Svavar Gestsson látinn

Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.

Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Auglýsing

Svavar Gests­son fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­banda­lags­ins, ráð­herra og sendi­herra lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala aðfara­nótt 18. jan­ú­ar. Hann fædd­ist á Guðna­bakka í Staf­holtstungum 26. júní 1944 og var því 76 ára gam­all við and­lát sitt.

Svavar varð stúd­ent frá MR árið 1964 og inn­rit­að­ist í lög­fræði við Háskóla Íslands sama ár. Með­fram námi starf­aði hann meðal ann­ars við Þjóð­vilj­ann, hjá Sam­tökum her­náms­and­stæð­inga og hjá Alþýðu­banda­lag­inu. Hann var í föstu starfi hjá Þjóð­vilj­anum frá 1968 og var svo rit­stjóri blaðs­ins frá 1971 og þar til hann tók sæti á þingi fyrir Alþýðu­banda­lagið árið 1978.

Hann var þing­maður fyrir Alþýðu­banda­lagið sam­fleytt fram til árs­ins 1999, þó að síð­ustu þingdaga sína hafi hann setið í nýjum þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann var for­maður Alþýðu­banda­lags­ins á árunum 1980-87.

Auglýsing

Svavar var við­skipta­ráð­herra árin 1978-79, félags-, heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráð­herra 1980-83 og mennta­máa­ráð­herra 1988-91.

Eftir að þing­ferli Svav­ars lauk var hann skip­aður aðal­ræð­is­maður Íslands í Winnipeg og gegndi því starfi til árs­ins 2001. Þá varð hann sendi­herra Íslands í Sví­þjóð 2001–2006 og síðan sendi­herra Íslands í Dan­mörku 2006–2010. Einnig var hann sendi­herra Íslands gagn­vart Afr­íku­sam­band­inu 2008.

Svavar gaf út ævi­sögu sína Hreint út sagt árið 2012. Áður hafði hann skrifað bók­ina Sjón­ar­rönd, jafn­að­ar­stefnan - við­horf árið 1995. Einnig rit­aði hann fjölda greina um stjórn­mál í blöð og tíma­rit.

Eft­ir­lif­andi eig­in­­kona Svav­ars er Guð­rún Ágústs­dótt­ir, fyrr­um borg­ar­full­trúi í Reykja­vík­. Svavar eign­að­ist þrjú börn með fyrri konu sinni Jón­ínu Bene­dikts­dótt­ur. Á meðal þeirra er Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra.

For­sæt­is­ráð­herra minn­ist Svav­ars

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra minn­ist Svav­ars á Face­book. Hún segir þar frá heim­sókn fjöl­skyldu sinnar til Svav­ars og Guð­rúnar í ágúst. „Þar var tekið kon­ung­lega á móti okk­ur, eldað ofan í þrjá svanga drengi og spjallað fram eftir kvöldi um stjórn­málin fyrr og nú,“ skrifar Katrín og læt­ur ­fylgja að Svavar hafi haft „ó­þrjót­andi áhuga á stjórn­málum en ekki síst fólki.“

For­sæt­is­ráð­herra segir Svavar hafa skilið eftir sig djúp spor í hugum allra sem þekktu hann.

„Ég kynnt­ist Svav­ari í raun sem pabba Svan­dísar og Gests en mundi auð­vitað eftir honum frá fyrri tíð; hitti hann fyrst á fram­boðs­fundi í Mennta­skól­anum við Sund vorið 1995. Það var engin spurn­ing í mínum huga eftir þann fund hvern ég myndi kjósa þá. Nú er þessi stjórn­mála­skör­ungur fall­inn frá eftir strembna bana­legu. En fyrst og fremst er fall­inn frá maður sem skildi eftir sig djúp spor í hugum okkar allra sem þekktum hann og nálg­að­ist til­ver­una af áhuga og ástríðu allt til loka. Votta Guð­rúnu, Svandísi, Benna og Gesti og fjöl­skyld­unni allri samúð okkar fjöl­skyld­unn­ar,“ skrifar Katrín Jak­obs­dótt­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent