Svavar Gestsson látinn

Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.

Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Auglýsing

Svavar Gests­son fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­banda­lags­ins, ráð­herra og sendi­herra lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala aðfara­nótt 18. jan­ú­ar. Hann fædd­ist á Guðna­bakka í Staf­holtstungum 26. júní 1944 og var því 76 ára gam­all við and­lát sitt.

Svavar varð stúd­ent frá MR árið 1964 og inn­rit­að­ist í lög­fræði við Háskóla Íslands sama ár. Með­fram námi starf­aði hann meðal ann­ars við Þjóð­vilj­ann, hjá Sam­tökum her­náms­and­stæð­inga og hjá Alþýðu­banda­lag­inu. Hann var í föstu starfi hjá Þjóð­vilj­anum frá 1968 og var svo rit­stjóri blaðs­ins frá 1971 og þar til hann tók sæti á þingi fyrir Alþýðu­banda­lagið árið 1978.

Hann var þing­maður fyrir Alþýðu­banda­lagið sam­fleytt fram til árs­ins 1999, þó að síð­ustu þingdaga sína hafi hann setið í nýjum þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann var for­maður Alþýðu­banda­lags­ins á árunum 1980-87.

Auglýsing

Svavar var við­skipta­ráð­herra árin 1978-79, félags-, heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráð­herra 1980-83 og mennta­máa­ráð­herra 1988-91.

Eftir að þing­ferli Svav­ars lauk var hann skip­aður aðal­ræð­is­maður Íslands í Winnipeg og gegndi því starfi til árs­ins 2001. Þá varð hann sendi­herra Íslands í Sví­þjóð 2001–2006 og síðan sendi­herra Íslands í Dan­mörku 2006–2010. Einnig var hann sendi­herra Íslands gagn­vart Afr­íku­sam­band­inu 2008.

Svavar gaf út ævi­sögu sína Hreint út sagt árið 2012. Áður hafði hann skrifað bók­ina Sjón­ar­rönd, jafn­að­ar­stefnan - við­horf árið 1995. Einnig rit­aði hann fjölda greina um stjórn­mál í blöð og tíma­rit.

Eft­ir­lif­andi eig­in­­kona Svav­ars er Guð­rún Ágústs­dótt­ir, fyrr­um borg­ar­full­trúi í Reykja­vík­. Svavar eign­að­ist þrjú börn með fyrri konu sinni Jón­ínu Bene­dikts­dótt­ur. Á meðal þeirra er Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra.

For­sæt­is­ráð­herra minn­ist Svav­ars

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra minn­ist Svav­ars á Face­book. Hún segir þar frá heim­sókn fjöl­skyldu sinnar til Svav­ars og Guð­rúnar í ágúst. „Þar var tekið kon­ung­lega á móti okk­ur, eldað ofan í þrjá svanga drengi og spjallað fram eftir kvöldi um stjórn­málin fyrr og nú,“ skrifar Katrín og læt­ur ­fylgja að Svavar hafi haft „ó­þrjót­andi áhuga á stjórn­málum en ekki síst fólki.“

For­sæt­is­ráð­herra segir Svavar hafa skilið eftir sig djúp spor í hugum allra sem þekktu hann.

„Ég kynnt­ist Svav­ari í raun sem pabba Svan­dísar og Gests en mundi auð­vitað eftir honum frá fyrri tíð; hitti hann fyrst á fram­boðs­fundi í Mennta­skól­anum við Sund vorið 1995. Það var engin spurn­ing í mínum huga eftir þann fund hvern ég myndi kjósa þá. Nú er þessi stjórn­mála­skör­ungur fall­inn frá eftir strembna bana­legu. En fyrst og fremst er fall­inn frá maður sem skildi eftir sig djúp spor í hugum okkar allra sem þekktum hann og nálg­að­ist til­ver­una af áhuga og ástríðu allt til loka. Votta Guð­rúnu, Svandísi, Benna og Gesti og fjöl­skyld­unni allri samúð okkar fjöl­skyld­unn­ar,“ skrifar Katrín Jak­obs­dótt­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent