Hvað við sjálf getum gert í loftslagsbaráttunni

Eyþór Eðvarðsson fer yfir það sem almenningur getur sjálfur gert, með breyttri hegðun og venjum, til að draga úr losun gróðurhúslofttegunda.

Auglýsing

Það er flestum orðið ljóst að hlýnun jarðar er grafal­var­legt mál sem þarf að taka mun fast­ari tök­um. Vís­inda­menn segja að við jarð­ar­búar verðum að minnka losun okkar niður í 2.1 tonn af CO2 ígildum á ári fyrir árið 2050 ef við eigum að geta haldið hlýn­un­inni undir 2°C. Við erum flest langt frá því marki og sem dæmi er kolefn­is­spor hvers Íslend­ings skv. gagna­grunnum Evr­ópu­sam­bands­ins tæp 40 tonn af CO2 ígild­um, sjá mynd 1. Það er því verk að vinna ef við ætlum að standa við okkar hluta af los­un­inn­i. 

En hvað eigum við að gera og hvaða aðgerðir skipta mestu máli til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda? Mynd 1.

Í áhuga­verðri grein sem birt­ist 2017 í tíma­rit­inu Environ­mental Res­e­arch Lett­ers, Volume 12, Nr. 7 eftir Seth Wynes og Kimberly A. Nicholas er farið ofan í þessi mál. Þar eru bornar saman fjöl­margar aðgerðir sem ein­stak­lingar geta fram­kvæmt og áhrif þeirra metin á einu ári með aðferð sem er kölluð life cycle app­roach. Helsta nið­ur­staða grein­ar­innar er að það eru fjórar aðgerðir sem hafa mjög mikil jákvæð áhrif á sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. 

Auglýsing
Önnur af nið­ur­stöðum grein­ar­innar er að ráð­legg­ingar og upp­lýs­ingar yfir­valda til almenn­ings hafi verið langt frá því að vera í sam­ræmi við það sem skilar raun­veru­legum árangri. Sem dæmi þá séu tvær af þessum fjórum áhrifa­mestu aðgerðum nær aldrei nefndar í kennslu­bókum eða leið­bein­ingum yfir­valda og margar aðgerðir sem oft er vísað til hafi lítil sem engin áhrif á sam­drátt í los­un. Þær fjórar aðgerðir sem skila mestum árangri eru:

1. Eign­ast einu barni færra

Sú aðgerð sem mest áhrif hefur er að eign­ast færri börn. Þrátt fyrir að vera áhrifa­mest var hún aldrei nefnd í tengslum við aðgerðir til að sporna við lofts­lags­breyt­ing­um. Áætlað er losun á hvert barn sé að með­al­tali 4 tonn af CO2 ígildum á ári. Mun­ur­inn er mik­ill á milli landa og hafa ber í huga að rík­ustu 10% heims­ins bera ábyrgð á næstum helm­ingi los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það að fæða barn í heim­inn þýðir að við­kom­andi mun losa gróð­ur­húsa­loft­teg­undir alla ævi og ef hann er eins og meðal Íslend­ingur er kolefn­is­sporið með því mesta sem ger­ist í heim­in­um. 

2. Ekki eiga bíl

Í öðru sæti var að eiga ekki bíl sem að með­al­tali dregur úr losun um 2.4 tonn af CO2 ígildum á ári. Þeir sem ekki eiga bíl eru auk þess lík­legri til að hjóla, ganga og hreyfa sig meira og lifa heil­brigð­ara lífi. Í sama flokki en með minni jákvæð áhrif er að skipta út bíl fyrir annan sem losar minna af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum t.d. metangas­bíl eða raf­magns­bíl. Það skiptir máli varð­andi raf­magns­bíl­inn hvernig raf­magnið er fram­leitt en ávinn­ing­ur­inn er umtals­verður ef raf­magnið er fram­leitt á grænan hátt líkt og gert er á Íslandi.Mynd 2.

3. Forð­ast lengri flug­ferðir

Í þriðja sæti er það að forð­ast lengri flug­ferð­ir. Ein flug­ferð til fjar­lægra landa getur losað á við heim­il­is­bíl­inn og í grein­inni er miðað við að hver ferð líkt og milli heims­álf­anna losi að með­al­tali 1.6 tonn á hvern far­þega. Hver stutt borg­ar­ferð til Evr­ópu losar um 300-400 kg af CO2 ígild­um. Ljóst er að hver ferð sem er sleppt hefur umtals­verð áhrif. Von­andi er stutt í að elds­neyti verði vist­vænt en þangað til er ábyrgt að bíða með allar ónauð­syn­legar flug­ferð­ir. 

4. Neyta græn­ker­a­fæðis (e. plant-ba­sed diet)

Það að skipta yfir í græn­ker­a­fæði var líkt og að eign­ast færri börn ekki nefnt sem aðgerð í neinum upp­lýs­inga­rit­um, kennslu­bókum eða leið­bein­ingum til almenn­ings. Nefnt var stöku sinum að æski­legt væri að draga úr kjöt­áti en það er stór munur á því að draga saman og skipta alveg yfir. En það eitt að skipta yfir græn­ker­a­fæði getur lækkað kolefn­is­spor ein­stak­lings um 0.8 tonn af CO2 ígildum á ári. 

Kolefn­is­spor plöntu­fæðis er mjög lítið og kolefn­is­spor dýra­af­urða er mjög stórt. Neysla á kjöti er mis­mun­andi eftir lönd­um, sem dæmi er kjöt­neysla á hvern íbúa hjá rík­ustu 15 þjóðum heims­ins 750% meiri en hjá fátæk­ustu 24 þjóðum heims­ins. Íslend­ingar neyta um 85 kg af kjöti á ári, sem er með því mesta í heim­in­um. Ástæða er til að ætla að kolefn­is­spor kjöts af sauð­fé, naut­gripum og hrossum á Íslandi sé marg­falt meira en víða ann­ars staðar þar sem kjöt­fram­leiðsla hér á landi er að stórum hluta á fram­ræstu vot­lendi og illa förnu landi vegna ofbeit­ar. En fram­ræst vot­lendi og illa farið land er talið losa 12.4 millj­ónir tonna af CO2 ígildum á hverju ári. Til sam­an­burðar losar allur iðn­að­ur, þ.e. öll álver, kís­il­ver, járn­blendi og iðn­að­ar­ferl­ar, rétt rúmar 2 millj­ónir tonna af CO2 ígildum á ári. Í nýút­komnu riti Land­bún­að­ar­há­skól­ans kemur fram að 1 kíló af kinda­kjöts­skrokki getur verið með kolefn­is­spor upp á 1 tonn af CO2 ígild­um. Í því ljósi má draga þá ályktun að breyt­ing yfir í græn­ker­a­fæði er stærsta skrefið sem við Íslend­ingar getum tekið til að stöðva hlýnun jarð­ar.

Við verðum að vinna í þessu öllu og því fleiri sem leggj­ast á árarnar þeim mun fyrr náum við árangri. Það er ekki er eftir neinu að bíða. 

Höf­undur er ­stjórn­enda­þjálf­ari og ráð­gjafi hjá Þekk­ing­ar­miðl­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar