„Glitur hafsins“ mun prýða vegg Sjávarútvegshússins

„Glitur hafsins“ verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna í nóvember síðastliðinn.

sjávarútvegshúsið.jpg
Auglýsing

„Glitur hafs­ins“ verk Söru Riel bar sigur úr býtum í sam­keppni um nýtt úti­lista­verk á aust­ur­gafl Sjáv­ar­út­vegs­húss­ins sem atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið efndi til í sam­starfi við Sam­band Íslenskra mynd­list­ar­manna (SÍM) í nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­in­u. 

Jafn­framt segir að kallað hafi verið eftir til­lögum að verki með skírskotun í sögu sjáv­ar­út­vegs á Íslandi. Auk list­rænna gæða hafi verið lögð áhersla á að verkið taki til­lit til umhverf­is­ins, falli vel að svæð­inu og þoli íslenska veðr­áttu. Um er að ræða tíma­bundið verk sem mun prýða aust­ur­gafl húss­ins í að minnsta kosti þrjú ár. 

Auglýsing

Vinningstillaga - „Glitur hafsins“„Það var ein­róma nið­ur­staða dóm­nefndar að velja verk Söru Riel sem gekk undir nafn­inu „Glitur hafs­ins“. Nafn­giftin kemur reyndar ekki frá höf­undi heldur lýs­ingu höf­undar á hug­mynd sinni „þarna bregður fyrir eða mótar fyrir fiski og hval, neti og öldum en allt er þetta sam­ofið í eitt form sem umvefur sjálft sig og skapar eitt­hvað nýtt og óráð­ið. Formið er á hreyf­ingu, virð­ist skjót­ast upp úr jörð­inni eða haf­inu í átt að himn­in­um, í átt að fram­tíð­inni. Á efri part myndar eru litlir speglar bróderaðir inn í myndefn­ið. Spegl­arnir munu grípa ljósið og gefa verk­inu til­breyt­ingu, end­ur­varpa umhverf­inu og skjóta ljós­geislum því sólin skín beint á efri part gafl­sins á ákveðnum tíma dags. Ljós­geisl­arnir vísa beint í glitur hafs­ins, í gler­hjúp Hörpu en einnig von­ar­neistana sem við leitum að til að halda áfram að þró­ast og þroskast.“,“ segir í til­kynn­ing­unni 

Í umsögn dóm­nefndar seg­ir: „Verkið hefur þannig eig­in­leika að vaxa við nán­ari kynni, það leynir á sér og gæti vakið veru­leg hug­rif við rétt skil­yrði við leik ljóss­ins og nán­asta umhverf­is. Það dansar á milli raun­veru­leika og ímynd­un­arafls og gefur þannig áhorf­endum tæki­færi til að túlka á mis­mun­andi hátt hvað þeir sjá og skilja. Það er eitt af ein­kennum góðra lista­verka. Við teljum að verkið falli vel að umhverfi sínu og tali til þess og að það hafi róm­an­tíska skírskotun til sögu sjáv­ar­út­vegs á Ísland­i.“

Sara Riel er fædd árið 1980 og búsett í Reykja­vík. Hún nam mynd­list við Lista­há­skóla Íslands og Kun­sthochschule Berl­in- Weis­sen­see á árinum 2000-2006. Sara hefur vakið verð­skuld­aða athygli síð­ustu árin fyrir mynd­list sína og úti­lista­verk, ekki síst fyrir verkið Fjöðrin sem prýðir fjöl­býl­is­hús við Asp­ar­fell í Breið­holti.

Um sam­keppn­ina giltu sam­keppn­is­reglur Sam­bands íslenskra mynd­list­ar­manna (SÍM). Tutt­ugu og fimm til­lögur bár­ust í sam­keppn­ina sem var opin öllum skap­andi ein­stak­lingum og hóp­um. Þrjár til­lögur voru metnar ógildar og ein til­laga var dregin til­baka af höf­undi.

Í dóm­nefnd sátu Guð­mundur Oddur Magn­ús­son, rann­sókn­ar­pró­fessor við Lista­há­skóla Íslands og for­maður dóm­nefnd­ar, Gunnar Lárus Hjálm­ars­son, tón­list­ar­mað­ur, Vera Lín­dal Guðna­dótt­ir, mann­fræð­ingur auk mynd­list­ar­mann­anna Elínar Hans­dóttur og Unn­dórs Egils Jóns­son­ar. Trún­að­ar­maður í sam­keppn­inni var Ing­unn Fjóla Ing­þórs­dótt­ir.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent