Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda

Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.

Pexels Mynd: Koen Swiers
Auglýsing

Ekki liggur fyrir hvernig skatt­byrðin af kolefn­is­gjaldi og öðrum lofts­lagstengdum sköttum dreif­ist á milli tekju­tí­unda og fyr­ir­tækja á Íslandi, en rann­sóknir erlendis frá benda til þess að aukin skatt­byrði vegna slíkra skatta bitni mest á tekju­lágum hópum sem verja gjarnan stærri hluta tekna sinna í kolefn­is­frekar vörur og þjón­ustu en aðrir þjóð­fé­lags­hóp­ar.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri grein­ar­gerð frá Lofts­lags­ráði um opin­ber fjár­mál og lofts­lags­mál, sem unnin var af Hrafn­hildi Braga­dóttur lög­fræð­ingi og Jónasi Atla Gunn­ars­syni hag­fræð­ingi.

Í grein­ar­gerð­inni, sem birt var undir lok síð­ustu viku, kemur fram að stjórn­völd þurfi að fram­kvæma grein­ingu á því hvernig skatt­byrðin dreifist, vilji þau hafa yfir­sýn yfir áhrif lofts­lags­skatta. Ef reyndin sé sú að skatt­lagn­ingin bitni meira á tekju­lágum hópum væri svo hægt að stuðla að „rétt­látum umskipt­um“ með því að ráð­stafa skatt­tekjum af lofts­lags­að­gerðum sér­stak­lega til fyr­ir­tækja og heim­ila í við­kvæmri stöðu.

Rétt­lát umskipti eru hug­tak sem inni­ber að aðgerðir sem gripið er til vegna lofts­lags­mála byggi á rétt­læti og jöfn­uði og að ávinn­ingi af breyt­ingum á sam­fé­lagi og efna­hag vegna lofts­lags­breyt­inga verði skipt með rétt­látum hætti.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar segir að rétt­lát umskipti fyrir alla hópa sam­fé­lags­ins skuli verða leið­ar­stef í þeim umbreyt­ingum sem standa yfir vegna lofts­lags­vár­innar og tækni­breyt­inga.

Þrátt fyrir að hið opin­bera hafi ekki enn upp­lýs­ingar um það hvernig skatt­byrðin af lofts­lags­sköttum dreif­ist um sam­fé­lag­ið, skal tekið fram að Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands hefur þegar verið falið að vinna kostn­að­ar- og ábata­grein­ingu á aðgerðum aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­mál­um.

Sömu­leiðis á stofn­unin að greina áhrif ein­stakra aðgerða í aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum á kjör fólks eftir tekju­hópum og búsetu. „Slík grein­ing myndi hafa þýð­ingu við for­gangs­röðun fjár­muna í fjár­mála­á­ætlun og fjár­lög­um,“ segir í grein­ar­gerð Lofts­lags­ráðs.

Allt í sama sarp­inn eða beint til aðgerða?

Grein­ar­gerð Lofts­lags­ráðs var unnin með það að mark­miði að ná yfir­sýn yfir þá þætti rík­is­fjár­mála sem hafa sér­staka þýð­ingu fyrir lofts­lags­mál­in, í þeim til­gangi að stuðla að gagn­sæi varð­andi ráð­stöfun opin­berra fjár­muna í þágu lofts­lags­mark­miða.

Í grein­ar­gerð­inni frá Lofts­lags­ráði kemur fram að í alþjóð­legri umræðu sé „áhersla lögð á að tekjur af lofts­lags­að­gerðum séu nýttar í þágu skil­greindra mark­miða, meðal ann­ars á sviði lofts­lags- og orku­mála, svo sem til tækni­fram­fara og lofts­lagsvænna lausna, og til að dreifa byrðum af lofts­lags­vand­anum með rétt­látum hætt­i“.

Auglýsing

Tekjur af lofts­lags­að­gerðum geta ýmist runnið beint í rík­is­sjóð eða verið eyrna­merktar til­teknum aðgerðum og kemur fram í grein­ar­gerð­inni að alþjóð­lega hafi verið bent á að hvor leiðin fyrir sig hafi sína kosti; sú fyrr­nefnda veiti færi á sveigj­an­leika til að aðlaga notkun tekn­anna að breyttum aðstæðum eða áhersl­um, en hin síð­ar­nefnda stuðli að gagn­sæi og fyr­ir­sjá­an­leika.

Ísland fer fyrri leið­ina, og hafa sér­stakir lofts­lags­skattar sem aðal­lega eru inn­heimtir í formi kolefn­is­gjalds frá árinu 2010, runnið beint í rík­is­sjóð á und­an­förnum árum. Kolefn­is­gjaldið nemur nú um 6 millj­örðum á ári, en einnig hefur verið sett sér­stakt gjald á inn­flutn­ing F-gasa frá árinu 2020. Til við­bótar við þetta fær ríkið tekjur af sölu los­un­ar­heim­ilda, sem telj­ast til tekna vegna lofts­lags­að­gerða. Alls er áætlað að ríkið fái um 9 millj­arða króna í kass­ann vegna lofts­lags­að­gerða á þessu ári.

Borg­ar­lína og raf­drif­inn Herj­ólfur taldar sem 100 pró­sent lofts­lags­að­gerðir

Sam­kvæmt bók­haldi rík­is­ins er þess vænst að heild­ar­kostn­aður vegna skil­greindra lofts­lags­að­gerða muni nema um 18 millj­örðum króna á árinu. Í grein­ar­gerð Lofts­lags­ráðs er hins vegar bent á að lítil sem engin sund­ur­liðun liggi fyrir í opin­berum gögnum um kostnað við ein­stakar lofts­lags­að­gerðir og einnig eru sett spurn­inga­merki við fram­setn­ingu útgjalda til mála­flokks­ins í bók­haldi rík­is­ins.

„Í núgild­andi sund­ur­liðun á kostn­aði vegna lofts­lags­að­gerða er ekki gerður grein­ar­munur á aðgerðum sem að mestu geta talist beinar aðgerðir í lofts­lags­málum og þeim aðgerðum sem einnig er ráð­ist í í öðrum til­gangi. Í þeim til­vikum gæti verið um ofmat kostn­aðar að ræða. Til dæmis má nefna að fjár­magn sem fer úr rík­is­sjóði til Vest­manna­eyja­ferju og í upp­bygg­ingu Borg­ar­línu er að fullu talið sem fjár­magn til lofts­lags­að­gerða, en sam­dráttur í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er ekki eini til­gang­ur­þess­ara fjár­fest­inga,“ segir í grein­ar­gerð Loft­lags­ráðs.

Þar er einnig bent á að Evr­ópu­sam­bandið hafi, er það tók saman eigin útgjöld til lofts­lags­mála fyrir fjár­mála­á­ætlun áranna 2014-2020, horft til þess að gefa aðgerðum sem hafa ekki ein­ungis lofts­lagstengd mark­mið 40 pró­sent vægi, en aðgerðum sem voru ein­ungis fram­kvæmdar til að sporna gegn lofts­lags­breyt­ingum var gefið 100 pró­sent vægi. Það sem hér er átt við að ef rík­is­stjórnin seg­ist ætla að setja 10 millj­arða í til dæmis Borg­ar­línu, sé ef til vill ekki rétt að flokka nema 4 millj­arða af þeirri upp­hæð sem beint fram­lag til lofts­lags­mála.

Hve lengi vara lofts­lags­á­hrif aðgerða?

Höf­undar grein­ar­gerð­ar­innar benda einnig á að ekki hafi verið gerður grein­ar­munur á flokkun lofts­lags­að­gerða hvað varði mis­mun­andi áhrif þeirra til skemmri og lengri tíma.

„Þannig verða lofts­lags­á­hrif sam­göngu­mann­virkja sem ætlað er að draga úr losun – líkt og Vest­manna­eyja­ferju og Borg­ar­línu ásamt göngu- og hjóla­stígum – minni eftir því sem aðrir sam­göngu­mátar verða vist­vænni. Rík­is­stjórn Frakk­lands, sem metur lofts­lags­á­hrif eigin fjár­laga, gefur lofts­lags­að­gerðum minna vægi ef þær hafa ein­ungis jákvæð áhrif á lofts­lags­breyt­ingar til skamms tíma. Sömu­leiðis hefur nefnd á vegum norsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem var skipuð til að koma með til­lögur um fram­kvæmd grænnar fjár­laga­gerð­ar, lagt til að aðgerðir verði flokk­aðar eftir því hversu lengi lofts­lags­á­hrif þeirra muni vara,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Á hinn bóg­inn er þó bent á það að ríkið gæti talið fleiri hluti en það gerir í dag til lofts­lags­að­gerða, að minnsta kosti að ein­hverju leyti. Hér er meðal ann­ars átt við aðlög­un­ar­að­gerðir vegna lofts­lags­breyt­inga, eins og fram­lög rík­is­ins í Ofan­flóða­sjóð og fram­lög til flóða­varna.

Í grein­ar­gerð Lofts­lags­ráðs segir að til­efni sé til að greina ítar­lega hvernig nýta megi stefnu­mót­un­ar- og ákvörð­un­ar­ferli opin­berra fjár­mála með mark­viss­ari hætti í þágu lofts­lags­mark­miða.

„Skoða þarf hvaða aðferðir henta best hér á landi til að auka skil­virkni og gagn­sæi varð­andi fjár­mögnun lofts­lags­að­gerða þar með talið til að tryggja rétt­lát umskipti, auk þess sem huga þarf að hlut­verki og sam­starfi stjórn­valda við stefnu­mótun um fram­lög til lofts­lags­mála og eft­ir­fylgni með þeim. Í þessu sam­hengi mætti horfa til aðferða grænnar fjár­laga­gerðar og læra af reynslu þeirra ríkja sem vinna að inn­leið­ingu slíkrar nálg­un­ar,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent