Um viðskiptafrelsi og skynsamlega tollastefnu

Ragnar Árnason svarar Þórólfi Matthíassyni.

Auglýsing

Þórólfur Matth­í­as­son ritar and­svar við grein minni Við­skipta­frelsi og skyn­sam­leg tolla­stefna.

Í grein sinni fellst Þórólfur á það meg­in­at­riði í grein minni að inn­flutn­ings­tak­mark­anir og tollar geti bætt þjóð­ar­hag. Hins vegar telur hann að þessi almenna nið­ur­staða hag­fræð­innar „eigi ekki með neinum hætti við um íslenskan land­bún­að“ (en meinar vænt­an­lega inn­flutn­ing á land­bún­að­ar­af­urðum til Íslands). Mik­il­vægt er að átta sig á því að hér er um að ræða skoðun Þór­ólfs, en ekki hag­fræði­lega nið­ur­stöðu. Það er ekk­ert í hag­fræði sem segir að nið­ur­stöður hennar um að tollar geti bætt þjóð­ar­hag eigi ekki við um land­bún­að­ar­vörur eða smá þjóð­ríki og enn síður Ísland. 

Þessi skoðun Þór­ólfs á þjóð­hag­legu gagns­leysi tolla á inn­flutn­ing land­bún­að­ar­af­urða vekur hins vegar spurn­ingu hvers vegna nán­ast öll vest­ur­lönd leggja tolla á og tak­marka með öðrum hætti inn­flutn­ing á land­bún­að­ar­af­urð­um. Þetta á jafnt við um stórar ríkja­heildir eins og Banda­ríkin og Evr­ópu­sam­bandið til­tölu­lega lítil ríki eins og Noreg og Sviss. Er Þórólfur virki­lega þeirrar skoð­unar að öll þessi lönd með sitt öfl­uga stjórn­kerfi og her­skara af vel mennt­uðum hag­fræð­ingum séu að gera sömu mis­tök og Þórólfur segir að Ísland sé að ger­a? 

Stað­reyndin er auð­vitað sú, eins og ég rakti í grein minni, að þjóðir heims eiga í langvar­andi tog­streitu um tolla í því skyni að bæta hag sinn. Tolla­samn­ingar fela í sér að þjóðir lækka vissa tolla gegn því að gagn­að­il­inn lækki sína tolla. Hvað Ísland og Evr­ópu­sam­bandið snertir sæk­ist Ísland eftir lækk­unum á tollum ESB á sjáv­ar­af­urðir en ESB eftir lækk­unum á tollum á land­bún­að­ar­af­urð­ir. Þótt ekki komi meira til er þegar í því ljósi óskyn­sam­legt af Íslandi að lækka tolla á land­bún­að­ar­af­urðum nema gegn sam­svar­andi lækkun tolla af sjáv­ar­af­urð­u­m. 

Auglýsing
Þórólfur kvartar undan því að til­vísun mín í þá nið­ur­stöðu hag­fræð­innar að tollar geti verið þjóð­hags­lega hag­kvæmir sé ekki nægi­lega skýr. Því er til að svara að þessi nið­ur­staða er svo vel þekkt að ég taldi ekki ástæðu til nákvæmrar til­vís­unar í blaða­grein. Úr því að Þórólfur spyr er mér hins vegar ljúft að upp­lýsa að til­vís­unin var í N. Limão (2008) Optimal Tariffs í Palgrave Dict­ion­ary of Economics. Upp­haf­legu nið­ur­stöð­urnar voru hins vegar settar fram af N. Kaldor 1940, A note on tariffs and the terms of tra­de. Economica 7: 377–380 og H. John­son 1953–4, Optimum tariffs and retali­ation. Review of Economic Stu­dies 21, 142–153. 

Höf­undur er pró­fessor emeritus í hag­fræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar