Viðskiptafrelsi og skynsamleg tollastefna

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði, svarar grein framvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Auglýsing

Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, ritar grein í Kjarn­ann þann 1.1. sl. Í grein þess­ari, sem og nokkrum fyrri grein­um, talar hann fyrir toll­frjálsum inn­flutn­ingi á land­bún­að­ar­vörum til lands­ins. Í þessum mál­flutn­ingi virð­ist hann ekki hafa komið auga á ýmis lyk­il­at­riði máls­ins sem nauð­syn­legt er að halda til haga sé ætl­unin að kom­ast að þjóð­hags­lega skyn­sam­legri nið­ur­stöð­u. 

Inn­flutn­ings­tak­mark­anir geta verið þjóð­hags­lega hag­kvæmar 

Það er vel þekkt nið­ur­staða í hag­fræði (sjá t.d. The New Palgrave Dict­ion­ary of Economics, 2008 og heim­ildir sem þar er vísað til) að skyn­sam­lega valdir tollar á inn­flutn­ing og aðrar inn­flutn­ings­tak­mark­anir bæti þjóð­ar­hag. Þessi nið­ur­staða stendur óhögguð jafn­vel þótt útflutn­ings­landið bregð­ist við með sam­svar­andi tollum á inn­flutn­ing til sín. Það er því mis­skiln­ingur hjá Ólafi að tollar og aðrar við­skipta­hindr­anir skaði ætíð hag borg­ara við­kom­andi lands. 

Auglýsing
Hitt er síðan annað mál að hags­munir heild­ar­inn­ar, þ.e. heims­ins alls, kunna að vera hámark­aðir með frjálsum milli­ríkja­við­skipt­um. Slíkt fyr­ir­komu­lag er hins vegar ólík­legt til að vera í sam­ræmi við hags­muni allra við­kom­andi þjóða. 

Tolla­leik­ur­inn mikli 

Ofan­greindar nið­ur­stöður hag­fræð­innar um alþjóða­við­skipti eru auð­vitað grunn­á­stæðan fyrir því að upp­lýst­ustu þjóðir heims, þeirra á meðal Evr­ópu­sam­bandið og Banda­rík­in, hafa kosið að koma upp og við­halda marg­þættu kerfi tolla og ann­arra við­skipta­hind­r­ana. Jafn­framt útskýra þær hvers vegna það hefur reynst svo tor­velt að ná sam­komu­lagi um alger­lega frjáls við­skipti í heim­in­um, þrátt fyrir að flestar þjóðir styðji slíkt í orði og taki þátt í alþjóða­sam­starfi í því skyn­i. 

Kjarni máls­ins er sá að með snjöllum tollum og öðrum við­skipta­hindr­unum geta þær þjóðir sem mesta og besta þekk­ingu hafa á alþjóð­legum við­skiptum og hag­fræði þeirra bætt hag sinn á kostnað hinna sem ekki eru eins vel að sér á þessu sviði. Þetta er orsökin fyrir tolla­leiknum mikla sem öfl­ug­ustu þjóðir og þjóða­blokkir heims hafa verið að spila í a.m.k. heila öld ef ekki leng­ur. Á meðan snjöll­ustu þjóð­irnar geta hagn­ast á þessum leik mun hann halda áfram. Sá hagn­aður er tek­inn af fákænu þjóð­unum sem trúa fag­ur­ga­l­anum um frjáls við­skipti og svo­kall­aða óhefta alþjóð­lega sam­keppn­i. 

Heims­við­skipti með land­bún­að­ar­af­urðir eru ekki frjáls 

Í þessu ljósi kemur það ekki á óvart alþjóða­við­skipti með land­bún­að­ar­af­urðir ein­kenn­ast af tollum og marg­vís­legum öðrum við­skipta­hindr­un­um. 

Því fer fjarri að Ísland sé eina landið í heim­inum sem tak­markar inn­flutn­ing land­bún­að­ar­af­urða. Þvert á móti er erfitt að finna vest­rænt ríki sem gerir það ekki. Ríki ESB og EES sem og Banda­ríkin og Kanada tak­marka öll inn­flutn­ing land­bún­að­ar­af­urða með ýmsum hætti þar á meðal toll­um. Það sama á við um hin miklu útflutn­ings­lönd land­bún­að­ar­af­urða, Ástr­alíu og Nýja Sjá­land. Inn­flutn­ings­tak­mark­anir á land­bún­að­ar­af­urðir eru hluti af hinum mikla tolla­leik í heims­við­skipt­um. Þetta er nauð­syn­legt að hafa í huga þegar móta á stefnu um inn­flutn­ing land­bún­að­ar­af­urða til Íslands. 

Hug­myndir Ólafs

Hug­myndir Ólafs um óheftan inn­flutn­ing á land­bún­að­ar­af­urðum frá ESB virð­ast ekki nægi­lega vel hugs­að­ar. Þær jafn­gilda því að Ísland gef­ist upp í tolla­tog­streit­unni við ESB og feli ESB sjálf­dæmi um við­skipta­kjör lands­ins gagn­vart ESB. Það getur ekki verið í sam­ræmi við íslenska hags­muni. Þá virð­ist Ólafur gleyma því að við­skipta­samn­ingar Íslands og ESB eru kaup kaups. Þannig tak­markar ESB inn­flutn­ing á sjáv­ar­af­urðum frá Íslandi til að vernda eigin sjáv­ar­út­veg. Frá­leitt virð­ist að lækka inn­flutn­ings­hindr­anir á land­bún­að­ar­af­urðum án þess að fá eft­ir­gjöf varð­andi sjáv­ar­út­veg. Margt annað er athuga­vert við hug­myndir Ólafs sem hér er ekki rúm til að ræða.

Höf­undur er pró­fessor emeritus í hag­fræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar