Ábyrg og málefnaleg umræða um lífeyriskerfið

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Gildi lífeyrissjóði, skrifar um lífeyriskerfið og umræðuna um það.

Auglýsing

Vegna mik­il­vægi líf­eyr­is­kerf­is­ins þarf umræða um líf­eyr­is­sjóði alltaf að vera í gangi.

Hún þar hins vegar að vera ábyrg og mál­efna­leg til að hægt sé að finna lausnir og bæta kerf­ið. Það hafa margir komið fram með harða og óvægna gagn­rýni á líf­eyr­is­sjóð­ina til að ná athygli, sjálfum sér til fram­drátt­ar, þar á meðal er hin nýja for­ysta í verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Hins vegar hafa fáir staðið upp sjóð­unum til varnar og leið­rétt rang­færsl­urn­ar. Ég hef ekki náð sam­hengi í gagn­rýni flestra þeirra hvorki hvað varðar rekstur líf­eyr­is­kerf­is­ins né hvernig annað og öðru­vísi líf­eyr­is­kerfi geti tryggt ein­stak­lingum betri eft­ir­laun eða þá hvernig sam­trygg­ing­in, sem kerfið bygg­ist á, á að greiða meira til sjóðs­fé­laga. Skerð­ingin sem stjórn­völd setja á útgreiðslur frá Trygg­inga­stofnun er sögð vera líf­eyr­is­kerf­inu að kenna, eins og maður skilur umræð­una oft, en ekki þeim stjórn­völdum sem ákveða skerð­ing­arn­ar.

Grunn­skiln­ing­ur­inn á líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu verður að vera á hreinu, sem er að um leið og farið er að greiða ein­hverjum meira út úr almenna líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu, en við­kom­andi hefur lagt til sjóð­anna, þá þarf að taka þá pen­inga af öðrum sem eiga fjár­muni þar inni. Ég hef rekið mig ótrú­lega oft á hvað margir af þeim sem eru hávær­astir í gagn­rýn­inni virð­ast vita lítið eða ekk­ert um líf­eyr­is­kerf­ið. Síðan varð undrun mín ekki minni þegar ég sá þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um líf­eyr­is­mál frá tveimur þing­mönnum þar sem van­þekk­ing þeirra á líf­eyr­is­kerf­inu er opin­beruð. Það er áhyggju­efni ef þing­menn eru að hafa skoðun á þessum mik­il­væga mála­flokki án þess að kynna sér kerf­ið.Auglýsing
Samningur ASÍ og SA um líf­eyr­is­kerfið á almenna vinnu­mark­aðnum er ekk­ert ósvipað plagg og stjórn­ar­skrá, sem hefur verið þró­aður í yfir 50 ár. Allar hug­myndir um breyt­ingar á líf­eyr­is­kerf­inu þurfa því að vera vel útfærðar og þaul­hugs­aðar svo þær valdi ekki skaða fyrir þá sem þar eiga rétt­indi. Hvernig við viljum sem best tryggja okkur öllum áhyggju­laust ævi­kvöld og afkomu­trygg­ingu ef við verðum að fara af vinnu­mark­aði, það er eina mark­mið­ið? Hafi þessir gagn­rýnendur aðrar og betri lausnir þá eiga þeir að koma fram með þær. Ég veit fyrir mig, að ég vil ekki eiga það undir mis­vitrum stjórn­mála­mönnum eða póli­tískum stefn­um, hverju mér verður skammtað til að lifa af í ell­inn­i. 

Á aðal­fundum líf­eyr­is­sjóða sem ég hef setið er und­an­tekn­ing­ar­laust talað um rekstur sjóð­anna og oft hefur sú umræða verið hörð. Gagn­rýni á rekstur þeirra er því alls ekki ný. Það er skoðun mín að fyrir hrun 2008 hafi þessi umræða verið svo hörð að hún skerti getu sjóð­anna til að tryggja sjálf­stæði sitt og um leið hags­muni sjóðs­fé­laga. Þegar betur er skoðað og stuðst við úttektir og sam­an­burði OECD á rekstr­ar­kostn­aði líf­eyr­is­sjóða, sést að íslensku sjóð­irnir koma mjög vel út í sam­an­burði við svona sjóði. Umræða um rekstr­ar­kostn­að­inn á að vera ábyrg og mál­efna­leg en ekki í upp­hróp­unum eins og oft er.Hverjir eiga að kjósa stjórn­irn­ar?

Ég skal vera fyrsti mað­ur­inn til að taka undir gagn­rýn­ina um að líf­eyr­is­sjóðir á Íslandi séu of marg­ir. Þá þarf að spyrja hver sé ástæðan fyrir því að þeim fækki ekki hrað­ar. Svarið er ein­falt, það er að finna í því sem gagn­rýn­inni er oft beint að, en það er lýð­ræðið í sjóð­un­um. Eng­inn sam­einar sjóði nema vilji þeirra sem taka lýð­ræð­is­lega ákvörðun um það sé til stað­ar. Það hefur verið ítrekað kallað eftir beinni lýð­ræð­is­legri kosn­ingu í stjórnir líf­eyr­is­sjóða og þá umræðu þarf að taka. Hins vegar hefur eng­inn komið fram með útfærslu á henni. Eiga t.d. allir þeir rúm­lega 240 þús­und ein­stak­lingar með mis­mikil rétt­indi í líf­eyr­is­sjóðnum Gildi að kjósa um stjórn­ar­menn og hafa sama væg­i? Á ég sem á rétt­indi í fjórum sjóðum að hafa sama vægi í þeim öllum til að kjósa í stjórn,

þó 98 pró­sent rétt­inda minna séu í Gildi líf­eyr­is­sjóð­i? Ég tel hins­vegar að það fyr­ir­komu­lag sem hefur verið á vali og skipan stjórna líf­eyr­is­sjóða hafi verið mjög far­sælt. Að feng­inni reynslu verður að leggja mikla áherslu á að tryggja sjálf­stæði stjórna sjóð­anna og það sé á hreinu hver skylda stjórn­ar­manna er.

Það eru ýmsar útfærslur á lýð­ræð­inu.

Fáum ekki meira en við leggjum inn

Oft gleym­ist í umræð­unni, að þegar við förum á eft­ir­laun frá líf­eyr­is­sjóð­unum munum við greiða skatta af þeim greiðslum og vera áfram fullir þátt­tak­endur í sam­fé­lag­inu en ekki þiggj­end­ur. Með þessu fyr­ir­komu­lagi hafa eft­ir­launa­þegar fullan rétt á að gera kröfur á stjórn­völd eins og aðrir skatt­greið­end­ur.Það má heldur ekki gleym­ast í umræð­unni að ef lífaldur okkar heldur áfram að hækka og fer fram sem horfir mun hlut­fallið breyt­ast mjög hratt milli þeirra sem eru á vinnu­mark­aði og þeirra sem eru á eft­ir­laun­um. Spurn­ingin er hver verður geta sam­fé­lags­ins til að úthluta fjár­munum til eft­ir­launa­þega í fram­tíð­inni?Sú mikla gagn­rýni sem hefur verið á útgreiðslur úr kerf­inu á sér eðli­legar skýr­ing­ar. Það fær eng­inn meira út úr kerf­inu heldur en hann hefur lagt inn í það og hvernig þeir fjár­munir ávaxt­ast. Helstu fórn­ar­lömb hruns­ins 2008 var gamla fólkið á Íslandi sem hafði tapað mestu af sínum inn­greiðslum í sinn líf­eyr­is­sjóð frá 1968 til 1980, þar til verð­trygg­ingin var sett á en það var gert í óða­verð­bólgu. Ein­hver hafði á orði að hann hefði átt fyrir einu lamba­læri eftir inn­greiðslur í öll þessi ár vegna þess að inn­eignin brann upp á verð­bólgu­bál­inu. Það eru nefni­lega tvær hliðar á umræð­unni um verð­trygg­ing­una. Hún er ekki bara fyrir þá sem skulda að hafa skoðun á henni, hún er líka fyrir þá sem hafa lagt til hliðar í banka eða líf­eyr­is­sjóði og vilja raun­virði inni­stæð­unnar til baka. Stærstu fjár­magns­eig­endur á Íslandi eru venju­legt launa­fólk, það má ekki gleyma því. Þeim verður að tryggja raun­á­vöxtun á sitt spari­fé. Í dag virð­ast hvorki stjórn­málin eða full­trúar launa­fólks hafa áhuga að standa vörð um þessa hags­muni.Umræða um skerð­ingar og eða þegar bætt er í rétt­indi er atriði sem allir ættu að kynna sér. Það að ein­stak­lingur sem fékk 100.000 kr. út úr Gildi árið 2005 hafi haldi sínum líf­eyri full­verð­tryggðum fram á dag­inn í dag segir alla sög­una, öll umræða um skerð­ingar er ekki rétt.

Fjár­fest­ingar og ávöxtun

Varð­andi fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna frá hruni 2008 má rifja það upp að það voru fjár­magns­höft á Íslandi og því var ekki um marga fjár­fest­inga­kosti að ræða. Síðan hefur verið mikil pressa á líf­eyr­is­sjóð­ina að taka þátt í atvinnu­upp­bygg­ingu í land­inu. Fleiri störf, meiri hag­sæld. Ég hef aldrei skilið íslenska banka­kerfið og alla sér­fræð­ing­ana þar sem sjaldan eru til­búnir að lána ef ein­hver áhætta er fyrir hendi, henni skal koma yfir á líf­eyr­is­sjóð­ina. Það er ekki bæði haldið og sleppt. Við verðum að vera með­vituð um það að með fjár­fest­ingum við að byggja upp atvinnu­lífið geta tap­ast fjár­mun­ir. Eign­ar­hlutur líf­eyr­is­sjóða í íslensku atvinnu­lífi er umræða sem á að vera sívak­andi, ábyrg

og á mál­efna­legum for­sendum en ekki í upp­hróp­un­um. Sjóð­irnir eru komnir í annað fjár­fest­inga­um­hverfi eftir að höftin voru tekin af, sem er gott, enda mikil þörf að þeir fjár­festi meira erlend­is. Þá er það hins vegar blessuð krónan sem getur skapað vanda­mál með miklum fjár­fest­ingum sjóð­anna erlendis vegna gjald­eyr­is­á­hætt­u. Ævisparnað þjóð­ar­innar má ekki nota til að halda krón­unni á floti eða setja hann í nei­kvæða ávöxtun til að halda niðri óraun­hæfum krónu­vöxt­u­m. 

Inni­stæðan mín búin 83 ára

Ég skora á alla að kynna sér sín líf­eyr­is­rétt­indi. Ég mun vænt­an­lega byrja að taka út eft­ir­launin mín eftir fjögur ár. Ég á orðið mjög góð rétt­indi sem byggj­ast aðal­lega á því að ég hef alla tíð, frá því að ég kom á vinnu­mark­að­inn, greitt í verð­tryggðan líf­eyr­is­sjóð. Upp­söfnuð inni­stæða mín mun verða búin þegar ég verð um 83 til 84 ára gam­all. Ef ég hins vegar verð 99 ára mun ég fá helm­ingi meira út úr sjóðnum en ég hafði safnað inn sjálf­ur. Þá pen­inga fæ ég frá þeim sem falla frá fyrr. Ef dæmið snýst við, ef ég fell frá fyrir sjö­tugt, mun ég tryggja greiðslur og fram­færslu fyrir aðra með minni inn­eign sem ég skil eftir fyrir utan rétt­indi maka. Svona virkar sam­trygg­ingin fyrir okkur sem náum að ljúka starfsæv­inni á vinnu­mark­aði. Ég ætla ekki að fara að fjalla um örorku­greiðsl­urnar til þeirra sem verða fyrir því óláni að þurfa að fara af vinnu­mark­aði og fá greitt ævi­langt út úr sínum líf­eyr­is­sjóði, sem er senni­lega besta og ódýrasta afkomu­trygg­ing sem hægt er að fá. Inn­greiðsla í líf­eyr­is­sjóð er ekki eins og inn­eign á banka­bók og er ekki erf­an­leg. Það verður að hugsa þetta sem sam­trygg­ingu eða afkomu­trygg­ingu.Til að átta sig á upp­hæð­unum sem verið er að tala um þá ætla ég að enda þetta á ein­földu dæmi:

Ein­stak­lingur sem lýkur starfsæv­inni eftir fjögur ár og á 400.000 kr. verð­tryggða útgreiðslu á mán­uði, hefur safnað rétt­indum sem eru á núvirði 76.800.000 kr. fram til 83 ára ald­urs. Lifi hann og verði 99 ára er búið að tryggja honum útgreiðslur á núvirði að upp­hæð 153.600.000 kr. Fyrir tíu svona ein­stak­linga þarf að vera til í sjóðnum 1.536.000.000 kr.

Miðað við að trygg­inga­fræði­leg staða sjóðs sé á núlli þá er til fyrir þessu.

Ef þetta litla dæmi er sett í sam­hengi við stærð líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins þá þurfa að vera til miklir pen­ingar til að standa við þessar skuld­bind­ingar og það er til fyrir þeim.

Höldum mál­efna­legri gagn­rýni og umræðu áfram til að bæta og þróa líf­eyr­is­kerf­ið. 

Þessi grein er unnin úr pistli sem ég birti fyrir rúmum þremur árum.

Höf­undur er fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður í Gildi líf­eyr­is­sjóði.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar