Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi

Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.

Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Auglýsing

Sam­göngu­kostn­aður er 85 pró­sentum hærri á Íslandi en að með­al­tali innan landa Evr­ópu­sam­bands­ins. Hvergi í Evr­ópu er sam­göngu­kostn­að­ur­inn eins mik­ill. Frá þessu er greint í umfjöllun á vef­svæði Schengen Visa News sem unnin er upp úr töl­fræði­gögnum frá Eurostat.

Kostn­aður við sam­göngur er einnig hár á hinum Norð­ur­lönd­unum en Sví­þjóð og Nor­egur raða sér í næstu sæti á eftir Íslandi á list­an­um. Í Sví­þjóð mælist kostn­að­ur­inn 79 pró­sentum hærri en með­al­talið í Evr­ópu en 61 pró­sent í Nor­egi. Finn­land kemur næst Norð­ur­landa á list­an­um, þar er verð­lag tæp­lega 39 pró­sentum hærra en gengur og ger­ist í ESB en sam­göngur eru ögn dýr­ari á Írlandi. Af Norð­ur­lönd­unum er kostn­aður vegna sam­gangna lægstur í Dan­mörku, hann mælist engu að síður tæpum 17 pró­sentum hærri en með­al­kostn­aður innan ESB.

Kostn­aður vegna far­ar­tækja til eigin nota er aftur á móti hæstur í Dan­mörku, 38 pró­sentum hærri en með­al­talið innan ESB. Ísland ratar í fjórða sæti þess lista, á eftir Nor­egi og Hollandi. Hér á landi er kostn­aður vegna far­ar­tækja til eigin nota 16 pró­sentum hærri en í ríkjum ESB.

Auglýsing

Lægstur er sam­göngu­kostn­að­ur­inn í Búlgar­íu, rétt rúm­lega helm­ingur af með­al­tal­inu innan álf­unn­ar. Þar á eftir koma Rúm­en­ía, Pól­land og Tékk­land. Í öllum þessum löndum er kostn­að­ur­inn rúm­lega 40 pró­sentum undir með­al­tals­kostn­aði.

Gist­ing, matur og menn­ing dýr­ust á Norð­ur­löndum og í Sviss

Einnig er fjallað um verð­lag á gisti- og veit­inga­stöðum innan álf­unnar í umfjöllun Schengen Visa News og Ísland er einnig á meðal dýr­ustu landa í þessum flokki. Hér á landi er verð­lag á gisti- og veit­inga­stöðum tæpum 63 pró­sentum hærra en að með­al­tali innan ESB. Verð­lag í þessum flokki er hærra í ein­ungis tveimur lönd­um, Sviss og Nor­egi. Í Sviss er verð­lagið 68,7 pró­sentum yfir með­al­lagi.

Þessi sömu lönd, Norð­ur­löndin og Sviss, eru einnig dýr­ust þegar kemur að verð­lagi á afþr­ey­ingu og menn­ing­ar­tengdum við­burð­um. Verð í þeim flokki er á bil­inu 30 til 50 pró­sentum hærra en gengur og ger­ist hjá aðild­ar­ríkjum ESB.

Hagstofa Íslands birti þessar myndir á Facebook síðu sinni í vkunni.

Hag­stofa Íslands birti í vik­unni mynd á Face­book-­síðu sinni sem sýnir verð­lags­vísi­tölu fyrir mat og drykk í Evr­ópu á síð­asta ári. Þar sést að á Íslandi er matur og drykkur 39 pró­sentum dýr­ari en innan ESB. Í ein­ungis tveimur löndum er mat­ar­k­arfan dýr­ari, í Nor­egi og Sviss en í Sviss er verðið 66 pró­sentum yfir með­al­tali ESB. Hér á landi kosta föt og skór einnig meira en í öllum öðrum löndum Evr­ópu. Verð­lag í þessum vöru­flokki er 35 pró­sentum hærra en með­al­talið innan ESB, líkt og sjá má á með­fylgj­andi mynd frá Hag­stofu Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent