Hvað við sjálf getum gert í loftslagsbaráttunni

Eyþór Eðvarðsson fer yfir það sem almenningur getur sjálfur gert, með breyttri hegðun og venjum, til að draga úr losun gróðurhúslofttegunda.

Auglýsing

Það er flestum orðið ljóst að hlýnun jarðar er grafal­var­legt mál sem þarf að taka mun fast­ari tök­um. Vís­inda­menn segja að við jarð­ar­búar verðum að minnka losun okkar niður í 2.1 tonn af CO2 ígildum á ári fyrir árið 2050 ef við eigum að geta haldið hlýn­un­inni undir 2°C. Við erum flest langt frá því marki og sem dæmi er kolefn­is­spor hvers Íslend­ings skv. gagna­grunnum Evr­ópu­sam­bands­ins tæp 40 tonn af CO2 ígild­um, sjá mynd 1. Það er því verk að vinna ef við ætlum að standa við okkar hluta af los­un­inn­i. 

En hvað eigum við að gera og hvaða aðgerðir skipta mestu máli til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda? Mynd 1.

Í áhuga­verðri grein sem birt­ist 2017 í tíma­rit­inu Environ­mental Res­e­arch Lett­ers, Volume 12, Nr. 7 eftir Seth Wynes og Kimberly A. Nicholas er farið ofan í þessi mál. Þar eru bornar saman fjöl­margar aðgerðir sem ein­stak­lingar geta fram­kvæmt og áhrif þeirra metin á einu ári með aðferð sem er kölluð life cycle app­roach. Helsta nið­ur­staða grein­ar­innar er að það eru fjórar aðgerðir sem hafa mjög mikil jákvæð áhrif á sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. 

Auglýsing
Önnur af nið­ur­stöðum grein­ar­innar er að ráð­legg­ingar og upp­lýs­ingar yfir­valda til almenn­ings hafi verið langt frá því að vera í sam­ræmi við það sem skilar raun­veru­legum árangri. Sem dæmi þá séu tvær af þessum fjórum áhrifa­mestu aðgerðum nær aldrei nefndar í kennslu­bókum eða leið­bein­ingum yfir­valda og margar aðgerðir sem oft er vísað til hafi lítil sem engin áhrif á sam­drátt í los­un. Þær fjórar aðgerðir sem skila mestum árangri eru:

1. Eign­ast einu barni færra

Sú aðgerð sem mest áhrif hefur er að eign­ast færri börn. Þrátt fyrir að vera áhrifa­mest var hún aldrei nefnd í tengslum við aðgerðir til að sporna við lofts­lags­breyt­ing­um. Áætlað er losun á hvert barn sé að með­al­tali 4 tonn af CO2 ígildum á ári. Mun­ur­inn er mik­ill á milli landa og hafa ber í huga að rík­ustu 10% heims­ins bera ábyrgð á næstum helm­ingi los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það að fæða barn í heim­inn þýðir að við­kom­andi mun losa gróð­ur­húsa­loft­teg­undir alla ævi og ef hann er eins og meðal Íslend­ingur er kolefn­is­sporið með því mesta sem ger­ist í heim­in­um. 

2. Ekki eiga bíl

Í öðru sæti var að eiga ekki bíl sem að með­al­tali dregur úr losun um 2.4 tonn af CO2 ígildum á ári. Þeir sem ekki eiga bíl eru auk þess lík­legri til að hjóla, ganga og hreyfa sig meira og lifa heil­brigð­ara lífi. Í sama flokki en með minni jákvæð áhrif er að skipta út bíl fyrir annan sem losar minna af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum t.d. metangas­bíl eða raf­magns­bíl. Það skiptir máli varð­andi raf­magns­bíl­inn hvernig raf­magnið er fram­leitt en ávinn­ing­ur­inn er umtals­verður ef raf­magnið er fram­leitt á grænan hátt líkt og gert er á Íslandi.Mynd 2.

3. Forð­ast lengri flug­ferðir

Í þriðja sæti er það að forð­ast lengri flug­ferð­ir. Ein flug­ferð til fjar­lægra landa getur losað á við heim­il­is­bíl­inn og í grein­inni er miðað við að hver ferð líkt og milli heims­álf­anna losi að með­al­tali 1.6 tonn á hvern far­þega. Hver stutt borg­ar­ferð til Evr­ópu losar um 300-400 kg af CO2 ígild­um. Ljóst er að hver ferð sem er sleppt hefur umtals­verð áhrif. Von­andi er stutt í að elds­neyti verði vist­vænt en þangað til er ábyrgt að bíða með allar ónauð­syn­legar flug­ferð­ir. 

4. Neyta græn­ker­a­fæðis (e. plant-ba­sed diet)

Það að skipta yfir í græn­ker­a­fæði var líkt og að eign­ast færri börn ekki nefnt sem aðgerð í neinum upp­lýs­inga­rit­um, kennslu­bókum eða leið­bein­ingum til almenn­ings. Nefnt var stöku sinum að æski­legt væri að draga úr kjöt­áti en það er stór munur á því að draga saman og skipta alveg yfir. En það eitt að skipta yfir græn­ker­a­fæði getur lækkað kolefn­is­spor ein­stak­lings um 0.8 tonn af CO2 ígildum á ári. 

Kolefn­is­spor plöntu­fæðis er mjög lítið og kolefn­is­spor dýra­af­urða er mjög stórt. Neysla á kjöti er mis­mun­andi eftir lönd­um, sem dæmi er kjöt­neysla á hvern íbúa hjá rík­ustu 15 þjóðum heims­ins 750% meiri en hjá fátæk­ustu 24 þjóðum heims­ins. Íslend­ingar neyta um 85 kg af kjöti á ári, sem er með því mesta í heim­in­um. Ástæða er til að ætla að kolefn­is­spor kjöts af sauð­fé, naut­gripum og hrossum á Íslandi sé marg­falt meira en víða ann­ars staðar þar sem kjöt­fram­leiðsla hér á landi er að stórum hluta á fram­ræstu vot­lendi og illa förnu landi vegna ofbeit­ar. En fram­ræst vot­lendi og illa farið land er talið losa 12.4 millj­ónir tonna af CO2 ígildum á hverju ári. Til sam­an­burðar losar allur iðn­að­ur, þ.e. öll álver, kís­il­ver, járn­blendi og iðn­að­ar­ferl­ar, rétt rúmar 2 millj­ónir tonna af CO2 ígildum á ári. Í nýút­komnu riti Land­bún­að­ar­há­skól­ans kemur fram að 1 kíló af kinda­kjöts­skrokki getur verið með kolefn­is­spor upp á 1 tonn af CO2 ígild­um. Í því ljósi má draga þá ályktun að breyt­ing yfir í græn­ker­a­fæði er stærsta skrefið sem við Íslend­ingar getum tekið til að stöðva hlýnun jarð­ar.

Við verðum að vinna í þessu öllu og því fleiri sem leggj­ast á árarnar þeim mun fyrr náum við árangri. Það er ekki er eftir neinu að bíða. 

Höf­undur er ­stjórn­enda­þjálf­ari og ráð­gjafi hjá Þekk­ing­ar­miðl­un.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar