Opið bréf til Sabínu Leskopf frá Íslendingi í Ástralíu

Matthildur Björnsdóttir skrifar opið bréf Sabínu Leskopf þar sem hún fjallar um íslenska tungumálið.

Auglýsing

Komdu sæl Sabína, mikið var athygl­is­vert að lesa grein þína „Kannt þú að beygja kýr?“ Sem mann­vera fædd á Íslandi þar sem íslenska var mitt besta fag í skóla sé ég að það hafa orðið alls­konar breyt­ingar á mál­inu, og mest kannski sjá­an­legt héðan frá í Ástr­alíu að það er mun meiri lin­kind í gangi hvað varðar beyg­ing­ar, endi á orðum og staf­setn­ingu en var þegar ég var í skóla á árunum um miðja síð­ustu öld en ég er 73 ára gömul núna. Afi minn sem var prent­ari fyrir um öld síðan væri trú­lega garg­andi yfir því í dag.

Þetta með íslensku­snobbið er svo önnur saga, og ég lifði við það. Það að svo margir héldu því fram að það væri ekki til sú hugsun í heim­inum sem þetta mál hefði ekki orð fyrir er í raun alls ekki satt eða rétt. Það lærði ég enn betur eftir að koma til Ástr­alíu og eiga sam­ræður við alls­konar ein­stak­linga, lesa bækur og horfa á sjón­varp og spyrja hvað þetta og hitt orð meinti af því að enskan mín var ekki komin með það orð í safn­ið.

Ég hef lært, eins og hún Vig­dís Finn­boga­dóttir fyrr­ver­andi for­seti benti á um árið, að hvert tungu­mál hafi sína sér­stöðu. Við hjónin hlæjum oft þegar við þýðum orðin fram og til baka. Ég þýði íslensk orð yfir á ensku sem þá hljóma svo illa eða fyndin og sum ensk orð og íslensk eru í raun óþýð­an­leg og krefj­ast þá ann­ars­konar útskýr­inga.

Auglýsing

Ég fór á nám­skeið í ensku fljót­lega eftir að koma hingað árið 1987 og var kennslan frí. Kenn­ar­inn var meiri­háttar og heyrði hvert okkar sem var frá ótal hljóð­kerfum um tutt­ugu tungu­mála rétt í fyrsta skipti. Það var meiri­háttar af því að á kaffi­húsum spurði fólk mig oft hvort ég vildi mjólk út í „cappuccin­oið“ af því að þau héldu að ég væri að panta te. Hér beygi ég það orð af því að ég skrifa það á þessu máli.

Auð­vitað ætti nám í íslensku að vera frítt fyrir alla sem koma frá öðrum löndum sem vilja verða hluti af þjóð­inni. Alla­vega nógu lengi til að geta verið sam­ræðu­fær, og til að geta skilið rétt­indi sín.

Það er mjög merki­legt og athygl­is­vert að lesa upp­lifun þína af þessum hlutum í fæð­ing­ar­landi mínu þar sem ég var í nær fjör­tíu ár, mínus þau sem ég sem barn var í öðrum löndum þangað til ég var sjö ára.

Já, beyg­ing­ar­kerfið í þessu máli er trú­lega ein­stakt, en kannski svipað í hinum norð­ur­landa­mál­un­um? Ég hef ekki lagt næga stund á að læra þau til að ná að vita það. Til dæmis er nafnið Anna flók­ið. Hún heitir Anna. Svo ef þú ert að tala um hana ertu að tala um Önnu, og ef þú færð gjöf frá henni er það gjöf frá Önnu. Ef þú ætlar að heim­sækja hana ertu að fara til Önn­u. 

Svo er það mitt nafn Matt­hild­ur: Hér er Matt­hild­ur, þegar þú segir öðrum hvað ég heiti, og þegar þú talar um mig þá er það um Matt­hildi, en ef þú ætlar að heim­sækja mig þá er það að þú sért að fara til Matt­hild­ar. Ef ég gef þér gjöf þá er hún frá Matt­hildi.

Hvernig eiga inn­flytj­endur að skilja þetta nema fá góða útskýr­ingu og kennslu í af hverju það sé og eigi að vera svona og hafi verið um ald­ir?

Það er leitt að sjá að þjóð og þá er ég að tala meira um þá sem hafa ekki búið í öðrum löndum sáu þetta mál sem svo spes og flestir gerðu sér far um að tala og skrifa rétt eins og reglur og for­múlur sögðu til um.

En núna er málið oft ansi mik­ill kok­teill þar sem enskan hefur fengið að læð­ast inn og áherslur ekki á réttar beyg­ingar eða staf­setn­ingu, af því að kannski hefur ein­stak­ling­ur­inn ekki fengið góða kennslu eða nennir ekki að hugsa um það eða er inn­flytj­andi.

Og auð­vitað er það til, hvort sem það er með­vitað eða ómeð­vit­að, að fólki sem flytur til lands með annað tungu­mál er haldið í van­þekk­ingu til að þurfa ekki að veita þeim sömu kjör og þeim inn­fæddu. Það ger­ist víða um heim því miður og við heyrum líka um þau til­felli hér í Ástr­al­íu.

Þegar ég var í Mennta­skól­anum við Hamra­hlíð í öld­unga­deild­inni átt­aði ég mig á að íslenskan væri ansi fátæk hvað varð­aði orð um til­finn­ingar af því að rit­gerðin sem við áttum að skrifa þurfti meira af slíkum orð­um, og við­ur­kenndi kenn­ar­inn það. Það vantar eitt og annað í orða­forða hins íslenska máls. En það hafa þó verið sköpuð ýmis ný orð, eins og til dæmis sjón­varp og tölva. Ég er viss um að faðir minn sem fór að læra rúss­nesku um fimm­tugt myndi vera sam­mála þér um hana. En sú kunn­átta sem hann hafði í því máli, varð þó til þess að hann gat hjálpað Rússa sem kom til lands­ins.

Héðan koma svo bar­áttu­kveðjur til þín um að vinna að því að bæta kennslu í mál­inu fyrir alla inn­flytj­end­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar