Tollar, vernd og vörn

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, svarar gagnrýni tveggja hagfræðinga á áramótagrein hans sem birtist í Kjarnanum í byrjun árs.

Auglýsing

Tveir hag­fræð­ing­ar, þau Erna Bjarna­dóttir, starfs­maður Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, og Ragnar Árna­son, pró­fessor emeritus, sáu sig knúna til að svara grein und­ir­rit­aðs sem birt­ist í Kjarn­anum á nýárs­dag. Ýmis atriði í svör­unum virð­ast á ein­hverjum mis­skiln­ingi byggð. Það er leið­in­legt, ekki sízt af því að Erna seg­ist í sinni grein vilja hafa það sem sann­ara reyn­ist að leið­ar­ljósi. Ég leyfi mér því að svara fáeinum atriðum í þessum skrif­um.

Óheftur inn­flutn­ing­ur?

Ragnar Árna­son segir í fyrsta lagi að und­ir­rit­aður hafi í grein­inni talað fyrir „toll­frjálsum inn­flutn­ingi á land­bún­að­ar­vörum til lands­ins“ og að ég sé með „hug­myndir […] um óheftan inn­flutn­ing á land­bún­að­ar­af­urðum frá ESB.“ 

Nú hef ég lesið mín eigin skrif aftur til að ganga úr skugga um hvort þar hafi verið um ein­hverja ósjálf­ráða skrift að ræða, en finn þessum full­yrð­ingum pró­fess­ors­ins engan stað. Félag atvinnu­rek­enda, sem ég tala fyr­ir, hefur tekið undir til­lögur Sam­ráðs­vett­vangs um aukna hag­sæld, sem til var stofnað 2013 í fram­haldi af útgáfu skýrslu McK­insey um íslenzkt efna­hags­líf, en þær gengu út á að lækka almenna tolla á búvörum um helm­ing og afnema toll­vernd á svína- og ali­fugla­kjöti að fullu.

Í grein­inni tók ég hins vegar til varna fyrir tolla­samn­ing Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins, sem ýmsir hags­muna­að­ilar í land­bún­að­inum hafa viljað segja upp. Sá samn­ingur gengur út á fremur tak­mark­aða frí­verzlun með land­bún­að­ar­vörur á milli Íslands og ESB, mjög langt frá ein­hverju sem hægt er að kalla óheftan inn­flutn­ing. 

Auglýsing
Félag atvinnu­rek­enda hefur lagt áherzlu á að í þeim við­ræðum við ESB um end­ur­skoðun samn­ings­ins, sem utan­rík­is­ráð­herr­ann hefur haft frum­kvæði að, verði unnið í sam­ræmi við 19. grein EES-­samn­ings­ins, en þar seg­ir: „Samn­ings­að­ilar skuld­binda sig til að halda áfram við­leitni sinni til að auka smám saman frjáls­ræði í við­skiptum með land­bún­að­ar­af­urð­ir.“

Toll­verndin er rík­ust á Íslandi

Bæði Erna og Ragnar leggja mikið upp úr því að öll vest­ræn ríki, þar á meðal „upp­lýst­ustu þjóðir heims“, eins og Ragnar orðar það, leggi tolla á land­bún­að­ar­vörur ekki síður en Ísland. Það hafði ekki farið fram­hjá mér. Því er hins vegar gjarnan haldið fram að toll­verndin hér á landi sé bara ósköp svipuð eða jafn­vel minni en í öðrum vest­rænum ríkj­um, t.d. í Evr­ópu­sam­band­in­u. 

Nýlega kom út skýrsla starfs­hóps á vegum atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins, þar sem Bænda­sam­tök Íslands, fyrr­ver­andi vinnu­veit­andi Ernu, áttu full­trúa, um þróun toll­verndar fyrir land­bún­að­ar­vörur hér á landi. Nið­ur­staða starfs­hóps­ins er að toll­vernd fyrir búvörur sé miklu meiri á Íslandi en í flestum öðrum vest­rænum ríkjum og hafi heldur auk­izt á allra síð­ustu árum. 

Í skýrsl­unni eru gögn frá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni (OECD) notuð til að bera saman toll­vernd á milli landa og reiknað svo­kallað NPCc-hlut­fall. Það er það verð sem fram­leið­endur fá greitt fyrir afurðir sínar sem hlut­fall af inn­flutn­ings­verði, þ.e. heims­mark­aðs­verði vör­unnar auk flutn­ings­kostn­að­ar. Ef hlut­fallið er 3 er verð til fram­leið­enda þrisvar sinnum (200%) hærra en verð á heims­mark­aði, en ef það er einn er verð til fram­leið­anda jafnt heims­mark­aðs­verði. Í sam­an­burð­inum er þetta hlut­fall reiknað fyr­ir­ ­vegið með­al­tal helztu land­bún­að­ar­af­urða sem hvert ríki fram­leið­ir.

Nið­ur­staðan er sú að toll­vernd á Íslandi er langt umfram það sem tíðkast að með­al­tali í aðild­ar­ríkjum OECD, eða 1,77 að með­al­tali árin 2017-2019. Það þýðir að afurða­verð til bænda er að jafn­aði 77% hærra en inn­flutn­ings­verð sam­bæri­legrar vöru ef engar hindr­anir væru á inn­flutn­ingi. Hlut­fallið fyrir Noreg er 1,73, fyrir Sviss 1,42, fyrir OECD í heild 1,12 og fyrir Evr­ópu­sam­bandið er það 1,04. Það þýðir t.d. að í Evr­ópu­sam­band­inu er toll­verndin aðeins ígildi um 4%.

Það er því aug­ljós­lega tals­vert borð fyrir báru að draga úr toll­vernd fyrir íslenzkan land­búnað en stand­ast engu að síður sam­an­burð við „upp­lýst­ustu þjóðir heims“.

Vill eng­inn banna inn­flutn­ing?

Ég fjall­aði í grein minni um þann gríð­ar­lega þrýst­ing sem stjórn­völd hafa verið undir að und­an­förnu að hefta inn­flutn­ing á búvörum til að vernda inn­lendan land­búnað fyrir sam­keppni. Erna segir að hvergi hafi verið settar fram kröfur um að banna inn­flutn­ing á búvör­um. Það er ekki rétt hjá henn­i. 

Í frétt Morg­un­blaðs­ins 13. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, undir fyr­ir­sögn­inni „inn­flutn­ingur verði stöðv­að­ur“ var þannig haft eftir Ágústi Andr­és­syni, for­stöðu­manni kjöt­af­urða­stöðvar Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, að „það eina rétta sé að stöðva inn­flutn­ing á meðan verið er að vinna úr birgð­un­um“ sem safn­azt hafi upp inn­an­lands.

Fyrr­ver­andi vinnu­veit­andi Ernu, Bænda­sam­tök­in, sendi atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu erindi 30. apríl á síð­asta ári og fór fram á að toll­kvót­ar, þ.e. heim­ildir til toll­frjáls inn­flutn­ings, sam­kvæmt tolla­samn­ingi Íslands og ESB yrðu ekki boðnir út fyrir seinni helm­ing árs­ins. Þannig hefði í raun verið tekið fyrir stóran hluta inn­flutn­ings búvara. Ráðu­neytið svar­aði því erindi rétti­lega þannig að það væri brot bæði á samn­ingnum og lög­um. Engu að síður hafa hags­muna­að­ilar í land­bún­að­inum áfram haft slíkar kröfur uppi á hendur stjórn­völd­um, með óform­legri hætti eftir að form­lega leiðin virk­aði ekki.

Hvernig hjálpum við land­bún­að­in­um?

Tals­menn land­bún­að­ar­ins, Erna Bjarna­dóttir þar með tal­in, taka gagn­rýni Félags atvinnu­rek­enda á við­skiptaum­hverfi búvöru­mark­að­ar­ins gjarnan óstinnt upp og telja félagið andsnúið íslenzkum land­bún­aði. Það er fjarri sann­i. 

FA hefur vissu­lega gagn­rýnt harð­lega til­lögur um að hjálpa eigi land­bún­að­in­um, einum atvinnu­greina, að bregð­ast við kór­ónu­veiru­far­aldr­inum með sér­tækum aðgerð­um, sem fela í sér sam­keppn­is­hömlur og bitna á hag neyt­enda. Undir það falla kröfur um breytt útboð toll­kvóta, sem stjórn­völd létu und­an, um upp­sögn tolla­samn­ings­ins, sem rík­is­stjórnin mætti með til­lögu um end­ur­skoðun hans, og um und­an­þágu kjöt­af­urða­stöðva frá sam­keppn­is­lög­um, sem er í vinnslu í atvinnu­vega­ráðu­neyt­in­u. 

FA hefur hins vegar stutt að bændum sé hjálpað með beinum styrkjum og að rekstr­ar­að­ilar í land­bún­að­inum hafi sama aðgang og öll önnur fyr­ir­tæki að almennum úrræðum vegna kór­ónu­veiru­krepp­unn­ar, á borð við styrki, lán og greiðslu­fresti. FA er sömu­leiðis þeirrar skoð­unar að núgild­andi sam­keppn­is­lög, sem heim­ila und­an­þágur frá banni við sam­keppn­is­hamlandi sam­starfi fyr­ir­tækja ef þau geta m.a. sýnt fram á sann­gjarna hlut­deild neyt­enda í ávinn­ingi af sam­starf­inu, hljóti að eiga við um kjöt­iðnað eins og aðrar atvinnu­grein­ar. Ef menn telja þau ákvæði ekki duga, hljóta þeir að hafa áhyggjur af að geta ekki sýnt fram á ávinn­ing neyt­enda af sam­starf­in­u. 

FA er sömu­leiðis þeirrar skoð­unar að hefð­bund­inn land­bún­aður á Íslandi eigi að njóta stuðn­ings, en að hann eigi að vera á þeim nótum sem Sam­ráðs­vett­vang­ur­inn lagði til, þ.e. ekki fram­leiðslu­tengdur og mark­aðs­trufl­andi, heldur fremur tengdur við t.d. ræktun og verndun lands, líf­ræna ræktun og fjár­fest­ingu, en bændur fram­leiði síðan það sem þeim sýn­ist án afskipta rík­is­ins. 

Verzl­un­ar­fyr­ir­tæk­in, sem hafa frá upp­hafi verið kjarn­inn í FA, vita mæta vel að verzl­unin og land­bún­að­ur­inn þurfa hvort á öðru að halda og vilja gjarnan stuðla að því að efla hag hans, eins og Erna leggur til. En það er tíma­bært að fara að hugsa hlut­ina upp á nýtt í íslenzkum land­bún­aði. Núver­andi stefna hefur gengið sér til húðar og fram­tíðin ætti fremur að markast af nýsköpun og sókn en varð­stöðu um gamla póli­tík og sífelldri vörn. Og já, það er mjög gagn­legt að byggja umræð­una á stað­reyndum en ekki ein­hverjum til­bún­ingi. Þá miðar okkur kannski í átt­ina.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar