Opið bréf til Sabínu Leskopf frá Íslendingi í Ástralíu

Matthildur Björnsdóttir skrifar opið bréf Sabínu Leskopf þar sem hún fjallar um íslenska tungumálið.

Auglýsing

Komdu sæl Sabína, mikið var athygl­is­vert að lesa grein þína „Kannt þú að beygja kýr?“ Sem mann­vera fædd á Íslandi þar sem íslenska var mitt besta fag í skóla sé ég að það hafa orðið alls­konar breyt­ingar á mál­inu, og mest kannski sjá­an­legt héðan frá í Ástr­alíu að það er mun meiri lin­kind í gangi hvað varðar beyg­ing­ar, endi á orðum og staf­setn­ingu en var þegar ég var í skóla á árunum um miðja síð­ustu öld en ég er 73 ára gömul núna. Afi minn sem var prent­ari fyrir um öld síðan væri trú­lega garg­andi yfir því í dag.

Þetta með íslensku­snobbið er svo önnur saga, og ég lifði við það. Það að svo margir héldu því fram að það væri ekki til sú hugsun í heim­inum sem þetta mál hefði ekki orð fyrir er í raun alls ekki satt eða rétt. Það lærði ég enn betur eftir að koma til Ástr­alíu og eiga sam­ræður við alls­konar ein­stak­linga, lesa bækur og horfa á sjón­varp og spyrja hvað þetta og hitt orð meinti af því að enskan mín var ekki komin með það orð í safn­ið.

Ég hef lært, eins og hún Vig­dís Finn­boga­dóttir fyrr­ver­andi for­seti benti á um árið, að hvert tungu­mál hafi sína sér­stöðu. Við hjónin hlæjum oft þegar við þýðum orðin fram og til baka. Ég þýði íslensk orð yfir á ensku sem þá hljóma svo illa eða fyndin og sum ensk orð og íslensk eru í raun óþýð­an­leg og krefj­ast þá ann­ars­konar útskýr­inga.

Auglýsing

Ég fór á nám­skeið í ensku fljót­lega eftir að koma hingað árið 1987 og var kennslan frí. Kenn­ar­inn var meiri­háttar og heyrði hvert okkar sem var frá ótal hljóð­kerfum um tutt­ugu tungu­mála rétt í fyrsta skipti. Það var meiri­háttar af því að á kaffi­húsum spurði fólk mig oft hvort ég vildi mjólk út í „cappuccin­oið“ af því að þau héldu að ég væri að panta te. Hér beygi ég það orð af því að ég skrifa það á þessu máli.

Auð­vitað ætti nám í íslensku að vera frítt fyrir alla sem koma frá öðrum löndum sem vilja verða hluti af þjóð­inni. Alla­vega nógu lengi til að geta verið sam­ræðu­fær, og til að geta skilið rétt­indi sín.

Það er mjög merki­legt og athygl­is­vert að lesa upp­lifun þína af þessum hlutum í fæð­ing­ar­landi mínu þar sem ég var í nær fjör­tíu ár, mínus þau sem ég sem barn var í öðrum löndum þangað til ég var sjö ára.

Já, beyg­ing­ar­kerfið í þessu máli er trú­lega ein­stakt, en kannski svipað í hinum norð­ur­landa­mál­un­um? Ég hef ekki lagt næga stund á að læra þau til að ná að vita það. Til dæmis er nafnið Anna flók­ið. Hún heitir Anna. Svo ef þú ert að tala um hana ertu að tala um Önnu, og ef þú færð gjöf frá henni er það gjöf frá Önnu. Ef þú ætlar að heim­sækja hana ertu að fara til Önn­u. 

Svo er það mitt nafn Matt­hild­ur: Hér er Matt­hild­ur, þegar þú segir öðrum hvað ég heiti, og þegar þú talar um mig þá er það um Matt­hildi, en ef þú ætlar að heim­sækja mig þá er það að þú sért að fara til Matt­hild­ar. Ef ég gef þér gjöf þá er hún frá Matt­hildi.

Hvernig eiga inn­flytj­endur að skilja þetta nema fá góða útskýr­ingu og kennslu í af hverju það sé og eigi að vera svona og hafi verið um ald­ir?

Það er leitt að sjá að þjóð og þá er ég að tala meira um þá sem hafa ekki búið í öðrum löndum sáu þetta mál sem svo spes og flestir gerðu sér far um að tala og skrifa rétt eins og reglur og for­múlur sögðu til um.

En núna er málið oft ansi mik­ill kok­teill þar sem enskan hefur fengið að læð­ast inn og áherslur ekki á réttar beyg­ingar eða staf­setn­ingu, af því að kannski hefur ein­stak­ling­ur­inn ekki fengið góða kennslu eða nennir ekki að hugsa um það eða er inn­flytj­andi.

Og auð­vitað er það til, hvort sem það er með­vitað eða ómeð­vit­að, að fólki sem flytur til lands með annað tungu­mál er haldið í van­þekk­ingu til að þurfa ekki að veita þeim sömu kjör og þeim inn­fæddu. Það ger­ist víða um heim því miður og við heyrum líka um þau til­felli hér í Ástr­al­íu.

Þegar ég var í Mennta­skól­anum við Hamra­hlíð í öld­unga­deild­inni átt­aði ég mig á að íslenskan væri ansi fátæk hvað varð­aði orð um til­finn­ingar af því að rit­gerðin sem við áttum að skrifa þurfti meira af slíkum orð­um, og við­ur­kenndi kenn­ar­inn það. Það vantar eitt og annað í orða­forða hins íslenska máls. En það hafa þó verið sköpuð ýmis ný orð, eins og til dæmis sjón­varp og tölva. Ég er viss um að faðir minn sem fór að læra rúss­nesku um fimm­tugt myndi vera sam­mála þér um hana. En sú kunn­átta sem hann hafði í því máli, varð þó til þess að hann gat hjálpað Rússa sem kom til lands­ins.

Héðan koma svo bar­áttu­kveðjur til þín um að vinna að því að bæta kennslu í mál­inu fyrir alla inn­flytj­end­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar