Frelsi til að fara „frjálslega“ með

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni, svarar grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Auglýsing

Í upp­hafi þessa árs, raunar á fyrsta degi þess, birt­ist grein undir yfir­skrift­inni „Vernd­ar­stefna fyrir við­skipta­frelsi“ á vefrit­inu kjarn­inn.­is. Haf­andi lært ýmis grund­vallar atriði í hag­fræði á mínum sokka­bandsárum verð ég að við­ur­kenna að heiti brauð­rétt­ur­inn á nýárs­dag hrökk laus­lega ofan í mig við lestur þess­arar grein­ar. Höf­undur grein­ar­inn­ar, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda (FA), hefur í fjölda blaða­greina und­an­farnar vikur boðað nauð­syn þess að inn­flutn­ings­tak­mark­anir og tollar verði afnumdir á land­bún­að­ar­vörur og lætur einskis ófreistað í þeirri veg­ferð sinn­i. 

Strang­ari reglur um sam­starf fyr­ir­tækja í land­bún­aði hér en ann­ar­staðar innan EES

Eft­ir­lætis „pikköpp“ lína fram­kvæmda­stjór­ans er sú að með því að rýmka heim­ildir fyrir land­bún­að­inn til að starfa saman og leita hag­ræð­ingar með sam­starfi, sé verið að því sem hann kallar að „...vinda ofan af umbótum í frjáls­ræð­isátt.“ Stað­reyndin er hins vegar sú að lík­lega er hvergi á EES svæð­inu jafn miklar hömlur lagðar á mögu­leika bænda og fyr­ir­tækja þeirra til að vinna saman og skipu­leggja mark­aðs­færslu búvara eins og hér á landi. Í því sam­bandi vís­ast til skýrslu laga­stofn­unar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra (sjá skýrsl­una hér). Í skýrsl­unni kemur m.a. fram að víð­tækar und­an­þágur frá sam­keppn­is­reglum gilda í Nor­egi (öðru EFTA-­ríki, aðila að EES-­samn­ing­um) og innan ESB (að­ila að EES samn­ingn­um) fyrir fram­leið­endur land­bún­að­ar­vara sam­an­borið við þrönga und­an­þágu­reglu íslenskra búvöru­laga. Í frétta­til­kynn­ingu atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins um skýrsl­una segir að verið sé að vinna með nið­ur­stöður hennar í ráðu­neyt­in­u. 

Þetta er hins vegar ekki allt. Vegna COVID-19 heims­far­ald­urs­ins hefur fram­kvæmda­stjórn ESB sam­þykkt beina fjár­hags­styrki til bænda auk frek­ari und­an­tekn­inga frá sam­keppn­is­regl­um, sjá t.d. nánar hér. Á und­an­förnum miss­erum hafa hags­muna­sam­tök bænda bent á þann aðstöðumun sem er á milli norskra og evr­ópskra bænda ann­ars vegar og íslenskra bænda hins vegar hvað þessi atriði varð­ar. 

Ein­hliða tolla­af­nám skaðar þjóð­ar­hag 

Í umræðum um land­bún­að­ar­mál er krafan um afnám tolla á búvörur að verða eins og slitin vinyl­plata. Aftur hefur ekk­ert þeirra landa sem við berum okkur saman við í lífs­kjörum tekið upp slíka stefnu, hvað þá að nokkrum hafi einu sinni dottið í hug að gera það ein­hliða án þess að tryggja sér neinn ávinn­ing í stað­inn. Skemmst er þess að minn­ast að frek­ari við­ræður um þau mál innan Alþjóða­við­skipta­stofn­un­ar­innar (World Trade Org­an­ization) hafa ítrekað rekið upp á sker.

Það er þekkt nið­ur­staða í hag­fræði að vel­ferð íbúa hvers lands er unnt að hámarka með réttum tollum á milli­ríkja­við­skipti (sjá t.d. H. John­son The Review of Economic Stu­dies , 1953 - 1954, bls. 142-153). Þetta er auð­vitað grunn­á­stæðan fyrir því hvað tollar og við­skipta­hindr­anir eru þaul­setin í milli­ríkja­við­skipt­um. Þótt vera megi að frjáls við­skipti séu í heild­ina hag­stæð­ust er gall­inn sá að aðrar þjóðir spila ekki sam­kvæmt þeim regl­um. Ísland og íslensk þjóð hefði því verra af ef hún ætl­aði ein­hliða að afnema inn­flutn­ings­tak­mark­an­ir. 

Auglýsing
Ef fram­kvæmda­stjóri FA hefur rétt fyrir sér um að stuðn­ings­að­gerðir við atvinnu­líf telj­ist til lýð­skrums má spyrja: Af hverju eru tollar lagðir á inn­fluttar land­bún­að­ar­vörur í Nor­egi og ESB? Heldur fram­kvæmda­stjóri FA því fram að hags­muna­mat Nor­egs og fram­kvæmda­stjórnar ESB og stuðn­ings­að­gerðir í mál­efnum land­bún­aðar bygg­ist lýð­skrumi?

Er unnt að treysta á frjáls alþjóða­við­skipti?

Reynslan af COVID-19 hefur sýnt að svokölluð frjáls við­skipti tryggja ekki að lönd geti fengið vörur sem þær vilja og eru reiðu­búnar til að greiða fyrir (Covid-grím­ur, hlífð­ar­fatn­aður og súr­efn­is­tæki í upp­hafi, og nú t.d. bólu­efn­i). Hlið­stæð hætta á mark­aðs­trufl­unum er gagn­vart land­bún­að­ar­vörum og öðrum nauð­synj­u­m. 

Kreppur og milli­ríkja­við­skipti 

Fram­kvæmda­stjóri FA full­yrðir að leið ríkja út úr kreppu í gegnum tíð­ina hafi verið sú að afnema hömlur í við­skiptum og auka frelsi í milli­ríkja­við­skipt­um. Þessi sögu­skoðun er í meira lagi hæp­in. Banda­ríkin og önnur vest­ur­lönd komust t.d. ekki út úr Krepp­unni miklu 1929 vegna þess að þau tóku skyndi­lega upp frjáls við­skipti, heldur setti gíf­ur­legur rík­is­rekstur í hild­ar­leik síð­ari heims­styrj­aldar hag­kerfi þess­ara landa í gang. Alþjóða­við­skipta­stofn­unin (eða öllu heldur for­veri hennar GATT) var ekki stofnuð fyrr en 1947 að lok­inni heims­styrj­öld. Í fjár­málakrepp­unni 2008 voru alls kyns tak­mark­anir á frjáls fjár­magns­við­skipti tekin upp og í kjöl­far hennar voru miklu strang­ari tak­mark­anir settar á fjár­mála­stofn­anir en áður og flutn­ingar fjár­magns milli landa settar þrengri skorð­ur.

Leiðir ríkja út úr kreppum hafa því jafnan verið flókn­ari en þarna er gjarnan látið liggja að. Er þar skemmst að minn­ast aðgerða sem gripið hefur verið til jafn­vel hér á landi þar sem millj­örðum hefur verið veitt til atvinnu­lífs­ins til að veita því við­spyrnu eftir það högg sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur vald­ið. Þær aðgerðir hafa í engu tekið til­lit til þarfa land­bún­að­ar­ins sem hefur þó sann­an­lega orðið fyrir miklu höggi.

Eng­inn er að tala um bann við inn­flutn­ingi

Í grein sinni fer fram­kvæmda­stjóri FA yfir breyt­ingar sem gerðar voru á búvöru­lögum nú stuttu fyrir jól þar sem horfið var til fyrra fyr­ir­komu­lags við útboð á toll­kvótum og gengur svo langt að segja að tekið hafi verið „...­stutt skref til móts við þá sem vildu láta banna inn­flutn­ing alfarið – sem hefði verið brot á lögum og alþjóða­samn­ing­um.“ Hvergi hafa verið settar fram kröfur um að banna inn­flutn­ing. Í umræðu um breytt fyr­ir­komu­lag útboðs á toll­kvótum hefur ein­ungis verið bent á ólíka und­ir­liggj­andi hags­muni og í því sam­bandi vísað til rök­semda sem t.a.m. fram­kvæmda­stjórn ESB hefur sjálft vísað til í við­brögðum sínum við COVID-19 heims­far­aldr­in­um. 

Verndum störf og þjóð­ar­hag

Stað­reynd máls­ins er að íslenskur land­bún­aður er hryggjar­stykkið í atvinnu­lífi víða á lands­byggð­inni. Þús­undir manna starfa við grein­ina, í Norð­aust­ur­kjör­dæmi einu og sér senni­lega nærri 1.000 manns. Bara svína­kjöts­fram­leiðsla og vinnsla svína­kjöts í sama kjör­dæmi skapar álíka mörg störf og kís­il­ver PCC BakkiSil­icon hf. á Húsa­vík átti að gefa. 

Öll lönd sem við berum okkur saman við í lífs­kjörum reka öfl­uga land­bún­að­ar­stefnu þar sem marg­vís­legum stjórn­tækum rík­is­ins er beitt sam­hliða, s.s. toll­um, beinum greiðsl­um, laga­heim­ildum til sam­starfs á mörk­uðum o.s.frv. Íslenskar land­bún­að­ar­vörur eru hrá­efni í marg­falt fleiri vörur en þær 300 sem fram­kvæmda­stjóri FA heldur fram í grein sinni. Tökum frekar höndum saman um að efla hag land­bún­að­ar­ins og höfum það sem sann­ara reyn­ist að leið­ar­ljósi í þeirri veg­ferð. 

Höf­undur er hag­fræð­ingur og verk­efna­stjóri hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar