Tæpir 3 milljarðar í uppbyggingu ferðamannastaða

Umhverfis- og auðlindaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynntu í dag um úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og öðrum ferðamannastöðum.

Uppbygging ferðamannastaða
Auglýsing

Meira en 2,8 millj­örðum verður varið til upp­bygg­ingar inn­viða og ann­arra verk­efna á fjöl­sóttum stöðum í nátt­úru Íslands og öðrum ferða­manna­stöð­um.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, til­kynntu um þetta í dag.

Ann­ars vegar er um að ræða tæp­lega 2,1 millj­arða króna úthlutun vegna þriggja ára verk­efna­á­ætl­unar lands­á­ætl­unar um upp­bygg­ingu inn­viða sem gildir fyrir árin 2018 – 2020.

Auglýsing

Verk­efna­á­ætl­unin tekur meðal ann­ars til frið­lýstra svæða og fjöl­sóttra staða í eigu íslenska rík­is­ins, val­inna svæða sveit­ar­fé­laga auk land­vörslu. Þá er fé veitt til óstað­bund­inna áherslu­verk­efna. Alls er fjár­magni veitt á 71 stað og eina göngu­leið til fjöl­breyttra verk­efna, með sér­staka áherslu á vernd nátt­úru, minja­vernd, bætt öryggi, svo og bætta aðstöðu fyrir gesti á þessu stöð­um.

Hins vegar er um að ræða 722 millj­óna króna úthlutun úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða fyrir árið 2018. Tekið skal fram að gert er ráð fyrir að Fram­kvæmda­sjóð­ur­inn úthluti alls 2,2 millj­örðum á árunum 2018 til 2020 en úthlutað er árlega. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóð­ur­inn styrkir ekki ferða­manna­staði í eigu rík­is­ins og er það í sam­ræmi við breytta lög­gjöf um sjóð­inn. Alls hljóta 56 staðir styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Sér­stök áhersla er lögð á að fjölga við­komu­stöðum ferða­manna  til að stuðla að því að álag minnki á fjöl­sóttum stöðum og lýtur 21 verk­efni að þessu mark­miði.

Sam­eig­in­lega munu ráð­herr­arnir koma á fót starfs­hópi sem hefur það verk­efni að efla fag­þekk­ingu þeirra aðila sem vinna að upp­bygg­ingu inn­viða með það að mark­miði að auka gæði og hag­kvæmni upp­bygg­ing­ar­innar og draga úr hættu á ónauð­syn­legu raski. Í starfs­hópnum verða full­trúar opin­berra stofn­ana sem koma að upp­bygg­ingu inn­viða sem og Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Hönn­un­ar­mið­stöðvar Íslands. Gert er ráð fyrir að verja 60 millj­ónum króna til þessa verk­efnis á næstu þremur árum.

Í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu segir að með úthlut­un­inni sé blásið til sóknar í upp­bygg­ingu inn­viða á frið­lýstum svæðum og öðrum ferða­manna­stöðum í nátt­úru Íslands. Þetta sé í fyrsta sinn sem gerðar eru heild­stæðar áætl­anir til margra ára þegar kemur að mati á upp­bygg­ing­ar­þörf þess­ara svæða og úthlutun fjár­muna vegna henn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent