Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka

Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Alls segjast 63 prósent aðspurðra í nýrri könnun MMR treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. Könnunin, sem gerð var daganna 13-18. janúar, var framkvæmd fyrir þrýstihópinn Skiltakarlanna. Fyrst var greint frá henni á vef Fréttablaðsins.

Á móti segjast 23 prósent landsmanna treysta Bjarna frekar eða mjög vel til að leiða sölu á hlut ríkisins í bankanum. 14 prósent svarenda sagðist ekki hafa afgerandi skoðun á því hvort þeir treystu formanni Sjálfstæðisflokksins til verksins eða ekki.

Um netkönnun var að ræða og var fjöldi svarenda 915. 

Auglýsing
Í könnuninni kemur fram að því hærri sem tekjur svarenda eru því líklegri eru þeir til að treysta Bjarna til að leiða sölu á hlut ríkisins í bankanum. Þannig segjast 30 prósent þeirra sem eru með yfir eina milljón króna í heimilistekjur treysta honum í verkið en 52 prósent vantreysta honum í það. Hjá þeim sem eru með 400 þúsund krónur eða minna í heimilistekjur treysta einungis 14 prósent svarenda Bjarna en 76 prósent treysta honum mjög eða frekar illa. 

Sölu­ferlið á Íslandsbanka var sett á ís í mars í fyrra en skyndilega end­ur­vakið 17. des­em­ber síð­ast­lið­inn þegar Banka­sýsla rík­is­ins sendi til­lögu til Bjarna þess efn­is. Sú til­laga var sam­þykkt fjórum dögum síð­ar, 21. des­em­ber. 

Samhliða var sent bréf og grein­ar­gerð til Alþingis og óskað eftir umsögn fjár­laga­nefndar og efna­hags- og við­skipta­nefndar um grein­ar­gerð­ina. Nefnd­ar­menn fengu til 20. jan­ú­ar, eða einn mán­uð, til að skila þeirri umsögn. Hún þarf því að liggja fyrir á mið­viku­dag en fyrsti þing­fundur árs­ins 2021 var í dag. 

Þar flutti Bjarni munn­lega skýrslu um hina vænt­an­legu sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka og í kjölfarið hófust umræður um málið. Þær standa enn yfir þetta er skrifað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent