„Money for nothing“

Framkvæmdastjóri Keilis og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ skrifar um endurreisnina og mikilvægi þess að halda öllu „money for nothing“ liði frá partýhaldi á nýju ári.

Auglýsing

Ég heyri skot­hvell­ina og drun­urnar frá flug­elda­kök­unni sem þeytir marg­litum skot­eldum á loft, hverjum á fætur öðrum og rýfur þannig kvöld­kyrrð­ina á þessu hæg­láta vetr­ar­kvöldi. Veðrið er ynd­is­legt og stillt þó frost sé úti og héla á rúðum bíl­anna. Takt­föst skot­hríðin með til­heyr­andi gos­hljóðum þagnar á end­anum og við tekur niður frá bíl­vélum og ein­staka bílflaut. 

Það er 30. des­em­ber og brjóst­svið­inn sem byggst hefur upp í mag­anum eftir hams­laust kjötát og rjóma­þamb yfir jólin fer loks­ins dvín­andi innra með mér. Þar sem ég ligg hugsi upp í rúmi skammt frá opnum glugg­anum sem færði mér flug­eldatón­verkið rennur á mig þörf til þess að stinga niður penna, eða öllu heldur taka upp sím­ann og pikka inn eitt­hvað gáfu­legt með vísi­fingri hægri hand­ar. Ég verð jú að senda eitt­hvað frá mér. Það eru nú einu sinni ára­mót á næsta leyti og sam­kvæmt lög­málum íþyngj­andi hjarð­hegð­unar er það tím­inn sem flestir þeir sem taka þátt í stjórn­málum ryðj­ast fram á rit­völl­inn. 

Flestir skrifa ein­hvers­konar snöggsoðna sam­an­tekt af árinu sem er að líða. Nefna sorgir og sigra manns­and­ans á tímum far­sóttar og leita log­andi ljósi að ein­staka við­burð­um, fréttum eða áföngum sem krydda ann­ars bragð­lausan text­ann. Eflaust er þessi til­raun mín jafn bragð­laus, en þið takið von­andi vilj­ann fyrir verk­ið. 

Fyr­ir­sögnin

Fyr­ir­sögn­ina skrif­aði ég strax. Það er þó ekki venjan hjá mér. Ég er enn lit­aður af þeim tíma er ég vann sem blaða­maður og þá vandi ég mig á að fá inn­blástur frá text­anum og skrifa fyr­ir­sagnir og milli­fyr­ir­sagnir þegar meg­in­málið var komið á blað, en ekki nún­a. 

Auglýsing
Núna fædd­ist fyr­ir­sögnin eftir nokkra mán­aða með­göngu. Ég heyrði hana í sumar þegar mér gafst loks tæki­færi á stuttu ferða­lagi um land­ið. En þó fyr­ir­sögnin komi vissu­lega fyrir í einu fræg­asta lagi Dire Straits var það ekki á fón­inum í ferða­lag­inu. Í nágrenni við lands­þekktan ferða­manna­stað stopp­uðum við, sett­umst niður og fengum okkur hress­ingu. Á næsta borði sátu tveir mið­aldra vel til hafðir karl­menn og ræddu bíss­ness. Fljótt á litið virt­ust þeir eiga vel fyrir salti í graut­inn. Þeim lá hátt rómur og þó athygli mín hafi að mestu farið í að gæða mér á pylsu með öllu komst ég ekki hjá því að ber­ast tal þeirra slitr­ótt til eyrna. „Bull­andi sókn­ar­færi”, sagði annar þeirra eftir að hafa farið ófögrum orðum um stöð­una í sam­fé­lag­inu. „Allt á von­ar­völ” sagði hinn glott­andi og þuldi svo upp nokkur við­skipta­tæki­færi sem væru borð­leggj­andi ef nægir mon­ingar væru til stað­ar. Kaup á nær gjald­þrota fyr­ir­tækjum með hag­stæðum banka­lánum og end­ur­reisn með ódýru vinnu­afli sem nú væri allt á bruna­út­sölu. Eitt alls­herjar „mo­ney for not­hing” partý fyrir þá sem hefðu réttu sam­böndin og kass í vas­an­um. 

Mér gramd­ist tal þeirra og fyr­ir­litn­ing sem ein­kennd­ist af hlut­tekn­ing­ar­skorti. Í stutt augna­blik lang­aði mig að dúndra pyls­unni með öllum sínum fjórum teg­undum af sósu af alefli í átt að þeim. Það fyr­ir­tæki sem ég sjálfur fer fyrir réri líf­róður eins og svo mörg önnur og sem kjör­inn full­trúi í bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar þarf vart að fjöl­yrða um þá hræðslu og örvænt­ingu sem litað hafði líf mitt það sem af var ári. En ég sat á mér, skol­aði pyls­unni niður með kókó­mjólk­inni með til­heyr­andi sog­hjóð­um, stóð ákveðið upp frá borð­inu og hélt ferð minni áfram um nær ferða­manna­lausar nátt­úruperlur Suð­ur­lands. 

Náð og mis­kunn

Umræður sam­landa minna voru mér þó áfram ofar­lega í huga og ekki síst þar sem ég þekkti til margra þeirra ferða­þjón­ustu­að­ila sem nýttu alla sína krafta til þess að fleyta sér og sínum áfram á íslenska ferða­sumr­inu. Slæm til­finn­ing mín um að ein­hverjir þeirra myndu enda sem við­skipta­tæki­færi sjálf­um­glöðu félag­anna á pylsu­sjopp­unni ollu mér hug­ar­angri.  

Ég hafði fengið fregnir af því að bank­arnir væru tregir til þess að lána fyr­ir­tækjum sem ættu í rekstr­ar­vanda þrátt fyrir þær til­slak­anir sem seðla­bank­inn hafði veitt til útlána. Á akstri mínum var mér hugsað til allra þeirra sem á torgum höfðu kallað eftir minni umsvifum hins opin­bera í gegnum tíð­ina. Nú köll­uðu þessir sömu aðilar eftir björg­un­ar­pakka og voru jafn­vel undir náð og mis­kunn kval­ara sinna komn­ir. Ríkið varð að koma til bjargar sem stuttu áður hafði verið rót alls ills. 

Sem sam­fé­lag vorum við að ganga í gegnum nátt­úru­ham­farir og efna­hagslægðin var sú dýpsta í sög­unni. Á tímum sem þessum vissi ég að skað­inn af íþyngj­andi aðhalds­að­gerðum myndi leggj­ast þungt á sam­fé­lagið og kostn­að­ur­inn af þeim á end­anum verða marg­fald­ur. Í byrjun mars hafði ég gert mér grein fyrir því að ástandið yrði hreint út sagt skelfi­legt. Ein­hverjir nefndu að lík­lega myndi draga úr komu ferða­manna en ég tók mun dýpra í árina og lýsti þeirri skoðun minni að hjól ferða­þjón­ust­unnar myndu brátt stöðvast og yrðu botn­frosin þar til bólu­efni kæmi til skjal­anna. Ef ekki kæmi til veru­leg hjálp tæki við gósentíð fyrir hrægamma og sam­visku­lausa götu­stráka. 

Í kjall­ar­an­um 

Ferðin um Suð­ur­landið end­aði sem vel heppnuð hring­ferð þó svo síma- og net­fundir hafi truflað sam­veru fjöl­skyld­unnar endrum og sinn­um. Er heim kom gat ég ekki gleymt þeirri ónota­til­finn­ingu sem sat eftir í huga mínum og gerir enn. Það er oft sagt að við Íslend­ingar séum með gull­fiska­minni en stór­á­föllum gleymum við þó seint.

Hrunið og eft­ir­köst þess eru þar á með­al. Í kjöl­far þess högn­uð­ust margir á óför­unum og margt hefði betur mátt fara. Sjálfur missti ég íbúð­ina mína og eftir nám byrj­aði ég minn búskap að nýju í kjall­ar­anum hjá for­eldrum mín­um. En sagan þarf ekki að end­ur­taka sig. Því hef ég stutt og barist fyrir aðgerðum sem allar draga úr högg­in­u. 

Má þar nefna starf með styrk, fram­leng­ingu tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta og leng­ingu bóta­tíma­bils, greiðslu­skjól fyr­ir­tækja, neyð­ar­lán vegna tekju­falls, frestun fast­eigna­gjalda, styrki til íþrótta- og tóm­stunda­starfs og áfram­hald­andi upp­bygg­ingu af hálfu hins opin­bera þ.m.t Reykja­nes­bæj­ar. Allt eru þetta aðgerðir sem miða að því að halda hjól­unum gang­andi og milda fjár­hags­legan og sam­fé­lags­legan skaða. 

Ég vil einnig viðra þá hug­mynd að ríki og líf­eyr­is­sjóðir stofni sjóð sem leggi tíma­bundið hlutafé inn í fyr­ir­tæki svo tryggja megi öfl­ugri við­spyrnu er hjarð­ó­næmi verður náð. Til þess að við náum fullum styrk má það ekki ger­ast að fólk og fyr­ir­tæki missi móð­inn. Höldum öllu „mo­ney for not­hing” lið­inu frá partý­haldi á nýju ári. 

Seinni hálf­leik­ur 

Ég reisi mig upp frá kodd­an­um. Senn munu ýlurnar á gamlárs­kvöld flauta til seinni­hálf­leiks. Mig langar að ljúka pistl­inum með ein­hverju bar­áttu­ljóði eftir alþýðu­skáld en finn ekk­ert nógu kraft­mikið fyrir til­efn­ið. 

Þess í stað set ég bros­karl með sól­gler­augu sem tákn um hækk­andi sól 😎, mynd af sprautu 💉 sem tákn um komu bólu­efn­is, íslenska fán­ann 🇮🇸 sem tákn um stolt og þraut­seigju og síð­ast en ekki síst bikar með von um að við spilum seinni­hálf­leik með sömu sam­heldni, óeig­in­girni og báráttu eins og ein­kenndi þann fyrri 🏆. 

Gleði­legt nýtt ár.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Keilis og bæj­ar­full­trúi í Reykja­nes­bæ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar