Hvers vegna dóu börn á bar?

Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?

Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Auglýsing

Á Enyo­beni í borg­inni East London í Suð­ur­-Afr­íku iðar oft­ast allt af lífi á kvöldin og fram á nótt. Það ætti ekki að koma á óvart, þetta er bar, þar sem fólk kemur saman til að fá sér drykk. Spjalla sam­an. Hlæja sam­an. Dansa. En það sem er óvenju­legt, og reyndar kolólög­legt, er að Enyo­beni er vin­sæll sam­komu­staður ung­linga. Því þar hafa þeir geta keypt sér áfengi án þess að hafa aldur til.

Með­vit­und­ar­laus ung­menni í hrönn­um, sagði í til­kynn­ingu til lög­regl­unnar um kl. 4 aðfara­nótt sunnu­dags. 22 þeirra lét­ust. Flest voru úrskurðuð látin á staðnum en tvö lét­ust á sjúkra­húsi. Meiri­hluti lát­inna eru stúlk­ur.

Auglýsing

Suð­ur­-a­frískir frétta­miðlar segj­ast hafa heim­ildir fyrir því að lög­reglan telji að ung­mennin hafi lát­ist úr kol­sýr­ingseitr­un. Að kol­sýr­ing­ur­inn eigi upp­tök sín í bensín raf­stöð sem var í hús­næð­inu. Raf­stöðin hafi dælt eitr­uðu lofti yfir við­stadda. Þetta á enn eftir að stað­festa og eiga nið­ur­stöður krufn­inga að liggja fyrir á næstu dög­um.

Hin látnu voru á aldr­inum 13-17 ára.

Lík hinna látnu flutt út af Enyobeni-kránni. Mynd: EPA

Á laug­ar­dags­kvöldið voru tugir ung­menna sam­an­komin til að skemmta sér á Enyo­ben­i-­barn­um. Gleð­skap­ur­inn stóð langt fram á nótt. Nokkrir sem voru á staðnum og hafa rætt við fjöl­miðla segja að á ein­hverju tíma­bili hafi raf­magnið farið af bygg­ing­unni.

Það er ekki óal­gengt. Raf­magn er víða ótryggt í Suð­ur­-Afr­íku. Þess vegna eru margir með vara­afl, raf­stöðv­ar, til að bregð­ast við. Þannig kann að standa á því að bens­ínknúna raf­stöðin á Enyo­ben­i-­barnum fór í gang.

Rétt­ar­meina­fræð­ing­ur­inn Solomon Zondi, sem tók við líkum ung­menn­anna til rann­sóknar og rann­sak­aði einnig vett­vang­inn, segir við frétta­mið­il­inn Mail and Guar­dian að gaseitrun sé mögu­leg dán­ar­or­sök. Ákveðin lykt af hinum látnu beri það með sér auk þess sem áverkar á þeim bendi einnig til þess.

Yfir­völd segj­ast hafa sett helstu sér­fræð­inga lands­ins í að rann­saka mál­ið. Sent þá frá höf­uð­borg­inni Pretoríu til að velta við öllum stein­um. Suð­ur­-a­fríska þjóðin er í áfalli eftir upp­á­kom­una og vill skýr svör og það sem fyrst. Rann­sókn­ar­gögn hafa svo verið send á bestu rann­sókn­ar­stofur lands­ins, að sögn ráða­manna.

Auglýsing

En hvað voru öll þessi börn að gera á skemmti­stað langt fram á nótt?

Suð­ur­-a­frískir fjöl­miðlar segja þau mörg hver hafa verið lokkuð þangað með lof­orði um ókeypis áfengi, ókeypis þráð­laust net og mynda­tök­um. Íbúar Senery Park­-hverf­is­ins, þar sem Enyo­ben­i-krána er að finna, eru fátækir, meðal þeirra fátæk­ustu á þessum slóð­um. Í hverf­inu er að finna ódýrt, félags­legt hús­næði og kofa. Kofa þar sem oft er hvorki raf­magn né renn­andi vatn. Og þessar aðstæður geta gera boð um að kom­ast í ókeypis net­sam­band ómót­stæði­legt fyrir ung­linga.

Lögreglumenn og aðrir sem koma að rannsókninni við Enyobeni-krána eftir harmleikinn. Mynd: EPA

„Börnin í þessu hverfi hafa ekk­ert við að vera því það er ekk­ert í boði fyrir þau,“ sagði Nomt­hunzi Mbiko, tals­maður íbúa­sam­taka, á íbúa­fundi eftir harm­leik­inn. Börn hefðu engan stað til að hitt­ast á. Þess vegna fari þau að neyta áfengis og hanga á krám fram á nótt. „Borgin verður að gera almenn­ings­garða og fjár­festa í íþrótta­mann­virkj­u­m,“ sagði Mbiko, „svo að börnin okkar geti stundað íþróttir í stað þess að vera á krám.“

Borg­ar­yf­ir­völd hafa lofað fjöl­skyldum fórn­ar­lambanna ókeypis graf­reit fyrir látin börn sín. Mbiko segir aðstoð­ina allt of litla. „Þetta er óásætt­an­legt. Við munum fara hús úr húsi og meta þarfir fjöl­skyld­anna og afhenda yfir­völdum svo að þau geti brugð­ist við með við­eig­andi hætti. Það verður að veita fjöl­skyld­unum fjár­hags­að­stoð.“

Mbiko er ekki hrædd við að tala opin­skátt. Hún gagn­rýnir yfir­völd í borg­inni sem og land­inu öllu fyrir að setja upp leik­rit í kringum rann­sókn­ina sem verði þegar upp er staðið „gagns­laus“. Yfir­völd séu spillt og nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar verði það líka.

Segja líkum hafa verið hent út

„Við stukkum niður af svöl­unum því dyrnar voru læstar,“ hafa þrjú ung­menni sem lifðu þessa nótt á barnum af, sagt við fjöl­miðla. Að ekki hafi verið um slys að ræða heldur „vel skipu­lagt morð“. Þegar gestir fóru að hósta og eiga erfitt með að ná and­anum hafi ekki verið hægt að kom­ast út. Að dyra­verðir hafi kastað líkum út og svo læst svo að þeir sem inni voru komust hvergi.

Rétt­ar­meina­fræð­ing­ur­inn Zondi hefur aðrar skýr­ingar á því hvers vegna líf­vana fólki var hent út. Dyra­verðir hafi verið að reyna að koma þeim út undir ferskt loft.

„Börnin dóu vegna eitr­un­ar,“ sagði Zondi í við­tölum í gær. Hvernig þau komust í tæri við eitrið sé hins vegar enn ekki ljóst. Sögur hafa verið á kreiki um að eit­ur­efni hafi verið sett í vatns­pípur sem gestir krár­innar voru að reykja. Eða í drykki sem þeim var boðið upp á. Ókeyp­is.

Ekk­ert slíkt hefur verið stað­fest.

Hann vill róa landa sína. Þar með talið Mbiko. „Ég get full­vissað alla Suð­ur­-Afr­íku­menn um að allir eru að taka málið alvar­lega. Þetta er umfangs­mikil rann­sókn á harm­leik. Við viljum vita allt sem gerð­ist. Við vinnum með lög­regl­unni. Við erum ekki að vinna hvert í sínu horni, þetta er sam­vinna. Það verða svo við, rétt­ar­meina­fræð­ing­arn­ir, sem munum gefa út end­an­lega nið­ur­stöðu rann­sókna á dán­ar­or­sök.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent