Matvælastefna fyrir neytendur

Guðjón Sigurbjartsson telur að Íslendingar geti beitt matvælastefnu til að gera matarneyslu heilsusamlegri, hagkvæmari og umhverfisvænni og bætt þannig heilsu, lífskjör og umhverfi.

Auglýsing

Matvælastefna stjórnvalda sem kynnt var í byrjun desember 2020 ber þess glögg merki að vera unnin fyrst og fremst á forsendum landbúnaðarins, frekar en neytenda og almennings. 

Bretar settu sér sína eigin matvælastefnu, National Food Strategy, árið 2019 í aðdraganda BREXIT. Við samanburð þessara stefna sést berlega að Bretar sjá kosti opinna viðskipti yfir landamæri sem gagnast neytendum, bændum og umhverfinu. 

Við þurfum að endurhugsa matvælastefnuna í sama dúr. Til þess þurfum við líka að spyrja réttu spurninganna.

Auglýsing

Spurningar sem ný matvælastefna þarf að svara

1. Hvaða mat ættum við að vera að borða og hversu mikið?

2. Hvernig tryggjum við næg, holl matvæli til framtíðar, það er fæðuöryggi?

3. Hvernig tryggjum við að matvæli séu örugg til neyslu?

Skoðum þessar spurningar nánar.

1. Hvaða mat ættum við að vera að borða og hversu mikið?

Lífstílssjúkdómar eru gríðarlegt og vaxandi vandamál.  Um 20% barna eru of þung og 60% fullorðinna eru yfir kjörþyngd hér á landi.  Ofþyngd og lífstílstengdir sjúkdómar eru taldir stytta meðalævi og kosta þjóðina í kringum 10 milljarða kr. á ári, sem trúlega er vanmat.  

Lífsstílssjúkdómar stafa aðallega af ofneyslu matar og ónógri hreyfingu.  Við þurfum því flest að minnka neyslu og neyta hollari fæðu. Matvælastefnan þarf styðja það.  

Núverandi styrkjakerfi landbúnaðar umbunar lambakjöts og mjólkurvöruframleiðslu umfram önnur matvæli, setur tolla og innflutningshömlur á matvæli sem hækkar matvælaverð hollra og umhverfisvænna matvæla.  

Matvælastefna ætti að stuðla að virkum opnum matvælamarkaði með holl matvæli og umbuna helst umhverfisvænni, hollri framleiðslu. 

2. Hvernig tryggjum við næg, holl matvæli til framtíðar, það er fæðuöryggi?

Hér hlýtur umhverfisleg og fjárhagsleg sjálfbærni að skipta máli.

Við framleiðum meira en nóg af mat fyrir þjóðina þegar fiskveiðarnar eru meðtaldar, neytum aðeins um 2% af því sem við veiðum, flytjum 98% út.  

En það þarf fleira en umhverfisvænan og hollan fiski.  Við þurfum fjölbreytta og holla fæðu bæði fyrir okkur og umhverfið. Í sjálfu sér er gott að flytja inn matvöru ef það er hagkvæmt og umhverfisvænt.  Vandinn er að innlend framleiðsla á kjöti og mjólk er hvorki umhverfisvæn né fjárhagslega sjálfbær.  

Kolefnisspor

Til að framleiða 1 kg af kjúklinga- og svínakjöti þarf að flytja inn um 2 kg. af kornfæðu. Til að framleiða lambakjöt og mjólkurafurðir hefur mikið af votlendi verið þurrkað upp.  Um 60% af heildarlosun Íslands af gróðurhúsalofttegundum kemur frá framræstu votlendi og auk þess koma önnur 13% frá landbúnaði.  Samtals er landbúnaðurinn því ábyrgur fyrir 73% af heildarlosun Íslands. Lausaganga búfjár heldur niðri gróðurþekju landsins, gerir skógrækt kostnaðarsama og kolefnisbindingu minni en ella.

Á heimsvísu eru fæðuöflunarkerfi ábyrg fyrir 20-30% af losun gróðurhúsalofttegunda

Fjárhagslega hliðin

Lambakjöts- og mjólkurvöruframleiðslan okkar er fjárhagslega mjög ósjálfbær.  Við verjum um 16 milljörðum kr. af skattfé almennings til landbúnaðarins árlega, aðallega til framleiðslu lambakjöts og mjólkurvara. 

Auk þess kostar tollvernd landbúnaðarins neytendur um 25 milljarða kr. í hærri matarinnkaup en væri við tollfrjáls viðskipti. Þar af nýtast um 15 milljarðar bændum samkvæmt OECD og um 10 milljarðar slátrun og vinnslu.  

Samtals er almenningi gert að verja yfir 40 milljörðum kr. á ári til íslensks landbúnaðar, sem er rúmlega þrisvar sinnum meira en að meðaltali í Evrópu.  Tollarnir hækka matarinnkaup hvers okkar um 10.000 kr. á mánuði eða 120.000kr. á ári og mörg okkar verða að láta sér nægja óholl matvæli til að spara.

Það er því bæði umhverfisvænt og fjárhagslega sjálfbærara að flytja inn flest kjöt. Grænkera og lífræn fæða er heppileg fyrir umhverfið, þó innflutt sé.

Betri rekjanleiki matvæla myndi valdefla neytendur þannig að þeir gætu sjálfir valið sín matvæli með tilliti til verðs, sjálfbærni, gæða og umhverfisáhrifa. 

Með matvælastefnu getum við tekið stór skref umhverfislega og til bættra lífskjara.  

3. Hvernig tryggjum að matvæli séu örugg til neyslu?

Í nútíma samfélagi er matvælaöryggi tryggt með vönduðum vinnubrögðum, þekkingu og tækni. Stuðst er við alþjóðlega þekkingu, reglur og eftirlit með framleiðslu, flutningi og geymslu matvæla.  Þetta á við bæði um innlenda og innflutta matvöru.  

Það afvegaleiðir neytendur að halda því fram að innflutt matvæli séu ekki eins örugg og innlend.  Matvæli þurfa sambærilega meðferð hvaðan sem þau koma.  Sýklalyf eru ekki notuð sem vaxtarhvati í Evrópu og hafa ekki verið lengi.  

Matvælastefna sem tryggir rekjanleika og vottaðar gæðamerkingar hjálpar okkur að velja gæðavörur eftir efnum og ástæðum.

Matvælastefna er fyrir almenning

Við getum beitt matvælastefnu til að gera matarneyslu okkar heilsusamlegri, hagkvæmari og umhverfisvænni og bætt þannig heilsu okkar, lífskjör og umhverfi.

Það þarf að uppfæra nýframkomna matvælastefnu sem gengur út á sem minnstar breytingar á núvarandi stöðu og ef eitthvað er, meira af því sama. 

Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar úr því sem komið er.


Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og í stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar