Mælskuklækir fremur en rökræður?

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, svarar Ragnari Árnasyni, prófessor emeritus í hagfræði.

Auglýsing

Mælsku­klækir eru alls kon­ar. Ein aðferð, sem jafnan er kennd við strá­menn, er að afflytja mál­flutn­ing and­stæð­ings og tæta svo niður hinn afbak­aða mál­stað. Önnur aðferð er að rugla saman auka­at­riðum og aðal­at­rið­um, láta minni­háttar atriði sem styðja mál­stað máls­flytj­anda fá mikið vægi og mikla umfjöll­un, fjalla um önnur og mik­il­væg­ari í auka­setn­ingu eða bara alls ekki. Þriðja aðferðin er að vísa með almennum hætti til þess að mál­flutn­ingur and­stæð­ings­ins stríði gegn alþekktum sann­ind­um. Fjórða aðferðin er svo að end­ur­taka þvæl­una nógu oft í þeirri von að hún verði að við­teknum sann­ind­um. 

Fyrr­ver­andi kollegi minn beitir öllum þessum aðferðum óspart í deilu við mig og fram­kvæmda­stjóra Félags atvinnu­rek­enda þar sem m.a. er fjallað um hvort vernd­ar­stefna sé vond hug­mynd sem kreppu­lausn. Kollegi minn segir fram­kvæmda­stjór­ann m.a. tala fyrir toll­frjálsum og óheftum inn­flutn­ingi á land­bún­að­ar­af­urð­um. Fram­kvæmda­stjór­inn segir á hinn bóg­inn eftir að hafa lesið grein kollega míns: „Nú hef ég lesið mín eigin skrif aftur til að ganga úr skugga um hvort þar hafi verið um ein­hverja ósjálf­ráða skrift að ræða, en finn þessum full­yrð­ingum pró­fess­ors­ins engan stað.“ Hér er flett ofan af þeirri aðferð kollega míns að afflytja og tæta svo niður hinn afflutta mál­stað. 

Auglýsing
Í grein í Kjarn­anum 7. jan­úar sýni ég hvernig þessi fyrrum kollegi beitir þeirri aðferð að rugla saman auka­at­riðum og aðal­at­riðum af mik­illi bíræfni. Kolleg­inn vitnar til 4.000 síðna alfræði­rits útgef­ins árið 2008 full­yrð­ingum sínum til stuðn­ings. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að grunn­heim­ildir eru ætt­aðar frá árunum 1940 til 1953-4. Kolleg­inn skautar létti­lega fram­hjá þeirri stað­reynd að hag­fræð­ingar hafa tekið til­gátur í þeim heim­ildum til gagn­rýn­innar end­ur­skoð­unar síðan þá, sjá hér og hér og hér. Nið­ur­stöður hag­fræð­inga sem hafa fjallað um til­gát­una um þjóð­hags­lega hag­kvæmni inn­flutn­ings­tolla eftir miðja síð­ustu öld eru sam­kvæmt fram­an­greindum heim­ildum þær að þó svo slíkir tollar geti verið hag­kvæmir að gefnum afar þröngum og sér­tækum for­send­um, þá gildi það alls ekki sem almenn nið­ur­staða. 

Kollegi minn gerir sér mik­inn mat úr því að flestar þjóðir leggi tolla eða aðrar inn­flutn­ings­hömlur á afurðir land­bún­að­ar. Hann lætur undir höfuð leggj­ast að nefna að frá lokum seinni heims­styrj­aldar hafa þjóðir heims lagt ómælda vinnu í að lækka tolla og draga úr við­skipta­hindr­un­um. Helsta fyr­ir­staða í þeirri vinnu hefur komið frá fram­leið­endum inn­an­lands sem hafa átt mis­góðan aðgang að rík­is­stjórnum og þjóð­þing­um. Tollar sem falla undir samn­inga sem kenndir eru við GATT 1947 hafa fallið úr 25-40% í 2-3% að með­al­tali á ára­bil­inu frá 1947 til alda­mót­anna 2000. Enda er nú svo komið að tolla­tekjur eru aðeins um 0,4% af tekjum rík­is­sjóðs en voru 38% árið 1945. 

Ætli þjóðir heims hefðu haldið þessum samn­inga­app­arötum gang­andi ef það væri almennt hag­fræði­lega við­ur­kennt að tollar væru hag­fræði­leg nauð­syn? Gæti verið að sú stað­reynd að tollum og inn­flutn­ings­tak­mörk­unum er enn beitt í land­bún­aði eigi sér frekar skýr­ingu í upp­bygg­ingu kosn­inga­kerfa og vægi atkvæða eftir lands­hlutum í ein­stökum ríkj­um? Getur verið að hér sé ekki um hag­fræði­legt vanda­mál að ræða heldur stjórn­mála­legt? Slít ég svo þessum rit­þræði þó kollega mínum fyrr­ver­andi sé vissu­lega frjálst að halda áfram að kynna færni sína í beit­ingu mælsku­klækja.

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar