Tollar, vernd og vörn

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, svarar gagnrýni tveggja hagfræðinga á áramótagrein hans sem birtist í Kjarnanum í byrjun árs.

Auglýsing

Tveir hag­fræð­ing­ar, þau Erna Bjarna­dóttir, starfs­maður Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, og Ragnar Árna­son, pró­fessor emeritus, sáu sig knúna til að svara grein und­ir­rit­aðs sem birt­ist í Kjarn­anum á nýárs­dag. Ýmis atriði í svör­unum virð­ast á ein­hverjum mis­skiln­ingi byggð. Það er leið­in­legt, ekki sízt af því að Erna seg­ist í sinni grein vilja hafa það sem sann­ara reyn­ist að leið­ar­ljósi. Ég leyfi mér því að svara fáeinum atriðum í þessum skrif­um.

Óheftur inn­flutn­ing­ur?

Ragnar Árna­son segir í fyrsta lagi að und­ir­rit­aður hafi í grein­inni talað fyrir „toll­frjálsum inn­flutn­ingi á land­bún­að­ar­vörum til lands­ins“ og að ég sé með „hug­myndir […] um óheftan inn­flutn­ing á land­bún­að­ar­af­urðum frá ESB.“ 

Nú hef ég lesið mín eigin skrif aftur til að ganga úr skugga um hvort þar hafi verið um ein­hverja ósjálf­ráða skrift að ræða, en finn þessum full­yrð­ingum pró­fess­ors­ins engan stað. Félag atvinnu­rek­enda, sem ég tala fyr­ir, hefur tekið undir til­lögur Sam­ráðs­vett­vangs um aukna hag­sæld, sem til var stofnað 2013 í fram­haldi af útgáfu skýrslu McK­insey um íslenzkt efna­hags­líf, en þær gengu út á að lækka almenna tolla á búvörum um helm­ing og afnema toll­vernd á svína- og ali­fugla­kjöti að fullu.

Í grein­inni tók ég hins vegar til varna fyrir tolla­samn­ing Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins, sem ýmsir hags­muna­að­ilar í land­bún­að­inum hafa viljað segja upp. Sá samn­ingur gengur út á fremur tak­mark­aða frí­verzlun með land­bún­að­ar­vörur á milli Íslands og ESB, mjög langt frá ein­hverju sem hægt er að kalla óheftan inn­flutn­ing. 

Auglýsing
Félag atvinnu­rek­enda hefur lagt áherzlu á að í þeim við­ræðum við ESB um end­ur­skoðun samn­ings­ins, sem utan­rík­is­ráð­herr­ann hefur haft frum­kvæði að, verði unnið í sam­ræmi við 19. grein EES-­samn­ings­ins, en þar seg­ir: „Samn­ings­að­ilar skuld­binda sig til að halda áfram við­leitni sinni til að auka smám saman frjáls­ræði í við­skiptum með land­bún­að­ar­af­urð­ir.“

Toll­verndin er rík­ust á Íslandi

Bæði Erna og Ragnar leggja mikið upp úr því að öll vest­ræn ríki, þar á meðal „upp­lýst­ustu þjóðir heims“, eins og Ragnar orðar það, leggi tolla á land­bún­að­ar­vörur ekki síður en Ísland. Það hafði ekki farið fram­hjá mér. Því er hins vegar gjarnan haldið fram að toll­verndin hér á landi sé bara ósköp svipuð eða jafn­vel minni en í öðrum vest­rænum ríkj­um, t.d. í Evr­ópu­sam­band­in­u. 

Nýlega kom út skýrsla starfs­hóps á vegum atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins, þar sem Bænda­sam­tök Íslands, fyrr­ver­andi vinnu­veit­andi Ernu, áttu full­trúa, um þróun toll­verndar fyrir land­bún­að­ar­vörur hér á landi. Nið­ur­staða starfs­hóps­ins er að toll­vernd fyrir búvörur sé miklu meiri á Íslandi en í flestum öðrum vest­rænum ríkjum og hafi heldur auk­izt á allra síð­ustu árum. 

Í skýrsl­unni eru gögn frá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni (OECD) notuð til að bera saman toll­vernd á milli landa og reiknað svo­kallað NPCc-hlut­fall. Það er það verð sem fram­leið­endur fá greitt fyrir afurðir sínar sem hlut­fall af inn­flutn­ings­verði, þ.e. heims­mark­aðs­verði vör­unnar auk flutn­ings­kostn­að­ar. Ef hlut­fallið er 3 er verð til fram­leið­enda þrisvar sinnum (200%) hærra en verð á heims­mark­aði, en ef það er einn er verð til fram­leið­anda jafnt heims­mark­aðs­verði. Í sam­an­burð­inum er þetta hlut­fall reiknað fyr­ir­ ­vegið með­al­tal helztu land­bún­að­ar­af­urða sem hvert ríki fram­leið­ir.

Nið­ur­staðan er sú að toll­vernd á Íslandi er langt umfram það sem tíðkast að með­al­tali í aðild­ar­ríkjum OECD, eða 1,77 að með­al­tali árin 2017-2019. Það þýðir að afurða­verð til bænda er að jafn­aði 77% hærra en inn­flutn­ings­verð sam­bæri­legrar vöru ef engar hindr­anir væru á inn­flutn­ingi. Hlut­fallið fyrir Noreg er 1,73, fyrir Sviss 1,42, fyrir OECD í heild 1,12 og fyrir Evr­ópu­sam­bandið er það 1,04. Það þýðir t.d. að í Evr­ópu­sam­band­inu er toll­verndin aðeins ígildi um 4%.

Það er því aug­ljós­lega tals­vert borð fyrir báru að draga úr toll­vernd fyrir íslenzkan land­búnað en stand­ast engu að síður sam­an­burð við „upp­lýst­ustu þjóðir heims“.

Vill eng­inn banna inn­flutn­ing?

Ég fjall­aði í grein minni um þann gríð­ar­lega þrýst­ing sem stjórn­völd hafa verið undir að und­an­förnu að hefta inn­flutn­ing á búvörum til að vernda inn­lendan land­búnað fyrir sam­keppni. Erna segir að hvergi hafi verið settar fram kröfur um að banna inn­flutn­ing á búvör­um. Það er ekki rétt hjá henn­i. 

Í frétt Morg­un­blaðs­ins 13. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, undir fyr­ir­sögn­inni „inn­flutn­ingur verði stöðv­að­ur“ var þannig haft eftir Ágústi Andr­és­syni, for­stöðu­manni kjöt­af­urða­stöðvar Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, að „það eina rétta sé að stöðva inn­flutn­ing á meðan verið er að vinna úr birgð­un­um“ sem safn­azt hafi upp inn­an­lands.

Fyrr­ver­andi vinnu­veit­andi Ernu, Bænda­sam­tök­in, sendi atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu erindi 30. apríl á síð­asta ári og fór fram á að toll­kvót­ar, þ.e. heim­ildir til toll­frjáls inn­flutn­ings, sam­kvæmt tolla­samn­ingi Íslands og ESB yrðu ekki boðnir út fyrir seinni helm­ing árs­ins. Þannig hefði í raun verið tekið fyrir stóran hluta inn­flutn­ings búvara. Ráðu­neytið svar­aði því erindi rétti­lega þannig að það væri brot bæði á samn­ingnum og lög­um. Engu að síður hafa hags­muna­að­ilar í land­bún­að­inum áfram haft slíkar kröfur uppi á hendur stjórn­völd­um, með óform­legri hætti eftir að form­lega leiðin virk­aði ekki.

Hvernig hjálpum við land­bún­að­in­um?

Tals­menn land­bún­að­ar­ins, Erna Bjarna­dóttir þar með tal­in, taka gagn­rýni Félags atvinnu­rek­enda á við­skiptaum­hverfi búvöru­mark­að­ar­ins gjarnan óstinnt upp og telja félagið andsnúið íslenzkum land­bún­aði. Það er fjarri sann­i. 

FA hefur vissu­lega gagn­rýnt harð­lega til­lögur um að hjálpa eigi land­bún­að­in­um, einum atvinnu­greina, að bregð­ast við kór­ónu­veiru­far­aldr­inum með sér­tækum aðgerð­um, sem fela í sér sam­keppn­is­hömlur og bitna á hag neyt­enda. Undir það falla kröfur um breytt útboð toll­kvóta, sem stjórn­völd létu und­an, um upp­sögn tolla­samn­ings­ins, sem rík­is­stjórnin mætti með til­lögu um end­ur­skoðun hans, og um und­an­þágu kjöt­af­urða­stöðva frá sam­keppn­is­lög­um, sem er í vinnslu í atvinnu­vega­ráðu­neyt­in­u. 

FA hefur hins vegar stutt að bændum sé hjálpað með beinum styrkjum og að rekstr­ar­að­ilar í land­bún­að­inum hafi sama aðgang og öll önnur fyr­ir­tæki að almennum úrræðum vegna kór­ónu­veiru­krepp­unn­ar, á borð við styrki, lán og greiðslu­fresti. FA er sömu­leiðis þeirrar skoð­unar að núgild­andi sam­keppn­is­lög, sem heim­ila und­an­þágur frá banni við sam­keppn­is­hamlandi sam­starfi fyr­ir­tækja ef þau geta m.a. sýnt fram á sann­gjarna hlut­deild neyt­enda í ávinn­ingi af sam­starf­inu, hljóti að eiga við um kjöt­iðnað eins og aðrar atvinnu­grein­ar. Ef menn telja þau ákvæði ekki duga, hljóta þeir að hafa áhyggjur af að geta ekki sýnt fram á ávinn­ing neyt­enda af sam­starf­in­u. 

FA er sömu­leiðis þeirrar skoð­unar að hefð­bund­inn land­bún­aður á Íslandi eigi að njóta stuðn­ings, en að hann eigi að vera á þeim nótum sem Sam­ráðs­vett­vang­ur­inn lagði til, þ.e. ekki fram­leiðslu­tengdur og mark­aðs­trufl­andi, heldur fremur tengdur við t.d. ræktun og verndun lands, líf­ræna ræktun og fjár­fest­ingu, en bændur fram­leiði síðan það sem þeim sýn­ist án afskipta rík­is­ins. 

Verzl­un­ar­fyr­ir­tæk­in, sem hafa frá upp­hafi verið kjarn­inn í FA, vita mæta vel að verzl­unin og land­bún­að­ur­inn þurfa hvort á öðru að halda og vilja gjarnan stuðla að því að efla hag hans, eins og Erna leggur til. En það er tíma­bært að fara að hugsa hlut­ina upp á nýtt í íslenzkum land­bún­aði. Núver­andi stefna hefur gengið sér til húðar og fram­tíðin ætti fremur að markast af nýsköpun og sókn en varð­stöðu um gamla póli­tík og sífelldri vörn. Og já, það er mjög gagn­legt að byggja umræð­una á stað­reyndum en ekki ein­hverjum til­bún­ingi. Þá miðar okkur kannski í átt­ina.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Eva Steinþórsdóttir er uppalin í Mýrdal.
Fólk orðið fyrir skítkasti og einelti og legið hefur við slagsmálum
Deilur um hringveginn í Mýrdal hafa orðið svo heitar að fólk hefur flutt í burtu. Vegagerðin áformar að færa veginn meðfram sjónum og í jarðgöng en „gatinu í gegnum Reynisfjall“ var að sögn íbúa þröngvað í gegn með „pólitísku handafli“.
Kjarninn 22. janúar 2021
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar