Svavar Gestsson látinn

Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.

Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Auglýsing

Svavar Gests­son fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­banda­lags­ins, ráð­herra og sendi­herra lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala aðfara­nótt 18. jan­ú­ar. Hann fædd­ist á Guðna­bakka í Staf­holtstungum 26. júní 1944 og var því 76 ára gam­all við and­lát sitt.

Svavar varð stúd­ent frá MR árið 1964 og inn­rit­að­ist í lög­fræði við Háskóla Íslands sama ár. Með­fram námi starf­aði hann meðal ann­ars við Þjóð­vilj­ann, hjá Sam­tökum her­náms­and­stæð­inga og hjá Alþýðu­banda­lag­inu. Hann var í föstu starfi hjá Þjóð­vilj­anum frá 1968 og var svo rit­stjóri blaðs­ins frá 1971 og þar til hann tók sæti á þingi fyrir Alþýðu­banda­lagið árið 1978.

Hann var þing­maður fyrir Alþýðu­banda­lagið sam­fleytt fram til árs­ins 1999, þó að síð­ustu þingdaga sína hafi hann setið í nýjum þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann var for­maður Alþýðu­banda­lags­ins á árunum 1980-87.

Auglýsing

Svavar var við­skipta­ráð­herra árin 1978-79, félags-, heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráð­herra 1980-83 og mennta­máa­ráð­herra 1988-91.

Eftir að þing­ferli Svav­ars lauk var hann skip­aður aðal­ræð­is­maður Íslands í Winnipeg og gegndi því starfi til árs­ins 2001. Þá varð hann sendi­herra Íslands í Sví­þjóð 2001–2006 og síðan sendi­herra Íslands í Dan­mörku 2006–2010. Einnig var hann sendi­herra Íslands gagn­vart Afr­íku­sam­band­inu 2008.

Svavar gaf út ævi­sögu sína Hreint út sagt árið 2012. Áður hafði hann skrifað bók­ina Sjón­ar­rönd, jafn­að­ar­stefnan - við­horf árið 1995. Einnig rit­aði hann fjölda greina um stjórn­mál í blöð og tíma­rit.

Eft­ir­lif­andi eig­in­­kona Svav­ars er Guð­rún Ágústs­dótt­ir, fyrr­um borg­ar­full­trúi í Reykja­vík­. Svavar eign­að­ist þrjú börn með fyrri konu sinni Jón­ínu Bene­dikts­dótt­ur. Á meðal þeirra er Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra.

For­sæt­is­ráð­herra minn­ist Svav­ars

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra minn­ist Svav­ars á Face­book. Hún segir þar frá heim­sókn fjöl­skyldu sinnar til Svav­ars og Guð­rúnar í ágúst. „Þar var tekið kon­ung­lega á móti okk­ur, eldað ofan í þrjá svanga drengi og spjallað fram eftir kvöldi um stjórn­málin fyrr og nú,“ skrifar Katrín og læt­ur ­fylgja að Svavar hafi haft „ó­þrjót­andi áhuga á stjórn­málum en ekki síst fólki.“

For­sæt­is­ráð­herra segir Svavar hafa skilið eftir sig djúp spor í hugum allra sem þekktu hann.

„Ég kynnt­ist Svav­ari í raun sem pabba Svan­dísar og Gests en mundi auð­vitað eftir honum frá fyrri tíð; hitti hann fyrst á fram­boðs­fundi í Mennta­skól­anum við Sund vorið 1995. Það var engin spurn­ing í mínum huga eftir þann fund hvern ég myndi kjósa þá. Nú er þessi stjórn­mála­skör­ungur fall­inn frá eftir strembna bana­legu. En fyrst og fremst er fall­inn frá maður sem skildi eftir sig djúp spor í hugum okkar allra sem þekktum hann og nálg­að­ist til­ver­una af áhuga og ástríðu allt til loka. Votta Guð­rúnu, Svandísi, Benna og Gesti og fjöl­skyld­unni allri samúð okkar fjöl­skyld­unn­ar,“ skrifar Katrín Jak­obs­dótt­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent