Mynd: Íslandsbanki

Ólíklegt að erlendur banki hafi áhuga á að kaupa íslenskan banka

Hætt hefur verið við svokallað samhliða söluferli á Íslandsbanka vegna þess að ekki er talið að erlendir bankar hafi áhuga á að eignast hlut í honum „í núverandi umhverfi“. Þess í stað verður Íslandsbanki að óbreyttu skráður á íslenskan hlutabréfamarkað og sá hlutur ríkisins sem í boði er verður seldur innlendum fjárfestum.

Grein­ar­gerð Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vegna sölu á hlutum rík­is­ins í Íslands­banka var rædd í tveimur nefndum Alþingis í dag. Til stendur að ótil­greindur hlutur í bank­anum verði seldur í maí. 

Til­lagan að sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka nú er frá­brugðin því sem Banka­sýsla rík­is­ins lagði til í byrjun mars í fyrra á tvennan hátt. I fyrsta lagi er ekki lagt upp með svo­kallað sam­hliða sölu­ferli. Í slíku ferli er aðal­lega stefnt að skrán­ingu eign­ar­hlut­ans á hluta­bréfa­markað í gegnum útboð en líka beinni sölu á hluta eða öllum eign­ar­hlut rík­is­ins í gegnum upp­boð. 

Ekki reiknað með áhuga erlends banka

Það að falla frá sam­hliða sölu­ferli er rök­stutt í til­lögu Banka­sýslu rík­is­ins með því að ólík­legt sé „að erlendur banki muni sýna því áhuga að eign­ast hlut í inn­lendum banka í núver­andi umhverfi, enda fá dæmi á þessu ári um beina sölu á bönkum í Evr­ópu til fjár­festa eða ann­arra banka fyrir utan sam­runa banka innan sama lands“.

Auglýsing

Í öðru lagi er nú ein­ungis stefnt að skrán­ingu Íslands­banka á hluta­bréfa­markað á Íslandi, en í til­lögu Banka­sýsl­unnar frá 4. mars 2020 var gert ráð fyrir tví­hliða skrán­ingu í erlendri kaup­höll. Tvö félög í íslensku kaup­höll­inni eru líka skráð á markað erlend­is, Arion banki og Mar­el. Í grein­ar­gerð fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins vegna sölu hluta í Íslands­banka segir að afar lágt hlut­fall við­skipta með hluti í félög­unum tveimur sé í erlendri kaup­höll. Því til stuðn­ings er bent á að frá byrjun árs 2020 og til 27. nóv­em­ber sama ár var hlut­fall inn­lendrar veltu í kaup­höll sem hlut­fall að sam­eig­in­legri veltu með hluta­bréf í Arion banka sam­tals 87,5 pró­sent og í til­felli Marel 91 pró­sent. 

Hversu mikið verður selt?

Rík­is­stjórnin hefur ekki gefið upp hversu mikið hún vill selja á þess­ari stundu. Þó er það þannig að þegar frumút­boð á sér stað á skipu­legan verð­bréfa­markað miða kaup­hallir almennt við að hlutur almennra fjár­festa í skráðu félagið verði að lág­marki að vera 25 pró­sent eftir skrán­ingu. Það þýðir á manna­máli að miðað við hefð­bundin við­mið þarf ríkið að selja að minnsta kosti fjórð­ung. 

Í grein­ar­gerð ráðu­neyt­is­ins segir að mögu­legt gæti verið að fá und­an­þágu á þess­ari reglu í ljósi stærðar Íslands­banka, en hann yrði lík­lega þriðja verð­mætasta skráða félag lands­ins á eftir Marel og Arion banka ef af skrán­ingu verð­ur. Þar segir líka að upp­lýs­ingar um það magn sem selt verð­ur, og verð­bilið sem það verður selt á, muni ekki verða birt fyrr en að skrán­ing­ar­lýs­ing verður birt. Sam­kvæmt áætlun er stefnt að því að það verði í lok apríl eða byrjun maí. 

Hvenær var þetta ákveð­ið?

Til­laga Banka­sýslu rík­is­ins um sölu á eign­ar­hlut í Íslands­banka var send til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra 17. des­em­ber síð­ast­lið­inn, eða degi áður en að Alþingi fór í jóla­frí. 

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Guð­mundur Árna­son, ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­mála­ráðu­neyt­inu, sendu bréf til baka á Banka­sýsl­una 21. des­em­ber þar sem til­laga hennar um að hefja sölu­með­ferð á Íslands­banka var sam­þykkt. 

Bjarni Benediktsson mun taka ákvörðun um hvort hlutur í Íslandsbanka verði seldur.
Mynd: Bára Huld Beck

Sam­hliða sendu þeir bréf og grein­ar­gerð til Alþingis og ósk­uðu eftir umsögn fjár­laga­nefndar og efna­hags- og við­skipta­nefndar um grein­ar­gerð­ina. Þeir gáfu nefnd­ar­mönnum til 20. jan­ú­ar, eða einn mán­uð, til að skila umsögn um grein­ar­gerð­ina. Sam­kvæmt starfs­á­ætlun Alþingis hófst form­legt starf þess aftur 12. jan­ú­ar, eða í dag, með nefnd­ar­fund­um. Fyrsti þing­fundur árs­ins verður svo næst­kom­andi mánu­dag, 18. jan­ú­ar. 

Þing­menn sem Kjarn­inn hefur rætt við hafa kvartað mjög yfir þessum tímara­mma og tor­tryggt hann. Hluti við­mæl­enda telja að verið sé að nýta sér það að jóla­frí sé til staðar til að forð­ast frek­ari umræðu um hið end­ur­vakta sölu­ferli. 

Auglýsing

Þegar umsagnir nefnda og Seðla­banka Íslands liggja fyrir verður tekin end­an­lega ákvörð­un, af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um hvort sölu­með­ferðin verði haf­in, og er búist við því að sú ákvörðun verði skýrt að halda áfram með ferl­ið. 

Tekur um fimm mán­uði að selja hlut í banka

Hið form­lega sölu­ferli mun þá hefj­ast fyrir lok jan­ú­ar­mán­aðar og taka um fimm mán­uði frá því að ákvörðun ráð­herra liggur fyr­ir. Þetta er styttri tíma­lína en áætlað var í fyrri til­lögu Banka­sýslu rík­is­ins. 

Því mun hlutur í Íslands­banka verða seldur í maí gangi áformin eft­ir. Loka­hnykk­ur­inn í því ferli, eftir að til­boð í boðna eign­ar­hluti liggja fyr­ir, verður sá að Banka­sýsla rík­is­ins mun skila Bjarna Bene­dikts­syni rök­studdu mati á þeim til­boð­um. Í grein­ar­gerð fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins segir að ráð­herr­ann muni í kjöl­farið taka „end­an­lega ákvörðun um hvort til­boð skuli sam­þykkt eða þeim hafnað og und­ir­ritar samn­inga fyrir hönd rík­is­ins um sölu eign­ar­hlut­ar­ins.“

Helstu rök rík­is­stjórn­ar­innar fyrir því að selja hlut í Íslands­banka nú er að nauð­syn­legt sé að fjár­magna halla­rekstur rík­is­sjóðs. Það stefnir enda í að hann verði rek­inn með um 600 millj­arða króna halla á árunum 2020 og 2021. Þá þykir þróun á hluta­bréfa­mörk­uðum und­an­far­ið, þar sem hluta­bréf hafa hækkað um tugi pró­senta á skömmum tíma, gefa til kynna að góður tími sé til að selja.

Ýmsir slá varnagla

Þótt rík­is­stjórnin virð­ist sam­stíga í stefnu sinni um að selja hlut í Íslands­banka, sem er í sam­ræmi við það mark­mið í stjórn­ar­sátt­mála hennar að minnka umsvif rík­is­ins á fjár­mála­mark­aði og ferli í þá átt var langt komið þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á, þá hafa ýmsir gagn­rýnt áform­in.

Hluti þeirrar gagn­rýni byggir á sömu rökum og áður, en hluti snýr að tíma­setn­ing­unni. Þ.e. að selja hlut í banka í miðjum heims­far­aldri þegar til dæmis hefur verið losað hefur verið um bind­ingu á umtals­verðu af eigin fé banka.

Auglýsing

Einn þeirra er Gylfi Magn­ús­son, for­seti við­skipta­fræði­deildar Háskóla Íslands, fyrr­ver­andi efna­hags­ráð­herra og for­maður banka­ráðs Seðla­banka Íslands. 

Í stöðu­upp­færslu sem hann birti á Face­book í gær deilir hann fimm ára gam­alli grein sem birt­ist á Kjarn­anum þar sem hann fjall­aði um fyr­ir­hug­aða einka­væð­ingu rík­is­banka. Í nið­ur­lagi þeirrar greinar sagði meðal ann­ars að versta hugs­an­lega útkoman úr einka­væð­ingu rík­is­banka væri ein­hvers­konar end­ur­tekn­ing á því sem gerð­ist þegar Lands­banki Íslands og Bún­að­ar­bank­inn voru einka­væddir 2002 og 2003. „Við fengjum nýjar útgáfur af skuld­­settum við­­skipta­blokkum með­ ­sterk póli­­tísk tengsl sem skipta á milli sín banka­­kerf­inu og merg­­sjúga það uns eftir eru rústir ein­­ar. Það tók innan við sex ár síð­­­ast.“

Í stöðu­upp­færsl­unni segir Gylfi að mest, ef ekki allt, í fyrri gagn­rýni hans eigi enn við. „Þó hefur auð­vitað eitt­hvað breyst. M.a. skiptir máli að vextir á skuldum rík­is­ins hafa haldið áfram að lækka. Ávinn­ing­ur­inn af því að selja banka og greiða upp skuld­irnar er því enn minni en áður. Raunar gætu arð­greiðslur sem ríkið verður af vegna sölu verið hærri en vextir sem ríkið þarf ekki að greiða ef það notar sölu­and­virðið til að grynnka á skuld­um. Áhætta rík­is­ins minnkar þó líka við sölu og það er ávinn­ingur í því frá sjón­ar­hóli rík­is­sjóðs.“

Skiptir miklu máli hverjir kaupa

Gylfi segir auknar skuldir rík­is­sjóðs vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins lítið breyta þeirri mynd sem blasi við og raunar sé ávöxt­un­ar­krafan á rík­is­skuldum nú lægri en í aðdrag­anda far­ald­urs­ins. „Það þarf því ein­hver önnur rök en þann halla­rekstur fyrir því að selja banka núna. Við ákvörðun um sölu ætti þó fyrst og fremst að horfa til áhrif­anna á hag­kerfið í heild, ekki bara á fjár­hag rík­is­ins, þótt auð­vitað skipti hann máli. Fyrir áhrifin á hag­kerfið í heild skiptir miklu hverjir kaupa og hvaða hug­myndir þeir hafa um rekstur bank­ans. Það væri t.d. alls ekki heppi­legt að kaup­end­urnir stefndu að því leynt eða ljóst að greiða sem mest eigið fé út til hlut­hafa í náinni fram­tíð.“

Stefán Ólafs­son, pró­fessor í félags­fræði og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu, skrif­aði grein í Kjarn­ann í gær þar sem hann sagði að nú væri rétti tím­inn til að eiga bank­ana áfram. Þannig væri hægt að láta arð­greiðslur úr bönk­unum greiða niður hinar aukni skuldir rík­is­ins vegna kór­ónu­veiru­krepp­unn­ar. 

Með því mætti forð­­ast skatta­hækk­­­anir og nið­­ur­­skurð í vel­­ferð­­ar­­málum og inn­­við­fram­­kvæmdum á næsta ára­tug. „Það hljóta allir að sjá skyn­­sem­ina í þessu – nema auð­vitað þeir sem vilja sjálfir hirða þennan arð úr bönk­­unum í eigin vasa.“

Eigið fé rík­is­bank­ans 182,5 millj­arðar

Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 var hagn­aður Íslands­banka af áfram­hald­andi starf­semi 3,5 millj­arðar króna. Hagn­aður bank­ans hefur auk­ist þegar liðið hefur á árið, eftir að nauð­syn­legar nið­ur­færslur vegna COVID-19 höfðu verið teknar inn í reikn­ing hans, og var hagn­aður Íslands­banka á þriðja árs­fjórð­ungi til að mynda 3,1 millj­arður króna, eða einum millj­arði króna meiri en hann var á sama tíma árið 2019. 

Íslands­banki á mikið eigið fé. Í lok sept­em­ber var það 182,5 millj­arðar króna. Eig­in­fjár­hlut­fallið þá var 22,2 pró­sent, sem er vel yfir kröfum Seðla­banka Íslands um 17 pró­sent eigið fé. Umfram eigið féð hleypur því á tugum millj­arða króna. Hluta þess væri hægt að greiða út til nýrra hlut­hafa þegar þeir taka við bank­an­um, og aðstæður til arð­greiðslna skap­ast að nýju. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar