 168 pró­sent frá árinu 2020 – og nam hann 134 millj­örðum evra.

Hagn­að­ur­inn jókst þetta mikið þrátt fyrir að sala nýrra bíla hafi ein­ungis vaxið um 1,2 pró­sent frá árinu 2020, sem var sögu­lega slappt ár í sölu nýrra bíla.

11 pró­sent sam­dráttur í sölu – 19 pró­sentum meiri hagn­aður

Á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs jókst sam­an­lagður hagn­aður þess­ara sextán stærstu bíla­fram­leið­enda svo enn frekar, eða um 19 pró­sent frá sama tíma­bili í fyrra, þrátt fyrir að fjöldi nýrra seldra bíla hafi dreg­ist saman um heil 11 pró­sent, sam­kvæmt úttekt EY sem birt var í lok maí.

Hagn­að­ur­inn nam 34 millj­örðum evra og er árs­fjórð­ung­ur­inn í því til­liti sá besti í sög­unni hjá bíla­fram­leið­end­um.

Í grein­ingu EY á afkomu­tölum fyr­ir­tækj­anna kemur fram að staðan sé mjög góð hjá þeim fram­leið­endum sem gera öðru fremur út á lúx­us­bíla. Volkswagen hagn­að­ist mest allra fram­leið­enda á fyrsta árs­fjórð­ungi og var einnig ofar­lega hvað fram­legð varð­ar, en fram­legðin var 13,3 pró­sent sam­kvæmt sam­an­tekt EY. Raf­bíla­fram­leið­and­inn Tesla var hins vegar með mesta fram­legð allra fram­leið­enda, eða 19,2 pró­sent.

Komið til að vera?

Nokkrir bíla­fram­leið­endur hafa bein­línis sagt að þeir ætli nú að vinna áfram eftir þeirri sömu stefnu sem skort­ur­inn á tölvukubbum hefur þvingað þá í á und­an­förnum miss­er­um. Stefnan er sett á fram­legð fremur en mark­aðs­hlut­deild hjá fyr­ir­tækjum á borð við Mercedes Benz og Volkswagen.

Mercedes Benz til­kynnti í maí að fyr­ir­tækið ætl­aði að breyta vöru­fram­boði sínu nokkuð og leggja aukna áherslu á að fram­leiða lúx­us­bíla. Fram­leiðslu sumra ódýr­ari gerða Benz-bif­reiða verður í stað­inn hætt.

Volkswagen jók hagnað sinn um 75 pró­sent í fyrra, þrátt fyrir að selja um 600 þús­undum færri öku­tæki en árið 2020. Þýski ris­inn, sem hefur um ára­bil verið í slag við Toyota um mestu mark­aðs­hlut­deild fram­leið­enda, ætlar að halda áfram á þess­ari braut og hefur lagt áherslu á að nýta íhlut­ina sem hægt er að fá í lúx­us­bíla sem seldir eru undir merkjum Porsche og Audi fremur en að dæla sömu tak­mörk­uðu íhlutum í ódýr­ari bíla undir merkjum Volkswagen eða fram­leiðslu bíla frá Seat eða Skoda.

Í nýlegri hlað­varpsum­fjöllun Fin­ancial Times um þessar svipt­ingar hjá Volkswagen sagði Joe Mill­er, frétta­rit­ari mið­ils­ins í Frank­furt, að ódýrir bílar væru margir hverjir á leið­inni út af mark­aði á næstu árum.

„Loka­nið­ur­staðan gæti orðið sú, þvert á upp­haf­leg mark­mið Volkswagen um að koma bílum til allra heim­ila, að við gætum séð þessa þróun snú­ast við og að bílar verði á ný lúx­usvara,“ sagði Mill­er.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent