Ritstjóri sem elskar forseta sem elskar múg sem ræðst á grunnstoðir lýðræðis

Auglýsing

Þótt til staðar séu gam­al­gróin og form­föst við­mið og ferlar sem eiga að tryggja áfram­hald lýð­ræðis geta stakir menn unnið á því mik­inn skaða á skömmum tíma. Stundum ger­ist það vegna þess að þeir geta nýtt sér ytri aðstæður tíma­bundið til að grafa undan hinu lýð­ræð­is­lega ferli. Þannig hátt­aði þegar Don­ald J. Trump, raun­veru­leika­stjarna án virð­ingar eða áhuga fyrir nokkru nema sjálfum sér, var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna í nóv­em­ber 2016.

Það sem fleytti Trump, yfir­stétt­ar­manni frá New York sem aldrei hefur liðið skort, til valda var svar við ákalli sprottnu upp úr stór­auk­inni stétta­skipt­ingu vegna afleið­inga alþjóða­væð­ingar og mis­skipt­ingu gæð­anna í Banda­ríkj­un­um. Trump náði til fólks sem fannst það skilið eft­ir. Jað­ar­sett. Hefði engu að tapa.

Ofan á þetta smurði hann kyn­þátta­hyggju, kven­hatri og skýrum vilja til að skerða grund­vall­ar­mann­rétt­indi ýmissa minni­hluta­hópa. Trump skynj­aði markað fyrir harð­ara menn­ing­ar­stríð og hann var til­bú­inn að mæta þeirri eft­ir­spurn með nægu fram­boði.

Úr varð óvænt, og fremur and­styggi­leg, sig­ur­for­múla.

Þótt Trump hafi alltaf átt í sér­stöku sam­bandi við sann­leik­ann, og að ein­hverju leyti raun­veru­leik­ann, þá áttu fáir von á því að for­seta­tíð hans yrði eins og hún varð. 

Það sem ein­kenndi hana var meðal ann­ars snið­ganga hefð­bund­inna fjöl­miðla, og þeirra gilda sem höfð eru til hlið­sjónar í við­ur­kenndri frétta­vinnslu, en útmála fjöl­miðla frekar sem óvini fólks­ins. 

Auglýsing
Þess í stað not­aði hann sam­fé­lags­miðla – Twitter og Face­book – sem ofur-gjall­ar­horn fyrir áróður sinn og áras­ir. Hann bjó til beint og milli­liða­laust sam­band milli sín og þess hóps sem styður hann af mestur krafti. Hluti hægri sinn­aðra fjöl­miðla á borð við Fox og Breit­bart tók þátt í rús­sí­bannareið­inni og hjálp­aði Trump að fóðra skepn­una.

Þessa stöðu not­aði Trump til að smíða eigin sann­leika, sem á ekk­ert skylt við raun­veru­leika sem byggir á stað­reynd­um. 

Val­kvæðar stað­reyndir

Trump hefur fyrir vikið kom­ist upp með hegð­un, talsmáta og ákvarð­anir sem eng­inn annar for­seti hefur nokkru sinni kom­ist upp með. Sam­kvæmt sam­an­tekt Was­hington Post hafði Trump náð að setja fram 22.247 rangar eða mis­vísandi stað­hæf­ingar á þeim 1.316 dögum sem liðu frá því að hann sett­ist í emb­ætti og fram að 27. ágúst 2020. Í ágúst­mán­uði í fyrra setti hann fram 56 slíkar á hverjum degi að jafn­aði. Á einum degi, 17. ágúst 2020, setti hann fram 147 rangar eða mis­vísandi stað­hæf­ing­ar.

Þessi tónn var sleg­inn strax og for­seta­tíð Trump hófst. Þrátt fyrir að hann hafi unnið for­seta­kosn­ing­arnar 2016 með því að fá fleiri kjör­menn en Hill­ary Clint­on, lá ljóst fyrir að Clinton fékk fleiri atkvæði. Trump gat þó ekki sætt sig við þetta og hélt því ítrekað fram án sann­ana að Clinton hefði fengið þrjár til fimm millj­ónir ólög­legra atkvæða. Stór­fellt kosn­inga­svindl hefði verið við­haft í þremur ríkjum sem hann hefði verið sagður hafa tap­að. Þegar Trump sór emb­ætt­is­eið hélt hann því fram að miklu fleiri væru við­staddir en raun bar vitni. Eftir því sem leið á for­seta­tíð­ina urðu lygarn­ar, and­styggi­leg­heitin og valda­mis­notk­unin sífellt meiri og meira afger­andi.

Það átti því ekki að koma neinum á óvart að Trump myndi ekki taka því þegj­andi og hljóða­laust að tapa fyrir Joe Biden í for­seta­kosn­ing­unum í fyrra. 

Lýð­ræðið í dauða­spíral

Sitj­andi for­seti var raunar far­inn að und­ir­búa tap sitt löngu áður en Banda­ríkja­menn gengu til kosn­inga. Í ljósi COVID-19 far­ald­urs­ins var ljóst að mun fleiri atkvæði yrðu greidd í gegnum póst­kosn­ingu eða með öðrum hætti utan kjör­dags. Við blasti að lík­legir kjós­endur Biden myndu frekar nýta sér slíkar leiðir en lík­legir kjós­endur Trump, sem mæta á kjör­stað á kjör­dag. 

Það þýddi að tál­mynd af nið­ur­stöðu gæti birst í fyrstu töl­um, enda atkvæði greidd á kjör­dag að uppi­stöðu talin fyrst. Talið var nær öruggt að stuðn­ingur við Biden myndi aukast eftir því sem fleiri utan­kjör­fund­ar­at­kvæði yrðu tal­in. Þetta gerð­ist allt eins og eftir hand­riti.

Trump brást við með því að reyna að koma í veg fyrir að fleiri atkvæði yrðu talin eftir að hann var með for­ystu. Þegar honum varð ekki að ósk sinni brást hann við með því að lýsa kosn­ing­unum sem ólög­mætum og að þeim hefði verið stolið af hon­um. Lög­menn á vegum Trump höfð­uðu yfir 60 mál til að reyna að fá nið­ur­stöð­unni með ein­hverjum hætti hnekkt. Ekk­ert þeirra bar árang­ur. 

Trump beitti kjörna emb­ætt­is­menn í sveiflu­ríkj­um, úr eigin flokki, súr­r­eal­ískum þrýst­ingi um að breyta lýð­ræð­is­legri nið­ur­stöðu. Trump krafð­ist þess að þing­menn úr full­trúa- og öld­unga­deild styddu veg­ferð hans. Trump reyndi að fá inn­an­rík­is­ráð­herra Georgíu til að „finna“ atkvæði sem myndu duga honum til sig­urs í rík­inu. Og síð­ustu daga krafð­ist hann þess að Mike Pence, vara­for­seti hans, myndi taka sér vald sem hann hefur ekki til að stöðva stað­fest­ingu á nið­ur­stöðu kjör­manna allra ríkja um að Biden, sem fékk sjö millj­ónum fleiri atkvæði og 74 fleiri kjör­menn en Trump í kosn­ing­unum í nóv­em­ber, væri rétt­kjör­inn for­seti. Pence neit­að­i. 

Á sér­stökum þing­fundi beggja deilda Banda­ríkja­þings sem stað­festir kjör nýs for­seta, og fór fram í gær, mót­mæltu nokkrir þing­menn Repúblikana­flokks­ins nið­ur­stöð­unni. Mitch McConn­ell, leið­togi Repúblik­ana í öld­unga­deild­inni, kvað sér þá hljóðs og flutti áhrifa­mikla ræðu þar sem hann hvatti til þess að rétt nið­ur­staða for­seta­kosn­ing­anna yrði virt. Á meðal þess sem McConn­ell sagði var að ef for­seta­kosn­ingum yrði snúið á grund­velli ásak­ana sem ekk­ert virt­ist sanna myndi það senda lýð­ræðið í dauða­spíral.

Trump elskar þá sem ráð­ast inn í þing­hús

Sama dag héldu stuðn­ings­menn Trump fjöl­mennan bar­áttufund nálægt Hvíta hús­inu. Yfir­skrift við­burð­ar­ins var „Save Amer­ica“. Trump ávarp­aði fjöld­ann, sagði að þau myndu fara saman í þing­húsið og ekki sýna veik­leika. Hann bætti við: „Við munum aldrei gef­ast upp. Við munum aldrei við­ur­kenna ósig­ur.“

Mann­fjöld­inn – margir með hinar frægu Make Amer­ica Great Again der­húfur eða Trump-­fána, sumir með Suð­ur­ríkja­fána en sára­fáir með grímur – kyrj­aði til baka „við munum stöðva stuld­inn“. Fyrir liggur að Trump vald­eflir hóp­inn. Í gegnum hann finnst stuðn­ings­mönn­unum að þeir skipti máli á ný. Og þeir vilja ekki að sú til­finn­ing hverf­i. 

Skömmu síðar réðst hluti hóps­ins inn í þing­húsið í Was­hington og stöðv­aði þar með þing­fund sem var að stað­festa kjör rétt­kjör­ins for­seta Banda­ríkj­anna.  

Það er í fyrsta sinn sem það ger­ist frá því að Bretar réð­ust inn í þing­húsið árið 1814 og báru eld að því. 

Hóp­ur­inn ógn­aði og eyði­lagði. Fólk lést. Óhug sló fólk út um allan heim sem horfði á. Það hrikti í stoðum lýð­ræðis í beinni útsend­ingu. Trump sjálfur hellti olíu á eld­inn með Twitt­er-­færsl­um. Eftir harða gagn­rýni alls staðar að úr heim­inum birti Trump einnar mín­útu langt mynd­band á Twitter þar sem hann bað múg­inn að fara heim en end­ur­tók líka fyrri ósann­indi um að það væri verið að stela for­seta­emb­ætt­inu frá honum og stuðn­ings­mönnum hans. For­set­inn sagð­ist skilja að stuðn­ings­menn­irnir væru reið­ir. Við hóp­inn sem réðst inn í þing­húsið sagði hann: „Við elskum ykk­ur.“ 

Lokað á gjall­ar­hornið

Þetta virt­ist vera drop­inn sem fyllti mæl­inn. Bæði Twitter og Face­book lok­uðu tíma­bundið á reikn­ing Trump. Ofur-gjall­ar­hornið sem hann hefur nýtt til að skapa hlið­ar­veru­leika val­kvæðra stað­reynda var allt í einu þagn­að, að minnsta kosti um sinn. Eftir stendur skað­inn sem það hefur vald­ið. 

Auglýsing
Ákvörðun Face­book um að loka á Trump fram yfir valda­töku Biden hið minnsta bætir ekki upp fyrir gegnd­ar­lausa með­virkni sam­fé­lags­miðl­arisanna með hegðun hans síð­ustu árin, þar sem for­set­inn hefur fengið að dæla út hat­ursá­róðri, lygum og fyr­ir­lit­legum árásum sem eru í algjörri and­stöðu við settar reglur þeirra. En hún er skref í rétta átt. 

Ekki virð­ist van­þörf á. Trump-kok­teill­inn sem fengið hefur að bland­ast und­an­farin fjögur ár, og tugir millj­óna manna í Banda­ríkja­manna drekka án þess að efast um inni­hald­ið, hefur leitt til einnar mestu, ef ekki mestu, skaut­unar í banda­rísku sam­fé­lagi sem mælst hef­ur.

Ein birt­ingar mynd hennar er nið­ur­staða skoð­ana­könn­unar sem fram­­kvæmd var af fyr­ir­tæk­inu You­Gov á meðan að atburðir gær­­dags­ins í Was­hington stóðu yfir. Í henni kom fram að 45 pró­­sent þeirra sem svör­uðu og eru skráðir kjós­­endur Repúblikana­flokks­ins hrein­lega studdu inn­rás­ina í þing­hús­ið.

Tekið undir með Trump úr Hádeg­is­móum

Þótt lítið sé um það sam­fé­lags­lega hrá­efni sem Trump hefur tek­ist að virkja sér til stuðn­ings á Íslandi á for­set­inn sína fylg­is­menn hér­lendis líka. Í könnun sem gerð var í fyrra­sumar sögð­ust um fjögur pró­sent aðspurðra að þeir myndu kjósa hann í for­seta­kosn­ing­unum sem framundan voru, hefðu þeir rétt til þess. Lang­mestur var stuðn­ing­ur­inn hjá kjós­endum Mið­flokks­ins. Alls sögð­ust 29 pró­sent þeirra að þeir myndu kjósa Trump, gætu þeir það. 

Fyr­ir­ferða­mesti, og sýni­leg­asti, stuðn­ings­maður Trump er þó Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Í gegnum alla for­seta­tíð hans hefur rit­stjór­inn varið aðgerðir Trump, tekið undir sam­sær­is­kenn­ingar hans, kynt undir andúð for­set­ans á fjöl­miðlum og end­ur­tekið glóru­lausa þvælu um póli­tíska and­stæð­inga Trump. 

Eftir að Biden sigr­aði í for­seta­kosn­ing­unum í nóv­em­ber í fyrra, og sá sigur var „kall­að­ur“ með hefð­bundnum hætti, setti vef­mið­ill Morg­un­blaðs­ins fyr­ir­vara á þann sig­ur. Í Reykja­vík­ur­bréfi sem fylgdi var Trump mál­aður sem upp sem fórn­ar­lamb óbil­gjarnra alþjóð­legra eft­ir­lits­manna, gagn­rýn­andi á hátt­erni for­set­ans kall­aður „eitt­hvert fyr­ir­bæri“ og meg­in­straums­fjöl­miðlum úthúð­að.

Nokkrum dögum síðar var tekið undir að Biden hefði framið valdarán, og væri lyfj­að­ur, í rit­stjórn­ar­efni Morg­un­blaðs­ins. 

„Sko hann“

Í leið­ara Morg­un­blaðs­ins í dag, nokkrum klukku­tímum eftir að múgur réðst inn í þing­hús Banda­ríkj­anna til að and­mæla stað­festri nið­ur­stöðu í lýð­ræð­is­legum for­seta­kosn­ingum og búið var að „kalla“ nið­ur­stöðu í kosn­ingum um tvö öld­ung­ar­deild­ar­þing­sæti, er eft­ir­far­andi það sem rit­stjóri blaðs­ins hafði að segja við þá sem fá blaðið frídreift á fimmtu­dög­um: 

  • Leið­ara­höf­undur véfengir nið­ur­stöðu kosn­inga til öld­unga­deild­ar­innar þrátt fyrir að hún hafi verið „köll­uð“.
  • Leið­ara­höf­undur end­ur­tekur mön­tru sína um að Joe Biden hafi verið „geymdur í kjall­ar­an­um“ alla kosn­inga­bar­átt­una. Hana hefur hann farið með í fjöl­mörg skipti, og apar þar með upp Twitt­er-­færslur Trump. 
  • Leið­ara­höf­undur segir að Joe Biden hafi verið „ræki­lega studdur af banda­ríska fjöl­miðla­veld­inu“ sem hafi brugð­ist algjör­lega á síð­asta kjör­tíma­bili. Það hafi evr­ópskir fjöl­miðlar líka gert.
  • Leið­ara­höf­undur segir að Biden, verð­andi for­seti Banda­ríkj­anna, gangi „ekki á öll­u­m“. 
  • Leið­ara­höf­undur segir að „eng­inn for­seti á síð­ari tímum hefur sætt öðru eins ein­elti og Trump“.
  • Leið­ara­höf­undur segir að Gallup hafi birt könnun í gær þar sem fyrir hafi legið að Trump væri dáð­asti maður Banda­ríkj­anna. Þar vísar hann vænt­an­lega í könnun sem birt var 29. des­em­ber. Þar kom fram að 18 pró­sent Banda­ríkja­manna dáðu Trump mest allra landa sinna. Vert er að geta þess að í 60 af þeim 74 skiptum sem Gallup hefur fram­kvæmt umrædda könnun hefur sitj­andi for­seti Banda­ríkj­anna verið í efsta sæti. Frá 1980 hafa ein­ungis tveir sitj­andi for­setar ekki náð að vera í því sæti: George W. Bush árið 2008 og Don­ald Trump árin 2017 og 2018. 
  • Dag­inn eftir að Trump stýrði með upp­lognum ásök­unum – sem stafa af sjúk­legri sjálf­hverfu og særðu stolti en algjöru skeyt­ing­ar­leysi fyrir frelsi og lýð­ræði – endar leið­ara­höf­undur Morg­un­blaðs­ins skrif dags­ins á eft­ir­far­andi orð­um: „Sko hann.“

Það getur fallið hratt á

Ástæðan fyrir því að Dav­íð, og margir mót­aðir úr svip­uðum leir, tengja við Trump er ekki sú sama og fólkið sem réðst inn í þing­húsið í gær. Davíð er ekki fátækur né jað­ar­sett­ur. Hann hefur ýmsu að tapa, t.d. því litla sem eftir stendur af arf­leið hans. 

Það sem Davíð sér í Trump er lík­lega ein­hvers­konar ómur af þeim stjórn­mála­manni sem hann var einu sinni sjálf­ur. Sterki karl­inn sem traðk­aði á and­stæð­ingum sínum og skil­greindi hug­tök eins og sjálf­stæði, full­veldi og frelsi sem sam­þjöppun valds í höndum sjálf­skil­greindra yfir­burða­manna. Sá sem fyllir öll her­bergi sem hann stígur inn með per­sónu­leika sín­um.

Auglýsing
Það féll hratt á Davíð eftir að stjórn­mála­fer­ill hans fór að missa flug­ið. Síð­ast þegar hann fékk mæl­ingu, í for­seta­kosn­ing­unum 2016, fékk Davíð 25 þús­und atkvæði eða 13,7 pró­sent þeirra sem greidd voru, og lenti í fjórða sæti, þrátt fyrir að hafa rekið dýr­ustu kosn­inga­bar­átt­una og verið allra þekkt­astur þeirra sem voru í fram­boði. Alls greiddi hann 1.103 krónur fyrir hvert atkvæði sem féll honum í skaut. For­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi, sem lítur á sig sem stærsta stjórn­mála­mann Íslands­sög­unn­ar, var nið­ur­lægð­ur.

Það er erfitt að kyngja gam­alli mjólk af skyldu­rækni

Á sínum rúma ára­tug við stjórn Morg­un­blaðs­ins hefur Davíð tek­ist að fara langt með að eyði­leggja þá merku fjöl­miðla­stofn­un, því mið­ur. Tug­þús­undir les­enda hafa yfir­gefið blaðið og nú er svo komið að lest­ur­inn er við það að fara undir 20 pró­sent (hann var 40 pró­sent skömmu áður en að Davíð tók við). Hjá full­orðnu fólki undir fimm­tugu er hann rétt um ell­efu pró­sent (hann var 30 pró­sent skömmu áður en að Davíð tók við). 

Fyrir þessa hnignun greiðir ofur­stétt útgerð­ar­manna marga millj­arða króna svo Morg­un­blaðið geti rekið sig áfram á aft­ur­halds­-póli­tískum, ekki rekstr­ar­leg­um, for­send­um. Kannski vegna þess að þeir fengu ein­hvern tím­ann ein­hver áhrif út úr eign­ar­hald­inu á Morg­un­blað­inu, þegar það hafði slag­kraft. Kannski vegna þess að hún telur sig skulda Davíð eitt­hvað. Kannski vegna þess að hún er orðin svo rík að millj­arðar króna eru bara orðnir ein­hvers­konar smælki.

Að minnsta kosti er engin rök­rétt ástæða fyrir því að halda Davíð í vinnu við að leiða afvega­leiddan miðil enn lengra inn í þrengra sam­tal við sjálfan sig og örfáa aðra með sömu áferð.

Davíð er enda ekki maður sem fólk ótt­ast leng­ur, heldur fyrst og síð­ast brjóst­um­kenn­an­leg­ur. Skrif hans verða sífellt hjá­kát­legri og úr takti við allan raun­veru­leika. Hann er gam­all valda­karl kom­inn langt fram yfir síð­asta sölu­dag og þeir sem kaupa það sem hann er að bjóða kyngja þeirri kekkj­óttu mjólk af skyldu­rækni frekar en áhuga. 

Fátt end­ur­speglar það jafn vel og skrif hans um Trump.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari