Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram

Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Auglýsing

LOGOS lög­fræði­þjón­usta fékk tæp­lega 1,5 millj­ónir króna auk virð­is­auka­skatts frá Banka­sýslu rík­is­ins fyrir að skrifa lög­fræði­á­lit um jafn­­ræði við sölu­­með­­­ferð 22,5 pró­sent eign­­ar­hluta rík­is­ins í Íslands­­­banka sem dag­­sett er 11. maí 2022. Í því áliti var kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að jafn­ræðis hefði verið gætt.

LOGOS, sem var inn­lendur lög­fræði­legur ráð­gjafi Banka­sýsl­unnar í sölu­ferl­inu, mat ekki hvort sölu­­með­­­ferðin eign­­ar­hluta rík­­is­ins í Íslands­­­banka stæð­ist reglur um jafn­­ræði áður en salan fór fram, heldur ein­ungis eftir að hún var yfir­stað­in. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Jóhanns Páls Jóhanns­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um málið sem birt var á vef Alþingis í dag. 

Alls fékk LOGOS um 6,2 millj­ónir króna í greiðslu frá Banka­sýsl­unni frá lokum mars­mán­aðar og til loka maí vegna ýmissa verka sem það vann fyrir stofn­un­ina. Meðal ann­ars fékk LOGOS um 2,8 millj­ónir króna fyrir að veita lög­fræði­ráð­gjöf og lög­fræði­þjón­ustu í mars og apríl 2022 sem tengd­ist rétt­ar­reglum um banka­leynd, per­sónu­vernd og skyldu eða heim­ild til að afhenda upp­lýs­ing­ar, skyldum gagn­vart þing­nefnd og svörum við fyr­ir­spurn­um, sam­skiptum við Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands, rétt­ar­stöðu gagn­vart sölu­ráð­gjöf­um, frétta­til­kynn­ing­um, almennum spurn­ingum og svörum og ýmsum sam­skipt­um.

Þar er til að mynda um að ræða álit sem LOGOS vann um hvort birta ætti lista yfir þá sem fengu að kaupa hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Nið­ur­staða þess var að það ætti ekki að birta list­ann. Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra lagði hins vegar sjálf­stætt mat á nauð­syn þess og birti í kjöl­farið lista yfir kaup­end­ur. 

Morg­un­blaðið fékk eitt upp­lýs­ingar fyr­ir­fram

Jóhann Páll spurði einnig af hverju sú lög­manns­stofa sem kom að sölu­með­ferð­inni sem inn­lendur lög­fræði­legur ráð­gjafi Banka­sýslu rík­is­ins hefði verið falið að leggja mat á lög­mæti sölu­með­ferð­ar­innar eftir að salan var um garð gengin í stað þess að fela það annarri lög­manns­stofu sem hafði ekki komið áður að mál­in­u. 

Auglýsing
Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að  LOGOS hefði verið Banka­sýsl­unni til ráð­gjafar eftir söl­una í tengslum við ýmis álita­efni og fyr­ir­spurnir sem upp hafi komið enda sé stofn­un­inni heim­ilt, eins og stjórn­völdum almennt, að leita sér ráð­gjafar við þau verk­efni og ákvarð­anir sem hún hefur með hönd­um. „Tekið skal fram að LOGOS kom ekki að ákvörð­unum um skerð­ingu áskrifta og úthlutun til bjóð­enda og hafði því ekki áður lagt mat á þau álita­efni sem til umfjöll­unar voru í minn­is­blaði lög­manns­stof­unn­ar. Af þeim sökum m.a. þótti ekki sér­stakt til­efni til að leita annað um ráð­gjöf vegna þess­ara atriða.“

Í fyr­ir­spurn þing­manns­ins var farið fram á svör um af hverju jafn­ræðis hefði ekki verið gætt gagn­vart fjöl­miðlum þegar lög­­fræð­i­á­litið var birt 18. maí síð­­ast­lið­inn. Álitið var sent á fjöl­miðla klukkan sex að morgni en hafði þá þegar birst á for­­síðu Morg­un­­blaðs­ins auk þess sem ítar­­leg frétt birt­ist á Inn­­herja á Vísi klukkan 06:43.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck.

Í svari ráð­herra segir að banka­sýslan hefði ákveðið að senda frétta­til­kynn­ingu um nið­ur­stöður athug­unar LOGOS mið­viku­dags­morg­un­inn 18. maí til helstu fjöl­miðla lands­ins. Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Athygli hafi verið falið að sjá um að senda út til­kynn­ingu fyrir hönd Banka­sýslu rík­is­ins. „Eft­ir­mið­dag­inn 17. maí var hringt í rit­stjórnir þeirra prent­miðla sem komu út um mið­viku­dags­morg­un­inn (Morg­un­blaðið og Frétta­blað­ið) og kannað hvort þeir hefðu áhuga á að fjalla um efni frétta­til­kynn­ingar og birta nið­ur­stöður hennar í prentút­gáfum sem kæmu út á svip­uðum tíma 18. maí og til­kynn­ing yrði send út. Ekki náð­ist sam­band sím­leiðis við rit­stjórn Frétta­blaðs­ins en aðili á rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins óskaði eftir að fá til­kynn­ingu senda eftir að hafa sam­þykkt skil­yrði um að efni hennar yrði ekki gert opin­bert fyrr en til­kynn­ing hefði verið send helstu fjöl­miðlum 18. maí kl. 06.00. Mark­mið Banka­sýsl­unnar var það eitt að fá umfjöllun um frétta­til­kynn­ing­una í sem flestum fjöl­miðl­um. Þar sem aðeins náð­ist sam­band sím­leiðis við rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins var til­kynn­ingin ein­ungis send Morg­un­blað­inu dag­inn áður til birt­ingar á sama tíma og til­kynn­ing var send öðrum miðlum 18. maí.“

Ráð­gjaf­inn komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að jafn­­ræði hefði ríkt

Í minn­is­­­blað­inu sem LOGOS vann fyrir Banka­­­sýslu rík­­­is­ins var kom­ist að þeirri nið­­­ur­­­stöðu að ákvörðun um tak­­­marka þátt­­­töku í útboði á 22,5 pró­­­senta hlut íslenskra rík­­­is­ins við svo­­­kall­aða hæfa fjár­­­­­festa án þess að gerð yrði krafa um lág­­­marks­til­­­boð hafi ekki falið í sér brot gegn jafn­­­ræð­is­­­reglu. Í útboð­inu var hlut­­­ur­inn seldur til alls 207 fjár­­­­­festa undir mark­aðsvirði.

Þá taldi lög­­­­­manns­­­stofan að full­nægj­andi ráð­staf­­­anir hafi verið gerðar af hálfu Banka­­­sýsl­unnar til að tryggja jafnt aðgengi hæfra fjár­­­­­festa að útboð­inu í laga­­­legu til­­­liti og að ákvörðun hennar um að selja ekki hlut til Lands­­­bank­ans og Kviku banka, sem gerðu til­­­­­boð fyrir hönd velt­u­­­bóka sinna, hafi stuðst við mál­efna­­­leg sjón­­­­­ar­mið og hafi einnig verið í sam­ræmi við jafn­­­ræð­is­­­reglu.

Auglýsing
LOGOS var ráðið sem inn­­­­­lendur lög­­­fræð­i­­­legur ráð­gjafi Banka­­­sýsl­unnar í tengslum við sölu­­­með­­­­­ferð­ina á hlutnum í Íslands­­­­­banka 18. febr­­­úar síð­­­ast­lið­inn, en hlut­­­ur­inn í bank­­­anum var seldur með til­­­­­boðs­­­fyr­ir­komu­lagi þann 22. mars. Minn­is­­­blað hennar fjallar því um lög­­­­­mæti sölu­­­með­­­­­ferðar sem stofan vann sjálf að. Óttar Páls­­­son, einn með­­­eig­enda LOGOS, er sá sem sendir minn­is­­­blaðið á Banka­­­sýsl­una.

LOGOS vann einnig minn­is­­­blað fyrir Banka­­­sýslu rík­­­is­ins snemma í apríl um hvort að birta ætti lista yfir kaup­endur að hlutn­­­um. Þá var það nið­­­ur­­­staða LOGOS að slíkt væri óvar­­­legt. Fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra lagði hins vegar sjálf­­­stætt mat á birt­ingu list­ans og komst að annarri nið­­­ur­­­stöðu. Í til­­­kynn­ingu sem birt­ist á vef stjórn­­­­­ar­ráðs­ins þegar list­inn yfir þá sem fengu að kaupa í Íslands­­­­­­­banka var birtur sagði að ráðu­­­neytið hefði metið málið þannig að upp­­­­lýs­ing­­­­ar  um við­­­­skipti á milli rík­­­­is­­­­sjóðs og fjár­­­­­­­festa falli „ekki undir banka­­­­leynd og með hlið­­­­sjón af mik­il­vægi þess að gagn­­­­sæi ríki um ráð­­­­stöfun opin­berra hags­muna hefur ráð­herra ákveðið að birta yfir­­­­lit­ið.“

Gagn­rýnendur segja söl­una ekki stand­­­ast lög

Mikil gagn­rýni hefur verið á söl­una á hlutum rík­­­is­ins í Íslands­­­­­banka, meðal ann­­­ars út frá þeim for­­­sendum að sölu­­­fyr­ir­komu­lagið hafi ekki stað­ist þá kröfu um jafn­­­ræði sem gerð er í lögum um sölu­­­­með­­­­­­­ferð eign­­­­ar­hluta rík­­­­is­ins í fjár­­­­­­­mála­­­­fyr­ir­tækj­­­um. 

Ein þeirra sem hefur sett fram slíka gagn­rýni er Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, hag­fræð­ingur við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­­­­­kvæmda­­­­­stjóri fjár­­­­­­­­­mála­­­­­stöð­ug­­­­­leika­sviðs Seðla­­­­­banka Íslands, sem sagði við Kjarn­ann í mars að þegar tak­­­mark­aður hópur fjár­­­­­festa sé val­inn til að kaupa magn bréfa sem sé svo lítið að það hefði ekki hreyft við mark­aðsvirði Íslands­­­­­­­banka ef þeir hefur keypt á eft­ir­­­­mark­aði þá brjóti það í bága við 3. grein og mög­u­­­­lega einnig 2. grein umræddra laga. „Á grund­velli þess þarf ein­hver að axla ábyrgð fyrir að hafa heim­ilað þetta og auk þess þarf að rifta þessum við­­­­skiptum við ein­stak­l­inga og ehf., enda eru þau ekki í sam­ræmi við lög og kaup­endum og mið­l­­­­urum hefði mátt vera það ljóst sem og því stjórn­­­­­­­valdi sem heim­il­aði þetta.“ Sig­ríður sat í rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði af sér umfangs­­­mik­illi skýrslu í apríl 2010. Lögin um sölu­­­með­­­­­ferð á hlut rík­­­is­ins í fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækjum horfa meðal ann­­­ars til ábend­inga rann­­­sókn­­­ar­­nefnd­­­ar­inn­­­ar.

Sigríður Benediktsdóttir.

Þriðja grein lag­anna fjallar um meg­in­­­­reglur við sölu­­­­með­­­­­­­ferð. Í grein­inni seg­ir: „Þegar ákvörðun er tekin um und­ir­­­­bún­­­­ing og fram­­­­kvæmd sölu­­­­með­­­­­­­ferðar eign­­­­ar­hluta skal áhersla lögð á opið sölu­­­­ferli, gagn­­­­sæi, hlut­lægni og hag­­­­kvæmni. Með hag­­­­kvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða mark­aðs­verðs fyrir eign­­­­ar­hluti. Þess skal gætt að skil­yrði þau sem til­­­­­­­boðs­­­­gjöfum eru sett séu sann­­­­gjörn og að þeir njóti jafn­­­­ræð­­­­is. Þá skal við sölu kapp­­­­kosta að efla virka og eðli­­­­lega sam­keppni á fjár­­­­­­­mála­­­­mark­að­i.“

Seg­ist enn sann­­færð­­ari um lög­­brot

Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­­­maður Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar, er á meðal ann­­­arra sem hafa sett fram sam­­­bæri­­­lega gagn­rýni og Sig­ríð­­­ur. Hún hefur meðal ann­­­ars, í grein sem hún birti á Vísi í byrjun maí með fyr­ir­­­sögn­inni „Af­­­ger­andi vís­bend­ingar um lög­­­brot“, bent á að engin ástæða hafi verið fyrir því að selja litlum fjár­­­­­festum hlut rík­­­is­ins í banka með afslætti, en minnsti fjár­­­­­fest­ir­inn keypti fyrir rúma milljón króna og alls 59 aðilar fengu að kaupa fyrir minna 30 millj­­­­ónir króna.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck.

Eftir að minn­is­­blaðið birt­ist sagð­ist Kristrún enn sann­­færð­­ari en áður um að lög­­brot hafi átt sér stað við banka­­söl­una.

Hún sagði í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book aug­­ljóst að minn­is­­blaðið væri við­bragð við grein hennar frá því í byrjun maí. „Minn­is­­­blaðið á að svara rök­­­semd­­­ar­­­færsl­unni sem birt­ist í grein minni um að jafn­­­ræði hafi verið brotið við söl­una á bank­an­­­um. Við lestur þess kemur hins vegar í ljós að engar nýjar upp­­­lýs­ingar er þar að finna. Engin rök sem hafa ekki nú þegar heyrst frá Banka­­­sýsl­unni og fjár­­­­­mála­ráð­herra. Aðeins rök sem einmitt þóttu ótrú­verðug og ég rakti í grein­inn­i.“

Hún sagði það líka athygl­is­vert að Banka­­­sýslan, sem sé opin­ber stofnun á fjár­­­lögum sem hafi starfs­­­menn, hafi séð ástæðu til að leita til utan­­­að­kom­andi lög­­­fræð­ings til að vinna minn­is­­­blað til að svara grein henn­­­ar. „Þar sem engar nýjar upp­­­lýs­ingar eða rök­­­semd­­­ar­­­færslur koma fram. Margir hljóta að spyrja sig hvað var greitt fyrir þessa þjón­­­ustu. Ef mönnum er alvara með að fara í saumana á þessu máli þá er það ekki gert með aðkeyptum lög­­­fræð­i­á­litum sem bæta engu við mál­­­flutn­ing­inn og er komið með for­­­gangi til ákveð­inna fjöl­miðla til for­­­síð­­u­birt­ing­­­ar.“

Salan á hlut rík­­­is­ins í Íslands­­­­­banka er nú til skoð­unar hjá Fjár­­­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­­banka Íslands auk þess sem Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun er að fram­­­kvæma stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tekt á ferl­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent