Leggur til skerðingarlaust ár 2022

Forseti ASÍ segir að fólk hafi löngum verið sett í spennitreyju víxlverkandi skerðinga í velferðarkerfinu og oft og tíðum gert ómögulegt að bæta líf sitt án þess að eiga á hættu að missa framfærslu til framtíðar.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

„Árið 2022 gæti orðið skerð­ing­ar­laust ár, svona svipað og skatt­lausa árið á níunda ára­tugn­um. Þá hefði fólk tæki­færi til að bæta líf sitt, vinna eftir getu og losna tíma­bundið úr spenni­treyj­unni. Það gefur okkur líka færi á að byggja sann­gjarn­ara vel­ferð­ar­kerfi fyrir alla og taka stórt skref í átt að auknu afkomu­ör­yggi. Það væri við hæfi að gera þetta um leið og við komum sam­an, föll­umst í faðma og gerum allt sem heims­far­ald­ur­inn hefur komið í veg fyr­ir.“

Þetta skrifar for­seti ASÍ, Drífa Snædal, í viku­legum pistli sínum í dag. Hún telur að nú þegar við horfum fram á tíma þar sem skerð­ingar á ferða­frelsi og sam­komum falla smám saman niður sé við hæfi að líta til hinna frels­is­skerð­ing­anna sem stórir hópar fólks hafa þurft að búa við á Íslandi vegna skorts á mann­sæm­andi afkomu. 

Hún segir á að víða um heim sé farið að reyna veru­lega á þan­þol almenn­ings eftir frels­is­skerð­ingar og afkomu­ó­ör­yggi sem far­ald­ur­inn hefur í för með sér. „Þetta birt­ist í óeirðum og óþoli víða þótt flestir sýni aðdá­un­ar­verða still­ingu. Auk­inn ójöfn­uður og ótti um eigin afkomu er hins vegar gam­al­reynd upp­skrift að óánægju, óþoli og jafn­vel óeirð­um. Nú ber­ast af því fréttir að rík­ustu fyr­ir­tæki og menn í heimi hafi hagn­ast veru­lega síð­asta árið á sama tíma og fátækt eykst og mörg ríki eru í vand­ræðum með að mæta kostn­aði við bólu­setn­ing­ar. Ójöfn­uður eykst hratt og millj­ónir hafa misst lífs­við­ur­væri sitt. Fram­tíðin er óviss. Þetta er hinn full­komni jarð­vegur fyrir and­lýð­ræð­is­leg öfl sem stíga gjarnan inn í upp­lausn­ar­á­stand.“

Auglýsing

Drífa bendir á að Ísland hafi komið vel út úr far­aldr­inum í alþjóð­legum sam­an­burði og tak­mark­anir á athöfnum dag­legs lífs hafi því ekki verið jafn harka­legar hér og víða ann­ars stað­ar. Þetta megi þakka öfl­ugu, opin­beru heil­brigð­is­kerfi sem inni­ber nægi­lega sér­fræði­þekk­ingu til að geta veitt stjórn­mál­unum leið­sögn til að takast á við far­ald­ur­inn. 

Mis­réttið var til staðar fyrir kófið

„Stjórn­málin eiga líka sitt, það er að hafa tekið leið­sögn­inni, fremur en að reyna að keyra heims­far­ald­ur­inn í póli­tískan átakaf­ar­veg. Hér á landi hefur hins vegar ekki tek­ist að tryggja afkomu fólks og það er fullt til­efni til að hafa áhyggjur af spill­ingu og auknum ójöfn­uði. Það verður ekki sagt nógu oft að grund­völlur friðar og lýð­ræðis er að tryggja afkomu. Það má eng­inn vera und­an­skil­inn; launa­fólk, atvinnu­leit­end­ur, öryrkjar, aldr­að­ir. Allir eiga að búa við afkomu­ör­yggi í sann­gjörnu sam­fé­lagi. Mis­réttið var til staðar fyrir kóf­ið. 

Fólk hefur löngum verið sett í spenni­treyju víxl­verk­andi skerð­inga í vel­ferð­ar­kerf­inu og oft og tíðum gert ómögu­legt að bæta líf sitt án þess að eiga á hættu að missa fram­færslu til fram­tíð­ar. Þetta er ósann­gjarnt og býr til meiri erf­ið­leika en þurfa að vera. Vís­bend­ingar eru um að kófið muni heldur auka á ójöfnuð og koma verst við þá sem höllum fæti standa en vænka hag hinna,“ skrifar hún. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent