Nú er rétti tíminn til að eiga bankana áfram

Stefán Ólafsson segir betra að ríkið eigi bankana sína áfram og láti arðgreiðslur úr þeim greiða niður skuldir, í stað þess að selja þá.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­menn eru nú að hefja und­ir­bún­ing að sölu rík­is­bank­anna, með stuðn­ingi VG og Fram­sókn­ar. Þau segja að þetta sé rétti tím­inn til þess.

Allir vita að Sjálf­stæð­is­mönnum er ekki treystandi til að hafa almanna­hag að leið­ar­ljósi við sölu bank­anna. Það sýndi reynslan af einka­væð­ingu bank­anna á ára­tugnum fram að hruni – með skelfi­legum afleið­ingum fyrir þjóð­ina.

Vill fólk end­ur­taka þann leik? 

Helstu rök sem sett hafa verið fram fyrir sölu bank­anna eru aukin skulda­staða rík­is­ins vegna Kóvid krepp­unn­ar. Sölu­and­virðið muni þá lækka skuldir rík­is­ins.

Þetta eru skárri rök en hin venju­lega blekk­ing­ar­k­lisja frjáls­hyggju­manna um að einka­að­ilar geri allt betur en rík­ið. Nú er Lands­bank­inn í eigu rík­is­ins betur rek­inn en Arion einka­bank­inn. Munið það.

Hin leiðin

En ef menn vilja nota bank­ana til að greiða niður skuldir rík­is­ins vegna Kóvid krepp­unnar þá er önnur leið aug­ljós­lega betri. 

Auglýsing
Hún er sú að ríkið eigi bank­ana áfram og láta arð­greiðslur bank­anna á kom­andi árum greiða niður hinar auknu skuldir rík­is­ins vegna krepp­unn­ar.

Ríkið leggur um 200 millj­arða í beinar mót­væg­is­að­gerðir á árunum 2020 og 2021 (sjá skýrslu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins hér). 

Arð­greiðslur út úr rík­is­bönk­unum í rík­is­sjóð námu um 207 millj­örðum á aðeins fimm árum, frá 2014 til 2018 (sjá hér). Pælið í þessu.

Það mun því vænt­an­lega vera hægt að greiða niður allar skuldir vegna þess­ara auknu útgjalda á ein­ungis fimm árum eftir að upp­sveiflan hefst á ný, með arð­greiðslum úr rík­is­bönk­un­um. Vilja menn frekar að þetta fé renni í vasa ein­hverra auð­manna í Sjálf­stæð­is­flokki eða Fram­sókn? Er það hagur almenn­ings?

Ef bank­arnir verða seldir nú þá fæst ekki raun­virði fyrir þá, frekar en venju­lega við einka­væð­ingu – og ekki nóg til að greiða allan kostnað vegna Kóvid krepp­unn­ar.

Til við­bótar þessum 200 millj­örðum vegna mót­væg­is­að­gerða hefur ríkið orðið fyrir umtals­verðu tekju­tapi í krepp­unni, vegna minni skatt­tekna. Það bæt­ist við rík­is­skuld­irnar líka.

­Með því að eiga bank­ana tvo áfram þarf lík­lega ekki meira en 7 til 10 ár til að greiða hinar auknu skuldir rík­is­ins að fullu vegna krepp­unn­ar, með arð­greiðslum af rekstri bank­anna í rík­is­sjóð. 

Nú er því aug­ljós­lega rétti tím­inn til að eiga bank­ana áfram og láta þá greiða þennan reikn­ing. Þannig má forð­ast skatta­hækk­anir og nið­ur­skurð í vel­ferð­ar­málum og inn­við­fram­kvæmdum á næsta ára­tug.

Þegar búið verður að greiða allan kostnað rík­is­ins vegna krepp­unnar á þennan veg mætti hugs­an­lega selja hlut úr Íslands­banka til að greiða fyrir kostnað við bygg­ingu hins nýja Lands­spít­ala – ef þáver­andi stjórn­völdum verður treystandi.

Það hljóta allir að sjá skyn­sem­ina í þessu – nema auð­vitað þeir sem vilja sjálfir hirða þennan arð úr bönk­unum í eigin vasa.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar