Matvælastefna fyrir neytendur

Guðjón Sigurbjartsson telur að Íslendingar geti beitt matvælastefnu til að gera matarneyslu heilsusamlegri, hagkvæmari og umhverfisvænni og bætt þannig heilsu, lífskjör og umhverfi.

Auglýsing

Matvælastefna stjórnvalda sem kynnt var í byrjun desember 2020 ber þess glögg merki að vera unnin fyrst og fremst á forsendum landbúnaðarins, frekar en neytenda og almennings. 

Bretar settu sér sína eigin matvælastefnu, National Food Strategy, árið 2019 í aðdraganda BREXIT. Við samanburð þessara stefna sést berlega að Bretar sjá kosti opinna viðskipti yfir landamæri sem gagnast neytendum, bændum og umhverfinu. 

Við þurfum að endurhugsa matvælastefnuna í sama dúr. Til þess þurfum við líka að spyrja réttu spurninganna.

Auglýsing

Spurningar sem ný matvælastefna þarf að svara

1. Hvaða mat ættum við að vera að borða og hversu mikið?

2. Hvernig tryggjum við næg, holl matvæli til framtíðar, það er fæðuöryggi?

3. Hvernig tryggjum við að matvæli séu örugg til neyslu?

Skoðum þessar spurningar nánar.

1. Hvaða mat ættum við að vera að borða og hversu mikið?

Lífstílssjúkdómar eru gríðarlegt og vaxandi vandamál.  Um 20% barna eru of þung og 60% fullorðinna eru yfir kjörþyngd hér á landi.  Ofþyngd og lífstílstengdir sjúkdómar eru taldir stytta meðalævi og kosta þjóðina í kringum 10 milljarða kr. á ári, sem trúlega er vanmat.  

Lífsstílssjúkdómar stafa aðallega af ofneyslu matar og ónógri hreyfingu.  Við þurfum því flest að minnka neyslu og neyta hollari fæðu. Matvælastefnan þarf styðja það.  

Núverandi styrkjakerfi landbúnaðar umbunar lambakjöts og mjólkurvöruframleiðslu umfram önnur matvæli, setur tolla og innflutningshömlur á matvæli sem hækkar matvælaverð hollra og umhverfisvænna matvæla.  

Matvælastefna ætti að stuðla að virkum opnum matvælamarkaði með holl matvæli og umbuna helst umhverfisvænni, hollri framleiðslu. 

2. Hvernig tryggjum við næg, holl matvæli til framtíðar, það er fæðuöryggi?

Hér hlýtur umhverfisleg og fjárhagsleg sjálfbærni að skipta máli.

Við framleiðum meira en nóg af mat fyrir þjóðina þegar fiskveiðarnar eru meðtaldar, neytum aðeins um 2% af því sem við veiðum, flytjum 98% út.  

En það þarf fleira en umhverfisvænan og hollan fiski.  Við þurfum fjölbreytta og holla fæðu bæði fyrir okkur og umhverfið. Í sjálfu sér er gott að flytja inn matvöru ef það er hagkvæmt og umhverfisvænt.  Vandinn er að innlend framleiðsla á kjöti og mjólk er hvorki umhverfisvæn né fjárhagslega sjálfbær.  

Kolefnisspor

Til að framleiða 1 kg af kjúklinga- og svínakjöti þarf að flytja inn um 2 kg. af kornfæðu. Til að framleiða lambakjöt og mjólkurafurðir hefur mikið af votlendi verið þurrkað upp.  Um 60% af heildarlosun Íslands af gróðurhúsalofttegundum kemur frá framræstu votlendi og auk þess koma önnur 13% frá landbúnaði.  Samtals er landbúnaðurinn því ábyrgur fyrir 73% af heildarlosun Íslands. Lausaganga búfjár heldur niðri gróðurþekju landsins, gerir skógrækt kostnaðarsama og kolefnisbindingu minni en ella.

Á heimsvísu eru fæðuöflunarkerfi ábyrg fyrir 20-30% af losun gróðurhúsalofttegunda

Fjárhagslega hliðin

Lambakjöts- og mjólkurvöruframleiðslan okkar er fjárhagslega mjög ósjálfbær.  Við verjum um 16 milljörðum kr. af skattfé almennings til landbúnaðarins árlega, aðallega til framleiðslu lambakjöts og mjólkurvara. 

Auk þess kostar tollvernd landbúnaðarins neytendur um 25 milljarða kr. í hærri matarinnkaup en væri við tollfrjáls viðskipti. Þar af nýtast um 15 milljarðar bændum samkvæmt OECD og um 10 milljarðar slátrun og vinnslu.  

Samtals er almenningi gert að verja yfir 40 milljörðum kr. á ári til íslensks landbúnaðar, sem er rúmlega þrisvar sinnum meira en að meðaltali í Evrópu.  Tollarnir hækka matarinnkaup hvers okkar um 10.000 kr. á mánuði eða 120.000kr. á ári og mörg okkar verða að láta sér nægja óholl matvæli til að spara.

Það er því bæði umhverfisvænt og fjárhagslega sjálfbærara að flytja inn flest kjöt. Grænkera og lífræn fæða er heppileg fyrir umhverfið, þó innflutt sé.

Betri rekjanleiki matvæla myndi valdefla neytendur þannig að þeir gætu sjálfir valið sín matvæli með tilliti til verðs, sjálfbærni, gæða og umhverfisáhrifa. 

Með matvælastefnu getum við tekið stór skref umhverfislega og til bættra lífskjara.  

3. Hvernig tryggjum að matvæli séu örugg til neyslu?

Í nútíma samfélagi er matvælaöryggi tryggt með vönduðum vinnubrögðum, þekkingu og tækni. Stuðst er við alþjóðlega þekkingu, reglur og eftirlit með framleiðslu, flutningi og geymslu matvæla.  Þetta á við bæði um innlenda og innflutta matvöru.  

Það afvegaleiðir neytendur að halda því fram að innflutt matvæli séu ekki eins örugg og innlend.  Matvæli þurfa sambærilega meðferð hvaðan sem þau koma.  Sýklalyf eru ekki notuð sem vaxtarhvati í Evrópu og hafa ekki verið lengi.  

Matvælastefna sem tryggir rekjanleika og vottaðar gæðamerkingar hjálpar okkur að velja gæðavörur eftir efnum og ástæðum.

Matvælastefna er fyrir almenning

Við getum beitt matvælastefnu til að gera matarneyslu okkar heilsusamlegri, hagkvæmari og umhverfisvænni og bætt þannig heilsu okkar, lífskjör og umhverfi.

Það þarf að uppfæra nýframkomna matvælastefnu sem gengur út á sem minnstar breytingar á núvarandi stöðu og ef eitthvað er, meira af því sama. 

Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar úr því sem komið er.


Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og í stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar