Nú er rétti tíminn til að eiga bankana áfram

Stefán Ólafsson segir betra að ríkið eigi bankana sína áfram og láti arðgreiðslur úr þeim greiða niður skuldir, í stað þess að selja þá.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­menn eru nú að hefja und­ir­bún­ing að sölu rík­is­bank­anna, með stuðn­ingi VG og Fram­sókn­ar. Þau segja að þetta sé rétti tím­inn til þess.

Allir vita að Sjálf­stæð­is­mönnum er ekki treystandi til að hafa almanna­hag að leið­ar­ljósi við sölu bank­anna. Það sýndi reynslan af einka­væð­ingu bank­anna á ára­tugnum fram að hruni – með skelfi­legum afleið­ingum fyrir þjóð­ina.

Vill fólk end­ur­taka þann leik? 

Helstu rök sem sett hafa verið fram fyrir sölu bank­anna eru aukin skulda­staða rík­is­ins vegna Kóvid krepp­unn­ar. Sölu­and­virðið muni þá lækka skuldir rík­is­ins.

Þetta eru skárri rök en hin venju­lega blekk­ing­ar­k­lisja frjáls­hyggju­manna um að einka­að­ilar geri allt betur en rík­ið. Nú er Lands­bank­inn í eigu rík­is­ins betur rek­inn en Arion einka­bank­inn. Munið það.

Hin leiðin

En ef menn vilja nota bank­ana til að greiða niður skuldir rík­is­ins vegna Kóvid krepp­unnar þá er önnur leið aug­ljós­lega betri. 

Auglýsing
Hún er sú að ríkið eigi bank­ana áfram og láta arð­greiðslur bank­anna á kom­andi árum greiða niður hinar auknu skuldir rík­is­ins vegna krepp­unn­ar.

Ríkið leggur um 200 millj­arða í beinar mót­væg­is­að­gerðir á árunum 2020 og 2021 (sjá skýrslu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins hér). 

Arð­greiðslur út úr rík­is­bönk­unum í rík­is­sjóð námu um 207 millj­örðum á aðeins fimm árum, frá 2014 til 2018 (sjá hér). Pælið í þessu.

Það mun því vænt­an­lega vera hægt að greiða niður allar skuldir vegna þess­ara auknu útgjalda á ein­ungis fimm árum eftir að upp­sveiflan hefst á ný, með arð­greiðslum úr rík­is­bönk­un­um. Vilja menn frekar að þetta fé renni í vasa ein­hverra auð­manna í Sjálf­stæð­is­flokki eða Fram­sókn? Er það hagur almenn­ings?

Ef bank­arnir verða seldir nú þá fæst ekki raun­virði fyrir þá, frekar en venju­lega við einka­væð­ingu – og ekki nóg til að greiða allan kostnað vegna Kóvid krepp­unn­ar.

Til við­bótar þessum 200 millj­örðum vegna mót­væg­is­að­gerða hefur ríkið orðið fyrir umtals­verðu tekju­tapi í krepp­unni, vegna minni skatt­tekna. Það bæt­ist við rík­is­skuld­irnar líka.

­Með því að eiga bank­ana tvo áfram þarf lík­lega ekki meira en 7 til 10 ár til að greiða hinar auknu skuldir rík­is­ins að fullu vegna krepp­unn­ar, með arð­greiðslum af rekstri bank­anna í rík­is­sjóð. 

Nú er því aug­ljós­lega rétti tím­inn til að eiga bank­ana áfram og láta þá greiða þennan reikn­ing. Þannig má forð­ast skatta­hækk­anir og nið­ur­skurð í vel­ferð­ar­málum og inn­við­fram­kvæmdum á næsta ára­tug.

Þegar búið verður að greiða allan kostnað rík­is­ins vegna krepp­unnar á þennan veg mætti hugs­an­lega selja hlut úr Íslands­banka til að greiða fyrir kostnað við bygg­ingu hins nýja Lands­spít­ala – ef þáver­andi stjórn­völdum verður treystandi.

Það hljóta allir að sjá skyn­sem­ina í þessu – nema auð­vitað þeir sem vilja sjálfir hirða þennan arð úr bönk­unum í eigin vasa.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar