Nú er rétti tíminn til að eiga bankana áfram

Stefán Ólafsson segir betra að ríkið eigi bankana sína áfram og láti arðgreiðslur úr þeim greiða niður skuldir, í stað þess að selja þá.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­menn eru nú að hefja und­ir­bún­ing að sölu rík­is­bank­anna, með stuðn­ingi VG og Fram­sókn­ar. Þau segja að þetta sé rétti tím­inn til þess.

Allir vita að Sjálf­stæð­is­mönnum er ekki treystandi til að hafa almanna­hag að leið­ar­ljósi við sölu bank­anna. Það sýndi reynslan af einka­væð­ingu bank­anna á ára­tugnum fram að hruni – með skelfi­legum afleið­ingum fyrir þjóð­ina.

Vill fólk end­ur­taka þann leik? 

Helstu rök sem sett hafa verið fram fyrir sölu bank­anna eru aukin skulda­staða rík­is­ins vegna Kóvid krepp­unn­ar. Sölu­and­virðið muni þá lækka skuldir rík­is­ins.

Þetta eru skárri rök en hin venju­lega blekk­ing­ar­k­lisja frjáls­hyggju­manna um að einka­að­ilar geri allt betur en rík­ið. Nú er Lands­bank­inn í eigu rík­is­ins betur rek­inn en Arion einka­bank­inn. Munið það.

Hin leiðin

En ef menn vilja nota bank­ana til að greiða niður skuldir rík­is­ins vegna Kóvid krepp­unnar þá er önnur leið aug­ljós­lega betri. 

Auglýsing
Hún er sú að ríkið eigi bank­ana áfram og láta arð­greiðslur bank­anna á kom­andi árum greiða niður hinar auknu skuldir rík­is­ins vegna krepp­unn­ar.

Ríkið leggur um 200 millj­arða í beinar mót­væg­is­að­gerðir á árunum 2020 og 2021 (sjá skýrslu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins hér). 

Arð­greiðslur út úr rík­is­bönk­unum í rík­is­sjóð námu um 207 millj­örðum á aðeins fimm árum, frá 2014 til 2018 (sjá hér). Pælið í þessu.

Það mun því vænt­an­lega vera hægt að greiða niður allar skuldir vegna þess­ara auknu útgjalda á ein­ungis fimm árum eftir að upp­sveiflan hefst á ný, með arð­greiðslum úr rík­is­bönk­un­um. Vilja menn frekar að þetta fé renni í vasa ein­hverra auð­manna í Sjálf­stæð­is­flokki eða Fram­sókn? Er það hagur almenn­ings?

Ef bank­arnir verða seldir nú þá fæst ekki raun­virði fyrir þá, frekar en venju­lega við einka­væð­ingu – og ekki nóg til að greiða allan kostnað vegna Kóvid krepp­unn­ar.

Til við­bótar þessum 200 millj­örðum vegna mót­væg­is­að­gerða hefur ríkið orðið fyrir umtals­verðu tekju­tapi í krepp­unni, vegna minni skatt­tekna. Það bæt­ist við rík­is­skuld­irnar líka.

­Með því að eiga bank­ana tvo áfram þarf lík­lega ekki meira en 7 til 10 ár til að greiða hinar auknu skuldir rík­is­ins að fullu vegna krepp­unn­ar, með arð­greiðslum af rekstri bank­anna í rík­is­sjóð. 

Nú er því aug­ljós­lega rétti tím­inn til að eiga bank­ana áfram og láta þá greiða þennan reikn­ing. Þannig má forð­ast skatta­hækk­anir og nið­ur­skurð í vel­ferð­ar­málum og inn­við­fram­kvæmdum á næsta ára­tug.

Þegar búið verður að greiða allan kostnað rík­is­ins vegna krepp­unnar á þennan veg mætti hugs­an­lega selja hlut úr Íslands­banka til að greiða fyrir kostnað við bygg­ingu hins nýja Lands­spít­ala – ef þáver­andi stjórn­völdum verður treystandi.

Það hljóta allir að sjá skyn­sem­ina í þessu – nema auð­vitað þeir sem vilja sjálfir hirða þennan arð úr bönk­unum í eigin vasa.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar