Opið bréf til Sabínu Leskopf frá Íslendingi í Ástralíu

Matthildur Björnsdóttir skrifar opið bréf Sabínu Leskopf þar sem hún fjallar um íslenska tungumálið.

Auglýsing

Komdu sæl Sabína, mikið var athyglisvert að lesa grein þína „Kannt þú að beygja kýr?“ Sem mannvera fædd á Íslandi þar sem íslenska var mitt besta fag í skóla sé ég að það hafa orðið allskonar breytingar á málinu, og mest kannski sjáanlegt héðan frá í Ástralíu að það er mun meiri linkind í gangi hvað varðar beygingar, endi á orðum og stafsetningu en var þegar ég var í skóla á árunum um miðja síðustu öld en ég er 73 ára gömul núna. Afi minn sem var prentari fyrir um öld síðan væri trúlega gargandi yfir því í dag.

Þetta með íslenskusnobbið er svo önnur saga, og ég lifði við það. Það að svo margir héldu því fram að það væri ekki til sú hugsun í heiminum sem þetta mál hefði ekki orð fyrir er í raun alls ekki satt eða rétt. Það lærði ég enn betur eftir að koma til Ástralíu og eiga samræður við allskonar einstaklinga, lesa bækur og horfa á sjónvarp og spyrja hvað þetta og hitt orð meinti af því að enskan mín var ekki komin með það orð í safnið.

Ég hef lært, eins og hún Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti benti á um árið, að hvert tungumál hafi sína sérstöðu. Við hjónin hlæjum oft þegar við þýðum orðin fram og til baka. Ég þýði íslensk orð yfir á ensku sem þá hljóma svo illa eða fyndin og sum ensk orð og íslensk eru í raun óþýðanleg og krefjast þá annarskonar útskýringa.

Auglýsing

Ég fór á námskeið í ensku fljótlega eftir að koma hingað árið 1987 og var kennslan frí. Kennarinn var meiriháttar og heyrði hvert okkar sem var frá ótal hljóðkerfum um tuttugu tungumála rétt í fyrsta skipti. Það var meiriháttar af því að á kaffihúsum spurði fólk mig oft hvort ég vildi mjólk út í „cappuccinoið“ af því að þau héldu að ég væri að panta te. Hér beygi ég það orð af því að ég skrifa það á þessu máli.

Auðvitað ætti nám í íslensku að vera frítt fyrir alla sem koma frá öðrum löndum sem vilja verða hluti af þjóðinni. Allavega nógu lengi til að geta verið samræðufær, og til að geta skilið réttindi sín.

Það er mjög merkilegt og athyglisvert að lesa upplifun þína af þessum hlutum í fæðingarlandi mínu þar sem ég var í nær fjörtíu ár, mínus þau sem ég sem barn var í öðrum löndum þangað til ég var sjö ára.

Já, beygingarkerfið í þessu máli er trúlega einstakt, en kannski svipað í hinum norðurlandamálunum? Ég hef ekki lagt næga stund á að læra þau til að ná að vita það. Til dæmis er nafnið Anna flókið. Hún heitir Anna. Svo ef þú ert að tala um hana ertu að tala um Önnu, og ef þú færð gjöf frá henni er það gjöf frá Önnu. Ef þú ætlar að heimsækja hana ertu að fara til Önnu. 

Svo er það mitt nafn Matthildur: Hér er Matthildur, þegar þú segir öðrum hvað ég heiti, og þegar þú talar um mig þá er það um Matthildi, en ef þú ætlar að heimsækja mig þá er það að þú sért að fara til Matthildar. Ef ég gef þér gjöf þá er hún frá Matthildi.

Hvernig eiga innflytjendur að skilja þetta nema fá góða útskýringu og kennslu í af hverju það sé og eigi að vera svona og hafi verið um aldir?

Það er leitt að sjá að þjóð og þá er ég að tala meira um þá sem hafa ekki búið í öðrum löndum sáu þetta mál sem svo spes og flestir gerðu sér far um að tala og skrifa rétt eins og reglur og formúlur sögðu til um.

En núna er málið oft ansi mikill kokteill þar sem enskan hefur fengið að læðast inn og áherslur ekki á réttar beygingar eða stafsetningu, af því að kannski hefur einstaklingurinn ekki fengið góða kennslu eða nennir ekki að hugsa um það eða er innflytjandi.

Og auðvitað er það til, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað, að fólki sem flytur til lands með annað tungumál er haldið í vanþekkingu til að þurfa ekki að veita þeim sömu kjör og þeim innfæddu. Það gerist víða um heim því miður og við heyrum líka um þau tilfelli hér í Ástralíu.

Þegar ég var í Menntaskólanum við Hamrahlíð í öldungadeildinni áttaði ég mig á að íslenskan væri ansi fátæk hvað varðaði orð um tilfinningar af því að ritgerðin sem við áttum að skrifa þurfti meira af slíkum orðum, og viðurkenndi kennarinn það. Það vantar eitt og annað í orðaforða hins íslenska máls. En það hafa þó verið sköpuð ýmis ný orð, eins og til dæmis sjónvarp og tölva. Ég er viss um að faðir minn sem fór að læra rússnesku um fimmtugt myndi vera sammála þér um hana. En sú kunnátta sem hann hafði í því máli, varð þó til þess að hann gat hjálpað Rússa sem kom til landsins.

Héðan koma svo baráttukveðjur til þín um að vinna að því að bæta kennslu í málinu fyrir alla innflytjendur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar