Fjarskipti verður Sýn

Nafni félagsins Fjarskipti, þar sem undir eru Vodafone, Stöð 2, Bylgjand og fleiri vörumerki, hefur verið breytt.

Sýn
Auglýsing

Sam­þykkt var á aðal­fundi Fjar­skipta hf. sem fram fór í höf­uð­stöðvum félags­ins að Suð­ur­lands­braut 8 síð­degis í dag að nafna­breyta félag­inu og er Sýn nýtt heiti á sam­ein­uðu félagi Voda­fone og sam­einaðrar fjöl­miðla­starf­semi sem inni­felur meðal ann­ars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgj­una, FM957 og Xið 977. 

Aðal­á­stæðan fyrir nafna­breyt­ing­unni, úr Fjar­skipti hf., er sú að starf­semi félags­ins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sam­einað félag. „Sýn verður þannig regn­hlífa­vöru­merki yfir 20 núver­andi vöru­merkja og fram­tíðar vöru­merkja,“ segir í til­kynn­ingu.

Gildi er stærsti hluthafinn í Sýn.Stefán Sig­urðs­son, for­stjóri Sýn­ar, segir í fyr­ir­tækið standi frammi fyrir miklum breyt­ing­um, ekki síst vegna tækni­fram­fara. „Á tímum fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar er skýr stefna og fram­tíð­ar­sýn fyr­ir­tækja nauð­syn­leg til árang­urs. Sýn starfar á spenn­andi mörk­uðum sem munu halda áfram í hröðu breyt­inga­ferli. Við hræð­umst ekki þær breyt­ingar heldur sjáum í þeim mikil tæki­færi. Nafnið mun stöðugt minna okkur á að við þurfum að halda áfram að sýna frum­kvæði og sköpun í okkar rekstri til að skila árangri fyrir okkar við­skipta­vini og sam­fé­lagið allt. Við ætlum okkur ekk­ert minna en að vera leið­togi á sviði fjar­skipta og fjöl­miðl­unar á Íslandi og til þess þarf bæði skýra og nýja sýn,“ segir Stef­án.

Auglýsing

Þessi breyt­ing hefur engin áhrif á notkun eða starf­semi vöru­merkj­anna heldur er ein­ungis ætlað að sam­eina mörg vöru­merki í eina heild, að því er segir í til­kynn­ingu. Vöru­merkið mun til að mynda vera notað í tengslum við reikn­inga­gerð sam­ein­aðs félags og í tengslum við skrán­ingu félags­ins á verð­bréfa­mark­aði og aðra almenna þætti félags­ins, á sama hátt og Fjar­skipti hf. var notað áður. „Sýn er gam­alt vöru­merki sem margir muna eftir í tengslum við fjöl­miðla­starf­semi. Nafnið er þó ekki síður valið með til­liti til mik­il­vægi þess að horfa til fram­tíðar á þeim mörk­uðum sem fyr­ir­tækið starfar,“ segir í til­kynn­ing­u. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent