Viðskiptafrelsi og skynsamleg tollastefna

Þórólfur Matthíasson prófessor svarar grein Ragnars Árnasonar, prófessors emeritus.

Auglýsing

Í grein í Kjarn­anum 5. jan­úar 2021 setur fyrr­ver­andi kollegi minn fram þá full­yrð­ingu að það sé vel þekkt nið­ur­staða í hag­fræði að skyn­sam­lega valdir tollar á inn­flutn­ing og aðrar inn­flutn­ings­tak­mark­anir bæti þjóð­ar­hag. Kollegi minn fyrr­ver­andi vitnar í við­ur­kennt fræði­rit (New Palgrave Dict­ion­ary of Economics, 2008). Fjallað er um tolla (e. tariffs) á nokkrum stöðum í þessu ríf­lega 4.000 síðna riti. Kollegi minni hirðir ekki um að geta þess hvar í þessu langa riti sú nið­ur­staða kemur fram að tollar bæti þjóð­ar­hag. 

Nóbels­verð­launa­haf­inn Tibor Scitov­sky á kafla í bók­inni (sem reyndar er upp­haf­lega frá því 1998 eða fyrr) sem ber yfir­skrift­ina „tariffs“, sjá hér. Hann rekur að tollar hafi á sögu­legum tíma verið mik­il­væg(asta) tekju­lind kon­unga og keis­ara. Nú eru tolla­tekjur 0,4% af tekjum rík­is­sjóðs Íslands (sjá frum­varp til fjár­laga fyrir 2021). Því væri hægt að fella niður alla aðflutn­ings­tolla án þess að það hefði merkj­an­leg áhrif á afkomu hins opin­ber­a. Um­stang við inn­heimtu tolla er nokk­urt. Ekki liggja fyrir gögn um hversu dýrt er að afla hverrar krónu í tolla­tekjum sam­an­borið við kostnað við virð­is­auka­skatts- eða tekju­skattsinn­heimtu, en lík­lega yrði sá sam­an­burður óhag­stæður tollum sem tekju­stofni.

Ef tollar eru ónýtir sem tekju­öfl­un­ar­tæki, til hvers eru þeir þá lagðir á? Scitov­sky segir okkur að hag­fræð­ingar hafi nefnt þrenns konar sjón­ar­mið til sög­unn­ar. Í fyrsta lagi eru það inn­flutn­ings­skiptarökin (e. import substitution argu­ment), í öðru lagi mót­un­ar­rökin (e. infant-industry argu­ment) og í þriðja lagi við­skipta­kjararökin (e. terms-of-trade argu­ment).

Mót­un­ar­rökin komu fyrst til umræðu í grein eftir fyrsta fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkja Norð­ur­-Am­er­íku (Alex­ander Hamilton: Report on Manu­fact­ures). Inn­tak þeirra er að gefa „ný­græð­ing­i“, þ.e.a.s. nýrri atvinnu­grein, tíma og tæki­færi til að þró­ast og þroskast í skjóli fyrir grimmri erlendri sam­keppn­i. ­Sam­kvæmt Scitov­sky nýtt­ust tíma­bundnir nýgræð­ings­tollar löndum á borð við Banda­ríki Norð­ur­-Am­er­íku og Þýska­landi ágæt­lega. En hann rekur rann­sókn­ar­nið­ur­stöður sér­stak­lega frá Pakistan og Suð­ur­-Am­er­íku sem benda sterk­lega til þess að lang­vinn beit­ing nýgræð­ings­tolla ýti undir óskil­virkni og slæma nýt­ingu auð­linda.

Inn­flutn­ings­skiptarökin eru keim­lík mót­un­ar­rök­un­um. Þá er lögð áhersla á að tollar geri inn­lenda vöru hlut­falls­lega ódýr­ari í inn­kaup­um en sam­bæri­lega erlenda vöru. ­Með þeim hætti styðji toll­ur­inn við inn­lenda fram­leiðslu, hækki atvinnustig, bæti sam­keppn­is­stöðu inn­lendrar fram­leiðslu. Þetta eru sömu áhrif og vel heppnuð geng­is­fell­ing hef­ur. Scitov­sky segir okkur að hag­fræð­ingar á borð við Little og fleiri hafi kom­ist að raun um það að jákvæð áhrif toll­verndar fjari út eftir ákveð­inn tíma af sömu ástæðum og rakið var í tengslum við mót­un­ar­rök­semd­ina. Toll­arnir gefa rými fyrir spill­ingu, óskil­virkni og lít­inn hvata til að nýta tækninýj­ung­ar, svo nokkuð sé nefn­t. ­Sam­kvæmt sam­an­tekt Dou­glas A. Irwin voru hag­fræð­ingar búnir að yfir­gefa hug­mynd­ina um ágæti tolla á grund­velli inn­flutn­ings­skipta um miðjan 7unda ára­tug 20. ald­ar­. ­Stjórn­mála­menn voru þó seinni til sam­kvæmt Irwin.

Auglýsing
Viðskiptakjararökin lúta að því að land sem kaupir stóran hluta ákveð­innar vöru sem fram­leidd er í öðru landi geti þvingað selj­endur vör­unnar til að lækka inn­kaups­verð með því að leggja á tolla. Limao, Wein­stein og Broda gera til­raun til að kanna þetta mál töl­fræði­lega. ­Nið­ur­staða þeirra er að þetta megi til sanns vegar færa. Þannig kom­ast þeir að því að tollar sem Kín­verjar lögðu á inn­flutn­ing hafi verið allt að því 9 pró­sentu­stigum hærri í vöru­flokkum þar sem mark­aðs­hlut­deild þeirra var mikil sam­an­borið við vöru­flokka þar sem mark­aðs­hlut­deild þeirra var lít­il. Þeir kom­ast sömu­leiðis að því að Banda­ríkin beiti sér af svip­uðum hætti á þeim sviðum við­skipta þar sem Alþjóða­við­skipta­mála­stofn­unin (WTO) setur þeim ekki stól­inn fyrir dyrn­ar. Limao gerir síðan grein fyrir þessum sömu rökum í grein í 2008 útgáf­unni af New Palgrave Dict­ion­ary of Economics sem ber yfir­skrift­ina Optimal Tariffs. Í loka­orðum þeirrar greinar leggur hann áherslu á að kenn­ingin um hag­kvæma tolla hafi þró­ast frá því að vera leið­bein­andi (e. normati­ve) í að vera hluti af verk­færum hag­fræð­inga sem greina hag­ræn rök ýmissa ákvæða tollasamn­inga (e. positive the­or­y).

Tollum er nú fyrst og fremst beitt gagn­vart inn­fluttum land­bún­að­ar­af­urð­um. Hvaða leið­bein­ingu gefa Scitov­sky, Palgra­ve, Irwin og Limao og félagar okkur varð­andi þær afurð­ir? Hvernig eiga mót­un­ar­rök­in, inn­flutn­ings­skiptarökin og við­skipta­kjararökin við í til­felli íslensks land­bún­að­ar­? ­Mót­un­ar­rökin eiga aug­ljós­lega ekki við. Land­bún­aður er ekki í hlut­verki reifa­barns í íslensku atvinnu­lífi. Þvert á móti er land­bún­aður elsta atvinnu­grein lands­ins. Inn­flutn­ings­skiptarökin eru þau rök sem tals­menn land­bún­aðar nefna langoft­ast í ræðu og rit­i. Eins og rakið er hér að ofan eru nokkrir ára­tugir síðan hag­fræð­ingar afskrif­uðu þá rök­semda­færslu með hlið­sjón af reynslurökum og töl­fræði­legum próf­un­um. Þá eru aðeins við­skipta­kjararökin eft­ir. Íslend­ingar eru ekki stærsti kaup­andi nokk­urrar erlendrar land­bún­að­ar­af­urð­ar. Íslend­ingar geta því ekki beitt kaup­enda­mætti sínum til að þvinga inn­kaups­verð slíkra afurða niður.

Að öllu sam­an­lögðu verð­ur­ að álykta að jafn­vel þó svo inn­flutn­ings­tak­mark­anir og inn­flutn­ings­tollar geti við ákveðnar aðstæður og sé þeim beitt í til­tölu­lega stuttan og afmark­aðan tíma bætt þjóð­ar­hag, þá eigi þau rök ekki með neinum hætti við um íslenskan land­bún­að. Vilji kollegi minn fyrr­ver­andi finna veilur í rökum fram­kvæmda­stjóra Félags atvinnu­rek­enda, sem hann telur sig svara í grein sinni, verður hann að leita á önnur mið en í smiðju grein­ar­höf­unda í New Palgrave Dict­ion­ary of Economics.

Höf­undur er pró­­­­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar