Hvenær er mælirinn fullur?

Einar Helgason skrifar um kvótakerfið.

Auglýsing

Hvernig fynd­ist þér, les­andi góð­ur, ef þú fengir heim­sókn á hverri nóttu af inn­brots­þjófi sem hirti hjá þér ein­hver verð­mæti sem þú þyrftir svo að kaupa dag­inn eft­ir. Stundum myndi sjón­varpið hverfa og þú myndir kaupa nýtt dag­inn eft­ir. Síðan hyrfi far­tölva og hana myndir þú kaupa nýja og síðan á hverri nóttu myndi þetta end­ur­taka sig án þess að þú gerðir eitt­hvað til þess að stöðva þetta.

Og ef þú værir spurður hvers vegna í fjand­anum þú létir þetta við­gang­ast þá ein­fald­lega myndir þú svara: „Ja, í fyrsta lagi hef ég nú alveg efni á því að það sé stolið frá mér á hverri nóttu. Síðan finnst mér að ég leggi mitt af mörkum með að skapa góðan hag­vöxt sem kemur þjóð­fé­lag­inu til góða. Sko inn­brots­þjóf­ur­inn er með bíl og bíl­stjóra sem hann borgar laun og af öllum rekstri af bílnum eru borg­aðir skattar sem er gott fyrir sam­fé­lag­ið“.

Ef það væri eitt­hvert sann­leiks­korn í þess­ari frá­sögn hérna á und­an, þá efast ég ekki eitt augna­blik um að þér yrði ráð­lagt að leita þér aðstoðar hjá geð­lækni á stund­inni. En því miður er meira en bara sann­leiks­korn í þess­ari fantasíu því hún er stað­reynd. Hún á við alla þá sem storma inn í kjör­klefa á fjög­urra ára fresti og krossa við þá flokka sem halda hlífi­skildi yfir núver­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi á Ísland­i. 

Í Morg­un­blað­inu sem borið var frítt út á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þann 23. októ­ber síð­ast­lið­inn var frétt sem vakti athygli mína. Reyndar er það furðu­legt að hún hafi birst í þessum miðli sem engum dylst að er hrein­ræktað áróð­urs­rit fyrir útgerð­ina. En þar var sagt frá könnun sem Verð­lags­stofa skipta­verðs gerði á verði á síld sem landað er í Nor­egi og á Íslandi.

Í fyrsta lagi er borið saman það verð sem fæst fyrir síld sem landað er upp úr skipi til vinnslu og síðan það verð sem fæst fyrir hana þegar hún er seld full­unnin á markað erlend­is. Þessi könnun spann­aði yfir nokk­urra ára tíma­bili eða frá 2012 til 2019. Í stuttu máli þá er nið­ur­staða þess­arar könn­unar á þann veg að það fyrsta sem mér datt í hug að þarna væri enn ein sönnun þess að eig­endur sjáv­ar­auð­linda á Íslandi eru bein­línis rænd­ir. Ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur ár eftir ár. Og nið­ur­staðan sem kom út úr þessu hjá verð­lags­stofu var ein­fald­lega á þann veg að verð sem greitt er fyrir síld­ar­afla upp úr skipi á Íslandi er að með­al­tali 128% lægra heldur en í Nor­egi. En svo er það svo merki­legt að verðið sem fæst fyrir síld­ina þegar hún er full­unnin og flutt á markað erlendis er nán­ast það sama og jafn­vel í sumum til­fellum hærra á Íslandi en í Nor­eg­i. 

Hvernig í fjand­anum getur staðið á þessu mis­ræmi á verði með sömu vöru í þessum tveimur lönd­um? Ég efast ekki eitt augna­blik um að ef útgerð­ar­menn eða mál­pípur þeirra væru spurðir út í þetta mis­ræmi þá stæði ekki á svörum frá þeim. Þeir myndu koma með alls­konar útskýr­ingar bæði fárán­legar og kannski ein­hverjar sem gætu útskýrt ein­hvern eðli­legan mun upp á eitt til tvö pró­sent. En mun upp á 128% að með­al­tali á verði upp úr skipi segir bara ein­fald­lega eina sögu. Útgerð­ar­menn á Íslandi eiga fisk­vinnsl­unnar sem kaupa afl­ann af skip­unum sem þeir eiga líka og þess vegna geta þeir ráðið því hvaða verð þeir borga fyrir hann. Með því kom­ast þeir hjá því að borga sjó­mönn­unum eðli­legan skipta­hlut og geta lág­mark­að  þau gjöld sem borguð eru af verð­mæti afla. Eða með öðrum orð­um, þeir ganga eins langt og þeir mögu­lega geta við að hámarka eigin hagnað á kostnað alls almenn­ings á Íslandi sem á auð­lind­ina og ætti sam­kvæmt öllum lög­málum að fá hámarks­verð fyrir hana.

Og þú, það er að segja ef þú krossar við þau stjórn­mála­öfl sem leifa þessu að við­gangast, þá ert þú að kjósa að það sé stolið af þér og þér finnst það bara allt í lagi. Og þetta síld­ar­dæmi er ekk­ert eins­dæmi því það er vitað að stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tæki á Íslandi leika sér að því að stofna fyr­ir­tæki erlendis til þess ein­göngu að kaupa afl­ann úr eigin skipum á því verði sem þeim þókn­ast. Það er furðu­legur and­skoti að lands­menn og ég tala nú ekki um  sjó­menn þessa lands láti bjóða sér þetta ár eftir ár.

Svo var það á haust­dögum eða í byrjun vetrar að á síðum Morg­un­blaðs­ins birt­ist grein eftir Gunnar nokkurn Birg­is­son. Þið vit­ið, þennan sem hélt því alltaf fram að það væri gott að búa í Kópa­vogi. Þið vitið líka að þessi maður er einn af æðstu postulum þessa flokks sem er hvað harð­astur í því að halda hlífi­skildi yfir þjófn­að­inum sem á sér stað í sjáv­ar­út­veg­in­um. Í þess­ari grein við­ur­kennir þessir aldni post­uli flokks­ins að á hann séu runnar tvær grím­ur. Og hann tekur það líka fram að það sé sárt að deila á sinn gamla flokk. En hann geti ekki annað vegna þess að hann sé búin að finna út aug­ljósan galla á kvóta­kerf­inu sem hann hafi þó ætíð stutt. Hann var sem sagt búin að koma auga á þá sví­v­irðu að stór­út­gerð­irnar á Íslandi fengju úthlutað kvóta sem þeir greiddu fyrir eitt­hvað í kring um tíu krónur kíló­ið. Síðan gætu þeir end­ur­selt þennan kvóta að stórum hluta fyrir tvö hund­ruð krónur kílóið ekki bara í eitt skipti heldur aftur og aftur á hverju ári. Þetta væri alveg sama dæmi að ég fengi úthlutað íbúð frá rík­inu á hverju ári sem ég þyrfti að borga tíu þús­und fyrir á mán­uði, en gæti svo leigt ein­hverjum fyrir tvö hund­ruð þús­und á mán­uð­i. 

Auglýsing
Nú veit ég ekki hvort Gunnar I. Birg­is­son er fyrst núna að átta sig á þess­ari sví­v­irðu sem við­gengst í kvóta­kerf­inu íslenska eða hvort þetta er eini gall­inn sem hann sér á þessu kerfi. Ef það er þannig þá hefur hann ekki hug­mynd um íslenska þjóð­ar­sál og þau sár­indi sem kvóta­kerfið er búið að valda ár eftir ár. Ég get meira að segja sagt honum pínu­litla sögu frá sjálfum mér sem dæmi um þetta hróp­lega órétt­læti.

Fyrir næstum þrjá­tíu árum síðan var ég skip­verji tvö hund­ruð tonna bát sem var gerður út frá litlum bæ fyrir norð­an. Þessi útgerð var vel rekið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki og flestir um borð innan fjöl­skyld­unn­ar. Þessi bátur sem lengst af hafði verið gerður út á línu­veiðar var farin meir og meir að stunda rækju­veiðar þegar þarna var komið í sögu. En vegna fyrri veiði­reynslu á lín­unni var honum úthlutað árlega sínum skammti af þorsk­kvóta. Svo var það einn góðan veð­ur­dag að við félag­arnir vorum að hreinsa rækju hlið við hlið við aðgerða­borðið að vél­stjór­inn sem stóð við hlið­ina á mér sagði okkur aldeilis tíð­ind­in. Hann var einn af eig­endum útgerð­ar­innar og var einn af þeim mönnum sem hafði gaman að segja frá. En frétt­irnar voru þær að hann var nýbúin að panta far fyrir alla fjöl­skyld­una til Spánar þar sem þau ætl­uðu að dvelja í þrjár vik­ur. Auð­vitað fögn­uðum við með okkar manni og einn af okkur skaut því að honum að hann skyti nú ekki aldeilis með því skrauf­þurru að geta þetta. Og vél­stjór­inn sem var yfir sig ánægður með alla athygl­ina sagði okkur það líka að hann gæti ekk­ert betur gert við ávís­un­ina sem borist hafði heim til hans fyrir ein­hverjum dög­um. Auð­vitað vildum við vita um þessa ávísun sem hann hafði fengið í hend­urn­ar. Nú hann var ekk­ert að liggja á því og sagði okkur að þorsk­kvót­inn sem útgerð­inni hafði verið úthlutað þetta árið hefði verið fram­seldur austur á firði og ávís­unin væri ein­fald­lega hans hlut­ur.

Við þessar fréttir sló nokkra þögn á mann­skap­inn þar til ég laum­aði því út úr mér að ég væri ekki enn búin að fá mína ávísun senda. Hann hrökk dálítið við og horfði for­viða á mig um leið og hann spurði hvort ég ætti von á því eða hvort ég væri með ein­hverja útgerð. Auð­vitað við­ur­kenndi ég að vera ekki með útgerð en ég ætti fisk­inn í sjónum eins og hann og þess vegna hlyti ég að fá mína ávísun eins og hann. Og nú var okkar maður og til­von­andi spán­ar­fari aldeilis kjaft­stopp. Hann horfði opin­mynntur á mig og virt­ist jafn­vel vera búin að tapa þeim eig­in­leika að tala sem var aldeilis ekki líkt hon­um. En svo að ein­hverjum tíma liðnum fékk hann málið á nýjan leik og þá fékk ég það óþvegið því að í hans augum var það hróp­legt órétt­læti að ein­hver dirfð­ist að gagn­rýna þetta. Og til þess að gera langa sögu stutta þá end­aði þetta sem hafði byrjað sem góð­lát­legt rabb upp í dálítinn hasar því auð­vitað stóð ég fastur á minni mein­ingu og hann á sinni.

Ég hóf þessi skrif mín á því að halda því fram að þeir sem krossuðu við þá flokka sem stæðu vörð um íslenska kvóta­kerfið láta stela af sér verð­mætum í stórum stíl. Þetta eru kannski stór orð, en ég get ekki orðað þetta öðru­vísi þegar þetta blasir við og ekki gerð minnsta til­raun til þess að fela það. En því miður virð­ist svo vera að þeir stjórn­mála­flokkar sem góla í stjórn­ar­and­stöðu um breyt­ingar á þessu kerfi sé ekki treystandi fyrir til þess að standa við þau orð. Það hefur aldrei sýnt sig eins ber­lega eins og núna þegar þetta núver­andi stjórn­ar­sam­starf er að renna sitt skeið á enda. Að flokkur sem gerði út á að vera sem lengst frá græðg­is­öfl­unum sem standa vörð um þetta órétt­læti skuli hoppa upp í bælið hjá þeim og hreiðra þar um sig er eins og að leggja blessun sína yfir sví­virð­una.

Hafið þið les­endur góðir nokkuð velt því fyrir ykkur hvort ein dýr­mætasta auð­lind sem íslenska þjóðin á sé end­an­lega runnin okkur úr greip­um. Þið hljótið að vita það að þessar örfáu fjöl­skyldur sem eru hand­hafar þess­arar auð­lindar geta veð­sett þær eins og þeim sýnist, arf­leitt börnin sín af þeim eins og nýleg dæmi sanna. Þeir geta jafn­vel borgað kerl­ing­unum sem þeir skilja við svim­andi upp­hæðir af þess­ari auð­lind sem er í eigu okkar án þess að nokkur geri athuga­semdir við það. Sár­ast er þó að vita að hver ein­asti stjórn­mála­flokkur sem þyk­ist ætla að breyta þessu er ekki treystandi fyrir fimmaura. Þeir virð­ast allir vera til­búnir að hoppa undir sæng­ina hjá Sjálf­stæð­is­flokknum eins og vænd­is­kona og tryggja það kyrfi­lega að engu verður breytt. Hvenær í ósköp­unum kemur ein­hver íslenskur stjórn­mála­flokkur fram á sjón­ar­sviðið fyrir kosn­ingar sem seg­ist ætla að breyta þessu og gefur það út í leiðinni að hann ætli ekki í stjórn­ar­sam­starf með þeim öflum sem standa vörð um þessa sví­v­irðu. Ég er það lengi búin að fylgj­ast með íslenskum stjórn­málum að ég veit hund­rað pró­sent að sá stjórn­mála­flokkur sem fer í stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokki, hann breytir engu jafn­vel þótt hann hafi vilja til. Eftir situr spurn­ing­in. Hvers vegna í ósköp­unum lætur íslensk þjóð þetta yfir sig ganga? Eða eins og ég sagði í upp­hafi þessa pistils. Er ein­hver nautn fólgin í því að láta stela af sér og full­næg­ingin er þá kannski sú að dýr­mætasta auð­lind þjóð­ar­innar er hirt var­an­lega af okkur fyrir fullt og fast. Í mínu til­felli er mælir­inn fullur og mér er það full­kom­lega óskilj­an­legt að ein­hver vilji láta þetta við­gang­ast. Ekki nema ef við­kom­andi hefur svona mikla nautn í því að láta stela af sér þá hlítur hann auð­vitað að halda því áfram. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi send­bíl­stjóri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar