Nú sé kominn tími til að hætta að skoða málin og gera eitthvað

Ekki liggur fyrir ákvörðun stjórnvalda um framlengingu atvinnuleysisbóta að svo stöddu, samkvæmt félagsmálaráðherra, en málið er í skoðun. Þingmaður Flokks fólksins segir það vera álíka og að segja við fólk: „Étið það sem úti frýs.“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins.
Auglýsing

„Nú stefnir í að fleiri hund­ruð falli af bótum á þessu ári. Það fólk verður þá að segja sig til sveit­ar, leita í fram­færslu sveit­ar­fé­laga. Bara í Reykja­nesbæ munu það að öllu óbreyttu verða um 200 manns á árinu sem nú er að hefj­ast. Þetta eru hrika­legar tölur og bak við þær standa mann­eskj­ur, 1.000 borg­arar í þessu landi. Áhyggjur af afkomu og fátækt, fólk sér fram á að stefna í fátækt­ar­gildru með börnin sín. Við í Flokki fólks­ins viljum að öllum til­tækum ráðum verði beitt til að bjarga þessu fólki meðan við erum að kom­ast út úr COVID-19 kóf­in­u.“

Þetta sagði Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en hann spurði Ásmund Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra hvort rík­is­stjórnin og ráðu­neyti hans hygð­ist skoða þann mögu­leika að lengja tíma­bil atvinnu­leys­is­bóta úr 30 mán­uðum þannig að ein­hver von væri fyrir þetta fólk að lenda ekki í sára­fá­tækt.

„Nú á föstu­dag­inn birti Vinnu­mála­stofnun tölur um atvinnu­leysi í des­em­ber­mán­uði síð­ast­liðn­um. Þær tölur eru því miður dap­ur­leg­ar. Almennt atvinnu­leysi jókst lít­il­lega á lands­vísu, er 10,7 pró­sent en var 10,6 pró­sent í nóv­em­ber. Þannig var 21.000 manns án atvinnu í lok árs­ins. Rúm­lega 5.000 ein­stak­lingar voru svo á hluta­bót­um. Ef við tökum þennan hóp með er heild­ar­at­vinnu­leysi 12,1 pró­sent. Sam­tals eru þannig yfir 26.400 manns alveg án atvinnu eða að hluta. Ríf­lega 4.000 manns hafa verið án vinnu í meira en eitt ár og 6.600 án vinnu í 6 til 12 mán­uði. Sam­tals hafa því tæp­lega 11.000 verið án vinnu lengur en hálft ár. Sam­bæri­leg tala í des­em­ber 2019 var 3.800. Þannig glíma nærri þrisvar sinnum fleiri við lang­tíma­at­vinnu­leysi nú en 2019. Atvinnu­leysi er mest á Suð­ur­nesjum, yfir 26 pró­sent meðal kvenna og rúm­lega 21 pró­sent meðal karla. Það er næst­mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, karlar í meiri hluta, 12 pró­sent, og konur 11,5 pró­sent,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Auglýsing

Ekki liggur fyrir ákvörðun um fram­leng­ingu að svo stöddu

Ásmundur Einar svar­aði og sagði að rík­is­stjórnin hefði ráð­ist í marg­vís­legar aðgerð­ir. „Nú fyrir jólin var meðal ann­ars ráð­ist í hækkun bóta og við fram­lengdum líka hækkun greiðslna sem fylgja börnum atvinnu­lausra. Við höfum lengt tekju­tengda tíma­bilið og hluta­bóta­leið­in, eins og hátt­virtur þing­maður fór yfir, hefur verið mjög mik­il­væg í þess­ari stöðu. Við erum auð­vitað að fylgj­ast með því dag frá degi hvernig far­aldr­inum vindur áfram. Það liggur ljóst fyrir að þegar við erum með eina atvinnu­grein algjör­lega í frosti, sem er ferða­þjón­ust­an, sem hefur verið ein stærsta atvinnu­greinin á und­an­förnum árum, þá eru menn að bíða eftir því að hún kom­ist í gang á nýjan leik og öll sú starf­semi sem legið hefur niðri í versl­un, þjón­ustu og fleira vegna far­ald­urs­ins.

Þegar kemur að leng­ingu bóta­tíma­bils þá erum við að skoða þetta á hverjum ein­asta tíma. Nið­ur­staðan fyrir ára­mót var sú að stíga ekki það skref þá. Engu að síður höfum við verið í mjög þéttu sam­tali og sam­starfi við félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Ráðu­neytið fundar mjög reglu­lega með félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og fær allar upp­lýs­ingar það­an. Við erum með alla nýj­ustu töl­fræði frá Vinnu­mála­stofnun um hversu margir eru að klára sinn bóta­rétt en að svo stöddu hefur ekki verið tekin ákvörðun um fram­leng­ingu á þeim rétt­ind­um,“ sagði ráð­herr­ann.

Ásmundur Einar Daðason Mynd: Bára Huld Beck

Hann sagði jafn­framt að eftir því sem far­ald­ur­inn drægist á lang­inn þá myndi rík­is­stjórnin áfram þurfa að koma með aðgerð­ir. „Það hef ég sagt um allar þær aðgerðir sem við höfum komið með að þær úti­loki ekki frek­ari aðgerðir á síð­ari stig­um. Þannig að: Höfum við skoðað þetta? Já, við höfum skoðað þetta en það liggur ekki fyrir ákvörðun um fram­leng­ingu að svo stödd­u.“

Heldur „rýr svör“

Guð­mundur Ingi beindi fyr­ir­spurn að Ásmundi Ein­ari í annað sinn. „Ég þakka hæst­virtum félags- og barna­mála­ráð­herra fyrir svör­in. Þau voru heldur rýr. Skoða þetta? Það er bara eins og að segja við fólk: Étið það sem úti frýs. En þar er ekk­ert að hafa leng­ur. Það er ekk­ert að hafa fyrir þetta fólk. Það er stór hópur fólks sem bíður í röðum eftir mat og þessi hópur mun bæt­ast við. Þeir sem eru að fara á félags­legar bætur hjá sveit­ar­fé­lögum eru í mjög slæmum málum vegna þess að það er allt tekið á móti til þess að skerða þær bæt­ur. Þannig að þetta er bara fátækt­ar­gildra.

Það þýðir ekk­ert að segja að maður ætli að skoða málið vegna þess að það er ekki talað um að skoða málin þegar verið að bjarga fyr­ir­tækj­um. Þá er eitt­hvað gert, það er búið til. Nú er kom­inn tími til að hætta að skoða málin og gera eitt­hvað og sjá til þess að fólk þurfi ekki að standa í röð eftir mat. Það er lág­mark að við sjáum til þess að það þurfi eng­inn að svelta á Ísland­i,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Ætla sér að halda utan um fólk í þessum far­aldri

Ásmundur Einar steig aftur í pontu og sagði að stjórn­völd hefðu gripið til marg­vís­legra aðgerða til að tryggja félags­lega þátt­inn. „Það lýtur að þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna COVID-19, marg­vís­legar aðgerðir á vinnu­mark­aði og ég rakti hluta af þeim áðan. Við höfum líka gripið til marg­vís­legra félags­legra aðgerða sem hafa fæðst í sam­starfi og sam­tali á milli ráðu­neyt­is­ins og félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna sem hefur með höndum þjón­ustu við alla við­kvæm­ustu hópa lands­ins.

Þegar við vinnum að þeim þætti sem hátt­virtur þing­maður vitnar hér til, sem er fram­leng­ing bóta­tíma­bils, er hann auð­vitað líka skoð­aður í sam­tali og sam­vinnu á milli þeirra aðila sem þjón­usta þessa við­kvæmu hópa. Þegar ráð­herra segir að eitt­hvað sé í skoðun hefur það sýnt sig að sumt af því sem við skoðum raun­ger­ist í fram­kvæmdum og annað ekki. Við erum ein­fald­lega áfram að vakta þetta. Við ætlum okkur að halda utan um fólk í þessum far­aldri og eftir því sem hann dregst á lang­inn munum við grípa til frek­ari aðgerða. Það höfum við sýnt á síð­asta ári og það munum við líka gera á því ári sem nú er að hefjast,“ sagði hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent