Þarf kona leyfi fyrrum vinnuveitenda til að hafa skoðun?

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni, svarar grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Auglýsing

Ára­mót eru oft tími upp­gjörs, kannski eitt ár aftur í tím­ann en stundum lengra. Ég get full­vissað Hr. Ólaf Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóra FA um að hefði ég talið mig þurfa að hringja í Bænda­sam­tökin til að fá leyfi til að lýsa skoð­unum eða jafn­vel fara með ein­faldar stað­reyndir hefði ég kraflað mig fram úr því. En sem betur fer fengu konur kosn­inga­rétt, fyrir 100 árum og þurfa ekki lengur að biðja feður sína um leyfi ef þær vilja opna munn­inn. 

Rétt er það að í nóv­em­ber sl. kom út skýrsla á vegum atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins þar sem Bænda­sam­tök Íslands áttu full­trúa, um þróun toll­vernd­ar. Upp­haf­lega var ég skipuð í hóp­inn en við starfs­lok hjá Bænda­sam­tök­unum hætti ég sam­tímis í hópn­um. Við útgáfu hennar var hins vegar gerð grímu­laus til­raun til að bendla mig við skýrsl­una sem ég mót­mælti skrif­lega og hún þá leið­rétt. Það sem meira er að Bænda­sam­tökin sjálf, ásamt fleirum, hafa sent sama ráðu­neyti bréf þar sem nið­ur­stöðum skýrsl­unnar var stað­fast­lega mót­mælt, sjá hér. Engin and­mæli eða svör hafa borist við því (mér vit­an­lega) og sam­kvæmt almennum funda­sköpum hljóta athuga­semd­irnar því skoð­ast sam­þykkt­ar.

Auglýsing
Starfsmaður FA heldur því einnig fram að ég hafi rangt fyrir mér með að eng­inn hafi farið fram með kröf­una um að banna inn­flutn­ing. Máli sínu til stuðn­ings bendir hann á orð sem starfs­maður kjöt­af­urða­stöðvar lét falla í við­tali við Morg­un­blað­ið. Nú er Ólafur en ekki ég fyrr­ver­andi blaða­maður en ég lít svo á að starfs­mað­ur­inn hafi með þessu lýst skoðun sinni sem blaða­mað­ur­inn hefur síðan eftir hon­um. Að öðru leyti verð ég að vísa þessu erindi inn á skyggni­lýs­inga­fund.

Það að Gunnar Þor­geirs­son, for­maður Bænda­sam­tak­anna lagði til við ráð­herra í vor að frestað yrði útboðum á toll­kvótum felur að sjálf­sögðu ekki í sér bann né kröfu um bann við inn­flutn­ingi á einni ein­ustu örðu af kjöti né osti. Með inn­leið­ingu GATT samn­ing­anna árið 1995 var öllum bönnum við inn­flutn­ingi á land­bún­að­ar­vörum breytt í tolla. Það að tollar séu lagðir á vörur felur ekki í sér bann við inn­flutn­ingi. Slík útlegg­ing er meira í ætt við ósjálf­ráða skrift en vit­ræna umræð­u. 

Ég get full­vissað starfs­mann FA um að fleiri greina um land­bún­að­ar­mál er að vænta frá mér með hækk­andi sól og vona ein­læg­lega að hann mun lesa þær haf­andi sýnt þennan áhuga á efn­inu. Mögu­lega munu ein­hverjar þeirra birt­ast í blaði sem fyrrum vinnu­veit­andi minn gefur út. Ég rétt vona að starfs­maður FA sé nú þegar dyggur áskrif­andi að því, þar er oft margar stað­reyndir að finna um land­búnað svo að ekki á að þurfa að byggja umræð­urnar á „…ein­hverjum til­bún­ing­i“.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og verk­efna­stjóri hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar