Ætla að fjölga leikskólaplássum um 750 til 800 á næstu árum

Meirihlutinn í Reykjavík hefur samþykkt aðgerðaáætlun í leikskólamálum. Til stendur að bæta starfsumhverfi í leikskólunum og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Dagur B. Eggertsson kynnir aðgerðir í leikskólamálum í Ráðhúsinu.
Dagur B. Eggertsson kynnir aðgerðir í leikskólamálum í Ráðhúsinu.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg ætlar að fjölga ung­barna­deildum um helm­ing næsta haust, fjölga leik­skóla­plássum um 750 til 800, byggja fimm til sex nýja leik­skóla á næstu árum og brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla. Þetta mun kosta 632 millj­ónir á þessu ári og 1.100 millj­ónir árið 2019 sem munu fara í fjár­fest­ingar og rekst­ur. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi þar sem Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri kynnt­i að­gerða­á­ætlun í leik­skóla­mál­um.

Í til­kynn­ingu frá borg­inni kemur fram að áætl­unin geri ráð fyrir að sjö nýjum ung­barna­deildum verði komið upp næsta haust auk þess sem fimm til sex nýir leik­skólar verði byggðir á næstu árum. Þá verði gripið til marg­vís­legra aðgerða til að bæta aðstöðu á leik­skólum og vinnu­um­hverfi leik­skóla­kenn­ara og ann­ars starfs­fólks. ­Til­lögur um upp­bygg­ingu leik­skól­anna byggi á vinnu starfs­hóps um verk­efnið að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla, sem borg­ar­stjóri skip­aði vorið 2016.

Ung­barna­deildum fjölgar

Til stendur að börn frá 16 mán­aða aldri byrji að kom­ast inn á ung­barna­deildir næst­kom­andi haust. Á fund­inum kom fram að mark­miðið sé að innan sex ára geti öll tólf mán­aða börn kom­ist inn á leik­skóla.

Auglýsing

Næsta haust verður ráð­ist í næsta áfanga með opnun sjö ung­barna­deilda til við­bótar við leik­skóla í Vest­ur­bæ, Graf­ar­vogi, Graf­ar­holti og Hlíða­hverfi. Þar með verða ung­barna­deildir starf­andi í öllum borg­ar­hlut­um.

Þessum ung­barna­deildum verður heim­ilt að hefja inn­töku barna yngri en 18 mán­aða og er miðað við að í haust hefj­ist inn­taka barna á ung­barna­deildir sem fædd eru í maí 2017, þ.e. barna sem verða 16 mán­aða og eldri í sept­em­ber.

Plássum fjölgar um 110 til 126 á næstu 7 mán­uðum

Lagt er til að opn­aðar verða nýjar leik­skóla­deildir við leik­skóla í þeim hverfum þar sem eft­ir­spurn eftir leik­skóla­plássum er mest. Gert er ráð fyrir að þær leik­skóla­deildir verði meðal ann­ars í Selja­hverfi, Háa­leiti, Foss­vogi, Laug­ar­dal og Graf­ar­holti. Þær aðgerðir munu fjölga leik­skóla­plássum um 110 til 126 á næstu sjö mán­uð­um.

Á næstu tveimur árum verður plássum fjölgað enn frekar með við­bygg­ingum og end­ur­bótum á hús­næði. „En við þurfum að bæta við okkur nokkrum tugum starfs­manna við þessa upp­bygg­ing­u,“ segir Dag­ur. Hann segir jafn­framt að það sé við­var­andi verk­efnið að halda í gott starfs­fólk en að vel hafi gengið í vet­ur, þrátt fyrir allt. Reykja­vík­ur­borg sé búin að ráða um 100 ein­stak­linga inn á leik­skól­ana. 

Aug­lýsa störf fyrir ungt fólk

Aðgerð­irnar sem kynntar voru í borg­ar­ráði í morgun fela enn fremur í sér að gripið er til marg­vís­legra aðgerða til að bæta vinnu­um­hverfi á leik­skólum borg­ar­inn­ar, segir í til­kynn­ingu frá borg­inni. Þær byggi á til­lögum starfs­hóps skóla- og frí­stunda­ráðs um nýliðun og bætt vinnu­um­hverfi leik­skóla­kenn­ara sem skil­aði nið­ur­stöðum í síð­ustu viku. Þar sé meðal ann­ars lögð áhersla á aukið rými barna, fjölgun starfs­fólks á elstu deild­um, auk­inn und­ir­bún­ings­tíma, fjölgun leik­skóla­kenn­ara og ann­ars fag­fólks, fjár­magn til heilsu­efl­ingar og liðs­heild­ar­vinnu, aðgerðir til að efla mót­töku nýliða meðal ann­ars með leið­sagn­ar­kenn­urum og hand­leiðslu, ímynd­ar­vinnu og kynn­ingu á störfum á leik­skól­um.

Loks var sam­þykkt í borg­ar­ráði í dag til­laga um að aug­lýst verði 60 sum­ar­störf á leik­skólum fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á námi í kennslu- og upp­eld­is­fræð­um. Mark­miðið er, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni, að kveikja áhuga ungs fólks á því að starfa á leik­skólum og leggja stund á nám í leik­skóla­kenn­ara­fræð­um. Dagur segir að Reykja­vík­ur­borg hafi ekki aug­lýst slík sum­ar­störf í nokkur ár en nú fái leik­skólar tæki­færi til að ráða ungt fólk í tíu vikur sem eru for­vitin og vilji prófa að vinna á leik­skóla. 

Fram kom á blaða­manna­fund­inum að eins og staðan er í dag þá vanti að fylla í 20 stöðu­gildi á leik­skólum í borg­inni. Nú sé nauð­syn­legt að lokka fólk inn á leik­skól­ana, til dæmis með því að bæta starfs­um­hverf­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent