Er val um tilgreinda séreign í þínum lífeyrissjóði?

Helga Ingólfsdóttir skrifar um lífeyrismál.

Auglýsing

Í upp­hafi árs er ágætt að skoða fjár­málin og þá má ekki und­an­skilja líf­eyr­is­fram­lagið sem nú eru 15,5% af mán­að­ar­legum heild­ar­laun­um.  Beint fram­lag okkar launa­fólks er sam­tals 15,5% sem skipt­ist þannig að 4% er til frá­dráttar útborg­uðum launum en  atvinnu­rek­andi skilar mán­að­ar­lega 11,5% því til við­bót­ar.  Líf­eyr­is­sjóðs­fram­lagið var hækkað um 3,5% af heild­ar­launum hjá öllum sem vinna sam­kvæmt kjara­samn­ingi SA og ASÍ frá árinu 2016, til að tryggja jöfnun líf­eyr­is­rétt­inda milli þeirra sem vinna hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum og hinna sem starfa á almennum vinnu­mark­að­i..  Laun­þegar á almenna mark­aðnum hafa þannig val um hvort þetta við­bót­ar­fram­lag upp á 3,5%  bæt­ist að hluta eða öllu leyti við sam­trygg­ing­una eins og verið hefur með þau 12% sem áður voru lög­fest, eða hvort við ráð­stöfum þess­ari við­bót í til­greinda sér­eign.

Til­greind sér­eign er ný teg­und sér­eignar sem er alveg ótengd hinum frjálsa sér­eign­ar­sparn­aði. Sjóðs­fé­lagar verða sjálfir að taka ákvörðun um hvort þeir vilji að allt að 3,5% af skyldu­ið­gjaldi sem þeim ber að greiða fari í sam­trygg­ing­ar­sjóð eða í sér­eigna­sjóð sem nefn­ist til­greind sér­eign.

Ef ekk­ert er valið fer allt fram­lagið í sam­trygg­ingu

Það er mik­il­vægt að skoða vel hvað hentar hverjum og einum í þessu sam­bandi og á heima­síðu líf­eyr­is­sjóð­anna eru ágætar upp­lýs­ing­ar ­fyrir sjóðs­fé­laga  til þess að auð­velda þeim að taka upp­lýsta ákvörðun fyrir sig.  

Auglýsing
Ef tekið er dæmi um launa­fólk á þrí­tugs­aldri á með­al­laun­um, sem velur að setja sitt við­bót­ar­fram­lag í til­greinda sér­eign, getur það átt von á því að eiga tæpar 25 milj­ónir í til­greindri sér­eign við 67 ára aldur miðað við 500 þús­und króna laun á mán­uði sbr. útreikn­ing á heima­síðu live.is þann 4. jan­úar 2021.  Útreikningur af heimasíðu live.is.

Hafa ber í huga að allar fjár­hæðir eru áætlun hvað ávöxtun varðar og miða við 3,5% ávöxtun en jafn­framt að til­greind sér­eign er sann­ar­lega sér­eign sem erf­ist sem er kostur umfram sam­trygg­ing­una.  Til­greind sér­eign er einnig útgreið­an­leg fimm árum fyrir hefð­bund­inn líf­eyr­i­s­töku­ald­ur, en þá verða áætl­aðar fjár­hæðir líf­eyr­is­greiðslna úr sam­trygg­ingu lægri að sama skapi ef 12% fer í sam­trygg­ingu og 3,5% í til­greinda sér­eign. Hér er útreikningur live.is miðað við að einstaklingur hafi ákveðið að setja 3,5% í tilgreinda séreign þann 4. Janúar 2021.

Hér kemur vel fram í hverju mun­ur­inn felst og rétt að ítreka að þetta er áætlun miðað við 3.5% með­al­á­vöxt­un.  

Hér er um veru­lega hags­muni að ræða og því mik­il­vægt að hver og einn sjóðs­fé­lagi sem fellur undir þessa kjara­samn­inga frá árinu 2016 skoði hvernig hann vill ráð­stafa sínu fram­lagi en allt fram­lagið fer í sam­trygg­ingu ef ekk­ert er val­ið.

Höf­undur er bók­ari, bæj­ar­full­trúi hjá Hafn­ar­fjarð­arbæ og stjórn­ar­maður í VR og LIVE.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar