Temjum okkur jákvætt og þakklátt lífsviðhorf

Ingrid Kuhlman skrifar um þakklæti.

Auglýsing

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að temja sér jákvætt og þakk­látt lífs­við­horf. Raun­veru­legt þakk­læti felur í sér að koma auga á og þakka fyrir hið sjálf­sagða, það sem er allt í kringum okkur alltaf og við höfum til­hneig­ingu til að taka sem gefnu. Þakk­læti ber að rækta eins og allt ann­að.

Hér fyrir neðan eru fimm atriði sem geta hjálpað þér við að bera kennsl á hvað þú ert þakk­lát(­ur) fyr­ir. 

1. Þitt Plan B

Ímynd­aðu þér að þú eigir við hlaupa­meiðsli að stríða. Hlaup hafa vana­lega góð áhrif á streitu­losun hjá þér en nú kemstu ekki út að hlaupa í nokkrar vik­ur, sem er vissu­lega svekkj­andi. Gott er þó að hafa í huga að í stað­inn fyrir að hlaupa ertu fær um að gera t.d. fjöl­breyttar styrkt­ar- eða teygju­æf­ing­ar. Þú getur valið að vera þakk­lát(­ur) fyrir að hafa plan B.

Við ein­blínum oft það mikið á að geta ekki fram­kvæmt plan A að við van­rækjum gjarnan að átta okkur á því hversu heppin við erum að hafa plan B. Það er kannski ekki í fyrsta sæti hjá okkur en stundum getur plan B fært okkur óvæntar upp­götv­anir og per­sónu­legan vöxt.

2. Verð að gera eða Fæ að gera

Stundum pirrumst við á ábyrgð okk­ar. Þegar það ger­ist er gott að breyta því hvernig við hugsum og tjáum okk­ur. Í stað þess að hugsa „Ég verð að skrifa grein“ er gott að snúa þeirri hugsun við með því að segja „Ég fæ að skrifa grein“. Ég upp­lifi það sem dæmi sem gíf­ur­leg for­rétt­indi að fólk vilji lesa ráð mín og að ég hafi vett­vang til að ná til les­enda. Ég hef líka lagt mikið á mig til að öðl­ast þekk­ingu mína og er þakk­lát fyrir að hún nýt­ist öðr­um. 

Auglýsing
Ímyndaðu þér að þú sért með sam­starfs­mann sem á í ein­hverjum erf­ið­leik­um. Í stað þess að hugsa „Ég verð að styðja Magga“, reyndu þá að hugsa „Ég fæ að styðja Magga.“ Þú hefur lík­lega frá­bært tæki­færi til að laða fram það besta í Magga og hjálpa honum við að bæta frammi­stöðu sína.

3. Að vera ófull­kom­in(n) án mik­illa afleið­inga

Við ásökum okkur oft og berjum okkur í hug­anum fyrir and­lausa hegðun eins og að hámhorfa á heila þátta­röð í einni setu. Þú gætir sagt við sjálfan þig: „Í stað hámhorfs hefði ég átt að mála bíl­skúr­inn eða elda þennan nýja græn­kera­rétt sem mig hefur lengi langað til að mat­reiða.“

Að vera ofur­gagn­rýn­inn á sjálfa(n) sig er ekki lík­legt til að leiða til minna sjón­varps­gláps. Það er auk þess gott að hafa í huga að lífið gerir okkur kleift að vera ófull­komin og eiga samt mögu­leika á að fylgja mark­miðum okk­ar. Að horfa á ofgnótt sjón­varps­efnis kemur ekki í veg fyrir að þú getir mat­reitt græn­kera­rétt eða málað bíl­skúr­inn. Lífið veitir næg tæki­færi til að gera hvort tveggja og það er sann­ar­lega ástæða til að vera þakk­lát(­ur) fyr­ir.

4. Gnægð

Þegar fólk er í við­kvæmri stöðu er það oft upp­tekið af því sem það skort­ir. Þegar það ger­ist er gott að reyna að sjá gnægð­ina sem þú hugs­an­lega missir af. Ef þú fékkst sem dæmi ekki starfið sem þú sótt­ist eftir eða þegar sá eða sú sem þú varst í róm­an­tísku sam­bandi með ákveður að hætta með þér, reyndu þá að hugsa um öll þau fjöl­breyttu og spenn­andi störf þarna úti og allt það fólk sem hægt er að elska - það eru fleiri fiskar í sjón­um.

5. Færni sem hjálpar þér að bæta upp veik­leika

Við höfum öll styrk­leika og veik­leika. Ef þú ert ekki góð(­ur) í ein­hverju er auð­velt að fest­ast í því. Þegar það ger­ist lítur þú hugs­an­lega fram hjá því hvernig þú notar aðra færni til að bæta upp veik­leik­ana og koma því í fram­kvæmd sem skiptir þig máli. Reyndu að bera kennsl á þá færni sem hjálpar þér við að sigr­ast á veik­leikum þínum og vertu þakk­lát(­ur) fyrir hana. Þegar kvíð­inn yfir­bugar þig sem dæmi er gott að velta fyrir þér hvaða færni gæti hjálpað þér við að takast á við hann? Hvernig end­ur­speglar þessi færni und­ir­liggj­andi styrk­leika þína?

Þakk­læti breytir því hvernig við hugsum og hjálpar okkur að finna lausn­ir. Það að koma auga á það sem við erum þakk­lát fyrir eykur almenna ánægju með líf­ið.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði (MAPP).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Eva Steinþórsdóttir er uppalin í Mýrdal.
Fólk orðið fyrir skítkasti og einelti og legið hefur við slagsmálum
Deilur um hringveginn í Mýrdal hafa orðið svo heitar að fólk hefur flutt í burtu. Vegagerðin áformar að færa veginn meðfram sjónum og í jarðgöng en „gatinu í gegnum Reynisfjall“ var að sögn íbúa þröngvað í gegn með „pólitísku handafli“.
Kjarninn 22. janúar 2021
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar