Ríkisbankarnir hafa greitt 207 milljarða í arð á fimm árum

Heildareignir Íslandsbanka, Landsbankans og Íbúðalánasjóðs nema nú tæplega 3 þúsund milljörðum króna.

Birna Einarsdóttir
Auglýsing

Sam­þykkt var á aðal­fundi Íslands­banka í dag að 13 millj­arðar króna af hagn­aði árs­ins 2017 yrðu greiddir í arð til hlut­hafa Íslands­banka, sem er íslenska rík­ið, en bank­inn hefur þá greitt um 76 millj­arða króna til hlut­hafa í arð frá árinu 2013. 

Aðal­­fundur Lands­­bank­ans sam­­þykkti í dag að bank­inn greiði sam­tals út arð að fjár­­hæð 24,8 millj­­arðar króna á árinu 2018.

Ann­­ars vegar er um að ræða 15.3 millj­­arða króna arð vegna rekstr­­ar­ár­s­ins 2017, sem sam­svarar um 78% af hagn­aði árs­ins, og hins vegar sér­­stakan arð til hlut­hafa að fjár­­hæð 9.4 millj­­arða króna. Alls munu arð­greiðslur bank­ans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 millj­­örðum króna. 

Auglýsing

Sam­an­lagt nema arð­greiðslur þess­ara tveggja rík­is­banka því um 207 millj­örðum króna á síð­ustu fimm árum. Ríkið eign­að­ist Íslands­banka að fullu í byrjun árs 2016.

Heildar eignir Íslands­banka voru 1.036 millj­arðar króna. Útlán til við­skipta­vina og ­lausa­fjár­safn bank­ans voru sam­tals 92% af stærð efna­hags­reikn­ings við lok tíma­bils­ins.

Heild­ar­eignir Lands­bank­ans námu á sama tíma 1.192 millj­örðum króna. Heild­ar­eignir bank­anna tveggja námu 2.228 millj­örðum í lok árs. Ríkið er eig­andi þeirra beggja, eins og áður seg­ir, og á auk þess Íbúða­lána­sjóðs að öllu leyti. Heild­ar­eignir Íbúða­lána­sjóðs nema 762 millj­örðum króna. Á heild­ina litið nema eignir þess­ara þriggja lána­stofn­anna því 2.990 millj­örðum króna.

Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent