„Glitur hafsins“ mun prýða vegg Sjávarútvegshússins

„Glitur hafsins“ verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna í nóvember síðastliðinn.

sjávarútvegshúsið.jpg
Auglýsing

„Glitur hafs­ins“ verk Söru Riel bar sigur úr býtum í sam­keppni um nýtt úti­lista­verk á aust­ur­gafl Sjáv­ar­út­vegs­húss­ins sem atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið efndi til í sam­starfi við Sam­band Íslenskra mynd­list­ar­manna (SÍM) í nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­in­u. 

Jafn­framt segir að kallað hafi verið eftir til­lögum að verki með skírskotun í sögu sjáv­ar­út­vegs á Íslandi. Auk list­rænna gæða hafi verið lögð áhersla á að verkið taki til­lit til umhverf­is­ins, falli vel að svæð­inu og þoli íslenska veðr­áttu. Um er að ræða tíma­bundið verk sem mun prýða aust­ur­gafl húss­ins í að minnsta kosti þrjú ár. 

Auglýsing

Vinningstillaga - „Glitur hafsins“„Það var ein­róma nið­ur­staða dóm­nefndar að velja verk Söru Riel sem gekk undir nafn­inu „Glitur hafs­ins“. Nafn­giftin kemur reyndar ekki frá höf­undi heldur lýs­ingu höf­undar á hug­mynd sinni „þarna bregður fyrir eða mótar fyrir fiski og hval, neti og öldum en allt er þetta sam­ofið í eitt form sem umvefur sjálft sig og skapar eitt­hvað nýtt og óráð­ið. Formið er á hreyf­ingu, virð­ist skjót­ast upp úr jörð­inni eða haf­inu í átt að himn­in­um, í átt að fram­tíð­inni. Á efri part myndar eru litlir speglar bróderaðir inn í myndefn­ið. Spegl­arnir munu grípa ljósið og gefa verk­inu til­breyt­ingu, end­ur­varpa umhverf­inu og skjóta ljós­geislum því sólin skín beint á efri part gafl­sins á ákveðnum tíma dags. Ljós­geisl­arnir vísa beint í glitur hafs­ins, í gler­hjúp Hörpu en einnig von­ar­neistana sem við leitum að til að halda áfram að þró­ast og þroskast.“,“ segir í til­kynn­ing­unni 

Í umsögn dóm­nefndar seg­ir: „Verkið hefur þannig eig­in­leika að vaxa við nán­ari kynni, það leynir á sér og gæti vakið veru­leg hug­rif við rétt skil­yrði við leik ljóss­ins og nán­asta umhverf­is. Það dansar á milli raun­veru­leika og ímynd­un­arafls og gefur þannig áhorf­endum tæki­færi til að túlka á mis­mun­andi hátt hvað þeir sjá og skilja. Það er eitt af ein­kennum góðra lista­verka. Við teljum að verkið falli vel að umhverfi sínu og tali til þess og að það hafi róm­an­tíska skírskotun til sögu sjáv­ar­út­vegs á Ísland­i.“

Sara Riel er fædd árið 1980 og búsett í Reykja­vík. Hún nam mynd­list við Lista­há­skóla Íslands og Kun­sthochschule Berl­in- Weis­sen­see á árinum 2000-2006. Sara hefur vakið verð­skuld­aða athygli síð­ustu árin fyrir mynd­list sína og úti­lista­verk, ekki síst fyrir verkið Fjöðrin sem prýðir fjöl­býl­is­hús við Asp­ar­fell í Breið­holti.

Um sam­keppn­ina giltu sam­keppn­is­reglur Sam­bands íslenskra mynd­list­ar­manna (SÍM). Tutt­ugu og fimm til­lögur bár­ust í sam­keppn­ina sem var opin öllum skap­andi ein­stak­lingum og hóp­um. Þrjár til­lögur voru metnar ógildar og ein til­laga var dregin til­baka af höf­undi.

Í dóm­nefnd sátu Guð­mundur Oddur Magn­ús­son, rann­sókn­ar­pró­fessor við Lista­há­skóla Íslands og for­maður dóm­nefnd­ar, Gunnar Lárus Hjálm­ars­son, tón­list­ar­mað­ur, Vera Lín­dal Guðna­dótt­ir, mann­fræð­ingur auk mynd­list­ar­mann­anna Elínar Hans­dóttur og Unn­dórs Egils Jóns­son­ar. Trún­að­ar­maður í sam­keppn­inni var Ing­unn Fjóla Ing­þórs­dótt­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvítir karlar fóru „á veiðar“ og skutu svartan pilt
„Það er svartur maður að hlaupa niður götuna,“ segir móður og másandi maður við neyðarlínuna. Nokkrum mínútum síðar liggur ungur karlmaður í blóði sínu á götunni. Hann hafði verið skotinn þrisvar.
Kjarninn 27. maí 2020
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Sláandi niðurstöður könnunar kalli á afgerandi viðbrögð af hálfu forseta Alþingis
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sú staða sem uppi er á Alþingi sé ekki eingöngu óboðleg þeim einstaklingum sem um ræðir, heldur sverti ímynd Alþingis og hafi hamlandi áhrif á getu og vilja fólks til þess að starfa á vettvangi stjórnmálanna.
Kjarninn 27. maí 2020
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent