Þarf kona leyfi fyrrum vinnuveitenda til að hafa skoðun?

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni, svarar grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Auglýsing

Ára­mót eru oft tími upp­gjörs, kannski eitt ár aftur í tím­ann en stundum lengra. Ég get full­vissað Hr. Ólaf Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóra FA um að hefði ég talið mig þurfa að hringja í Bænda­sam­tökin til að fá leyfi til að lýsa skoð­unum eða jafn­vel fara með ein­faldar stað­reyndir hefði ég kraflað mig fram úr því. En sem betur fer fengu konur kosn­inga­rétt, fyrir 100 árum og þurfa ekki lengur að biðja feður sína um leyfi ef þær vilja opna munn­inn. 

Rétt er það að í nóv­em­ber sl. kom út skýrsla á vegum atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins þar sem Bænda­sam­tök Íslands áttu full­trúa, um þróun toll­vernd­ar. Upp­haf­lega var ég skipuð í hóp­inn en við starfs­lok hjá Bænda­sam­tök­unum hætti ég sam­tímis í hópn­um. Við útgáfu hennar var hins vegar gerð grímu­laus til­raun til að bendla mig við skýrsl­una sem ég mót­mælti skrif­lega og hún þá leið­rétt. Það sem meira er að Bænda­sam­tökin sjálf, ásamt fleirum, hafa sent sama ráðu­neyti bréf þar sem nið­ur­stöðum skýrsl­unnar var stað­fast­lega mót­mælt, sjá hér. Engin and­mæli eða svör hafa borist við því (mér vit­an­lega) og sam­kvæmt almennum funda­sköpum hljóta athuga­semd­irnar því skoð­ast sam­þykkt­ar.

Auglýsing
Starfsmaður FA heldur því einnig fram að ég hafi rangt fyrir mér með að eng­inn hafi farið fram með kröf­una um að banna inn­flutn­ing. Máli sínu til stuðn­ings bendir hann á orð sem starfs­maður kjöt­af­urða­stöðvar lét falla í við­tali við Morg­un­blað­ið. Nú er Ólafur en ekki ég fyrr­ver­andi blaða­maður en ég lít svo á að starfs­mað­ur­inn hafi með þessu lýst skoðun sinni sem blaða­mað­ur­inn hefur síðan eftir hon­um. Að öðru leyti verð ég að vísa þessu erindi inn á skyggni­lýs­inga­fund.

Það að Gunnar Þor­geirs­son, for­maður Bænda­sam­tak­anna lagði til við ráð­herra í vor að frestað yrði útboðum á toll­kvótum felur að sjálf­sögðu ekki í sér bann né kröfu um bann við inn­flutn­ingi á einni ein­ustu örðu af kjöti né osti. Með inn­leið­ingu GATT samn­ing­anna árið 1995 var öllum bönnum við inn­flutn­ingi á land­bún­að­ar­vörum breytt í tolla. Það að tollar séu lagðir á vörur felur ekki í sér bann við inn­flutn­ingi. Slík útlegg­ing er meira í ætt við ósjálf­ráða skrift en vit­ræna umræð­u. 

Ég get full­vissað starfs­mann FA um að fleiri greina um land­bún­að­ar­mál er að vænta frá mér með hækk­andi sól og vona ein­læg­lega að hann mun lesa þær haf­andi sýnt þennan áhuga á efn­inu. Mögu­lega munu ein­hverjar þeirra birt­ast í blaði sem fyrrum vinnu­veit­andi minn gefur út. Ég rétt vona að starfs­maður FA sé nú þegar dyggur áskrif­andi að því, þar er oft margar stað­reyndir að finna um land­búnað svo að ekki á að þurfa að byggja umræð­urnar á „…ein­hverjum til­bún­ing­i“.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og verk­efna­stjóri hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar