Hvað á að gera við ungdóminn í heimsfaraldri, eða bara almennt séð?

Menntaskólanemi skrifar um um COVID og stöðu menntaskólanema í faraldrinum.

Auglýsing

Það var mikið talað um and­legt heilsu­far land­ans í COVID. Í beinu sam­hengi var mikið rætt um hvenær for­eldrar fengu að senda krakk­ana sína í skóla aft­ur. Umræða um hvenær mennta­skóla­nemar fóru aftur í skóla kom líka, þó sner­ist umræða um okkur mest­megnis um aukið brott­fall vegna fjar­náms og hríð­versn­andi sam­skipta for­eldra og ung­menna. Ég vil ekki vera of gagn­rýnin á þær ákvarð­anir sem teknar voru vegna COVID, en ég vil benda á að notkun 5-7 mis­mun­andi sam­skipta­for­rita til þess að miðla náms­gögnum hafi verið góð lífs­lexía ef fram­tíð­ar­starf mitt verður hjá Martröð Kafka ehf.

Voru mennta­skóla­nemar sví­virtir af hinu opin­bera í COVID? Lík­leg­ast ekki meira en á venju­legu skóla­ári. Mennta­skóla­nem­inn og staða hans fellur í Sér­kennis­dal sam­fé­lags­ins (e. Uncanny Val­ley), þar sem við erum ekki nógu mikil börn né nógu full­orðin til þess að stjórn­mála­menn ræði um hve annt þeim er um hags­muni okk­ar. Umræður um mennta­skóla­nema snýst þar af leið­andi oft um hve mikið áhyggju­efni ung­dóm­ur­inn er, hvort sem það er vegna auk­ins brott­falls stráka í skól­um, skortur á konum í iðn­greinum eða orku­drykkja­þambs, og áhrif þess á sam­keppn­is­hæfni Íslands í fram­tíð­inni, rík­is­kostnað og álag á heil­brigð­is­kerfið þar sem  ung­lingar eru allir að verða latir dópistar sem eng­inn botnar neitt í.

Auglýsing
Sérkennisdalurinn sem ung­menni eru föst í leiðir samt til þess að við fáum minni skyldur og meira frelsi, er það ekki? Jú, og við viljum afslappað við­mót en und­an­farin ár hefur afslöppun í mennta­skólum og sam­fé­lag­inu gagn­vart okkur minnkað og í stað þess kemur aukn­ing í leið­ind­um. Þriggja ára kerf­ið, COVID, áfeng­is- og vímu­efna­lög, skóla­bóka­sala Eymunds­son­ar, kassa­vaktir og aðrar byrðar eru íþyngj­andi djöflar að draga, en ef við getum verið með skóla­töskur jafn þungar og tvö til þrjú leik­skóla­börn þá getum við haft þessar byrðar með­ferð­is. Samt verður að segj­ast að þetta veldur allt bak­verkj­um.

Það kemur fyrir að ég gleymi skila­verk­efnum heima og segi að hund­ur­inn hafi snætt á þeim. Rétt eins og rit­gerða­skil gleym­ast getur komið fyrir að við gleymum ein­hverjum reglum eða lögum og lendum í ves­eni. Þá er rétt að benda á að við­mót vald­hafa gagn­vart mennta­skóla­nemum hefur étið virð­ingu okkar gagn­vart þeim upp til agna, þar sem þau pæla eig­in­lega ekk­ert í okkur nema til þess að gera okkur eitt­hvert ógagn.

Höf­undur er nemi við Mennta­skól­ann á Akur­eyri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar