Brexit, Trump og þörfin á virkinu Evrópu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að það þurfi að byggja raunverulegt virki í Evrópu þar sem frjálslyndi, virðing fyrir mannréttindum og lýðræði ræður ríkjum.

Auglýsing

Loks­ins tókst Bretum að fara úr ESB (les: annar helm­ing­ur­inn dró hinn nauð­ugan með sér). Eftir mikið japl, jaml og fuður og klofn­ing bresku þjóð­ar­innar í herðar niður hafa Bretar yfir­gef­iið ESB, sam­bandið sem hefur gefið breskum rík­is­borg­urum mesta ferða, athafna og atvinnu­frelsi sem þeir hafa nokkurn tím­ann þekkt. En nú verður breyt­ing þar á, og til hins verra að mati þess sem þetta rit­ar.

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra, reynir allt hvað hann getur til þess að telja Bretum trú um að þeir séu nú orðnir „frjáls­ir“ og loks­ins lausir undan meintu oki ESB. Samt vill hann vera „besti vinur ESB“ eins og hann segir sjálf­ur, svo liggur við smjaðri.

Gæfu­spor Bret­lands tekið til baka

Stað­reyndin er engu að síður sú að fyrir hinn almenna Breta verður erf­ið­ara en áður að sækja sér vinnu, menntun og að setj­ast að í öðru ESB-­ríki, en áður. Ekki er það aukið frelsi. Hins vegar var samið um að Bretar fengju að njóta áfram ýmissa rétt­inda í öðrum ESB-lönd­um, t.d. heilsu­gæslu, svona til að milda högg­ið. Eng­inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef­ur, segir mál­tæk­ið.

Almennt er við­ur­kennt að aðild Breta að efna­hags­sam­vinnu Evr­ópu­þjóða árið 1973 og síðar því sem varð að ESB dags­ins í dag, sé eitt mesta gæfu­spor sem þeir hafa tek­ið. 

Í krafti aðildar varð breskur efna­hagur mun sam­keppn­is­hæf­ari en hann hafði verið og á mörgum sviðum urðu Bretar leið­andi í Evr­ópu. Og ekki tók ESB af þeim olí­u­na, né önnur verð­mæti.

Aðild Breta að ESB hefur einnig gull­tryggt stöðu London á sviði fjár­mála og við­skipta, en hinn nýi samn­ingur Bret­lands og ESB er í raun mjög þög­ull um það mál og hvernig það þró­ast. Í raun er nán­ast ósamið um öll þjón­ustu­við­skipti, sem eru um 80% af efna­hag Bret­lands.

Klofið land

Brexit hefur í raun klofið Skotland frá rest­inni af bresku þjóð­inni. Eng­inn hluti Skotlands kaus með því að ganga úr ESB. Þess vegna eru taldar mjög auknar líkur á því að Skotar muni á næstu miss­erum krefj­ast atkvæða­greiðslu um sjálf­stæð­i. 

Auglýsing
Þá er margt sem bendir til þess að Brexit geti ógnað friði og afkomu almenn­ings á N-Ír­landi og Írlandi. N-Ír­land er hluti af Stóra-Bret­landi, en mun áfram fylgja lögum um Innri markað ESB á næst­unni. N-Ír­land verður eins­konar „inn­gang­ur“ eða „hlið“ Bret­lands inn í ESB. Meira eft­ir­lit verður þó á landa­mærum, en íbúar N-Ír­lands munu áfram geta flutt og unnið innan ESB, næstu árin að minnsta kosti. Sér­stök „við­skipta­landa­mæri“ eru nú í miðju haf­inu á milli Bret­lands og Írlands. Nið­ur­staðan er því í raun sú að Bret­land er ekki að fullu farið úr ESB.

Var ESB vont við Bret­land? Nei, aldeilis ekki. Fá lönd hafa fengið jafn hag­stæðan aðild­ar­samn­ing við ESB og Bret­land, með ríf­legum afslætti af aðild­ar­gjöldum til sam­bands­ins, sem þeim sömdu sér­stak­lega um á sínum tíma. Um var að ræða margra millj­arða punda afslátt á ári. Þetta breytti því þó ekki að Bret­land greiddi meira til ESB en það fékk til baka, en aðild­ar­gjaldið er ákveðin pró­senta af þjóð­ar­fram­leiðslu aðild­ar­land­anna og af tekjur af sölu­skatti. Hvernig menn meta þessa stað­reynd er hins­vegar afstætt, þegar allt dæmið var reikn­að.

Gríð­ar­leg sam­keppn­is­hæfni

Bret­land náði með ESB-að­ild að verða eitt sam­keppn­is­hæf­asta hag­kerfi álf­unnar og aðildin að Innri mark­aðnum kom sér mjög vel fyrir landið og íbúa þess. Fram­leiðni­aukn­ing vegna aðildar að ESB hefur verið mæld í tveggja stafa tölum í fjöl­mörgum greinum bresks atvinnu­lífs. Nú hefur verið samið um nán­ast sömu hluti og fólust í aðild­inni að Innri mark­aðnum og til hvers var þá af stað far­ið?

Fisk­veiðar = 0.18%

Jú, aðal­lega til að ráða fiski­miðum Bret­lands, en breskur sjáv­ar­út­vegur telur um 0.18% af þjóð­ar­fram­leiðslu lands­ins. Heil 0.18%! Bretar flytja inn nán­ast tvö­falt meiri fisk en þeir sjálfir veiða (frá öðrum ESB-­ríkj­u­m). Árið 2019 veiddu þeir um 622.000 tonn, að verð­mæti um 990 millj­ónir punda. Skip yfir 10 metrum að stærð eru aðeins um 4% af flota Breta, sem telur um 5900 skip. Vægi sjáv­ar­út­vegs í Brex­it-um­ræð­unni var því í hróp­legu ósam­ræmi miðað við vægi grein­ar­innar í bresku efna­hags­lífi. Einnig vildu fylg­is­menn Brexit losna unda meintri „kúg­un“ Evr­ópu­dóm­stóls­ins. Þeir telja sig einnig gera miklu betri lög en koma frá ESB, sem samt sem áður hafa valdið og leitt til áður óþekktrar hag­sældar í land­inu. Þetta er svo skrýtið allt sam­an.

Mich­ael Gove, ráð­herra í rík­is­stjórn Bret­lands sagði í við­tali á BBC að „veg­ur­inn framundan yrði hol­ótt­ur.“ Til hvers voru Bretar að fara af beinu braut­inni yfir á holóttan mal­ar­veg? Það er mér fyr­ir­munað að skilja.

Bretar í sam­keppni við ESB?

Bretar segj­ast nú hafa nýtt „frelsi“ til þess að gera fullt, fullt af nýjum við­skipta­samn­ing­um, en samt sem áður er ESB með gríð­ar­legan fjölda við­skipta­samn­inga við fjölda ríkja í nán­ast öllum heims­álf­um. Nú er ESB t.d. í samn­inga­við­ræðum við Kína. Og ætla þá Bretar í sam­keppni við ESB um gerð nýrra við­skipta­samn­inga? Hefði ekki betra að vera sam­an, sem stærri og öfl­ugri heild?

Bent hefur verið á að mögu­lega muni Brexit efla sam­vinnu og mátt Þýska­lands og Frakk­lands, nú þegar Bretar eru farn­ir.

En brott­hvarf Bret­lands skilur líka eftir sig tóma­rúm á vest­ur­-­væng ESB. Gott væri að í fram­tíð­inni myndi Skotland og Ísland fylla upp í það skarð. Gott væri að hafa Noreg með.

Virkið Evr­ópa

Það þarf nefni­lega að byggja raun­veru­legt virki í Evr­ópu, virki, þar sem frjáls­lyndi, virð­ing fyrir mann­rétt­indum og lýð­ræði ræður ríkj­u­m. 

Mik­il­vægi þessa sést einmitt vel þegar póli­tísk stór­slys verða, eins og kjör Don­ald Trumps, frá­far­andi for­seta Banda­ríkj­anna, hefur sýnt sig vera. Það hefur til að mynda þurft að „stað­reynda­tékka“ nán­ast allt sem hann lætur út úr sér. Alls ekki er úti­lokað að í fram­tíð­inni geti van­hæfur ein­stak­lingur aftur hlotið kosn­ingu sem for­seti Banda­ríkj­anna. Aðgerðir Don­ald Trumps eftir tap hans gegn Joe Biden hafa grafið undan banda­rísku lýð­ræði á þann hátt að það tekur mögu­lega fleiri ár, jafn­vel ára­tugi, að bæta þann skaða sem Trump hefur unn­ið. Og atburðir þann 6. Jan­úar síð­ast­lið­inn, þegar trylltur Trump-skríll réð­ist á banda­ríska þing­hús­ið, sýndi umheim­inum að for­seti Banda­ríkj­anna, valda­mesti maður heims, er nán­ast viti sínu fjær. Því þarf sterka Evr­ópu, virki lýð­ræð­is, frjáls­lyndis og almennrar skyn­semi, sem getur staðið gegn rugl­inu og brjál­sem­inn­i. 

And­stæð­ingar og í sumum til­fellum hat­urs­menn ESB hér á landi, hafa nýtt tæki­færið til þess að hefja umræðu um end­ur­skoðun (og jafn­vel upp­sögn) á EES-­samn­ing­un. Sjálf­sagt að skoða samn­ing­inn, upp­færa og betrumbæta, en upp­sögn er algjör firra. Eng­inn samn­ingur sem Íslend­ingar hafa gert sem full­valda ríki hefur gefið landi og þjóð jafn­mik­ið, á nán­ast öllum sviðum þjóð­lífs­ins. Það er almennt við­ur­kennd stað­reynd.

Það er hins­vegar ástæða til þess að fara að ræða aftur mögu­leik­ann á því að taka upp á ný aðild­ar­við­ræður við ESB og huga að þeim mögu­leika, sem var ýtt út af borð­inu vegna sér­hags­muna fárra (sjáv­ar­út­vegs/land­bún­að­ar), á kostnað fjöld­ans og almanna­hags­muna.

Ísland gæti í fram­tíð­inni orðið áhrifa­mikið smá­ríki á vest­ur­jaðri ESB og N-Atl­ants­haf­inu.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar