Könnun: 45 prósent kjósenda repúblikana studdu gjörðir þeirra sem réðust á þingið

Á meðan að heimurinn fylgdist með fréttum af innrás æsts múgs í þjóðþing Bandaríkjanna gerði fyrirtækið YouGov skoðanakönnun á því hvernig fólk upplifði atburðina. Demókratar og repúblikanar sáu hlutina gjörólíkum augum.

Könnun YouGov var framkvæmd á meðan að atburðirnir í Washington voru enn í fullum gangi.
Könnun YouGov var framkvæmd á meðan að atburðirnir í Washington voru enn í fullum gangi.
Auglýsing

Skoð­ana­könnun sem fram­kvæmd var af fyr­ir­tæk­inu You­Gov á meðan að atburðir gær­dags­ins í Was­hington DC stóðu yfir hefur fengið marga til þess að staldra við og íhuga á hvaða stað banda­rískt sam­fé­lag er kom­ið. Í könn­un­inni voru kjós­endur spurðir út í inn­rás æst múgs í banda­ríska þjóð­þing­ið.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar töldu um það bil sex af hverjum tíu kjós­endum að inn­rásin í þingið sé ógn við banda­rískt lýð­ræði. En það er afar mis­jafnt eftir kjós­enda­hóp­um, hvernig litið er á hlut­ina. 

Ein­ungis 27 pró­sent kjós­enda Repúblikana­flokks­ins sögð­ust telja atburð­ina ógn við lýð­ræð­ið, á meðan að 9 af hverjum 10 demókrötum töldu svo vera.

Sp.: Ætti að líta á þessar gjörðir sem ógn við lýðræðið?Auglýsing

Til við­bótar sögð­ust 45 pró­sent þeirra sem svör­uðu og eru skráðir kjós­endur Repúblikana­flokks­ins hrein­lega styðja gjörðir þeirra hund­ruða sem þustu inn í þing­húsið með ofbeldi. Svipað hlut­fall kjós­enda flokks­ins sagð­ist á móti inn­rásinni í þing­ið.

Sp.: Stuðningsmenn Trumps hafa ráðist inn í þinghúsið til þess að mótmæla því að þingmenn staðfesti kosningasigur Joe Bidens. Miðað við það sem þú hefur lesið eða heyrt um þetta, styður þú þessar gjörðir eða legstu gegn þeim?Fleiri repúblikanar töldu Biden bera ábyrgð en Trump

You­Gov spurði þátt­tak­endur einnig að því hverjir þeir teldu að bæru ábyrgð á atburð­un­um. 

Meiri­hluti, eða 55 pró­sent, sagð­ist telja að Don­ald Trump for­seti bæri mikla ábyrgð og 11 pró­sent til við­bótar töldu hann bera ein­hverja ábyrgð á því hvernig fór.

42 pró­sent sögðu að þing­menn Repúblikana­flokks­ins sem höfðu ákveðið að mót­mæla kosn­inga­úr­slitum í ein­staka ríkjum bæru mikla ábyrgð á stöð­unni og 20 pró­sent til við­bótar sögðu þá bera ein­hverja ábyrgð.

Einnig töldu 17 pró­sent kjós­enda að Joe Biden verð­andi Banda­ríkja­for­seti bæri mikla ábyrgð á atburð­unum og 9 pró­sent til við­bótar sögðu hann bera ein­hverja ábyrgð. Í kjós­enda­hópi repúblik­ana töldu fleiri Biden bera mikla ábyrgð á atburð­unum (35 pró­sent) en Trump (13 pró­sent).

Öfga­menn eða föð­ur­lands­vin­ir?

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar voru einnig mjög skiptar skoð­anir á því hvaða augum þeir sem réð­ust inn í þing­húsið voru litn­ir. Rúmur helm­ingur þátt­tak­enda í könn­unni (52 pró­sent) sagði rétt að kalla þau „öfga­menn“ og 49 pró­sent töldu rétt að tala um „inn­lenda hryðju­verka­menn.“

Sp.: Hvaða merkimiða telur þú að eigi við um fólkið sem framdi þessar gjörðir? Vinsamlega veldu það sem þú telur eiga við.Kjós­endur Repúblikana­flokks­ins töldu flestir (50 pró­sent) að rétt væri að tala um „mót­mæl­end­ur“, 30 pró­sent þeirra sögðu rétt að kalla hóp­inn „föð­ur­lands­vini“ og röskum fjórð­ungi þeirra þótti rétt að tala um „öfga­menn.“

Þátt­tak­endur í þess­ari könnun You­Gov voru 1.448 tals­ins. Þar af voru 1.397 sem höfðu heyrt af því sem hafði átt sér stað í Was­hington, en um net­könnun var að ræða sem fram­kvæmd var á milli 17:17 og 17:42 í gær, að banda­rískum aust­ur­strand­ar­tíma. 

Gögnin eru vigtuð með til­liti til ald­ur, kyns, mennt­un­ar­stig, yfir­lýstra stjórn­mála­skoð­ana og upp­runa svar­enda og eiga að end­ur­spegla full­orðna íbúa Banda­ríkj­anna ágæt­lega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent