Af íslenskum sjónarhóli – viðhorf um Evrópusambandið

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, skrifar um Ísland og Evrópusambandið.

Auglýsing

I

Full aðild að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) brýtur ekki gegn sjálf­stæði og full­veldi aðild­ar­þjóð­ar, og þá ekki gegn full­veldi og sjálf­stæði Íslend­inga og Lýð­veld­is­ins Íslands ef til aðildar þess kem­ur. Full aðild að ESB verkar ekki heldur gegn þjóð­menn­ingu, þjóð­tungu eða þjóð­erni. ESB styður bein­línis þjóð­menn­ingu og þjóð­tungur aðild­ar­þjóð­anna. 

Reynsla aðild­ar­ríkja ESB stað­festir sjálf­ræði aðild­ar­ríkj­anna, en stjórn­völd sumra þeirra hafa staðið gegn ýmsum ákvörð­unum ESB og kom­ist vel upp með það. Um þetta má nefna Dani, Grikki, Íra, Ítali, Pól­verja, og Ung­verja. Mikla athygli vakti á sínum tíma að Frakkar og Hol­lend­ing­ar, hvorir um sig, stöðv­uðu um tíma stað­fest­ingu nýs aðal­sátt­mála ESB, og hér­aðs­þing Fland­erns í Belgíu tafði stað­fest­ingu versl­un­ar­samn­ings við Kanada. Auk þess hefur aðild­ar­ríki ein­hliða útgöngu­rétt úr ESB, svo sem úrsögn Breta stað­fest­ir. 

Við árs­byrjun 2021 stendur ESB and­spænis ýmsum við­fangs­efn­um. Vegna alþjóða­far­sótt­ar­innar er rætt um að ESB taki sér meiri verk­efni á sviði lýð­heilsu­m­ála en ráð er gert fyrir í aðal­sátt­mála þess. ESB hefur ákveðið að grípa til aðgerða gegn ofur­veldi alþjóð­legra upp­lýs­inga- og tölvurisa, með sér­stakri lög­gjöf um staf­ræna þjón­ustu og staf­ræna mark­aði. Afleið­ingar þessa kunna að verða víð­tæk­ar. Pól­verjar, Ung­verjar og Sló­venar settu nýlega skil­yrði við afgreiðslu fjár­laga og fjár­mála­á­ætl­unar ESB, vegna þess að önnur aðild­ar­ríki vilja skil­yrða styrk­veit­ingar við sam­stöðu um mann­rétt­indi og reglur rétt­ar­rík­is­ins. Tíma­bundin mála­miðlun náð­ist þessu sinni. Á síð­ustu stundu náð­ist mála­miðlun um víð­tækan sam­skipta- og við­skipta­samn­ing við Stóra-Bret­land sem hvarf úr ESB að fullu um ára­mót­in. Í þessu er mikið í húfi og reyndar mest undir fram­kvæmd­inni kom­ið. Loks mynd­ast nýjar aðstæður við Norð­ur­-Atl­ants­haf með nýrri for­seta­stjórn í Banda­ríkjum Norð­ur­-Am­er­íku.

Samn­inga­við­ræður Breta, eða Eng­lend­inga, og ESB um sam­skipti og við­skipti eftir útgöngu Stóra-Bret­lands fóru fram eftir gam­al­kunnu mynstri: Fyrst er urrað, gelt og glefsað mán­uðum saman en á síð­ustu stundu gengið að mála­miðlun með efn­is­at­riðum sem allir höfðu fyrir löngu séð fyr­ir.

Reynsla Evr­ópu­þjóða sýnir að það skiptir miklu að ákvarð­anir um aðild að ESB séu ekki teknar í tví­sýnni sundr­ungu með mik­illi and­stöðu meðal almenn­ings, heldur sé áhersla lögð á til­lits­semi inn­byrðis og víð­tæka þjóð­lega sam­stöðu eftir föng­um. Um þetta er reynsla Breta skýrt dæmi, en reyndar var stöð­ugum ádeilum á ESB árum saman þar í landi yfir­leitt ekki svar­að. 

Útganga Stóra-Bret­lands er tíma­mót í sögu ESB. Til skamms tíma var ESB i útþenslu og vexti og hafði aðdrátt­arafl, en nú virð­ist því skeiði lok­ið. Og útganga Breta er áfall. Hún er álits­hnekkir, og ESB er veik­ara eftir en áður. Meðal ann­ars má gera ráð fyrir að valda­af­stæður breyt­ist og for­ysta mót­ist meira en áður af tví­spili Þjóð­verja og Frakka. Ekki verður séð fyrir hvernig þetta verkar á önnur aðild­ar­ríki fyrr en frá líð­ur. 

II

Sam­kvæmt aðal­sátt­mála hefur ESB sér­stakt og óskipt yfir­þjóð­legt valds­um­boð í fimm mál­efna­flokk­um, sam­kvæmt samn­ings­um­boði aðild­ar­ríkj­anna um innra mark­að, efna­hags­sam­band og tolla­banda­lag. Varðar þar mestu um reglur um til­högun og þróun í svo nefndu fjór­frelsi: frjálsum hreyf­ingum og flutn­ingum fólks, fjár­magns, vöru og þjón­ustu á svæði ESB. Þá hefur ESB blandað umboð sam­eig­in­legt með aðild­ar­ríki í nokkrum öðrum mál­efna­flokk­um. En aðild­ar­ríkin hafa hvert um sig óskorað vald og umsjón með öllum öðrum verk­efnum og mál­efnum sín­um. Sam­kvæmt reglum ESB skal sam­ráð haft við þjóð­þingin og rík­is­stjórnir aðild­ar­ríkj­anna um und­ir­bún­ing, ákvarð­anir og fram­kvæmd­ir. Gagn­rýnt hefur verið að þetta sam­ráð sé ekki nægi­legt í öllum atvik­um.

Aðild ríkis að ESB ræðst að miklu leyti af sér­stökum aðild­ar­samn­ingi sem gerður er við inn­göngu þess. Aðild­ar­samn­ing­ur­inn hefur var­an­legt gildi, meðal ann­ars gagn­vart aðal­sátt­mála og öllum ákvörð­unum og breyt­ingum ESB. Aðild­ar­samn­ingur á að kveða á um sér­stöðu, óskir, rétt­indi og hags­muni hvers aðild­ar­ríkis og um til­högun og tak­mörk þátt­töku þess. En þá leiðir það af eðli máls að ekki verður full­yrt um það fyrir fram hvort eða hvernig full aðild að ESB mætir og tryggir hags­muni, rétt­indi, óskir og kröfur þjóð­ríkis sem leitar inn­göngu, fyrr en sam­eig­in­legt frum­varp að aðild­ar­samn­ingi er lagt fram.  

Auglýsing
Ísland er aðild­ar­land samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES). Með því hefur Ísland auka­að­ild að ESB, en er í raun ann­ars flokks áhrifa­laust fylgi­ríki ESB og í skjóli Nor­egs. Með aðild að EES verðum við að lúta þeim ákvörð­unum sem ESB tekur á sér­stöku valdsviði þess. Við tökum ekki gildan þátt í und­ir­bún­ingi mála og lútum ákvörð­unum ann­arra sem háðir þiggj­end­ur. Þátt­takan í EES hefur reynst afar vel, en hún mætir ekki þeim kröfum sem hæfa sjálf­stæðu full­valda þjóð­ríki, stöðu þess eða metn­aði þjóð­ar­inn­ar. 

Ef til inn­göngu Íslands í ESB kemur verður að gera ráð fyrir að fyrst verði sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu að sækja um inn­göngu og hefja við­ræð­ur. Að loknum við­ræðum og gerð frum­varps að aðild­ar­samn­ingi verður að gera ráð fyrir annarri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu til að stað­festa frum­varpið og inn­göngu í ESB á grund­velli samn­ings­ins. En íslensk stjórn­völd verða að vera við því búin að ekki fáist allar óskir sam­þykktar í við­ræð­unum eða að samn­ings­frum­varp verði ekki sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, og hafa önnur við­brögð og úrræði til­bú­in.

Miklir við­skipta­legir hags­munir tengj­ast sam­skiptum Íslend­inga við ESB, auk ann­arra almennra sam­skipta og menn­ing­ar­tengsla. Utan­rík­is­við­skipti Íslend­inga, bæði útflutn­ingur og inn­flutn­ing­ur, bein­ast að ráð­andi hluta að ESB, EES og Stóra-Bret­landi. Það er hins vegar álita­mál hvernig hent­ast og rétt­ast verður að haga sam­skipt­un­um. Til greina koma aðild að EES áfram, útganga úr EES og gerð tví­hliða samn­inga, eða full aðild að ESB. Sam­skiptin við Stóra-Bret­land verða síðan sér­stakt við­fangs­efni frá og með 2021.

Sam­skipti og tengsl við ESB eru var­an­legt og umsvifa­mikið verk­efni og ráð­ast ekki í flýti. Eðli­legt er að Íslend­ingar starfi áfram innan EES, og að allar breyt­ingar bíði meðan ný skipan sam­skipta Stóra-Bret­lands og ESB mót­ast. Brexit veldur óvissu um við­skipti og jafn­vel röskun sem ekki má sjá fyr­ir, og samn­ingur Breta og ESB leysir ekki úr þessu þótt samn­ing­ur­inn sé Íslend­ingum vissu­lega betri kostur en samn­ings­leysi aðil­anna. 

Eftir því sem frekast er unnt ber að miða við víð­tæka inn­lenda sam­stöðu um val­kosti í fjöl­þjóða­sam­skiptum Íslend­inga, við­skipta­málum og þá einnig aðild­ar­mál­um. Og breyt­ingar krefj­ast mik­ils und­ir­bún­ings og aðlög­un­ar­tíma.

Full aðild að ESB virð­ist best mæta stöðu, kröf­um, hags­mun­um, rétt­indum og metn­aði sjálf­stæðs full­valda þjóð­rík­is, miðað við full­nægj­andi aðild­ar­samn­ing. Aðeins full aðild gerir ráð fyrir jafn­-rétt­há­um, sjálf­ráða og full­valda þátt­tak­endum að stefnu­mót­un, und­ir­bún­ingi, ákvörð­unum og fram­kvæmd. En sjálf­stætt full­valda þjóð­ríki hefur líka aðra val­kosti, verður að taka til­lit til ann­arra samn­ings­að­ila og finna sér sjálft færar leið­ir.

III

ESB er umsvifa­mesta frí­versl­un­ar­svæði heims, en er tolla­svæði út á við. ESB gengur næst Banda­ríkj­unum í hag­rænu mati og sam­an­lagðri kaup­getu. Aðild­ar­ríki ESB eru 27 tals­ins við árs­byrjun 2021. Mann­fjöldi í ESB er 447,7 millj­ónir manna, eftir að Stóra-Bret­land er gengið út með um 65,8 millj­ónir manna. Evru­ríkin eru nú 19 tals­ins, með um 341,9 millj­ónir íbúa. Árleg fjár­lög ESB nema nú aðeins um 2% af sam­an­lögðum fjár­lögum aðild­ar­ríkj­anna. 

Upp­haf ESB var Evr­ópska Kola- og Stál­sam­bandið sem var stofnað 1952 og síðan Róm­ar­sátt­mál­inn sem gerður var 1957. Sam­eig­in­legur innri mark­aður tekur gildi 1993, Maastricht-sátt­mál­inn líka 1993, Amster­dam-sátt­mál­inn 1999 og Lissa­bon-sátt­mál­inn 2009. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um Brexit fór fram í Stóra-Bret­landi 23. júní 2016 og í árs­byrjun 2021 varð end­an­leg útganga Stóra-Bret­lands. Margs konar ágrein­ingur hefur jafnan verið um sam­eig­in­legar ákvarð­anir innan ESB, viða­miklar umræður og mála­miðl­an­ir. Margt í ESB er enn í mót­un. 

ESB hefur á sínum vegum eitt­hvert víð­tæk­asta kerfi við­skipta­samn­inga í ver­öld­inni. Samn­ingar voru haustið 2020 við 78 ríki í öllum heims­hlutum og til við­bótar um 30 samn­ingar í und­ir­bún­ingi, líka í öllum heims­hlut­um, auk nokk­urra sem voru í bið af ýmsum ástæð­um. Við aðild að ESB opn­ast allir þessir samn­ingar nýju aðild­ar­ríki, nema það semji um annað í aðild­ar­samn­ingi sín­um. 

Auglýsing
Framtíð þjóð­rík­is­ins Íslands og far­sæld íslensku þjóð­ar­innar innan þess skipta mestu máli varð­andi sam­skipti okkar við ESB sem aðra. Ekki má hunsa þá stað­reynd að fjar­lægðir skipta máli, hvað sem tækni­fram­förum líð­ur, en rúm­lega 2.100 kíló­metrar eru milli Reykja­víkur og Brüs­sel. Aug­ljós­lega eru aðstæður hér allar aðrar en þar, og þekk­ing þar á aðstæðum hér tak­mörk­uð. Lýð­veldið Ísland er aug­ljós­lega aðeins lítið brota­brot sam­an­borið við umfang ESB. Hér er á flestum sviðum sér­staða og sér­stakar for­send­ur. En það er ásetn­ingur Íslend­inga í fjöl­þjóð­legu sam­starfi að við eigum okkar eigin miðju og mið­stöð á landi hér. Fjar­lægðir og allar aðstæður krefj­ast þessa. Og mat á fram­tíð og far­sæld felur meðal ann­ars og ekki síst í sér mat varð­andi þjóð­menn­ingu, þjóð­tungu, þjóð­erni Íslend­inga, vel­ferð og lífs­af­komu, full­veldi og sjálf­stæði þjóð­ar­innar í land­inu.

Það er ótví­ræð og óum­deild reynsla íslensku þjóð­ar­innar að sjálf­stæði, full­veldi og sér­staða hafa reynst prýði­lega. Engar óskir eða skoð­anir eru um það meðal þjóð­ar­innar að hverfa skuli frá þessu, nema síður sé.

Flestir Íslend­ingar kjósa frjáls og opin sam­skipti við aðrar þjóð­ir, opið við­skiptaum­hverfi og versl­un­ar­frelsi með miklum útflutn­ingi og fjöl­breyti­legum inn­flutn­ingi. Umfang vöru- og þjón­ustu­út­flutn­ings Íslend­inga 2018 var um 47% af vergri lands­fram­leiðslu og umfang vöru- og þjón­ustu­inn­flutn­ings um 44%. Reyndar hefur inn­flutn­ingur iðu­lega verið jafn­mik­ill eða meiri en útflutn­ingur á liðnum tíma. 

Lang­flestir Íslend­ingar kjósa sam­keppn­is­hæft og sjálf­bært hag­kerfi. Flestir Íslend­ingar vilja líka forð­ast efna­hags­á­stand sem ein­kenn­ist af geng­is­sveiflum og jafn­væg­is­leysi og þeim háu vöxtum og kjara­skerð­ingum sem þessu fylgja, og flestir vilja forð­ast ójöfnuð við aðgengi manna og fyr­ir­tækja að erlendu lánsfé á erlendum láns­kjör­um. En þessi vanda­mál verða við­var­andi í við­skipta­heimi fárra fjöl­þjóða­gjald­miðla and­spænis við­kvæmum þjóð­ar­gjald­miðli smá­þjóð­ar. Þetta er raun­sætt mat á magn­hlut­föllum og öðrum aðstæðum en alls ekki geð­þótta­dómur um íslensku krón­una. En í þessu er var­an­leg við­skipta- og sam­keppn­is­hindrun sem heldur meðal ann­ars aftur af nýsköp­un, hag­vexti og þróun lífs­kjara á Ísland­i. 

ESB er mik­il­vægt í við­skiptaum­hverfi Íslend­inga, til við­bótar við alhliða menn­ing­ar- og félags­sam­skipti. Og evran er mik­il­væg­asti erlendur við­skipta­gjald­mið­ill Íslend­inga. Í vöru­út­flutn­ingi vegur evran 61,7% árið 2018, og í vöru- og þjón­ustu­út­flutn­ingi 43,0%. Mis­mun­ur­inn á þessum tölum skýrist helst af mis­mun í vægi Banda­ríkja­dals og breska punds­ins. Vægi punds­ins kann að breyt­ast á næstu árum. Ef gjald­miðlum ESB-­þjóð­anna Dana, Pól­verja og Svía er bætt við vægi evr­unnar verður það 50,4% í vöru- og þjón­ustu­út­flutn­ingi, en 67,7% í vöru­út­flutn­ingi árið 2018. Í vöru­inn­flutn­ingi árið 2018 vegur evra 33,9% og í vöru- og þjón­ustu­inn­flutn­ingi 36,2%, en með gjald­miðlum Dana, Pól­verja og Svía er vægi evru 49,6% í vöru­inn­flutn­ingi og 52% af vöru- og þjón­ustu­inn­flutn­ingi.

Hafa ber í huga að inn­göngu­ferli ríkis í ESB tekur mörg ár. Í atviki Íslands má gera ráð fyrir að inn­ganga taki varla skemmri tíma en nemur 6 árum. Í raun eru margar for­sendur Íslend­inga jafnt sem ESB gjör­breyttar frá því sem var þegar aðild­ar­um­sókn Íslands var til umræðu fyrir ára­tug. Ef til nýrrar aðild­ar­um­sóknar kemur þarf því að vinna málin að veru­legu leyti upp á nýtt. Erfitt er að meta hve langan tíma slíkur und­ir­bún­ingur tæki, hvort sem er meðal Íslend­inga eða í stofn­unum ESB, eða hins vegar hvort nægi­lega breið sam­staða gæti mót­ast meðal Íslend­inga til að tryggja fram­gang máls­ins. 

IV

Marg­vís­leg efna­hags­leg og stjórn­mála­leg rök verða nefnd með og móti fullri aðild Íslands að ESB. Meðal þess ávinn­ings sem Íslend­ingar kunna að sækja sér með fullri aðild að ESB er: 

 • Full­gild og full­valda aðild að und­ir­bún­ingi, ákvörð­unum og fram­kvæmd ­sam­eig­in­legra ­mál­efna og reglu­verks; 
 • Mjög víð­tækt og víð­feðmt við­skipta-, mark­aðs- og sam­skipta­svæði með­ marg­vís­leg­um tæki­færum og áskor­un­um; 
 • Bætt umhverfi og for­sendur sam­keppni, nýsköp­unar og hag­vaxt­ar; 
 • Stjórn­mála­tengsl, sam­ráð og örygg­i; 
 • Veru­lega lækk­aðir og stöðugir vext­ir, svo og fjár­magns­kostn­aður yfir­leitt; 
 • Stöð­ug­leiki í gengi gjald­mið­ils­ins og verð­lagi og einnig nokkuð lækkað almennt verð­lag. 

Íslend­ingar njóta nú þeg­ar, með aðild­inni að EES, veru­legs hluta þess ávinn­ings sem hér grein­ir, en þó ekki að fullu. Og EES-­samn­ing­ur­inn tekur til marg­vís­legra félags- og menn­ing­ar­sam­skipta á grund­velli ESB. Sterkar líkur eru til þess að ávinn­ingur af fullri aðild verði einnig veru­legar almennar kjara­bætur þegar frá líð­ur. En muna ber að full aðild tekur mót og mið af aðild­ar­samn­ingnum sem gera verður áður. Hann heldur fullu gildi áfram. En fjár­hag­ur, efni og ver­ald­ar­frami skipta ekki öllu máli. Úrslitum hlýtur að ráða hvernig samið verður um þjóð­ríkið Ísland, um menn­ing­ar­lega þætti og hver áhrifin og hverjar afleið­ing­arnar verða í sjálf­stæði og þjóð­erni Íslend­inga. 

Margt vinnur gegn því að Íslend­ingar verði að fullu aðilar að ESB. Um það má nefna erlenda reynslu. Í umræðum erlendis um Evr­ópu­mál hefur mikið borið á andúð gegn miklum greiðslum í sam­eig­in­lega sjóði, á andúð og ótta gegn því sem er útlent, því sem er fjar­lægt og ókunn­ug­legt og virð­ist lok­að, og því sem er umsvifa­mik­ið, stórt um sig og lík­legt til að taka sér völd. Mótun sam­eig­in­legra reglna á innra mark­aðnum hefur verið mót­mælt sem skipu­lags­bákni og óeðli­legri yfir­færslu valds, jafn­vel þótt aðeins séu reglur um mat á stærð og lögun sölu­varn­ings. Víða er vísað til þjóð­ern­is­kenndar og ætt­jarð­ar­ást­ar, og í nokkrum Evr­ópu­löndum hefur verið árang­urs­ríkt að and­mæla „of­ríki Þjóð­verja". Þessi and­staða meðal almenn­ings hefur víða reynst þeim mun sterk­ari sem hún hefur verið óljós, óskil­greind og jafn­vel þoku­kennd. Alls þessa gætir einnig hér á land­i. 

Ef almenn­ingur hér á landi sér aðeins stjórn­ar­stofn­anir í Brüs­sel og kemur ekki auga á fjöl­breyti­leg og mis­mun­andi sér­stæð og sjálf­ráð þjóð­ríki innan ESB, er hæpið að full aðild Íslands að ESB verði sam­þykkt. Ef kjós­endur á Íslandi álykta að full aðild að ESB hljóti að leiða til erlendrar aðildar og yfir­ráða í íslenskum sjáv­ar­út­vegi, verður full aðild að ESB ekki sam­þykkt hér. Ef kjós­endur telja að aðild­inni fylgi hrun í íslenskum land­bún­aði, verður aðild varla sam­þykkt hér. Ef íslenskur almenn­ingur trúir því að ESB hnekki sjálf­stæði og full­veldi Íslands, eða íslenskri þjóð­menn­ingu og þjóð­tung­unni, verður full aðild að ESB aldrei sam­þykkt hér. Ef íbúar á lands­byggð­inni sjá ESB sem grunn undir for­rétt­inda­stöðu ein­hverra eft­ir­læt­is­hópa í höf­uð­borg­inni, verður full aðild að ESB ekki sam­þykkt hér. Ef almenn­ingur metur það svo að aðild að ESB fylgi yfir­burða­staða erlendra fyr­ir­tækja og inn­flutts vinnu­afls, verður aðild ekki sam­þykkt hér. Ef almenn­ingur trúir því að full aðild að ESB feli í sér að Alþingi glati valdi sínu og íslenskar stjórn­valds­stofn­anir verði að lúta erlendu for­ræði, verður full aðild að ESB aldrei sam­þykkt hér. Ef Íslend­ingar meta það svo að Ísland verði í ESB aðeins úti­bú, kot eða hjá­lenda, sam­þykkja þeir aldrei fulla aðild. Og ef íslenskur almenn­ingur telur að engar leiðir verði opnar til útgöngu síð­ar, verður full aðild að ESB aldrei sam­þykkt hér.

Reynsla Evr­ópu­þjóða stað­festir að margs konar óljós og þoku­kennd sjón­ar­mið hafa mikil áhrif, ráða jafn­vel úrslit­um, um afstöðu kjós­enda. Í Nor­egi kom það fram á sínum tíma að sam­an­burður milli Nor­egs og fjöl­mennra Evr­ópu­ríkja, mann­fjöldi, stór­fyr­ir­tæki og umfang hag­kerf­anna, fældi fólk frá hug­myndum um aðild að ESB. Þar kom líka í ljós að fjar­lægðir skiptu fólk miklu máli. Þar sögðu menn: „Það er langt til Oslóar en miklu lengra til Rómar". Og þetta náði hugum almenn­ings.

En við megum aldrei fall­ast á ákvarð­anir vegna þess að við neyð­umst til eins eða ann­ars, enda engin ástæða til, eða vegna þess að við endi­lega þurfum þetta eða ann­að. Inn­ganga í ESB má ekki koma til mála nema við viljum það sjálf, ákveðum það sjálf. Hún má ekki verða þáttur í und­an­haldi, upp­gjöf, van­trú á eigin getu og tæki­færum, eða af veik­leikum eða ósigrum, heldur á hún þvert á móti að verða stefna til þess að ná nýjum árangri, sækja fram, bæta stöðu okk­ar, og til sigra. Full aðild kemur því aðeins til greina að gott verði betra.

Íslend­ingar verða að forð­ast að nokkur nauð­ung hafi áhrif á þessi mál. Til­lögur um fulla aðild að ESB hljóta að mið­ast alveg við hags­muni, óskir og rétt­indi íslensku þjóð­ar­innar og íslenska þjóð­rík­is­ins.

V

Innan ESB er valdi og for­ráðum hagað sam­kvæmt aðal­sátt­mála ESB sem kenndur er við Lissa­bon, höf­uð­borg Portú­gals. Valds­um­boð ESB er sem hér seg­ir:

A) Sér­stakt og óskipt yfir­þjóð­legt valds­um­boð aðeins í höndum ESB (Ausschli­eßliche Zuständig­k­eit­en/exclusive compet­ences): 

 1. Tolla­banda­lag - 
 2. Nauð­syn­legar sam­keppn­is­reglur vegna innra mark­aðar - 
 3. Evran og pen­inga­mál evru­landa - 
 4. Verndun auð­linda hafs­ins innan sam­eig­in­legrar fisk­veiði­stefnu - 
 5. Sam­eig­in­leg við­skipta­stefna - 

Auk þess: samn­ing­ar við önnur rík­i um þessi mál.

Í þessum fimm mál­efna­flokkum hafa sam­eig­in­legar reglur og ákvarð­anir ESB óskorað gildi í aðild­ar­ríkj­unum og ganga að öðru jöfnu framar lögum og reglu­verki aðild­ar­lands. 

B) Blandað valds­um­boð ESB sam­eig­in­legt með hverju aðild­ar­ríki (Get­eilte Zuständig­k­eit­en/s­hared compet­ences):

 1. nnri mark­aður - 
 2. Félags­mál, en aðeins sam­kvæmt sér­heim­ildum - 
 3. Hag­rænar og félags­legar svæða­að­gerðir og byggða­stefna til jöfn­unar og til að ­móta sam­stöðu og sam­fellu - 
 4.  Land­bún­aður og fisk­veiðar - 
 5. Umhverf­is­mál - 
 6. Neyt­enda­vernd - 
 7. Flutn­inga­mál - 
 8. Sam­evr­ópsk sam­skipta­net - 
 9. Orku­mál - 
 10.  Dóms­mál, frelsi, öryggi og rétt­vísi - 
 11. Sam­eig­in­legir þættir lýð­heilsu­m­ála, en aðeins sam­kvæmt sér­heim­ildum - 
 12.  Rann­sóknir og tækni­þró­un, en aðild­ar­ríki getur líka tekið frum­kvæði - 
 13. Þró­un­ar­sam­vinna og líkn­ar­mál, en aðild­ar­ríki getur líka tekið frum­kvæði - 
 14. Aðstoð við aðild­ar­ríki.

C) Öll önnur völd og allir aðrir mál­efna­flokkar verða áfram á höndum ein­stakra þjóð­ríkja.

Stjórn­kerfi ESB lýtur ann­ars vegar nálægð­ar­reglu (Subsi­di­arität/subsi­di­arity) og hins vegar með­al­hófs­reglu (Ver­hältn­is­mäßig­k­eit/proportiona­lity). Í 1. bókun með aðal­sátt­mála ESB er fjallað um skyldu til sam­ráða við þjóð­þing aðild­ar­ríkj­anna um sam­eig­in­leg mál­efni, und­ir­bún­ing mála og ákvarð­an­ir. Í 2. bókun er fjallað um sam­ráð og und­ir­bún­ing mála sam­kvæmt nálægð­ar­reglu og með­al­hófs­reglu. 

Auglýsing
Nálægðarreglan gerir ráð fyrir því að ákvörðun sé jafnan tekin svo nálægt sem verða má þeim sem mál snertir beint. Því skal til dæmis fyrst leita afgreiðslu í nær­sam­fé­lagi og þjóð­ríki, áður en máli verður vísað til sam­eig­in­legrar stofn­unar ESB, enda hafi ákvörðun þá víð­ari almenna til­vísun og afleið­ing­ar. Með­al­hófs­reglan gerir ráð fyrir að ákvörðun sé jafnan þröngt mótuð efn­is­lega og aldrei gengið lengra en beina mál­efna­lega nauð­syn ber til, enda rétt­mætt til­lit tekið til aðstæðna og rétt­inda þeirra sem hlut eiga að máli. Fisk­veiði­reglur ESB mið­ast við skil­mála um stöðug hlut­föll (relative Stabilität /relative stability) en þá er gert ráð fyrir að fyrri veiði­reynsla á haf­svæði verði lögð til grund­vallar skipt­ingu veiði­heim­ilda.

VI

Æðsta vald í mál­efnum ESB hafa:

 • Leið­toga­ráð ESB (Europäischer Rat), 
 • Ráð­herra­ráð ESB (Rat der Europäischen Union /Mini­sterrat),     
 • Þing ESB (Europäisches Parla­ment),
 • Fram­kvæmda­stjórn ESB (Europäische Kommission),
 • Auk þess eru: Dóm­stóll, Mið­banki, og eft­ir­lits­stofn­an­ir.

Í leið­toga­ráð­inu ráða leið­togar stærstu aðild­ar­ríkj­anna mestu, en öll aðild­ar­ríkin eiga þar einn full­trúa jafnt og hafa öll rödd. Í ráð­herra­ráð­inu eiga öll aðild­ar­ríkin einn full­trúa jafnt, þ.e. fagráð­herra á því sviði sem er til umfjöll­unar hverju sinni, en ráð­herrar þeirra ríkja sem koma að hverju máli hafa þar sterkasta rödd hverju sinni. Í aðal­at­riðum er þing­sætum á þingi ESB skipt eftir íbúa­fjölda, en þó njóta fámenn­ustu aðild­ar­ríki nokk­urra for­rétt­inda í skipt­ing­unni. Öll aðild­ar­ríkin eiga líka einn full­trúa jafnt í fram­kvæmda­stjórn ESB, en þar er þeim skylt að meta og fram­fylgja ævin­lega sam­eig­in­legum sjón­ar­miðum og hags­mun­um. 

Fámenn aðild­ar­ríki hafa sterka stöðu í æðstu stofn­unum ESB. Þau hafa líka aðstöðu þar til að mynda sín eigin óform­legu banda­lög og hjálp­ast að í mál­um. Aðal­regla ESB um ákvarð­anir er ein­hugur og sam­staða allra, en í nokkrum til­teknum mála­flokkum ræður meiri­hluti. Hlut­leysi i máli hindrar ekki ákvörð­un. Um fund­ar­sköp og óskir um rann­sókn, skýrslur og óskir um til­lögur emb­ætt­is­manna fer að ein­földum meiri­hluta. Skil­greindur auk­inn meiri­hluti gildir um utan­rík­is­mál og örygg­is­mál. Um marg­vís­leg önnur ákvörð­un­ar­at­riði ræður skil­greindur auk­inn meiri­hluti, en þá er miðað við að lág­marki sam­þykki 55% aðild­ar­ríkja og jafn­framt 65% mann­fjölda. Í Leið­toga­ráð­inu er alltaf leitað fullrar sam­stöðu og unnið að mála­miðlun uns hún er feng­in.

Auð­vitað lifir „gamla Evr­ópa" að sínu leyti áfram í ESB, með hefð­bundnum sam­skipta­hátt­um, með afls­mun þegar svo ber við, og stundum með und­ir­hyggju, tak­mark­aðri til­lits­semi, klókindum og enda­lausu samn­ingamakki. En fjöl­miðlar ráða því að athygl­inni er oft­ast beint að for­ystu­mönnum fjöl­menn­ustu aðild­ar­ríkj­anna, jafn­vel svo að þeir virð­ast einir um hit­una stund­um.

Í aðal­sátt­mála ESB eru ákvæði um ein­hliða úrsagn­ar­rétt aðild­ar­rík­is, sem tekur tvö ár enda þótt ekki verði sam­komu­lag um útgöng­una (50.gr.). Þar eru líka sér­stök ákvæði um sér­stöðu og sér­stakt svig­rúm og sjálf­ræði fjar­lægra eyja­sam­fé­laga (349.gr.). Í bók­unum með aðal­sátt­mál­anum eru ýmis ákvæði sem varða sér­að­stöðu, sér­stakar aðstæður og rétt­indi ein­stakra aðild­ar­ríkja. 

VII

Sam­kvæmt því sem ofar segir um stjórn­ar­stofn­anir ESB er staða þjóð­ríkj­anna býsna sterk innan sam­bands­ins. Reynsla sýnir að þau geta farið sínu fram að miklu leyti og einnig staðið í and­stöðu við stefnu og ráð­staf­anir ESB. Nokkur dæmi, en ekki tæm­andi:

 • Bretar höfðu gengið gegn ýmsu áður en þeir ákváðu að ganga úr ESB. Og þeir héldu upp­i­ ­stöðugri skot­hríð á ESB allan tím­ann, jafn­vel þótt Stóra-Bret­land nyti að ýmsu leyt­i ­for­rétt­inda innan ESB. Greiðslur Breta til ESB höfðu verið end­ur­skoð­að­ar, og að ýmsu leyti nutu þeir sér­stöðu á fjár­mála­mark­aði.
 • Danir taka aðeins lít­inn þátt í sam­eig­in­legum lög­reglu­mál­um, og þeir hafa sér­stakar regl­ur um eign­ar­hald á landi og fast­eignum og varð­andi gjald­mið­il, danska krónu. Þeir hafa með þjóð­ar­at­kvæði fellt til­lögu um fulla þátt­töku í evru­sam­starf­inu, jafn­vel þótt danska krónan sé í raun svæð­istengd evr­u-­út­gáfa í mörgu til­liti.
 • Frakkar hafa lengi hunsað reglur ESB um rík­is­fjár­mál. Þetta snertir meðal ann­ar­s langvar­andi halla­rekst­ur, almenn rík­is­um­svif, skulda­söfnun og fleira.
 • Grikkir héldu uppi mik­illi and­stöðu vegna greiðslu­samn­inga eftir fjár­mála­hrun­ið. Þeir tóku ekk­ert til­lit til ýmissa ábend­inga um skatt­heimtu, rík­is­út­gjöld, nefnda­bákn, ­spill­ingu og skuld­setn­ingu. Við skulda­upp­gjör höfðu þeir miklar yfir­lýs­ingar uppi og knúðu ýmsar til­slak­anir fram.
 • Írar hafa farið gegn reglum og beinum óskum ESB vegna skatta­mála sem sagt er að raski ­sam­keppn­is­stöðu ann­arra, og unnu málið nýlega fyrir Dóm­stóli sam­bands­ins.
 • Ítalir hafa um langt ára­bil hunsað reglur og óskir ESB um halla­rekstur rík­is­sjóðs og um ­rík­is­skuld­ir, og upp á síðkastið um mót­töku hæl­is­leit­enda og fleira. Þar hafa menn lengi notað ESB sem skot­spón og grýlu í kosn­ing­um. 
 • Malt­verjar hafa stundað ábata­sölu vega­bréfa og við­tæk kosta­boð til fjár­festa utan ESB, í blóra við óskir ESB og flestra ann­arra aðild­ar­ríkja.
 • Kýpur : sama og Malta.
 • Portú­gal: sama og Malta.
 • Pól­verjar hafa gengið þvert gegn skil­málum og óskum ESB um dóms­valdið og skip­an ­dóm­enda, um stöðu stjórn­ar­and­stöðu og ýmis mann­rétt­inda­mál, einnig um þung­un­ar­rof og stöðu kvenna. Ráð­andi öfl þar nota ESB iðu­lega sem grýlu. Nú ­síð­ast stöðv­uðu Pól­verjar afgreiðslu fjár­laga og fjár­mála­á­ætl­unar ESB, en bráða­birgða­lausn um skeið fékkst með mála­miðlun . 
 • Sló­venar tóku undir með Pól­verjum og Ung­verjum um fjár­lög og fjár­mála­á­ætlun ESB.
 • Ung­verjar hafa farið alger­lega í bága við reglur og óskir ESB vegna flótta­manna, við til­högun og fram­kvæmd kosn­inga og stöðu lýð­ræðis og mann­rétt­inda, vegna ­kostn­aðar við rekstur mennta­stofn­ana, vegna sam­búðar Ung­verja við nágranna sína, og fleira. Ung­versk stjórn­völd hlakka yfir að nota ESB sem grýlu. Nú síð­ast stöðv­uðu Ung­verjar afgreiðslu fjár­laga og fjár­mála­á­ætl­unar ESB, en bráða­birgða­lausn um skeið fékkst með mála­miðl­un.
 • Þjóð­verjar hafa hunsað reglur ESB um rík­is­fjár­mál.

Ekki er vafi á því að ágrein­ingur og átök hljóta að verða regla en ekki und­an­tekn­ing í víð­tæku og nánu ríkja­sam­bandi 27 ólíkra og mis­fjöl­mennra ríkja. Innan ESB hefur mikið verið deilt um ólíkan hugs­un­ar­hátt, lög­hlýðni og skyldu­rækni í sunn­an­ríkj­un­um, miðað við þjóð­löndin í norðr­inu. Norð­an­menn eru þá sak­aðir um yfir­læti og frekju. Eins hafa deilur staðið vegna athafna stjórn­valda í Mið­aust­ur-­Evr­ópu, og þar þykir mönnum að Norð­vest­ur­-­Evr­ópu­menn sýni kúg­ara­hneigð og dramb. Nú síð­ast var mik­ill lána­sjóður stofn­settur til stuðn­ings sunn­an­ríkj­un­um, og má vera að þannig megi mýkja kant­ana í sam­líf­inu. En í fram­tíð­inni má áfram búast við margs konar ágrein­ingi og árekstrum innan ESB.

ESB hefur ýmsar leiðir til að knýja sam­eig­in­legan vilja fram gagn­vart ein­stökum aðild­ar­ríkjum sem skor­ast úr sam­stöðu eða brjóta gegn sam­eig­in­legum reglum eða ákvörð­un­um. Til dæmis getur ESB skil­yrt styrk­veit­ingar og fjár­veit­ingar til ein­stakra ríkja, svipt þau atkvæð­is­rétti og stöðu innan sam­eig­in­legra stofn­ana, og loks tekið úrsögn til umræðu. En hingað til hefur ekki orðið af slíku. Lík­lega hafa stofn­anir ESB ein­fald­lega ekki treyst sér til þess að láta veru­lega til sín taka í raun, að minnsta kosti enn sem komið er. Og ESB hefur haldið uppi stuðn­ingi við þjóð­tungur og þjóð­menn­ingu ein­stakra þjóða innan sam­bands­ins. 

Svo virð­ist sem þjóð­ríkin hafi smám saman styrkt stöðu sína innan ESB í mörgum ákvörð­un­um. Eftir reynslu ESB af stað­fest­ingu við­skipta­samn­ings­ins við Kanada 2016 telja margir að for­ysta sam­bands­ins hiki við að beita sér­stöku og óskiptu yfir­þjóð­legu valds­um­boði eða vísa til þess áfram í slíkum mál­um. Svipað hefur komið á dag­inn varð­andi nýjan samn­ing við Singa­pore árið 2017, en þá dæmdi Dóm­stóll ESB að málið heyrði til blönd­uðu sam­eig­in­legu valds­um­boði sam­bands­ins með aðild­ar­ríkj­un­um.

VIII

Á umliðnum árum hefur verið kröftug fjöl­þjóða­þró­un. Tækni­legar fram­farir og upp­götv­anir hafa ýtt á eftir henni. Margt gott hefur fylgt. Má þar nefna meðal ann­ars aukna fjöl­breytni lífs­gæða á mark­aði, batn­andi lífs­kjör, nýsköpun og hag­vöxt, aukin alhliða kynni, sam­skipti og menn­ing­ar­strauma, minnk­andi for­dóma, útlend­inga­ótta og þjóða­hat­ur, vax­andi verka­skipt­ingu og sam­vinnu þjóða, stöð­ug­leika og frið. Þetta er ekki lítið og skiptir miklu máli. 

En fjöl­þjóða­þró­un­inni hafa einnig fylgt auð­söfnun örfárra og ofur­veldi örfárra fyr­ir­tækja og auð­manna. Orðið hefur mikil sam­þjöppun valds og áhrifa, eigna og tekna. Mis­rétti og ójöfn­uður hafa vax­ið. Alþjóða­fyr­ir­tæki hafa tekið sér sam­keppn­is­for­skot og skatt­fríð­indi. Vald yfir fréttum og upp­lýs­ingum hefur safn­ast á fáar hend­ur, en jafn­framt hafa mál­flutn­ings­óreiða og sam­sær­is­á­róður fengið nýjan byr. Beint og óbeint teng­ist þró­unin meðal ann­ars við­kvæmri stöðu og stjórn­leysi í mörgum þjóð­ríkj­um, straumum flótta­manna og alþjóð­legri glæp­a­starf­semi. Og alþjóða­þró­un­inni í við­skiptum og flutn­ingum hefur fylgt skað­væn­leg aukn­ing í kolefn­is­spori, nátt­úru­spjöll­um, mengun og áhrifum á lofts­lag. Þessar öfgar ber að forðast, en leggja ber áherslu á góða kosti sam­eig­in­legrar fjöl­þjóð­legrar þró­un­ar. Vax­andi skiln­ingur og sam­staða margra er um þetta.

Auglýsing
Fleiri og fleiri mál­efna­svið og við­fangs­efni eru orðin og verða sam­eig­in­leg og fjöl­þjóð­leg. Hátækni­þróun og fjár­fest­inga­þarfir knýja á um þetta. Við þetta raskast staða þjóð­ríkj­anna. Þeim hnignar og staða þeirra veik­ist. ESB hefur meðal ann­ars þró­ast á síð­ari árum sem við­bragð við þess­ari öfug­þró­un. ESB starfar í vax­andi mæli til efl­ingar og styrk­ingar evr­ópskum þjóð­ríkj­um. Þau freista þess að rétta stöðu sína af og styrkja hana aftur með sam­þætt­ingu stjórn­valds­þátta, víð­tæku sam­starfi og verka­skipt­ingu. Meðal ann­ars leggur ESB áherslu á fram­lög til styrk­ingar og efl­ingar þjóð­menn­ingu og þjóð­tung­um, og innan þess hafa smá­þjóðir öðl­ast rödd sem þær höfðu ekki áður. Að ýmsu leyti hefur staða evr­ópskra smá­ríkja styrkst eftir inn­göngu í ESB, frá því sem áður hafði ver­ið. 

Í sam­ræmi við þetta eru þjóð­ern­is­sinn­aðir og þjóð­ræknir menn víða í Evr­ópu ein­lægir stuðn­ings­menn fullrar aðildar að ESB. Nægir að nefna Íra sem eru log­andi þjóð­rækn­is­menn og Skota sem eru líka ákaf­lega þjóð­ern­is­sinn­að­ir, og Eystra­salts­þjóð­irnar sem lengi hafa barist fyrir þjóð­legum og þjóð­ern­is­legum sjón­ar­mið­um. Grikkir, Pól­verjar, og Ung­verjar eru líka miklir þjóð­rækn­is­menn og þeir eru óhræddir að standa uppi í hár­inu á emb­ætt­is­mönnum ESB. En þessar þjóðir hafa kosið aðild að ESB og hafa ekki horfið frá þeirri afstöðu. Á þessu gæti reyndar orðið breyt­ing, til dæmis eftir að Bretar eru horfnir úr ESB.

IX

Meiri­hluti Eng­lend­inga vildi og vill ganga úr ESB, en þeir hafa ekki talað mest um þjóð­menn­ingu eða þjóð­erni sem ástæð­ur. Þeir hafa aðal­lega talað um aukið sjálf­ræði í atvinnu­lífi og við­skipt­um, gagn­rýnt greiðslu­skyldur til ESB, skammað sam­eig­in­legt stjórn­vald á innra mark­aðn­um, og for­dæmt það sem þeir kalla ólýð­ræð­is­legt emb­ætt­is­manna­vald og reglu­gerða­farg­an. Í kosn­inga­hita hafa Brex­it-­sinnar reyndar oft lagt áherslu á að aðild að ESB tak­marki langt um of full­veldi þjóð­ar­inn­ar. 

Þegar umræður Eng­lend­inga eru skoð­aðar kemur í ljós að margir þeirra hafa ein­fald­lega aldrei, hvorki fyrr né síð­ar, viljað taka þátt í víð­tæku eða nánu ríkja- og við­skipta­banda­lagi yfir­leitt. Svo virð­ist sem alls kyns gremju­valdar meðal almenn­ings á Englandi, óvissa um fram­tíð­ar­þró­un, kjara­stöðn­un, bágt atvinnu­á­stand og inn­flytj­endur í áber­andi störfum hafi allt verið túlkað beint á ábyrgð ESB í hugum fólks. Þessi afstaða virð­ist miklu ráða meðal Eng­lend­inga, en þá verða ástæður í sjálfum sér ekki raktar ein­vörð­ungu til ESB. Sem lýð­ræð­is­leg ákvörðun er útganga Eng­lend­inga úr ESB eðli­leg og sjálf­sögð af þessum ástæðum ein­um.  

Tals­menn Brex­it-­sinna reynd­ust mjög sleipir og ein­beittir í mál­flutn­ingi sín­um. Þeir léku ýmsa djarfa og áhættu­sama leiki, en komust upp með það allt. Meðal ann­ars slógu þeir með áhrifa­miklum hætti á strengi ætt­jarð­ar­ástar og þjóð­ern­is­kennd­ar. Sjálf­stæð­is­vit­und, þjóð­ar­metn­að­ur, stolt og sjálfs­vit­und Eng­lend­inga fengu að njóta sín, allan tím­ann frá bar­átt­unni fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una og til loka brott­göngu­samn­inga við ESB. Og árang­ur­inn kór­ón­aði verk­ið. Leikni og snið­ug­heit helstu tals­manna Brexit verða lengi í minnum höfð. 

Full­trúar Eng­lend­inga og ESB deildu í Brex­it-við­ræð­unum um fisk­veiði­heim­ildir meg­in­lands­þjóða í breskri land­helgi. Jafn­vel þótt fisk­veiðar vegi ekki þungt í enskum þjóð­ar­hag var ævin­lega mjög mikil óánægja yfir þeim fisk­veiði­samn­ingum sem bresk stjórn­völd höfðu gert við inn­göng­una í ESB, og á ekki að þurfa að skýra það fyrir Íslend­ing­um. En slíkir samn­ingar snerta hug­myndir um útgöngu ekki beint og gætu komið til end­ur­skoð­unar án útgöngu. Útgöngu­samn­ing­ur­inn gerir ráð fyrir að afla­magn meg­in­lands­þjóð­anna í breski land­helgi skerð­ist um fjórð­ung á fimm og hálfu ári, en þá verði samið aft­ur. For­ystu­mönnum í enskum sjáv­ar­út­vegi þykir þetta lít­il­mót­leg nið­ur­staða. 

Í annan stað sner­ust deil­urnar mjög um við­skipta- og sam­keppn­is­reglur á innra mark­aði ESB, en þar er óhjá­kvæmi­legt að sam­eig­in­legt stjórn­vald móti regl­urnar í einu fyrir alla í senn. Eng­lend­ingar beindu spjótum að þessu reglu­verki, einmitt vegna þess að það er sam­eig­in­legt og undir sam­eig­in­legri stjórn. Heróp Eng­lend­inga var: „Tökum völdin aftur heim". Eðli máls­ins sam­kvæmt sjá menn að aðeins útganga úr ESB mætir slíkri kröf­u. 

Að lyktum náð­ist sam­komu­lag 24. des­em­ber 2020 um opið tolla­laust mark­aðs­að­gengi, að vísu með kröfum um skýrslu­gerð, trygg­ing­ar, starfs­rétt­indi og starfs­leyfi, dval­ar- og komu­leyfi og ýmis skil­ríki. Vand­inn varð­andi fram­tíð­ar­við­skipti aðil­anna er sá að eigi Eng­lend­ingar að hafa opið þrösk­ulda­laust aðgengi að innra mark­aði ESB verður að gera ráð fyrir sama grund­velli og sams konar reglu­verki báðum meg­in, jafnri aðstöðu allra („level play­ing field"). Erfitt reynd­ist að finna þessu sam­eig­in­legan samn­ings­far­veg með nauð­syn­legum skuld­bind­ingum sem virði svig­rúm og full­veldi beggja samn­ings­að­il­anna. 

Loks náðu menn saman um nægi­legan grunn með sam­starfs­nefndum og sam­eig­in­legum gerð­ar­dómi. En allt veltur á fram­kvæmd­inni og vilja aðil­anna til að ganga saman og gera mála­miðl­anir á líð­andi stundum framund­an. Þarna er nefni­lega flest undir beinum sam­skiptum og samn­ingum komið um fram­kvæmd­ar­verk­efni og ein­stök verk­efni dag frá degi. Samn­ing­ur­inn gerir meðal ann­ars ráð fyrir að skoðað verði hvort meira en 40% íhluta í vöru séu utan­að­kom­andi. Þarna verða ærin til­efni túlkana, sér­fræði­þjón­ustu lög­manna og end­ur­skoð­enda og fleiri, und­ir­skrifta og skjala­magns, tafa, skrif­finnsku og ágrein­ings. Og óvíst er hvort og hvernig Eng­lend­ingar una nið­ur­stöðum sam­eig­in­legs gerð­ar­dóms, eða telja hann í reynd­inni nýtt yfir­þjóð­legt dóms­vald. 

Auglýsing
Innan ESB hefur fjöldi fjár­mála­fyr­ir­tækja beðið eftir því að Bretar gangi út. Bretar hafa nefni­lega notið tals­verðra for­rétt­inda á fjár­mála­mark­aði innan ESB og not­fært sér þá aðstöðu út í æsar. En fjár­mála­þjón­usta er eig­in­lega utan Brex­it-­samn­ings­ins enda þótt hún sé lang-­mik­il­væg­asti geir­inn og atvinnu­veg­ur­inn sem málið snert­ir. Enn er eftir að vinna úr því hvernig Bretar mæta reglum ESB um fjár­mála­þjón­ustu, um svo­kallað jafn­gildi („equivalence"), til þess að fjár­mála­mið­stöðin í Lund­únum og breskir fjöl­þjóða­bankar geti notið sín til fulls áfram. Úrslit ráð­ast á löngum tíma í dreifðum átökum og ákvörð­unum framund­an. Um þetta er enn óvissa og mikið í húfi fyrir Eng­lend­inga. 

Fernu má bæta hér við umfjöllun um Brex­it. Fylg­is­menn aðildar lágu í mak­indum og sváfu í þeirri sjálfs­blekk­ingu að allt færi eftir vild þeirra og ósk­um. Þeir vökn­uðu við vondan draum. Í annan stað vissu breskir kjós­endur hvað var í húfi, létu ekki ljúga tak­marka­laust að sér og voru reiðu­búnir að taka á sig erf­ið­leika. Meiri­hluti þeirra vildi ein­fald­lega út þótt það kost­aði þá eitt­hvað. Í þriðja stað er allt óljóst um áhrifin á Norð­ur­-Ír­landi eða á ákvarð­anir Skota sem eru mjög and­vígir Brex­it. Hins vegar er eng­inn vafi um það að enda þótt útgangan valdi röskun og ein­hverjum aft­ur­kipp verða Eng­lend­ingar áreið­an­lega fljótir að ná góðum styrk á nýjan leik. Til þess hafa þeir burði, ef þeim tekst að ráða við innri klofn­ing og sund­ur­þykki. 

Mörg aðild­ar­ríki harma útgöngu Breta, meðal ann­ars vegna þess að Bretar hafa skipt miklu máli við að móta æski­legt valda­jafn­vægi í ESB. Og yfir­leitt hafa Bretar lagst á sveif með frjáls­lyndum við­horfum og mark­aðs­lausn­um. Nán­ustu sam­starfs­þjóðir Breta, Írar, Hol­lend­ingar og Norð­ur­landa­menn, harma mjög útgöngu þeirra.

En Brex­it-­reynsla Eng­lend­inga sýnir hve auð­velt er að gera fjar­læga utan­að­kom­andi stofnun að þægi­legu skot­marki. Og merki­legt var að skot­hríð­inni var yfir­leitt aldrei svarað á Englandi. Sama hefur gerst í Grikk­landi, Ítal­íu, Pól­landi, Ung­verja­landi, og víð­ar. Hvar­vetna verður fjar­lægt yfir­þjóð­legt ríkja­sam­band að auð­veldu skot­marki sem kenna má um flest það sem veldur óánægju og óróa í heima­land­inu. Svipað birt­ist í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unum í Nor­egi á sínum tíma. Með þessu er ESB alls ekki hreinsað af ásök­un­um, en aðeins minnt á hve auð­velt skot­mark það verð­ur. Trú­lega gætir þessa áfram í fram­tíð­inn­i.

Í nútíma og fram­tíð verða sam­skipti ríkja og þjóða sívax­andi við­fangs­efni áfram, með versl­un, tækni, menn­ing­ar­tengsl­um, afþr­ey­ingu, tísku, sam­skipt­um, vöru­flutn­ing­um, ferða­mennsku, alþjóð­legum stór­fyr­ir­tækjum og auð­hring­um, og fjöl­þjóð­legri sam­þætt­ingu verk­efna og valds. Hvert þjóð­ríki verður að velja. Kost­irnir eru að taka þátt, vera með, vera virkir, sækja fram, efl­ast á sam­eig­in­legum velli ann­ars vegar eða hins vegar að drag­ast til hliðar og drag­ast aftur úr, lok­ast af, ein­angr­ast, láta undan og hnigna.

Þessir eru líka almennir val­kostir íslensku þjóð­ar­inn­ar. En við höfum líka ýmsa val­kosti um til­högun og fram­kvæmd sem áður seg­ir. Við getum enn sem komið er valið að vera áfram innan EES. Við getum valið að hverfa úr EES en sækj­ast eftir tví­hliða við­skipta- og sam­skipta­samn­ing­um. Og við getum valið að sækja um fulla aðild að ESB, með sér­stökum aðild­ar­samn­ingi. Aðild­ar­samn­ingur verður meg­in­við­fangs­efn­ið, ef stefnt verður að fullri aðild Íslend­inga að ESB í fram­tíð­inn­i. 

X

Sem fyrr segir eru Íslend­ingar nú þegar aðilar að ESB með þátt­töku í Evr­ópska Efna­hags­svæð­inu (EES) frá 1. jan­úar 1994. Við erum ann­ars flokks áhrifa­laust fylgi­ríki ESB og í skjóli Nor­egs.

Utan við EES-­samn­ing­inn:

 • aðild að stjórn­ar­stofn­unum ESB, und­ir­bún­ingi og ákvörð­un­um,
 • gjald­mið­ill og pen­inga­mál, 
 • sjáv­ar­út­vegur og Íslands­mið, 
 • land­bún­að­ur, en þó hefur toll­vernd minnk­að, 
 • orku­mál, þ.e. ákvæði um sér­stöðu hér.

Fyrir utan þessa fimm mála­flokka er Ísland þátt­tak­andi í Evr­ópu­þró­un­inni, ekki ólíkt því sem við á um aðild­ar­lönd ESB. En afdrifa­ríkur mis­munur er í því fólg­inn að Íslend­ingar taka ekki gildan þátt í und­ir­bún­ingi mála eða að gerð til­lagna um sam­eig­in­leg mál­efni. Íslend­ingar eru háður og þiggj­andi sam­starfs­að­ili, fylgi­rík­i. Ýmsir telja að full aðild að ESB verði röskun og útheimti flóknar breyt­ingar hér heima. Vafa­laust er mikið til í því. Og greini­legt er að slík breyt­ing snertir sér­stak­lega þau svið sem aðildin að EES tekur ekki til, ekki síst sjáv­ar­út­veg og land­bún­að. Á meðal and­mæl­enda gegn fullri aðild að ESB eru for­víg­is­menn og aðilar að íslenskum sjáv­ar­út­vegi og fisk­iðn­aði, land­bún­aði og afurða­vinnslu. Ýmsir for­ystu­menn í öðrum atvinnu­greinum og fag­greinum líta eins á mál­in. Lík­lega breyt­ist afstaða þess­ara aðila ekki, hvernig svo sem nið­ur­stöður við­ræðna um aðild­ar­samn­ing kunna að verða. 

For­ystu­menn í íslenskum sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði hafa skil­greint aðild að ESB fyrir fram sem óað­gengi­lega og stór­hættu­lega, og eru því og verða á móti inn­göngu. Þetta dregur ekki úr mik­il­vægi þess að við þessa aðila verði rætt og á þá hlustað og tekið til­lit til ábend­inga þeirra og athuga­semda ef til þess kemur að rætt verði um hugs­an­lega fulla aðild Íslands að ESB. Sjón­ar­mið þeirra eru mik­il­væg og skerfur þess­ara atvinnu­greina til íslensks þjóð­ar­bú­skapar svo mik­il­vægur að fram hjá þeim verður ekki geng­ið. Og áherslu verður að leggja á þessi atriði í vinnslu aðild­ar­samn­ings, eins og fram kemur á þessum blöð­um.

XI

Í aðal­sátt­mála ESB eru greini­lega nokkur vanda­mál frá sjón­ar­miði Íslend­inga, ákvörð­un­ar­vald og reglur sem geta komið í veg fyrir fulla aðild Íslend­inga að ESB. Þau eru einkum þessi:

 1. Verndun auð­linda hafs­ins á grund­velli sam­eig­in­legrar fisk­veiði­stefnu (sér­stakt ó­skipt yfir­þjóð­legt valds­um­boð) -
 2. Land­bún­aður og fisk­veiðar (blandað sam­eig­in­legt valds­um­boð) -
 3. Flutn­inga­mál (blandað sam­eig­in­legt valds­um­boð) -
 4. Orku­mál (blandað sam­eig­in­legt valds­um­boð) -

Um þessi efni má segja stutt­lega:

1. Ís­lend­ingar eru ein­huga í því að aðeins íslensk fiski­skip hafi aðgang að Íslands­mið­um, auð­linda­lög­sögu Íslands, nema þá Íslend­ingar hafi gert sér­stakan samn­ing um afmarkað tíma­bundið aðgengi ann­ars aðila. Íslend­ingar eru líka ein­huga í því að þeir einir setji reglur um Íslands­mið og alla hag­nýt­ingu auð­linda á svæð­inu. Íslend­ingar telja að þetta sér­staka for­ræði eigi að haldast, hvort sem verður við fulla aðild Íslands að ESB eða ekki, svo og vald til að móta og breyta fisk­veiði­stjórn­ar­kerf­inu. Sama á við um aðrar auð­lindir í og undir hafi. Aftur á móti kann það að vera skil­grein­ing­ar­at­riði hvort og hvernig Íslend­ingar kynnu að geta hugsað sér að taka þátt í sam­eig­in­legum ákvörð­unum um „verndun auð­linda". Sam­eig­in­leg fisk­veiði­stefna ESB (Die gemein­same Fischer­eipolitik/common fis­heries policy) er Íslend­ingum óvið­kom­andi og Íslands­mið eru utan umdæmis henn­ar. Reyndar eru fiski­mið ESB dreifð og um nokkur til­greind svæði að ræða: Mið­jarð­ar­haf sem skipt­ist í hluta, vest­ur­strendur Evr­ópu sem skipt­ast í hluta, lög­saga Írlands, lög­saga Stóra-Bret­lands sem gengur út í árs­lok 2020; þar á meðal svæði í Norð­ur­sjó og lög­saga Hjaltlands, Eystra­salt, Svarta­haf, lög­saga fjar­lægra eyja­sam­fé­laga í ESB (Azor­eyj­ar, Kanarí­eyj­ar, Madeira, Guada­delu­pe, Réunion,...). Og reglur ESB gera ráð fyrir sér­stakri yfir­stjórn ein­stakra haf­svæða, svæð­is­ráðum (Reg­ionale Beiräte/reg­ional advis­ory councils). Í frum­varpi að aðild­ar­samn­ingi Norð­manna, sem ekki var sam­þykkt­ur, eru ákvæði um sér­stakt haf­svæði út af ströndum Nor­egs undir umsjón Norð­manna. Árið 2002 hélt Hall­dór Ásgríms­son þáv. utan­rík­is­ráð­herra ræðu í Berlín og gerði grein fyrir þeim hug­myndum að Íslands­mið gætu orð­ið, ef af aðild Íslands yrði, sér­stakt slíkt nýt­ing­ar­svæði með eigin svæð­is­ráði undir stjórn Íslend­inga, en sam­kvæmt veiði­reynslu og nálægð­ar­reglu yrði íslenskum fiski­skipum einum heim­ilt að stunda veiðar á svæð­inu. Máli skiptir að ekki er um sam­liggj­andi haf­svæði að ræða með öðrum haf­svæðum ESB og ekki heldur sam­eig­in­lega veiði­stofna. En mak­ríll og norsk-­ís­lenska síldin eru á öðrum haf­svæð­um. Minnt hefur verið á að engar aðrar þjóðir hafa veiði­reynslu lengur á Íslands­miðum og því ekki þörf fyrir samn­inga um sér­stakar und­an­þág­ur, ef kæmi til inn­göngu Íslands í ESB. Auk þess skipta hér máli reglur ESB um stöðug hlut­föll (relative Stabilität/relative stability) sem bein­línis styðja íslenskt fisk­veiði­stjórn­ar­kerfi og einka­rétt íslenskra skipa sam­kvæmt veiði­reynslu.

2. Um land­búnað og fisk­veiðar gildir svipað sem um 1. lið. Íslenskur land­bún­aður gæti að vísu unað við skil­greinda til­högun sem svo­kall­aður „heim­skauta­land­bún­aður" sam­kvæmt heim­ildum ESB um það. Aðild­ar­samn­ingar Finna og Svía eru lær­dóms­ríkir í þessu efni, en Finnar fengu til dæmis rúmar heim­ildir til stuðn­ings við land­búnað til við­bótar við stuðn­ings­kerfi ESB. Auk þess verður að meta hrein­leika og heil­brigði íslenskra búfjár­stofna, en ESB hefur metn­að­ar­fulla stefnu um dýra­heil­brigði og fjöl­breytni í líf­ríki (Ar­ten­vi­elfalt/biolog­ical diversity). Hafa ber í huga að stefna um fjöl­breytni í líf­ríki hér er inn­an­tóm ef í henni eru ekki ákvæði um rekstr­ar­grund­völl land­bún­aðar sam­kvæmt henni. Ýmis­legt í land­bún­að­ar­stefnu og byggða­stefnu ESB er álit­legt frá íslensku sjón­ar­miði, og vafa­laust er mik­ill stuðn­ingur við land­búnað í boði með fullri aðild. Það kom fram af hálfu full­trúa ESB í þeim við­ræðum sem fóru fram á sínum tíma um hugs­an­lega inn­göngu Íslands að íslenskur land­bún­aður væri svo umsvifa­lít­ill í evr­ópskum sam­an­burði að það yrði aldrei vanda­mál að tryggja honum nægi­legt svig­rúm. En Íslend­ingar gera ráð fyrir að staða helstu greina land­bún­að­ar­ins verði tryggð og að inn­flutn­ingur hnekki ekki íslenskri fram­leiðslu. Um til­högun fisk­veiða, í þessum tölu­lið, er að segja að Íslend­ingar hljóta að ætl­ast til þess að reglur Íslands um sjáv­ar­út­veg, fisk­veiði­stjórn­ar­kerfið ásamt strand­veiðum og byggða­kvóta, verði sam­þykktar og tryggðar var­an­lega í aðild­ar­samn­ingi, ásamt yfir­um­sjón og stjórnun Íslend­inga í þessum mál­efna­flokki hér og sam­kvæmt því sem ofar seg­ir. Þetta á þá jafn­framt við um fram­tíð­ar­þróun og breyt­ingar á fisk­veiði­stjórn­ar­kerf­inu.

3. Það leiðir af aðstæðum á Íslandi og legu lands­ins að hugs­an­legur aðild­ar­samn­ingur hlýtur að kveða á um sigl­ingar og flug­sam­göngur og um skil­greindan for­gangs­rétt Íslend­inga til yfir­ráða og for­ystu fyrir fyr­ir­tækjum á þessum sviðum hér. Jafn­framt hlýtur aðild­ar­samn­ingur að kveða á um trygg­ingu fyrir lág­marks­vöru­flutn­ingum til lands­ins í við­lög­um. Í aðild­ar­samn­ingi verður að taka til­lit til þess hve opið íslenska hag­kerfið er og hve háð þjóðin er marg­hátt­uðum inn­flutn­ingi hvers kyns lífs­gæða.

4. Íslend­ingar hljóta að gera ráð fyrir því að aðild­ar­samn­ingur kveði á um yfir­ráð og yfir­stjórn Íslend­inga sjálfra yfir orku­mál­um, orku­lind­um, orku­vinnslu, nýt­ingu, dreif­ingu og sölu orku að öllu leyti á landi hér, enda um auð­linda­nýt­ingu að ræða sem er hluti mik­il­væg­ustu grund­vall­ar­nauð­synja og landið fjarri öðrum lönd­um. Íslend­ingar hljóta að ráða því sjálfir og einir hvort eða hvernig þeir haga sam­starfi við aðra á þessu sviði.

Þetta laus­lega yfir­lit sýnir hve gerð aðild­ar­samn­ings verður mik­il­væg, ef til við­ræðna um fulla aðild Íslands að ESB kem­ur. Og af þessu má einnig meta að ekki er unnt að full­yrða fyrir fram um nið­ur­stöður þeirra við­ræðna.

XII

Flokks­þing Fram­sókn­ar­manna 2009 fjall­aði ræki­lega um Evr­ópu­mál, aðild­ar­um­sókn og ein­stök efn­is­at­riði máls­ins. Ný for­ysta flokks­ins hvarf síðar frá þess­ari sam­þykkt, og yfir­gnæf­andi meiri­hluti flokks­manna hefur á síð­ustu árum verið and­vígur hug­myndum um aðild Íslands að ESB. Flokks­þingið 2009 sam­þykkti stuðn­ing við aðild­ar­um­sókn við þær aðstæður sem þá ríktu, en tók þessi skil­yrði og skil­mála fram sem fjalla þurfi um í aðild­ar­samn­ingi:

 • Ótví­ræður ein­hliða úrsagn­ar­rétt­ur.
 • Fisk­veiði­lög­saga og fisk­veiði­stjórnun verði sam­kvæmt þeim sjón­ar­miðum Íslend­inga ­sem framar eru nefnd, að Íslend­ingar einir hafa veiði­rétt innan íslenskrar ­fisk­veiði­lög­sögu og að fisk­veiði­stjórnun verði áfram inn­an­rík­is­mál Íslend­inga.
 • Vísað er til reglna ESB um stöðug hlut­föll og nálægð­ar­reglu.
 • Minnt er á Lúx­em­borg­ar­sam­komu­lagið (Lux­emburger Kompromis­s/Lux­em­bo­urg accords) frá 1966, en sam­kvæmt því getur aðild­ar­ríki vísað til þess að í máli sé um grund­vall­ar­hags­muni eða lífs­hags­muni þess að ræða og þá skuli áfram leit­að ­mála­miðl­unar sem þetta aðild­ar­ríki getur fall­ist á.
 • Samn­ingar um úthafsveiðar og flökku­stofna, en Ísland verði sjálf­stæður aðili að þeim.
 • Fæðu­ör­yggi íslensku þjóð­ar­innar verði tryggt.
 • Við­ur­kennd verði sér­stök ákvæði um sér­stöðu Íslands vegna fámenn­is.
 • Við­ur­kennt verði að íslenskur land­bún­aður sé heim­skauta­land­bún­að­ur.
 • Rekstr­ar­skil­yrði með íslenska búfjár­stofna verði tryggð.
 • Hrein­leiki íslenskra búfjár­stofna verði var­inn.
 • Vegna aðstæðna og fámennis hafi Íslend­ingar var­an­legan rétt til að setja lög um or­gang þeirra sem hafa íslenskt lög­heim­ili og stöðuga búsetu hér til þess að eiga ráð­andi hlut í jarð­eign, lóð, fast­eign eða fyr­ir­tæki hér­lend­is. Að hluta styðst þetta m.a. við svo­nefnt Dan­merkurá­kvæði í ESB, við Álands­bókun með­ að­ild­ar­samn­ingi Finna, við ákvæði um fjar­læg eyja­sam­fé­lög, Azor­eyjar og víðar (349.gr. aðal­sátt­mála), og við bókun með aðild­ar­samn­ingi Malt­verja. - Til er lög­fræði­á­lit sem segir að Íslend­ingar geti sett um þetta lög á eigin spýtur en ákvæði um tak­mörkun réttar til eigna eða eigna­söfn­unar verði þá að gilda jafnt um alla, þ.e. um íslenska aðila sem aðra, svo sem eðli­legt má telja (Inn­an­rík­is­ráðu­neytið dags. 30.5.2014). 
 • Í byrjun verði gerður stöð­ug­leika­samn­ingur um gjald­miðil og gengi við Evr­ópska seðla­bank­ann.
 • Tekið verði til­lit til sér­stöðu íslensks efna­hags­lífs við umbreyt­ingu pen­inga­mála og gjald­eyr­is­mála.
 • Varð­staða um íslenska þjóð­menn­ingu, þjóð­tungu, og þjóð­hætti.
 • Íslensk tunga verði meðal opin­berra tungu­mála ESB.

Hér er ekki fitjað upp á neinum óþekktum nýmæl­um, og hér er þess ekki kraf­ist að ESB und­ir­gang­ist ein­hverjar breyt­ingar sjálft til þess eins að teygja sig til Íslands. Öll þessi atriði eiga sér beina og óbeina stoð og for­dæmi í gild­andi reglu­verki ESB, í aðild­ar­samn­ingum þjóð­ríkja og sér­stökum bók­unum sem þeim fylgja. Þessi skil­yrði eru einnig í ákvörðun rík­is­stjórnar Íslands um aðild­ar­um­sókn að ESB 17. júlí 2009, nema skil­yrðið um for­ræði yfir jörð­um, lóð­um, fast­eignum og fyr­ir­tækj­u­m. 

Öll þessi áherslu­at­riði eru í fullu gildi enn. Án þeirra, og jafn­vel fleiri slíkra, verður full aðild Íslands að ESB varla sam­þykkt á landi hér.

XIII

Áður en til hugs­an­legrar inn­göngu Íslands í ESB kæmi verða að vera fyrir hendi lög á Íslandi, aðrar stjórn­skipu­lega gildar reglur eða ákvæði í stjórn­ar­skrá:

 • Ákvæði um skil­grein­ing­ar, til­högun og skorður varð­andi fram­sal stjórn­valds­þátta til­ ­fjöl­þjóða­stofn­ana og -sam­taka, og sé fram­sal skýrt, skil­greint, afmarkað og ein­hliða aft­ur­kall­an­legt og hnekki ekki almennu for­ræði og stöðu íslenskra laga á landi hér eða almennu valdi Alþing­is, íslenskrar stjórn­sýslu og íslenskra dóm­stóla. Slíkt fram­sal hef­ur ­lengi tíðkast í reynd af hálfu Íslands, meira og minna í öllu samn­ings­bundnu var­an­leg­u ­fjöl­þjóða­sam­starfi Íslend­inga, en ákvæði um tak­mörk, afmörkun og aft­ur­köllun hefur alveg vant­að. Verður þetta að telj­ast alvar­leg van­ræksla og vá. Meg­in­efni þess­ara ákvæða verður þá skil­grein­ing­ar, afmark­an­ir, tak­mörk og síðan um til­högun aft­ur­köll­un­ar. 
 • Ákvæði um ótví­rætt eign­ar­hald og for­ræði íslensku þjóð­ar­innar yfir auð­lindum á Íslandi og á Íslands­mið­um, í auð­linda­lög­sögu Íslands, og um fisk­veiði­stjórn­ar­kerfi og veiði­heim­ild­ir, sam­kvæmt því sem segir hér fram­ar. Mik­il­vægt er að þetta allt liggi skýrt fyr­ir, meðal ann­ars staða íslenska rík­is­ins og íslenskrar stjórn­sýslu og vald rík­is­ins á þessu sviði, áður en Íslend­ingar und­ir­gang­ast almenn sam­eig­in­leg skil­yrði með öðrum þjóð­ríkj­um.
 • Ákvæði um eign­ar­hald og yfir­ráð yfir jörð­um, lóð­um, fast­eignum og fyr­ir­tækjum hér­lend­is, sam­kvæmt því sem segir hér fram­ar. Ann­ars vegar er hér um að ræða ákvæði um heim­ildir til reglu­setn­ingar eftir þörf og atvikum síðar eða hins vegar reglur um til­högun og fram­fylgju sem taki þegar gildi. Eðli­legt er að ákvæði gildi jafnt um íslenska sem erlenda auð­menn því að ráð­andi til­hneig­ingar auð­manna eru hvar­vetna sam­ar. 
 • Ákvæði um ýmsa þætti gjald­mið­ils­mála og gjald­eyr­is­mála, aðlög­un, und­ir­bún­ing ákvarð­ana um gjald­miðla­skipti við upp­töku evru. Ákvarð­anir um loka­gengi íslenskrar krónu eru ákaf­lega mik­il­vægar og móta sam­keppn­is­stöðu og lífs­kjara­þróun eftir inn­göngu í evru­sam­starfið í ESB. Meðal ann­ars þarf að stofna íslenskan hag­sveiflu­sjóð vegna þess að hag­sveiflan á Íslandi fylgir ekki beint með fram­vind­unni í Evr­ópu eða ann­ars stað­ar.

Gjald­mið­ils­þátt­ur­inn vegur þungt í stefnu­mótun um fulla aðild Íslands að ESB. Með aðild er einnig stefnt að því að bregð­ast við kenn­ing­unni sem kalla mætti eftir ensk­unni „ófæra þrí­leik­inn" og kennd er við hag­fræð­ing­ana Robert Mundell og Marcus Flem­ing, en sam­kvæmt henni getur þjóð­ríki ekki haft saman í senn stöðugt gengi, opið fjár­mála­kerfi og eigin pen­inga­mála­stefnu. Íslend­ingar hafa einmitt ára­tuga­langa reynslu af þessu. En við evru­sam­starf verða nýjar vinnu­mark­aðs­leiðir fundnar til við­bragða við áföllum í atvinnu­lífi, aðrar en sú að grípa sífellt til skyndi­legrar almennrar kjara­skerð­ingar í land­inu með geng­is­fell­ingu krón­unn­ar. Ekki er vafi á því að vit­neskja um þessi tæki­færi til mis­beit­ingar krón­unn­ar, gegn kaup­mætti almenn­ings, hefur ára­tugum saman mótað af­stöðu margra stjórn­mála­manna og for­ystu­manna í atvinnu­lífi á landi hér. Og mál er að linni.

 • Ákvæði um stöðu íslenskrar tungu í stjórn­kerfi, við­skiptum og atvinnu­lífi, mennta- ogmenn­ing­ar­stofn­unum og á öðrum sviðum á Íslandi, svo og í utan­rík­is­sam­skipt­um.

XIV

Í umræðum í Stóra-Bret­landi og víðar hefur mikið verið rætt um svo­nefndan lýð­ræð­is­halla (Demokratiedef­izit/democratic def­icit) innan ESB. Lýð­ræð­is­hall­inn er sagður birt­ast í afskiptum og íhlutun emb­ætt­is­manna sem ekki hafa lýð­ræð­is­legt umboð. Greini­legt var lengi að Bret­ar, þá fyrst og fremst Eng­lend­ing­ar, vildu ekki una því að emb­ætt­is­menn ESB gætu beitt valdi eða áhrifum sem studd­ust ekki bein­línis við sér­stakt breskt, eða helst enskt, umboð út af fyrir sig, heldur byggð­ust á ákvörð­unum fram­kvæmda­stjórnar ESB. 

Ráð ESB eru öll beint skipuð full­trúum þjóð­ríkj­anna og þjóð­þing­anna. Allar aðgerðir fram­kvæmda­stjórn­ar­innar og emb­ætt­is­mann­anna eiga rætur í ákvörð­unum leið­toga­ráðs, ráð­herra­ráðs og þings ESB. Og ákvæði aðal­samn­ings gera ráð fyrir víð­tæku sam­ráði og sér­stökum ákvörð­unum aðild­ar­þjóða, á þjóð­þing­um, í rík­is­stjórnum eða jafn­vel í þjóð­ar­at­kvæði. Og hafa ber líka í huga að ráð ESB fjalla um mál með nánu sam­ráði við þjóð­þing aðild­ar­ríkj­anna. Ráð­in, þessar æðstu stofn­anir ESB, eru bein­línis armar þjóð­ríkj­anna.

Smá­þjóð­irnar hljóta bein­línis að leggja sér­staka áherslu á lýð­ræð­is­hall­ann, vegna þess ein­fald­lega að val­kostur gegn lýð­ræð­is­halla innan ESB er algert for­ræði fjöl­menn­ustu þjóð­anna. Af hálfu Íslend­inga, ef um fulla aðild ætti að verða að ræða, er óhjá­kvæmi­legt að krefj­ast þess bein­línis að lýð­ræð­is­hall­inn verði var­an­legur áfram, í ein­hverjum mæli. Það er ófært frá sjón­ar­miði Íslend­inga að mál verði yfir­leitt ákvörðuð með sam­eig­in­legu meiri­hluta­valdi að vild fjöl­menn­ustu þjóð­anna. Afl atkvæða kemur helst til álita á þingi ESB, og verður nauð­syn­legt að fjalla sér­stak­lega um þetta í aðild­ar­samn­ingi ef af fullri aðild Íslands verð­ur. Nauð­syn­legt verður að hafa þetta hug­fast þegar og ef unnið verður að hugs­an­legum aðild­ar­samn­ingi Íslands.

Auglýsing
Íslendingar hljóta að miða við núver­andi aðstöðu smá­þjóðar innan ESB, í Leið­toga­ráð­inu, Ráð­herra­ráð­inu, Fram­kvæmda­stjórn­inni, Dóm­stóln­um, Mið­bank­anum og í eft­ir­lits­stofn­unum ESB. Þátt­taka íslenskra full­trúa í Þingi ESB verður mik­il­væg, en fyrst og fremst sem tengsla- og upp­lýs­inga­vinna og aðstaða til að vara full­trúa okkar í hinum stofn­unum við í ein­stökum mál­u­m. 

Að sínu leyti er það hálf­gerð þver­sögn, frá sjón­ar­miði smá­þjóð­anna, að aukin völd og áhrif lýræð­is­lega kjör­ins sam­eig­in­legs Þings skuli leiða til algerra yfir­ráða fjöl­menn­ustu þjóð­ríkj­anna, en slikri öfug­þróun hljóta smá­þjóð­irnar að and­æfa. Hér er mik­il­vægt atriði sem Íslend­ingar hljóta að setja í aðild­ar­samn­ing, með ein­hverju raun­hæfu orða­lagi ef af fullri aðild Íslend­inga að ESB á að verða. Það tekur þá til sér­stöðu og sér­stakra hags­muna og rétt­inda okk­ar. En þetta verður þá sjálf­sagt flókið og vanda­sam­t. 

Og þá má ekki gleyma efl­ingu utan­rík­is­þjón­ust­unnar og virku tengsla­starfi, sér­stak­lega gagn­vart stjórn­völdum ann­arra smá­þjóða innan ESB. Flestar þeirra eru í fjar­lægum hlutum Evr­ópu og hags­munir þeirra rekast yfir­leitt ekki á íslenska hags­muni. Má ætla að góð gagn­kvæm aðstoð og víð­tæk sam­staða geti orðið með Íslend­ing­um, Azor­ey­ing­um, Madeira­bú­um, Kanarí­ey­ing­um, Kýp­ur­mönn­um, Malt­verj­um, og full­trúum frá Krít, Siki­ley, Sar­diníu og Bale­ares-eyj­um. Sam­bæri­legt gæti átt við um Grikki, Ítali, Portú­ga­la, Eystra­salts­þjóðir og Balkan­þjóð­ir. Nor­rænt sam­starf hlýtur einnig mikla efl­ingu á þessum vett­vangi, en á þeim vett­vangi þarf til hliðar að knýta góð bönd við Álend­inga. Hér er líka góð aðstaða til að styrkja sam­skipti við Íra, og tals­verðar líkur á aðstöðu til sams konar náinna sam­skipta og sam­hjálpar við Skota, Norð­ur­-Íra/Úl­ster, Orkney­inga og Hjalt­lend­inga. Eng­inn vafi leikur á því að það skiptir okkur miklu máli að ná góðum tengslum og mál­efna­samt­arfi við þessa vini, nágranna og frændur okk­ar. En þá verður að vinna að þessu af alúð. 

Aftur á móti verður að vara við því að menn álíti ESB ein­hverja alls­herj­ar-­trygg­ingu fyrir góðum lífs­kjörum, lýð­ræði, menn­ingu og rétt­læti, eða gegn hag­sveiflum og efna­hags­á­föll­um, eða gegn sam­fé­lags­legri hnignun og ómenn­ingu, eða gegn spill­ingu, mis­rétti og valda­bjög­un. Eðli mann­anna og atferli verða söm við sig eftir sem áður, og veldur hver á held­ur. Stofn­anir og sam­tök mann­anna eru þeim mun þyngri, ójafn­ari og vanda­sam­ari sem þau verða stærri og umsvifa­meiri.

Og það er líka frá­leitt að ímynda sér að á vett­vangi ESB nái Íslend­ingar ein­hverri athygl­is­verðri áhrifa- eða valda­stöðu, og alveg út í hött að þar verði ein­hver fjöldi eft­ir­sókn­ar­verðra atvinnu­tæki­færa eða fram­leiða fyrir Íslend­inga. Þannig verða full­trúar Íslands á þingi ESB varla fleiri en þrír eða fjór­ir, og önnur störf sem nefnd eru hér ofar og Íslend­ingar gætu sótt í varla fleiri en fimm eða sex. 

XV

Allir sjá að alþjóða­mót­unin heldur áfram. Fleiri og fleiri mál­efna­svið verða óhjá­kvæmi­lega háð sam­eig­in­legum ákvörð­unum banda­laga ríkja og þjóða. Tækni­þróun og fjár­fest­ing­ar­þarfir ráða miklu um þetta allt. Sam­fé­lags­þró­unin verður áfram í átt til sam­starfs, sam­lög­un­ar, verka­skipt­ingar og sam­þætt­ing­ar.

Allt þetta er auð­velt fyrir alþjóða­sinna. Sama verður sagt um flesta frjáls­hyggju­menn, mark­aðs­hyggju­menn, jafn­að­ar­menn og sam­eign­ar­sinna að þeir eiga greiða leið í þessa átt. En þetta er vanda­samt frá sjón­ar­hóli þjóð­rækn­is­manna, þjóð­ern­is­sinna og hóf­samra þjóð­hyggju­manna. Öll fjöl­þjóða­mót­un, verka­skipt­ing þjóða og sam­þætt­ing er við­ur­hluta­mikið áhyggju­efni og úrlausn­ar­efni af sjón­ar­hóli þjóð­rækn­is- og þjóð­hyggju­afla. En reynsla og raun­sæi eru árang­urs­miklir læri­meist­ar­ar. Engir starfa í tóma­rúmi eða einir sér. Gjör­hygli, gagn­rýnin hugsun og ábyrgð verða að ráða við­brögðum og stefnu­mót­un. Val­kost­irnir eru þátt­taka, aðild og sókn til sigra ann­ars vegar eða hins vegar að þok­ast til hlið­ar, drag­ast aftur úr og láta und­an, hopa og tapa. 

Þjóð­hyggju­öflin leit­ast við að sveigja fjöl­þjóða­þró­un­ina inn á æski­legar stefnu­braut­ir. Það hefur alls ekki verið árang­urs­laust. Af þessum sökum eru þjóð­ern­is­sinnar og þjóð­hyggju­menn víða í Evr­ópu ein­lægir stuðn­ings­menn fullrar og full­valda aðildar að ESB. Þeir sjá gjörla að kost­irnir eru þeir að lok­un­ar­stefna er und­an­hald til ósig­urs, en opn­un­ar­stefna er sókn til sigr­a. 

Þjóð­hyggja, frjáls­huga og hóf­söm þjóð­ern­is­hyggja, hefur sterka skírskotun og mik­il­vægi á nýrri öld. Öldin ein­kenn­ist af fjöl­þjóð­legu sam­starfi, yfir­grips­mik­illi tækni­þró­un, sam­göng­um, við­skipt­um, sam­eig­in­legri menn­ing­ar­sókn, lista­straumum og tísku­straumum þjóða á milli, og vax­andi verka­skipt­ingu sam­fé­lag­anna. Þetta allt stuðlar að friði og sátt, en í virkri sam­keppni og sam­vinnu. Og þessu fylgja líka óæski­legar breyt­ing­ar, en gegn þeim þarf að vinna eins og framar er nefn­t. 

Þjóð­irn­ar, svæð­is­bundin sam­fé­lög­in, stýr­ast og dafna af sam­eig­in­legum vilja fólks­ins, sam­borgar­anna eða sam­þegn­anna, hvort orðið sem við viljum heldur nota. Og þær mynda glæsi­legt blóma­beð, líf­ræna fjöl­breytni þar sem hvert blómið getur stutt annað og saman mynda þau óvið­jafn­an­legt lit­geisla­skrúð. Hvað svo sem gerð­ist í for­tíð­inni, eru þjóð­irnar ekki sundr­ung eða hat­ursefni, heldur þvert á móti strengir saman á þess­ari ynd­is­legu slag­hörpu sem er mann­kyn­ið. Það er sam­eig­in­leg hug­sjón allra að líf­skrúðið dafni, að hljóm­kviðan ómi, litir og hljómar sam­an. Íslend­ing­ar, svo fáir sem við erum, eru hluti þess­arar heild­ar. 

Best fer á því að ákvarð­anir séu sem mest í huga og höndum þess­ara sam­fé­laga. Best hentar að ákvarð­anir séu sem mest og sem flestar dreifðar eftir mis­fjöl­mennum og inn­byrðis ólíkum mann­fé­lög­um, þjóð­un­um. Og það hefur sann­ast í ótelj­andi dæmum að slíkar ákvarð­anir einar hafa eðli­legt og nauð­syn­legt lög­mæti í hugum almenn­ings. Gæta þarf vand­lega að þessu í mótun og þróun fjöl­þjóð­legra sam­taka og sam­skipta. En það veikir þjóð­ina ef hún reynir að hverfa bak við hurð, loka sig af og flýja ögr­an­ir. Það eflir og styrkir þjóð­ina að opnast, vinna með öðrum og fagna nýlið­um, sækja út, mæta áskor­unum og taka á með öðr­um.

Bræðra­lag allra manna er enn sem fyrr ljóm­andi hug­sjón: „Alle Menschen wer­den Brüder¨.

En hér eru hættur á leið­um. Hér þarf að vanda hvert hand­tak, ígrunda hvert spor. Ef til hugs­an­legrar fullrar aðildar Íslands að ESB kem­ur, verður að leggja þyngstu áherslu á vand­aðan und­ir­bún­ing aðild­ar­samn­ings, svo sem framar er rak­ið. Aðild að ESB er ekki sjálf­stætt mark­mið heldur val­kostur sem leiðir af stefnu­mið­um, óskum, hags­mun­um, kröfum og metn­aði Íslend­inga. Vita­skuld verða Íslend­ingar líka að vera við því búnir að þeir fái ekki öllum kröfum sínum fram­gengt í aðild­ar­við­ræð­um. Íslensk stjórn­völd verða að búa sig undir slíkt og hafa önnur úrræði og aðrar leiðir þá opnar sem val­kosti.

Auglýsing
Í mik­il­vægum sam­skipta- og við­skipta­málum verða Íslend­ingar jafnan að leggja áherslu á til­lits­semi inn­byrðis og á eins víð­tæka þjóð­lega sam­stöðu og frekast verður unnt. Þetta á greini­lega við um hug­myndir um aðild að ESB. Það sem framar greinir og meðal ann­ars þau skil­yrði og skil­málar sem þurfa að verða í aðild­ar­samn­ingi sýna að full aðild Íslands að ESB getur stuðlað að óskum, rétt­ind­um, hags­munum og kröfum Íslend­inga. Full aðild getur styrkt sam­fé­lag okk­ar, þjóð­tungu og þjóð­menn­ingu, atvinnu­líf og hag­kerfi, lífs­kjör og far­sæld, full­veldi og sjálf­stæði.

Könnun reglna, hags­muna og allra aðstæðna leiðir í ljós að aðeins full aðild að ESB full­nægir og tryggir stöðu sjálf­stæðs og full­valda þjóð­rík­is, að því gefnu að nauð­syn­leg ákvæði verði í aðild­ar­samn­ingi og nægi­leg þjóð­leg sam­staða sé fyrir hendi í land­inu. Því ber að stefna að því að Ísland verði aðild­ar­ríki ESB að fullu, með til­greindum skil­yrðum og skil­málum í aðild­ar­samn­ingi. Innan ESB geta Íslend­ingar eflt og þroskað þjóð­líf sitt, með eigin miðju og mið­stöð í ætt­landi sínu. Gott verður betra.

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­stjóri og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar