Taka tvö: Ríkið selur banka

Gylfi Magnússon, doktor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, fjallar um fyrirhugaða endurskipulagningu á fjármálakerfinu.

bankar_island.jpg
Auglýsing

Þrettán árum eftir að fyrstu einka­væð­ing­u ­rík­is­bank­anna lauk stöndum við nú frammi fyrir því að gera á aðra atlögu að ­sölu. Ríkið hefur fengið tvo banka í fang­ið. Þótt vissu­lega væri áhuga­vert að brjóta til mergjar fyrri einka­væð­ing­una – þar sem nán­ast allt fór úrskeiðis sem hugs­ast getur – verður það að bíða betri tíma. Skoðum hins vegar stöð­una nú. Þeir sem vilja rifja upp þá fyrri geta t.d. lesið kafla ­sex í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis frá árinu 2010. Það er eng­in ­skemmti­lesn­ing.

Þótt staða stóru íslensku bank­anna ­þriggja um þessar mundir sé um margt ágæt, raunar öfunds­verð í sam­an­burði við ­banka almennt á Vest­ur­lönd­um, þá er mörgum spurn­ingum ósvarað um fram­tíð þeirra. Ein stærsta spurn­ingin snýr að því hverjir verða eig­endur þeirra þeg­ar fram líða stund­ir. Ríkið hefur und­an­farin ár verið aðal­eig­andi Lands­bank­ans og ­eign­ast von bráðar Íslands­banka að auki. Sá þriðji, Arion banki, hefur að mest­u verið í eigu eign­ar­halds­fé­lags í eigu þrota­bús for­vera hans sem mun selja hann ­með einum eða öðrum hætti fyrr eða síð­ar. Leitað hefur verið að kaup­endum að ­Arion banka og Íslands­banka und­an­farin ár af hálfu eig­enda og Banka­sýsla ­rík­is­ins hefur unnið að und­ir­bún­ingi sölu hluta af hluta­bréfum rík­is­ins í Lands­banka und­an­farið og m.a. skrifað ágæta skýrslu vegna þess.

Þótt allir bank­arnir séu komnir með­ tæp­lega átta ára rekstr­ar­sögu í núver­andi mynd og efna­hags­reikn­ingar þeirra séu vel þekktar stærðir verður sala þeirra flók­in.  ­Meðal þess sem gera þarf eins skýrt og hægt er áður en einn eða fleiri ­bankar verða seldir er hvers konar rekstr­ar­um­hverfi íslenskum bönkum verð­ur­ ­búið á næstu árum og ára­tugum og sér­stak­lega hvaða kröfur verða gerðar til­ ­bank­anna og eig­enda þeirra. Með öðrum orð­um, for­senda þess að unnt sé að eiga eðli­leg við­skipti með hluti í bönk­unum er að hægt sé að átta sig á því hvers ­konar fyr­ir­tæki þetta eru og geta orð­ið.

Auglýsing

Ríkið er hér í tvenns kon­ar hlut­verki. Ann­ars vegar er það eig­andi og hugs­an­lega selj­andi tveggja banka og hins vegar sá aðili sem mótar reglu­verk fjár­mála­kerf­is­ins og hefur eft­ir­lit með­ því. Marg­vís­legar breyt­ingar hafa verið gerðar á þessu reglu­verki á und­an­förn­um árum, sumar að íslensku frum­kvæði og aðrar vegna þess að við höfum inn­leitt er­lendar regl­ur, fyrst og fremst frá Brus­sel og Basel. Reglu­verkið er þegar á heild­ina er litið tals­vert betra en fyrir hrun þótt sagan kenni okkur að mikil hætta er á því að þegar fennir yfir reynsl­una af því sem úrskeiðis fór verði und­ið ofan af breyt­ing­unum aft­ur.

Íslenska ríkið á rúmlega 98 prósent hlut í Landsbankanum.

Ýmsum spurn­ingum ósvarað

Nokkrum grund­vall­ar­spurn­ingum er þó ósvarað sem brýnt er að svör fáist við áður en hlutir í bönk­unum verða hugs­an­lega seld­ir. Hér verða þær ekki allar reif­aðar en þrjár sér­stak­lega til­tekn­ar.

1) Hvaða krafa verður gerð um eig­ið fé til íslenskra banka?

2) Verður gerð krafa um dreift ­eign­ar­hald banka?

3) Verður gerð krafa um frekari að­skilnað þess sem oft er kallað ann­ars vegar við­skipta­banka­starf­semi og hins ­vegar fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi?

Við þetta má raunar bæta bleika fílnum í her­berg­inu, þ.e. því hvað verður gert í gjald­mið­ils­málum Íslend­inga. Það er lyk­il­at­riði fyrir banka­kerf­ið. Engin von virð­ist til þess að botn fáist í það á næst­unni. Ég ætla því að leyfa mér að horfa fram­hjá fíln­um. Hann bara er þarna.

Reyndar er annar bleikur fíll í her­berg­inu, und­ar­legt nokk. Hann er spurn­ingin um það hve stórt og dýrt fjár­mála­kerfi við viljum fyrir hag­kerfið okk­ar. Fjár­mála­kerfið hefur sýnt skýra til­hneig­ingu til að vaxa hraðar en hag­kerfið ára­tugum saman á Vest­ur­lönd­um, ­sér­stak­lega í Evr­ópu, og taka til sín sífellt meira. Rekstr­ar­kostn­aður er alltof hár, áhætta of mikil og óeðli­lega hátt hlut­fall hagn­aðar af ­fyr­ir­tækja­rekstri er vegna fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Rann­sóknir sýna að fjár­mála­kerf­ið virð­ist almennt orðið miklu stærra en þarf til að sinna vel þörfum ann­arra ­geira efna­hags­lífs­ins fyrir fjár­mála­þjón­ustu. Skýr­ingar á þessu eru ýms­ar, sem ég ætla ekki að rekja hér, og ekki heldur hugs­an­legar leiðir til að sporna gegn þessum ofvexti. Þessi fíll fær því líka að vera áfram í stof­unni.

Skoðum hins vegar hinar þrjár ­spurn­ing­arnar aðeins nán­ar, þótt tím­ans vegna sé ekki hægt að gera þeim tæm­and­i skil.

Eig­in­fjár­hlut­fall hátt – og á að vera það

Eig­in­fjár­hlut­fall bank­anna þriggja er nú hátt í alþjóð­legum sam­an­burði og mun hærra en það var í gamla íslenska ­banka­kerf­inu. Í lok sept­em­ber var eig­in­fjár­hlut­fall bank­anna þriggja á bil­in­u frá 18 og upp í 21%, án víkj­andi lána. Bók­fært eigið fé var sam­an­lagt rúmir 620 millj­arðar króna. Nú kennir bitur reynsla okkur auð­vitað að bók­fært eigið fé fjár­mála­stofn­ana getur hæg­lega gefið kol­ranga mynd af stöðu þeirra og horfið á svip­stundu þegar á reyn­ir. Það er þó ekki sér­stök ástæða til að hafa mikla ­fyr­ir­vara við þessa tölu nú í ljósi þeirrar eld­skírnar sem efna­hags­reikn­ing­arnir hafa hlot­ið.

Þótt eig­in­fjár­hlut­fallið hjá ­ís­lensku bönk­unum sé hærra en í nágranna­lönd­unum er það síst of hátt. Það er því grund­vall­armis­skiln­ingur að nú sé gott tæki­færi til að greiða út veru­legan hluta eig­in­fjár bank­anna. Það væru alvar­leg mis­tök og stórt skref í átt­ina að því að stilla upp banka­kerfi sem myndi glíma við suma af söm­u grund­vall­ar­veik­leikum og kerfið sem hrundi.

Það væri mjög erfitt að krefja ­bank­anna um aukið fé síð­ar. Fyrst þeir eru með u.þ.b. 20% eigið fé nú væri hins ­vegar auð­velt að setja það sem lág­mark til fram­tíðar og e.t.v. leyfa þeim að greiða út arð fari hlut­fallið yfir 25%. Með slíku eig­in­fjár­hlut­falli yrð­i ­banka­rekstur sjálf­krafa mun stöðug­ari og taps­á­hætta og hagn­að­ar­von yrði á söm­u hendi, þ.e. hjá hlut­höf­um, en fjár­mögnun banka litlu ef nokkru dýr­ari en nú. Smærri fjár­mála­fyr­ir­tæki, sem ekki eru kerf­is­lega mik­il­væg, gætu þó lík­lega starfað ­með eitt­hvað minna eigið fé, hlut­falls­lega. Hér er ekki tími til að fara nán­ar út í rökin fyrir slíkri eig­in­fjár­kröfu en áhuga­sömum t.d. bent á ágæta bók Anat Ad­mati og Martin Hellwig The Bankers’ New Clot­hes.

Dreift eign­ar­hald?

Spurn­ing númer 2, um dreift ­eign­ar­hald banka, er flókn­ari. Í aðdrag­anda einka­væð­ingar Lands­banka og ­Bún­að­ar­banka á sínum tíma var nokkur umræða um það hvort setja ætti hámark á eign­ar­hlut ein­stakra eig­enda bank­anna. Á end­anum var það ekki gert. Í þess stað var látið nægja að Fjár­mála­eft­ir­litið þarf að gefa heim­ild fyrir því að til­tek­inn fjár­festir megi fara með ráð­andi hlut. Það fór eins og það fór og ráð­andi hlutir í bönk­unum voru not­aðir til að láta bank­ana veita gríð­ar­leg­um ­upp­hæðum í upp­bygg­ingu við­skipta­velda eig­end­anna. Fé sem tap­að­ist að veru­leg­u ­leyti þegar spila­borg­irnar hrundu.

Fræði­lega séð má færa bæði rök með­ og á móti mjög dreifðu eign­ar­haldi á banka en í ljósi reynslu okkar Íslend­inga hlýtur að koma sterk­lega til greina að tak­marka það með ein­hverjum hætti, t.d. að tengdir aðil­ar, aðrir en rík­ið, megi ekki eiga meira en 5-10%. Það ætti þó aug­ljós­lega ekki við ef íslenskur banki væri seldur erlendum banka í heilu lagi. Það getur hver haft sína skoðun á því hvort slík þak sé æski­legt og hvert það ætti þá að vera en það er a.m.k. brýnt að ákvörðun um það liggi fyrir þeg­ar í upp­hafi. Það er mun erf­ið­ara að koma því á eft­irá. Jafn­framt þarf vita­skuld að vera með mjög skýrar og afdrátt­ar­lausar reglur um við­skipti þeirra sem kom­a að stjórn banka vegna eign­ar­halds og aðila sem tengj­ast þeim við bank­ann. Þeir ættu raunar helst ekki að eiga í neinum umtals­verðum við­skiptum við við­kom­and­i ­banka.

Við­skipta­bankar og fjár­fest­ing­ar­bankar

Spurn­ing númer 3, um við­skipta­banka og fjár­fest­ing­ar­banka, er líka flók­in. Rökin með og á móti ein­hvers kon­ar að­skiln­aði þess­ara tveggja teg­unda banka­starf­semi eru marg­vís­leg og ég ætl­a ekki að reyna að rekja þau hér. Leyfi mér þó að benda á að hugsa má sér marg­vís­leg­ar út­færslur sem ganga mis­langt. Sé ætl­unin að taka skref í þessa átt þarf hel­st að gera það áður en bank­arnir eru seld­ir. Það dregur úr óvissu kaup­enda um það hvað þeir væru nákvæm­lega að kaupa og ein­faldar tölu­vert bæði söl­una og hugs­an­lega upp­skipt­ingu.

Sala

Snúum okkur þá að hugs­an­legri sölu. Ýmis almenn og vel þekkt sjón­ar­mið gilda um sölu á eignum hins opin­bera sem eiga við hér. Eðli­legt er að gera kröfu um gagn­sæi, þannig að leik­reglur ligg­i ­fyrir opin­ber­lega þegar í upp­hafi og sölu­ferlið sé fyrir opnum tjöld­um. Sé ætl­unin að selja ráð­andi hlut verður sér­stak­lega að liggja fyrir með skýrum hætti hvaða kröfur ríkið gerir til kaup­anda. Þá þarf vita­skuld að gæta ­jafn­ræðis milli hugs­an­legra kaup­enda á öllum stigum sölu­ferl­is­ins. Ekk­ert af þessum skil­yrðum var upp­fyllt í fyrri einka­væð­ing­unni.

Hvaða kröfur er þá eðli­legt að rík­ið ­geri til hugs­an­legra kaup­enda? Ákveðnar reglur gilda um hæfi til að fara með ráð­andi hlut í fjár­mála­fyr­ir­tæki, um þekk­ing­u, fjár­hags­legan styrk o.m.fl. en þær veita ekki nema tak­mark­aða leið­sögn. Þetta eru lág­marks­kröfur en við sölu á stórum hlut í fjár­mála­fyr­ir­tæki sem getur haft veru­leg áhrif á íslenskt efna­hags­líf til langs tíma hljóta önnur sjón­ar­mið einnig að koma til álita.

Ef Vega­gerðin selur not­aðan vöru­bíl þá fær ein­fald­lega sá sem hæst býður og þannig á það að vera. Þegar ráð­and­i hlutur í stóru fjár­mála­fyr­ir­tæki er seldur þarf ef vel á að vera að vega og ­meta kosti og galla hugs­an­legra kaup­enda með mál­efna­legum hætti – þótt vita­skuld skipti verðið einnig lyk­il­máli. Þetta er mjög vanda­samt og get­ur hæg­lega opnað tæki­færi fyrir póli­tíska spill­ingu, þ.e. að leik­regl­urnar eða ­ferlið sé þannig að inn­vígðir og inn­múr­aðir fái óyf­ir­stíg­an­legt for­skot á aðra. ­Sporin hræða.

Alþingi mun að loka leggja blessun sína yfir það, hvernig staðið verður að sölu á eignarhlutum í bankakerfinu, en stjórnvöld hafa það á stefnuskránni á þessu ári.

Inn­lendir kaup­endur

Hluti vand­ans hér er að það eru ekki margir aðilar inn­an­lands sem hafa fjár­hags­legan styrk til að kaupa hlut ­sem um munar í banka. Fyrir utan ríkið er það eig­in­lega bara líf­eyr­is­sjóð­ir. Líf­eyr­is­kerfið er langstærsta upp­spretta inn­lends sparn­aðar og sjóð­irnir eru ­saman stærstu eig­endur flestra teg­unda skráðra verð­bréfa í Kaup­höll­inn­i. ­Jafn­vel fyrir þá eru bank­arnir þó ansi stór biti. Aðrir inn­lendir aðilar ráða ekki við kaup á veru­legu hlutafé – nema kaupin séu fjár­mögnuð að veru­legu leyt­i ­með lán­um. Það hvarflar von­andi ekki að neinum að reyna það aft­ur.

Heild­ar­eign­ir líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins eru nú um 3.250 millj­arðar króna. Það þýðir að ef all­ir ­sjóð­irnir keyptu í Lands­bank­anum í hlut­falli við stærð sína og fengju bank­ann allan á bók­færðu virði þá væri hver og einn sjóður búinn að binda tæp 8% eigna ­sinna í hluta­bréfum í einu fyr­ir­tæki. Það væri afar erfitt að rétt­læta það ­fyrir sjóð­ina að eiga svo mikið und­ir. Ef sjóð­irnir keyptu Íslands­banka allan væri ­sam­bæri­legt hlut­fall 6% sem er ansi hátt en þó auð­vitað skárra.

Keyptu þeir báða bank­ana á bók­færð­u verði myndu þeir hafa bundið tæp 14% eigna sinna í þessum tveimur fyr­ir­tækj­um. Með­ ­Arion banka færi hlut­fallið í rúm 19%. Það væri vita­skuld ómögu­legt að rétt­læta, bæði af því að sam­þjöppun áhættu yrði alltof mikil og vegna þess að slíkt eign­ar­hald gengi ekki upp á sam­keppn­is­mark­aði. Af sam­keppn­is­á­stæðum er afar ó­æski­legt að líf­eyr­is­sjóðir eign­ist umtals­verðan hlut í tveimur eða fleiri fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Sér­stak­lega væri ótækt að sömu sjóð­irnir hefðu umtals­verð á­hrif og hags­muna að gæta í fleiri en einu inn­lendu fjár­mála­fyr­ir­tæki. Það er því ein­ungis raun­hæft að horfa til líf­eyr­is­sjóða sem kaup­enda að umtals­verð­u­m hlut í einum banka. Finna þarf aðra kaup­endur að hinum tveim­ur, sé ætl­unin að ­selja. Þess utan má færa rök fyrir því að óæski­legt sé að líf­eyr­is­sjóðir eig­i ­banka ein­ir, án með­eig­enda, a.m.k. ekki til langs tíma.

Sala til almenn­ings

Getur almenn­ingur keypt? Eitt af því sem þó gekk nokkuð vel við fyrri einka­væð­ing­una var sala til almenn­ings þar ­sem hver og einn keypti til­tölu­lega lít­inn hlut. Þótt mark­miðin hafi ekki náð­st að fullu, vegna kenni­tölu­söfn­unar og seinni tíma við­skipta, þá eign­uð­ust ­fjöl­margir ein­stak­lingar lít­inn hlut sem var á ýmsan hátt ágætt, m.a. fyr­ir­ við­kom­andi banka.

Þetta mætti end­ur­taka nú en e.t.v. út­færa með öðrum hætti, t.d. með tíma­bundnum hömlum á fram­sal til að tor­velda ­kenni­tölu­söfn­un. Það er þó vand­séð að hægt sé að selja veru­legan hlut í ein­um eða fleiri bönkum með þessum hætti. Til þess eru upp­hæð­irnar ein­fald­lega of háar og sparn­aður þorra almenn­ings að stórum hluta bund­inn í fast­eign­um, líf­eyr­is­rétt­indum og mannauði en laust fé lít­ið. Með því að skipta söl­unni upp í nokkra áfanga, selja t.d. 5% af hlutafé á ári til almenn­ings í nokkur ár, væri þó án efa hægt að ná nokkuð stórum og breiðum hópi hlut­hafa sem sam­an­lag­t ættu hlut sem um mun­ar.

Erlendir kaup­endur

Ekki er úti­lokað að hægt sé að f­inna ásætt­an­legan erlendan kaup­anda að íslenskum banka, í heild eða um­tals­verðum hluta þótt leitin hafi ekki enn borið árang­ur. Það gæti ver­ið ­góður kostur fyrir íslenskt efna­hags­líf, sér­stak­lega ef um væri að ræða stór­an og vel fjár­magn­aðan erlendan banka með mikla þekk­ingu. Leitin að slíkum kaup­anda ­gæti þó reynst erf­ið. Hinn smái íslenski mark­aður með eigin gjald­miðil og ­sér­kenni, utan Evr­ópu­sam­bands­ins og með ein­staka ham­fara­sögu í fartesk­inu er skilj­an­lega fremur frá­hrind­andi vett­vang­ur.

Það er þó sama hvernig hluta­féð er ­selt í upp­hafi, hvort sem það er í dreifðri sölu til almenn­ings eða stærri hlutar til fag­fjár­festa. Við­skipti á eft­ir­mark­aði geta ger­breytt mynd­inn­i, ­jafn­vel á stuttum tíma. Einu þrösk­uld­arnir eru reglur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um það hverjir mega fara með ráð­andi hlut og kröfur til fjár­festa um ­yf­ir­töku­skyldu. Eigi ríkið áfram hlut í einum eða fleiri bönkum ræður það þó auð­vitað því hvernig farið er með hann á hverjum tíma og eins og áður var rætt ­getur Alþingi ákveðið með lögum frek­ari hömlur á eign ein­stakra aðila í bönk­um.

„Ríkið getur vandræðalítið átt tvo banka í heild eða að stórum hluta í einhver ár enn,“ segir í grein Gylfa Magnússonar.

Ekk­ert liggur á

Að lokum er rétt að huga að ­tímara­mm­an­um. Hröð sala þjónar ekki hags­munum rík­is­ins. Það er heldur ekk­ert ­sem knýr á um hana. Ríkið getur vand­ræða­lítið átt tvo banka í heild eða að stórum hluta í ein­hver ár enn. Það er hins vegar ástæðu­laust fyrir ríkið að ­stefna að því að svo verði til fram­búð­ar. Vilji ríkið ná fram ein­hverj­u­m ­sam­fé­lags­legum mark­miðum með þátt­töku í banka­rekstri nægir einn banki til þess.

Þegar sala hefst er þó mik­il­vægt að ­kaup­endur viti hvert stefn­ir, þ.e. hver næstu skref verða í sölu hluta­bréfa ­rík­is­ins í við­kom­andi fyr­ir­tæki. Nákvæm­lega hve mikið er selt hverju sinni og hve langan tíma salan tekur er útfærslu­at­riði. Það þarf þó að liggja fyrir í grófum dráttum í upp­hafi og sér­stak­lega hvort ríkið verði á end­anum áfram ­eig­andi að stórum hlut í við­kom­andi banka. Eig­enda­stefna rík­is­ins þarf ­jafn­framt að vera skýr; þ.e. hvaða mark­mið ríkið setur sér með því að eiga um­tals­verðan hlut í banka.

Eigi ríkið banka að öllu leyti þá liggur í hlut­ar­ins eðli að það þarf ekki að taka til­lit til neinna með­eig­anda. Það ein­faldar málið og gefur rík­inu meira svig­rúm til að hafa aðrar áherslur í rekstri bank­ans en hlut­hafar í einka­fyr­ir­tæki myndu vænt­an­lega vilja. Það hef­ur auð­vitað bæði kosti og galla sem hægt væri að fjalla um í löngu máli. Við þekkjum ýmsa af göll­unum af sög­unni því að á Íslandi er meira en einnar ald­ar­ ­reynsla af rekstri rík­is­banka. Sú saga er þyrnum stráð þótt hún hafi ekki end­að ­með svip­uðum ósköpum og við upp­lifðum 2008.

Drauma­út­koma?

Að lokum þetta. Drauma­út­koman úr þess­ari umferð einka­væð­ingar er hugs­an­lega eitt­hvað á þá leið að vel fjár­magn­aður og traustur erlendur banki keypti einn inn­lendan banka, líf­eyr­is­sjóðir og aðrir inn­lendir fjár­festar ann­an, sem yrði í dreifðri eigu og ­skráður í kaup­höll, og ríkið ætti umtals­verðan hlut í þeim þriðja, hugs­an­lega ­jafn­vel bank­ann í heild. Það ætti að tryggja eins og hægt er stöðugt og sterkt bakland fyrir alla bankana, fjöl­breytt eign­ar­hald og vera lík­legt til að leiða til nokk­urrar sam­keppni á milli þeirra, við­skipta­vin­unum til hags­bóta. Þessu til við­bótar væru síðan nokkur smærri og sér­hæfð­ari fjár­mála­fyr­ir­tæki og hugs­an­lega Íbúða­lána­sjóður í ein­hverri mynd.

Versta hugs­an­lega útkoman væri ein­fald­lega ein­hvers konar end­ur­tekn­ing á því sem gerð­ist í fyrstu umferð einka­væð­ing­ar. Við fengjum nýjar útgáfur af skuld­settum við­skipta­blokkum með­ ­sterk póli­tísk tengsl sem skipta á milli sín banka­kerf­inu og merg­sjúga það uns eftir eru rústir ein­ar. Það tók innan við sex ár síð­ast.

____________________

Greinin er byggð á erindi sem höf­undur flutti á fundi hjá Félagi við­skipta­fræð­inga og hag­fræð­inga 20. jan­ú­ar 2016

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None