Nú er rétti tíminn til að eiga bankana áfram

Stefán Ólafsson segir betra að ríkið eigi bankana sína áfram og láti arðgreiðslur úr þeim greiða niður skuldir, í stað þess að selja þá.

Auglýsing

Sjálfstæðismenn eru nú að hefja undirbúning að sölu ríkisbankanna, með stuðningi VG og Framsóknar. Þau segja að þetta sé rétti tíminn til þess.

Allir vita að Sjálfstæðismönnum er ekki treystandi til að hafa almannahag að leiðarljósi við sölu bankanna. Það sýndi reynslan af einkavæðingu bankanna á áratugnum fram að hruni – með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina.

Vill fólk endurtaka þann leik? 

Helstu rök sem sett hafa verið fram fyrir sölu bankanna eru aukin skuldastaða ríkisins vegna Kóvid kreppunnar. Söluandvirðið muni þá lækka skuldir ríkisins.

Þetta eru skárri rök en hin venjulega blekkingarklisja frjálshyggjumanna um að einkaaðilar geri allt betur en ríkið. Nú er Landsbankinn í eigu ríkisins betur rekinn en Arion einkabankinn. Munið það.

Hin leiðin

En ef menn vilja nota bankana til að greiða niður skuldir ríkisins vegna Kóvid kreppunnar þá er önnur leið augljóslega betri. 

Auglýsing
Hún er sú að ríkið eigi bankana áfram og láta arðgreiðslur bankanna á komandi árum greiða niður hinar auknu skuldir ríkisins vegna kreppunnar.

Ríkið leggur um 200 milljarða í beinar mótvægisaðgerðir á árunum 2020 og 2021 (sjá skýrslu fjármálaráðuneytisins hér). 

Arðgreiðslur út úr ríkisbönkunum í ríkissjóð námu um 207 milljörðum á aðeins fimm árum, frá 2014 til 2018 (sjá hér). Pælið í þessu.

Það mun því væntanlega vera hægt að greiða niður allar skuldir vegna þessara auknu útgjalda á einungis fimm árum eftir að uppsveiflan hefst á ný, með arðgreiðslum úr ríkisbönkunum. Vilja menn frekar að þetta fé renni í vasa einhverra auðmanna í Sjálfstæðisflokki eða Framsókn? Er það hagur almennings?

Ef bankarnir verða seldir nú þá fæst ekki raunvirði fyrir þá, frekar en venjulega við einkavæðingu – og ekki nóg til að greiða allan kostnað vegna Kóvid kreppunnar.

Til viðbótar þessum 200 milljörðum vegna mótvægisaðgerða hefur ríkið orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi í kreppunni, vegna minni skatttekna. Það bætist við ríkisskuldirnar líka.

Með því að eiga bankana tvo áfram þarf líklega ekki meira en 7 til 10 ár til að greiða hinar auknu skuldir ríkisins að fullu vegna kreppunnar, með arðgreiðslum af rekstri bankanna í ríkissjóð. 

Nú er því augljóslega rétti tíminn til að eiga bankana áfram og láta þá greiða þennan reikning. Þannig má forðast skattahækkanir og niðurskurð í velferðarmálum og innviðframkvæmdum á næsta áratug.

Þegar búið verður að greiða allan kostnað ríkisins vegna kreppunnar á þennan veg mætti hugsanlega selja hlut úr Íslandsbanka til að greiða fyrir kostnað við byggingu hins nýja Landsspítala – ef þáverandi stjórnvöldum verður treystandi.

Það hljóta allir að sjá skynsemina í þessu – nema auðvitað þeir sem vilja sjálfir hirða þennan arð úr bönkunum í eigin vasa.

Höfundur er prófessor við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar