Temjum okkur jákvætt og þakklátt lífsviðhorf

Ingrid Kuhlman skrifar um þakklæti.

Auglýsing

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að temja sér jákvætt og þakk­látt lífs­við­horf. Raun­veru­legt þakk­læti felur í sér að koma auga á og þakka fyrir hið sjálf­sagða, það sem er allt í kringum okkur alltaf og við höfum til­hneig­ingu til að taka sem gefnu. Þakk­læti ber að rækta eins og allt ann­að.

Hér fyrir neðan eru fimm atriði sem geta hjálpað þér við að bera kennsl á hvað þú ert þakk­lát(­ur) fyr­ir. 

1. Þitt Plan B

Ímynd­aðu þér að þú eigir við hlaupa­meiðsli að stríða. Hlaup hafa vana­lega góð áhrif á streitu­losun hjá þér en nú kemstu ekki út að hlaupa í nokkrar vik­ur, sem er vissu­lega svekkj­andi. Gott er þó að hafa í huga að í stað­inn fyrir að hlaupa ertu fær um að gera t.d. fjöl­breyttar styrkt­ar- eða teygju­æf­ing­ar. Þú getur valið að vera þakk­lát(­ur) fyrir að hafa plan B.

Við ein­blínum oft það mikið á að geta ekki fram­kvæmt plan A að við van­rækjum gjarnan að átta okkur á því hversu heppin við erum að hafa plan B. Það er kannski ekki í fyrsta sæti hjá okkur en stundum getur plan B fært okkur óvæntar upp­götv­anir og per­sónu­legan vöxt.

2. Verð að gera eða Fæ að gera

Stundum pirrumst við á ábyrgð okk­ar. Þegar það ger­ist er gott að breyta því hvernig við hugsum og tjáum okk­ur. Í stað þess að hugsa „Ég verð að skrifa grein“ er gott að snúa þeirri hugsun við með því að segja „Ég fæ að skrifa grein“. Ég upp­lifi það sem dæmi sem gíf­ur­leg for­rétt­indi að fólk vilji lesa ráð mín og að ég hafi vett­vang til að ná til les­enda. Ég hef líka lagt mikið á mig til að öðl­ast þekk­ingu mína og er þakk­lát fyrir að hún nýt­ist öðr­um. 

Auglýsing
Ímyndaðu þér að þú sért með sam­starfs­mann sem á í ein­hverjum erf­ið­leik­um. Í stað þess að hugsa „Ég verð að styðja Magga“, reyndu þá að hugsa „Ég fæ að styðja Magga.“ Þú hefur lík­lega frá­bært tæki­færi til að laða fram það besta í Magga og hjálpa honum við að bæta frammi­stöðu sína.

3. Að vera ófull­kom­in(n) án mik­illa afleið­inga

Við ásökum okkur oft og berjum okkur í hug­anum fyrir and­lausa hegðun eins og að hámhorfa á heila þátta­röð í einni setu. Þú gætir sagt við sjálfan þig: „Í stað hámhorfs hefði ég átt að mála bíl­skúr­inn eða elda þennan nýja græn­kera­rétt sem mig hefur lengi langað til að mat­reiða.“

Að vera ofur­gagn­rýn­inn á sjálfa(n) sig er ekki lík­legt til að leiða til minna sjón­varps­gláps. Það er auk þess gott að hafa í huga að lífið gerir okkur kleift að vera ófull­komin og eiga samt mögu­leika á að fylgja mark­miðum okk­ar. Að horfa á ofgnótt sjón­varps­efnis kemur ekki í veg fyrir að þú getir mat­reitt græn­kera­rétt eða málað bíl­skúr­inn. Lífið veitir næg tæki­færi til að gera hvort tveggja og það er sann­ar­lega ástæða til að vera þakk­lát(­ur) fyr­ir.

4. Gnægð

Þegar fólk er í við­kvæmri stöðu er það oft upp­tekið af því sem það skort­ir. Þegar það ger­ist er gott að reyna að sjá gnægð­ina sem þú hugs­an­lega missir af. Ef þú fékkst sem dæmi ekki starfið sem þú sótt­ist eftir eða þegar sá eða sú sem þú varst í róm­an­tísku sam­bandi með ákveður að hætta með þér, reyndu þá að hugsa um öll þau fjöl­breyttu og spenn­andi störf þarna úti og allt það fólk sem hægt er að elska - það eru fleiri fiskar í sjón­um.

5. Færni sem hjálpar þér að bæta upp veik­leika

Við höfum öll styrk­leika og veik­leika. Ef þú ert ekki góð(­ur) í ein­hverju er auð­velt að fest­ast í því. Þegar það ger­ist lítur þú hugs­an­lega fram hjá því hvernig þú notar aðra færni til að bæta upp veik­leik­ana og koma því í fram­kvæmd sem skiptir þig máli. Reyndu að bera kennsl á þá færni sem hjálpar þér við að sigr­ast á veik­leikum þínum og vertu þakk­lát(­ur) fyrir hana. Þegar kvíð­inn yfir­bugar þig sem dæmi er gott að velta fyrir þér hvaða færni gæti hjálpað þér við að takast á við hann? Hvernig end­ur­speglar þessi færni und­ir­liggj­andi styrk­leika þína?

Þakk­læti breytir því hvernig við hugsum og hjálpar okkur að finna lausn­ir. Það að koma auga á það sem við erum þakk­lát fyrir eykur almenna ánægju með líf­ið.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði (MAPP).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar