Slúðurberi

Úlfar Þormóðsson skrifar um leiðaraskrif meðeiganda Fréttablaðsins.

Auglýsing

Oft hafa auð­menn mörg and­lit. Einn slíkur er aðal­eig­andi Frétta­blaðs­ins. Hann á líka Mark­að­inn, Helg­ar­blað DV, Dv. is, Press­una, Eyj­una og sjón­varps­stöð­ina Hring­braut og ekki er allt upp talið. Hann, aðal­eig­and­inn, velur starfs­fólk á miðla sína. Að minnsta kosti yfir­menn. Þeir eru full­trúar hans. 

Aðal­eig­and­inn valdi Jón Guð­mann Þór­is­son sem rit­stjóra Frétta­blaðs­ins og gerði hann að með­eig­anda að 5%. Rit­stjór­inn skrifar leið­ara einu sinni í viku eða svo. Þar kemur hann skoð­unum sínum á mönnum og mál­efn­um  á fram­færi. Þær, skoð­an­irn­ar, eru íhalds­sam­ar, sumar svartasta íhald, svo notað sé tungu­tak nýlið­innar aldar um hug­myndir sem margur taldi vera skað­legar far­sælu sam­fé­lagi manna.

Í dag, 9.jan­úar 2021, skrifar með­eig­and­inn leið­ara sem hann nefnir Land­ráð og fjallar að mestu um Trump og nýliðna atburði vestan hafs; ekki til­tak­an­lega ósann­gjörn skrif þangað til  skiptir um. Hvers vegna hann gerir það, með­eig­and­inn, verður ekki sagt hér. En þetta fylgdi og voru lok leið­ar­ans:

Auglýsing

"En atburð­irnir í þing­húsi Was­hington­borgar í vik­unni eru ekki eins­dæmi og ekki þarf að líta langt til að finna eins konar hlið­stæðu. Vet­ur­inn 2008 var ófrið­legt á Aust­ur­velli. Dag­lega safn­að­ist þar saman fólk sem fann reiði sinni útrás með því að berja í bús­á­höld og gera hróp að þing­hús­inu og þeim sem þar voru inni. Þetta var við­kvæm staða og menn ótt­uð­ust stig­mögn­un. Ekki síst að ráð­ist yrði inn í þing­hús­ið.

Og að því kom þegar hópur fólks ruddi sér braut þangað inn. Fram­ganga þing­manns var til umfjöll­unar í fjöl­miðlum á þessum tíma og gagn­rýndi for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna hann fyrir fram­göngu hans við mót­mæl­in. Í stað þess að fylgja til­mælum um að halda sig frá gluggum húss­ins hafi þing­mað­ur­inn staðið úti við glugga og hvatt mót­mæl­endur til dáða. Síðar varð þessi þing­maður ráð­herra.

Þeir leyn­ast víða land­ráða­menn­irn­ir."

Nú vill svo til að um þetta mál hafa verið skrif­aðar margar grein­ar, tekin og birt mörg við­töl og löngu þekkt sú stað­reynd að þing­mað­ur­inn var ekki að hvetja mót­mæl­endur til dáða. Því var haldið á loft til að ófrægja hann og flokk hans. Þetta er og hefur verið á almanna­vit­orði lengi þótt ein og ein rægitunga hleypi sög­unni fram af og til gegn betri vit­und eða af van­þekk­ingu ellegar í upp­haf­inni sjálfs­fróun líkt og Guð­mann með­eig­andi gerir í leið­ara sínum í dag.

Leið­ara­skrifin er enn eitt and­lit aðal­eig­and­ans; frekar þó sam­eig­in­leg ásýnd hans og með­eig­and­ans, snoppa fávísi, smekk­leysis og heift­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar