Temjum okkur jákvætt og þakklátt lífsviðhorf

Ingrid Kuhlman skrifar um þakklæti.

Auglýsing

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að temja sér jákvætt og þakk­látt lífs­við­horf. Raun­veru­legt þakk­læti felur í sér að koma auga á og þakka fyrir hið sjálf­sagða, það sem er allt í kringum okkur alltaf og við höfum til­hneig­ingu til að taka sem gefnu. Þakk­læti ber að rækta eins og allt ann­að.

Hér fyrir neðan eru fimm atriði sem geta hjálpað þér við að bera kennsl á hvað þú ert þakk­lát(­ur) fyr­ir. 

1. Þitt Plan B

Ímynd­aðu þér að þú eigir við hlaupa­meiðsli að stríða. Hlaup hafa vana­lega góð áhrif á streitu­losun hjá þér en nú kemstu ekki út að hlaupa í nokkrar vik­ur, sem er vissu­lega svekkj­andi. Gott er þó að hafa í huga að í stað­inn fyrir að hlaupa ertu fær um að gera t.d. fjöl­breyttar styrkt­ar- eða teygju­æf­ing­ar. Þú getur valið að vera þakk­lát(­ur) fyrir að hafa plan B.

Við ein­blínum oft það mikið á að geta ekki fram­kvæmt plan A að við van­rækjum gjarnan að átta okkur á því hversu heppin við erum að hafa plan B. Það er kannski ekki í fyrsta sæti hjá okkur en stundum getur plan B fært okkur óvæntar upp­götv­anir og per­sónu­legan vöxt.

2. Verð að gera eða Fæ að gera

Stundum pirrumst við á ábyrgð okk­ar. Þegar það ger­ist er gott að breyta því hvernig við hugsum og tjáum okk­ur. Í stað þess að hugsa „Ég verð að skrifa grein“ er gott að snúa þeirri hugsun við með því að segja „Ég fæ að skrifa grein“. Ég upp­lifi það sem dæmi sem gíf­ur­leg for­rétt­indi að fólk vilji lesa ráð mín og að ég hafi vett­vang til að ná til les­enda. Ég hef líka lagt mikið á mig til að öðl­ast þekk­ingu mína og er þakk­lát fyrir að hún nýt­ist öðr­um. 

Auglýsing
Ímyndaðu þér að þú sért með sam­starfs­mann sem á í ein­hverjum erf­ið­leik­um. Í stað þess að hugsa „Ég verð að styðja Magga“, reyndu þá að hugsa „Ég fæ að styðja Magga.“ Þú hefur lík­lega frá­bært tæki­færi til að laða fram það besta í Magga og hjálpa honum við að bæta frammi­stöðu sína.

3. Að vera ófull­kom­in(n) án mik­illa afleið­inga

Við ásökum okkur oft og berjum okkur í hug­anum fyrir and­lausa hegðun eins og að hámhorfa á heila þátta­röð í einni setu. Þú gætir sagt við sjálfan þig: „Í stað hámhorfs hefði ég átt að mála bíl­skúr­inn eða elda þennan nýja græn­kera­rétt sem mig hefur lengi langað til að mat­reiða.“

Að vera ofur­gagn­rýn­inn á sjálfa(n) sig er ekki lík­legt til að leiða til minna sjón­varps­gláps. Það er auk þess gott að hafa í huga að lífið gerir okkur kleift að vera ófull­komin og eiga samt mögu­leika á að fylgja mark­miðum okk­ar. Að horfa á ofgnótt sjón­varps­efnis kemur ekki í veg fyrir að þú getir mat­reitt græn­kera­rétt eða málað bíl­skúr­inn. Lífið veitir næg tæki­færi til að gera hvort tveggja og það er sann­ar­lega ástæða til að vera þakk­lát(­ur) fyr­ir.

4. Gnægð

Þegar fólk er í við­kvæmri stöðu er það oft upp­tekið af því sem það skort­ir. Þegar það ger­ist er gott að reyna að sjá gnægð­ina sem þú hugs­an­lega missir af. Ef þú fékkst sem dæmi ekki starfið sem þú sótt­ist eftir eða þegar sá eða sú sem þú varst í róm­an­tísku sam­bandi með ákveður að hætta með þér, reyndu þá að hugsa um öll þau fjöl­breyttu og spenn­andi störf þarna úti og allt það fólk sem hægt er að elska - það eru fleiri fiskar í sjón­um.

5. Færni sem hjálpar þér að bæta upp veik­leika

Við höfum öll styrk­leika og veik­leika. Ef þú ert ekki góð(­ur) í ein­hverju er auð­velt að fest­ast í því. Þegar það ger­ist lítur þú hugs­an­lega fram hjá því hvernig þú notar aðra færni til að bæta upp veik­leik­ana og koma því í fram­kvæmd sem skiptir þig máli. Reyndu að bera kennsl á þá færni sem hjálpar þér við að sigr­ast á veik­leikum þínum og vertu þakk­lát(­ur) fyrir hana. Þegar kvíð­inn yfir­bugar þig sem dæmi er gott að velta fyrir þér hvaða færni gæti hjálpað þér við að takast á við hann? Hvernig end­ur­speglar þessi færni und­ir­liggj­andi styrk­leika þína?

Þakk­læti breytir því hvernig við hugsum og hjálpar okkur að finna lausn­ir. Það að koma auga á það sem við erum þakk­lát fyrir eykur almenna ánægju með líf­ið.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði (MAPP).

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar