Leggur til skerðingarlaust ár 2022

Forseti ASÍ segir að fólk hafi löngum verið sett í spennitreyju víxlverkandi skerðinga í velferðarkerfinu og oft og tíðum gert ómögulegt að bæta líf sitt án þess að eiga á hættu að missa framfærslu til framtíðar.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

„Árið 2022 gæti orðið skerð­ing­ar­laust ár, svona svipað og skatt­lausa árið á níunda ára­tugn­um. Þá hefði fólk tæki­færi til að bæta líf sitt, vinna eftir getu og losna tíma­bundið úr spenni­treyj­unni. Það gefur okkur líka færi á að byggja sann­gjarn­ara vel­ferð­ar­kerfi fyrir alla og taka stórt skref í átt að auknu afkomu­ör­yggi. Það væri við hæfi að gera þetta um leið og við komum sam­an, föll­umst í faðma og gerum allt sem heims­far­ald­ur­inn hefur komið í veg fyr­ir.“

Þetta skrifar for­seti ASÍ, Drífa Snædal, í viku­legum pistli sínum í dag. Hún telur að nú þegar við horfum fram á tíma þar sem skerð­ingar á ferða­frelsi og sam­komum falla smám saman niður sé við hæfi að líta til hinna frels­is­skerð­ing­anna sem stórir hópar fólks hafa þurft að búa við á Íslandi vegna skorts á mann­sæm­andi afkomu. 

Hún segir á að víða um heim sé farið að reyna veru­lega á þan­þol almenn­ings eftir frels­is­skerð­ingar og afkomu­ó­ör­yggi sem far­ald­ur­inn hefur í för með sér. „Þetta birt­ist í óeirðum og óþoli víða þótt flestir sýni aðdá­un­ar­verða still­ingu. Auk­inn ójöfn­uður og ótti um eigin afkomu er hins vegar gam­al­reynd upp­skrift að óánægju, óþoli og jafn­vel óeirð­um. Nú ber­ast af því fréttir að rík­ustu fyr­ir­tæki og menn í heimi hafi hagn­ast veru­lega síð­asta árið á sama tíma og fátækt eykst og mörg ríki eru í vand­ræðum með að mæta kostn­aði við bólu­setn­ing­ar. Ójöfn­uður eykst hratt og millj­ónir hafa misst lífs­við­ur­væri sitt. Fram­tíðin er óviss. Þetta er hinn full­komni jarð­vegur fyrir and­lýð­ræð­is­leg öfl sem stíga gjarnan inn í upp­lausn­ar­á­stand.“

Auglýsing

Drífa bendir á að Ísland hafi komið vel út úr far­aldr­inum í alþjóð­legum sam­an­burði og tak­mark­anir á athöfnum dag­legs lífs hafi því ekki verið jafn harka­legar hér og víða ann­ars stað­ar. Þetta megi þakka öfl­ugu, opin­beru heil­brigð­is­kerfi sem inni­ber nægi­lega sér­fræði­þekk­ingu til að geta veitt stjórn­mál­unum leið­sögn til að takast á við far­ald­ur­inn. 

Mis­réttið var til staðar fyrir kófið

„Stjórn­málin eiga líka sitt, það er að hafa tekið leið­sögn­inni, fremur en að reyna að keyra heims­far­ald­ur­inn í póli­tískan átakaf­ar­veg. Hér á landi hefur hins vegar ekki tek­ist að tryggja afkomu fólks og það er fullt til­efni til að hafa áhyggjur af spill­ingu og auknum ójöfn­uði. Það verður ekki sagt nógu oft að grund­völlur friðar og lýð­ræðis er að tryggja afkomu. Það má eng­inn vera und­an­skil­inn; launa­fólk, atvinnu­leit­end­ur, öryrkjar, aldr­að­ir. Allir eiga að búa við afkomu­ör­yggi í sann­gjörnu sam­fé­lagi. Mis­réttið var til staðar fyrir kóf­ið. 

Fólk hefur löngum verið sett í spenni­treyju víxl­verk­andi skerð­inga í vel­ferð­ar­kerf­inu og oft og tíðum gert ómögu­legt að bæta líf sitt án þess að eiga á hættu að missa fram­færslu til fram­tíð­ar. Þetta er ósann­gjarnt og býr til meiri erf­ið­leika en þurfa að vera. Vís­bend­ingar eru um að kófið muni heldur auka á ójöfnuð og koma verst við þá sem höllum fæti standa en vænka hag hinna,“ skrifar hún. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent