Komum vísindum í vinnu!

Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs ehf., skrifar hvatningu til vísindalegrar nýsköpunar.

Auglýsing

Við getum litið björtum augum til árs­ins 2021. Fyrstu afurðir sögu­legra vís­inda­afreka, þraut­seigju og alþjóða­sam­starfs eru lent á Íslandi með einka­þotu í formi send­ingar bólu­efnis gegn SAR­S-CoV-2 og munu koma sam­fé­lag­inu á réttan kjöl á ný. Því ber að fagna. 

Sigur fyrir nýsköp­un 

Kreppur leysa nýja krafta úr læð­ingi og það hefur COVID19 kreppan sann­ar­lega gert. Tveimur dögum eftir að upp­lýs­ingar um erfða­efni SAR­S-CoV-2 hafði verið komið á netið til alþjóða­sam­fé­lags­ins var búið að hanna fyrsta bólu­efnið gegn COVID19. Vís­inda­menn innan fyr­ir­tækja, stofn­ana og háskóla hafa unnið myrkr­anna á milli við að auka skiln­ing okkar á veirunni og þróa bólu­efni og lausnir sem gagn­ast mann­kyn­inu öllu. Sam­starfið sem við tók var “sigur fyrir nýsköp­un, vís­indin og alþjóða­sam­vinnu” er haft eftir Dr Uğur Şahin for­stjóra Biontech og konu hans Dr Özlem Türeci, hvoru tveggja börn tyrk­neskra inn­flytj­enda í Þýska­landi. Þau eiga stóran þátt í þróun nýrrar gerðar COVID19 mótefnis sem fengið hefur mark­aðs­leyfi í Evr­ópu og Pfizer lyfja­fyr­ir­tækið dreifir undir vök­ulli tækni íslenska fyr­ir­tæk­is­ins Controlant sem fylgist með hita­stigi og flutn­ingi bólu­efn­is­ins um allan heim. 

COVID19 bólu­efnin eru sann­ar­lega dæmi um vís­indi sem eru komin í vinnu og munu hafa ótrú­leg sam­fé­lags­leg og efna­hags­leg áhrif á kom­andi ári. Auðna tækni­torg sinnir tækn­i-og þekk­ing­ar­færslu á Íslandi og fagn­aði nýverið tveggja ára afmæli sínu sem tengiliður eða brúin á milli íslensks vís­inda­sam­fé­lags og atvinnu­lífs­ins. Ein­kenn­is­orð Auðnu eru einmitt “Komum vís­indum í vinn­u”. 

Auglýsing
Francis Coll­ins, for­stjóri banda­rísku heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar US National Institutes of Health (NI­H), sem er einn stærsti fjár­mögn­un­ar­að­ili líf­vís­inda í heim­inum er heill­aður af við­brögðum vís­inda­heims­ins og umfangi sam­starfs­ins. “Ég hef aldrei upp­lifað aðra eins sam­stöðu. Það leggj­ast allir á eitt”. Þetta gríð­ar­lega átak í kringum COVID19 er lík­legt til að hafa var­an­leg áhrif á vís­indin og vís­inda­menn. Nýjar leiðir til fjár­mögn­unar og sam­starfs og deil­ingar á nið­ur­stöðum og þekk­ingu hafa litið dags­ins ljós og munu hafa áhrif á hvernig rann­sóknum verður háttað fram­veg­is. Skimun fyrir smit­sjúk­dómum mun taka mið af COVID19 reynsl­unni og rað­grein­ingar eru lík­legar til að verða hluti af eft­ir­lit­inu með far­öldrum hér eft­ir. Nýjar gerðir bólu­efna veita betri vernd en eldri gerðir og skyn­samur almenn­ingur bíður eftir að fá bólu­setn­ingu sem hleypir sam­fé­lag­inu aftur út í vor­ið. Nú höfum við upp­lifað hvernig heimur án bólu­efnis lítur út. Hann er hvorki grímu­laus né skemmti­leg­ur. 

Besti banda­mað­ur­inn

Þrí­eyk­ið, stjórn­völd og Íslensk Erfða­grein­ing eiga heiður skilið fyrir að vera sam­stíga aðgerð­um. Stjórn­mála­menn hafa fæstir dottið í þann pytt að hundsa vís­indin heldur treyst þeim, þó ekki sé það sárs­auka­laust. Þó vís­indin séu ekki óskeikul eru þau okkar besti banda­mað­ur, það ætti bólu­efna­átakið að hafa fært sönnur á.

Heimskreppan er umbylt­andi í eðli sínu og sam­fé­lagið hefur tekið staf­rænt stökk inn í fram­tíð­ina. Heim­ur­inn er ekki samur eftir og það hefur átt sér stað upp­stokkun í for­sendum flestra fyr­ir­tækja, hvort sem um er að ræða tækni, ferla, mark­aði eða við­skipta­mód­el. Þeir sem ekki bregð­ast við sitja eft­ir. Þess eru merki bæði hér á landi og erlendis að fyr­ir­tæki á öllum sviðum eru að keyra upp vís­inda- og nýsköp­un­ar­starf­semi hjá sér, áhersla á nýsköpun og end­ur­mat er öllum nauð­syn til að kom­ast á skrið eftir efna­hags­leg áföll af völdum COVID19. Nýsköpun er ekki lengur inn­skot í ræðum á tylli­dög­um, hún er orðin for­senda fyrir atvinnu­starf­semi.

Vís­inda­leg nýsköpun

Vís­indin og ný þekk­ing munu hjálpa okkur aftur á fæt­ur, ekki bara með bólu­efni heldur hvers konar nýsköp­un. Árið sem er að líða var metár í fjár­fest­ingum í líf­tækni og líf­vís­indum og ótrú­lega mikil gróska er á þessu sviði á Íslandi, Íslensk erfða­grein­ing hefur lyft grettistaki í vörnum okkar við heims­far­aldri ásamt starfs­fólki heil­brigð­is­kerf­is­ins og skilað mik­il­vægum upp­lýs­ingum um SAR­S-CoV-2 veiruna til alþjóða­sam­fé­lags­ins. Ker­ecis með aðsetur á Ísa­firði, Reykja­vík og Virg­iníu nýtir fisk­roð til sára­græðslu og tvö­fald­aði veltu sína á árinu. ORF Líf­tækni, stað­sett í Grinda­vík og í Kópa­vogi er í kjör­stöðu til að gera kjöt­ræktun víða um heim sjálf­bæra á næstu árum, Controlant gegnir lyk­il­hlut­verki í öryggi lyfja- og bólu­efn­is­flutn­inga úti í heimi, Alvot­ech í Vatns­mýr­inni er fram­varða­sveit í fram­leiðslu líf­tækni­lyfja á heims­vísu. Oculis augn­lækn­inga­fyr­ir­tæk­ið, sem frum­kvöðlar meðal lækna og lyfja­fræð­inga á Íslandi stofn­uðu, telst nú á meðal 10 bestu líf­tækni­fyr­ir­tækja í Sviss. Ýmis fyr­ir­tæki í smá­þör­unga­ræktun blómstra á útnesjum og upp til heiða með aðstoð jarð­hit­ans og inn­lent þró­un­ar­starf und­an­far­inna ára á sviði sótt­hreins­unar og sótt­varna hefur aug­ljós­lega aldrei verið mik­il­væg­ara. 

Að baki öllum þessum væn­legu fyr­ir­tækjum liggja margra ára jafn­vel ára­tuga rann­sóknir og þrautseigir frum­kvöðlar sem hafa borið gæfu til að fá til liðs við sig nauð­syn­legt fjár­magn og nauð­syn­lega við­bót­ar­þekk­ingu eftir því sem verk­efnin þró­ast og sem vöxt­ur­inn kallar á. Vís­inda­leg nýsköpun og djúp­tækni eru ekki háð sömu sveiflum og ferða­þjón­ust­an, sjó­sókn eða stór­iðja og getur því haft sveiflu­jafn­andi áhrif á efna­hags­líf­ið. Fyrr­nefnd fyr­ir­tæki hafa byggst upp á rann­sóknum og þróun og ná fyrir vikið í fremstu röð í heim­inum á sínu sviði. Vís­inda­legur grunnur þeirra, með­ferð þekk­ingar og mark­viss hug­verka­vernd veitir þeim mik­il­vægt sam­keppn­is­for­skot þar sem ekki er tjaldað til einnar næt­ur. 

Bólu­efni gegn stöðnun

Hjá Auðnu tækni­torgi greinum við þau tæki­færi sem koma út úr vís­inda­vinnu hér á landi, tryggjum hug­verka­vernd þegar það á við, veitum ráð­gjöf og stuðn­ing í sam­skiptum á milli þess­arra heima vís­inda og við­skipta sem tala ekki alltaf sama tungu­mál. Við vinnum að því ásamt vís­inda­frum­kvöðlum að skapa ný tæki­færi til fjár­fest­inga og verð­mæta­sköp­un­ar. Mark­miðið er að sam­fé­lagið njóti ávaxta öfl­ugs vís­inda­starfs hér á landi og að upp­finn­ingar og þekk­ing vís­inda­manna skili sam­fé­lags­legum ávinn­ingi í formi starfa, sam­keppn­is­hæfni og fram­þró­un­ar. Grein­ing­ar­tól okkar og reynsla gagn­ast atvinnu­líf­inu og aka­dem­í­unni við stefnu­mót­un, vöxt og útrás. Auðna aðstoðar einnig fyr­ir­tæki til að nálg­ast þá sér­fræði­þekk­ingu sem býr í vís­inda­sam­fé­lag­inu og getur nýst atvinnu­líf­inu svo miklu bet­ur. 

Íslenskt hug­vit byggt á vís­indum og kraum­andi frum­kvöðla­eðli á fullt erindi út í heim, eins og dæmin sanna, þrátt fyrir fæð­ina. Mann­kynið stendur frammi fyrir fjöl­mörgum stórum áskor­unum og sjálf­bærni­mark­miðum Sam­ein­uðu Þjóð­anna verður ekki náð án þess að treysta á vís­indin og koma þeim í vinnu. Við höfum merki­lega margt fram að færa á því svið­i! 

Við hjá Auðnu tækni­torgi lítum björtum augum á árið framund­an, vís­indin eru lang­hlaup, en enda­laus upp­spretta nýsköp­unar sem getur skilað far­sæld og sam­fé­lags­legum áhrifum til fram­tíðar auðn­ist þeim að finna rétta far­veg­inn til nýsköp­un­ar. Auðna tækni­torg er far­veg­ur­inn fyrir vís­indin til áhrifa í sam­fé­lag­inu og varðar leið­ina að verð­mæta­sköpun og fjöl­breytt­ara atvinnu­lífi sem eykur við­náms­þrótt sam­fé­lags­ins við fram­tíðar áföll­u­m. 

Vís­indin eru bólu­efni gegn stöðnun – komum þeim í vinnu okkur öllum til hags­bóta. Gleði­legt nýtt ár!

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Auðnu tækni­torgs ehf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar