Allir þurfa að hafa sömu skoðanir í flokknum

Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fékk ekki sæti á lista flokksins fyrir kosningar í vor. Hún varð fyrir vonbrigðum með vinnubrögðin við uppstillingu listans og segir skort á umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum innan flokksins.

Auglýsing

Áslaug Frið­riks­dóttir borg­ar­full­trúi sjálf­stæð­is­manna verður ekki meðal fram­bjóð­enda flokks­ins í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Eftir að hafa tapað í odd­vita­kjöri gegn Eyþóri Arn­alds sótt­ist hún eftir sæti neðar á fram­boðs­list­anum en var ekki boðið neitt sæti. Áslaug hefur talað fyrir þétt­ingu byggð­ar, lýst vilja til að ræða borg­ar­línu og viljað starfa með meiri­hlut­anum í Reykja­vík að þeim málum sem hún hefur getað séð sam­eig­in­legan flöt á. Í ítar­legu við­tali í nýj­ustu útgáfu Mann­lífs seg­ist Áslaug hafa orðið fyrir von­brigð­um.

„Með þessu tekur flokk­ur­inn þá áhættu að höfða til þrengri hóps en hann hefði ann­ars gert nema að ein­hverjir á fram­boðs­list­anum tali til þess hóps. Ég er ekki sú eina sem er á þess­ari mál­efna­línu og veit að meðal nýrra fram­bjóð­enda er fólk sem er sam­mála mér um margt. Ég vona að þeir fram­bjóð­endur fylgi sann­fær­ingu sinni og láti ekki þagga niður í sér.“

Hún seg­ist hafa orðið meira og meira vör við þá kröfu að allir þurfi að hafa sömu skoð­anir til að vera gjald­gengir innan flokks­ins í Reykja­vík. „Ég tel að í gegnum tíð­ina hafi það verið einn helsti styrk­leiki flokks­ins að hafa umburð­ar­lyndi fyrir blæ­brigðum skoð­ana innan hans. Þetta umburð­ar­lyndi hefur verið ein for­senda þess að flokk­ur­inn hefur verið jafn stór og raun ber vitni. Skortur á þessu umburð­ar­lyndi mun ekki stækka heldur þvert á móti minnka flokk­inn í Reykja­vík.“

Auglýsing

Forsíða Mannlífs.Hún telur að til dæmis Borg­ar­línu­verk­efnið eigi vel við þá áherslu sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn leggur á frelsi til að velja bæði á lands­vísu og í borg­ar­mál­um. „Frelsi til að velja er ein aðal­á­hersla flokks­ins. Í sveit­ar­stjórnum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er í for­ystu fram­bæri­legt sjálf­stæð­is­fólk sem er að vinna á mjög svip­uðum nótum og við vorum að gera í borg­inni hjá flokknum fyrir nokkrum árum. Þessar sveit­ar­stjórnir sem hafa Sjálf­stæð­is­menn í broddi fylk­ingar eru að vinna með meiri­hlut­anum í Reykja­vík þegar kemur að Borg­ar­lín­u”, segir Áslaug. Henni kemur hins vegar á óvart að í ljósi þessa sé ekki eitt orð að finna um Borg­ar­línu í glæ­nýrri Lands­fund­ar­á­lyktun Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Frí­­blaðið Mann­líf kom inn um bréfalúgur íbúa höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins í sjö­unda sinn í morg­un. Blað­inu er dreift frítt í 80 þús­und ein­tök­­um. Um er að ræða sam­­starfs­verk­efni útgáfu­­­fé­lags­ins Birt­ings og Kjarn­ans miðla.

Í Mann­­­lífi er lagt mikið upp úr gæðum efnis úr mörgum átt­­­um. Rit­­­stjórn Kjarn­ans sér um vinnslu frétta, frétta­­­skýr­inga, úttekta, skoð­ana­­­greina og frétta­tengdra við­tala á meðan að rit­­­stjórnir Gest­gjafans, Hús og híbýla og Vik­unnar vinna áhuga­vert og skemmti­­­legt efni inn í aft­­­ari hluta blaðs­ins.

Efn­is­tök eru því afar fjöl­breytt. Í Mann­­­lífi er að finna lífstílstengt efni um heim­ili, hönn­un, ferða­lög, mat og drykk í bland við vand­aðar frétta­­­skýr­ingar og við­­­töl við áhuga­vert fólk.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent