22 greinst með breska afbrigðið – þrír innanlands

Breska afbrigði veirunnar er að breiðast hratt út og vinna þarf hörðum höndum af því að útbreiðslan verði ekki mikil hér á landi líkt og í nágrannalöndunum, segir sóttvarnalæknir. Hann leggur til að fólk sem greinist með afbrigðið fari í farsóttarhús.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Í gær greindust 11 ein­stak­lingar inn­an­lands með COVID-19. Þar af voru sex í sótt­kví. Þetta eru heldur fleiri smit en greinst hafa síð­ustu daga, sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi dags­ins. Þá greindust tíu á landa­mær­un­um.Til þessa hafa 22 greinst með breskt afbrigði veirunnar og þrír inn­an­lands. Allir tengj­ast þeir þeim sem greindust á land­mær­un­um. „Ef við skoðum aðeins inn­an­lands­smitin þá hafa þau verið til­tölu­lega fá und­an­farna daga en heldur fleiri í gær og ég vona að það sé ekki vís­bend­ing um að far­ald­ur­inn sé á upp­leið,“ sagði Þórólf­ur.  „En ég held að við getum sagt að nokkur aukn­ing hefur orðið í grein­ingu á land­mær­unum og nýgengi þar hærra en inn­an­lands. Það end­ur­speglar far­ald­ur­inn erlendis þar sem hann hefur verið í miklum vext­i.“

AuglýsingBreska afbrigðið er nú að grein­ast í æ fleiri Evr­ópu­löndum og fleiri vís­bend­ingar að koma fram um að það sé meira smit­andi en önnur afbrigði, sagði Þórólf­ur. Hann sagði að hins vegar væru  engin merki um að það sé að valda alvar­legri sjúk­dómi. Enn hefur ekki verið rann­sakað til hlítar hvort að bólu­efni sem þegar eru komin á markað verja fólk gegn hinu breska afbrigði veirunn­ar. Það mun að sögn Þór­ólfs von­andi skýr­ast sem fyrst.Þórólfur fór yfir dreif­ing­ar­á­ætl­anir bólu­efn­anna hingað til lands. Tvö bólu­efni hafa nú fengið mark­aðs­leyfi hér á landi. Fyrir mars­lok er von á bólu­efni fyrir þrjá­tíu þús­und ein­stak­linga til við­bótar við þá fimm þús­und sem bólu­settir voru í lok des­em­ber. Þriðja bólu­efnið er nú til umfjöll­unar hjá Lyfja­stofnun Evr­ópu. Mögu­lega koma næstu skammtar af bólu­efni og þá frá Moderna, hingað til lands í næstu viku.„Þar sem til­tölu­lega lítið magn af bólu­efni er til skipt­anna hef ég neyðst til að end­ur­skoða for­gangs­röð­un,“ sagði Þórólf­ur. Áætlað er að klára að bólu­setja fram­línu­starfs­men með næstu skömmtum og halda áfram að bólu­setja eldri en 70 ára en alls telja þeir 35 þús­und. Í fram­haldi verður fólk með ákveðna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma bólu­sett en ólík­legt er að sá þáttur bólu­setn­ing­ar­innar hefj­ist fyrr en eftir mars­mán­uð.„Þannig munum við vinna okkur í gegnum allan hóp­inn sem boðið er í bólu­setn­ingu, alla lands­menn eldri en sextán ára, en hversu langan tíma það tekur er ekki hægt að segja á þess­ari stund­u,“ sagði Þórólf­ur.

Nýjar til­lögur í und­ir­bún­ingiSótt­varna­læknir und­ir­býr nú nýjar til­lögur um aðgerðir til ráð­herra. Þær munu skýr­ast sam­hliða þróun far­ald­urs­ins næstu daga.„Breska afbrigði veirunnar er í mik­illi upp­sveiflu víða,“ ítrek­aði Þórólf­ur. „Við þurfum að forð­ast eins og við getum að það ger­ist hér.“Hann segir koma til greina að þeir sem grein­ist með breska afbrigðið verði sendir í far­sótta­hús. „Við verðum að gera allt sem við getum til að hafa eft­ir­litið eins virkt og gott og mögu­legt er.“

AuglýsingÞórólfur hefur áður lagt til að allir sem koma til lands­ins verði skyld­aðir í sýna­töku en fái ekki val um að fara í tveggja sótt­kví. Hann mun aftur ræða þetta við stjórn­völd enda telur hann allt verða að gera til að tryggja að far­ald­ur­inn fari ekki í sam­bæri­lega upp­sveiflu og er í lönd­unum í kringum okk­ur.„Við þurfum að und­ir­búa okkur fyrir að halda aðgerðum áfram og þær verða að vera í sam­ræmi við far­ald­ur­inn hér inn­an­lands, þar til við höfum náð hjarð­ó­næmi. Það er óvissa áfram í þessu. En við getum hins vegar glaðst yfir því að far­ald­ur­inn er í lág­marki hér miðað við önnur lönd. Heil­brigð­is­kerfið er ekki á helj­ar­þröm hér eins og víða. Við verðum að kapp­kosta að halda þetta út þar til við fáum bólu­efni sem verður til þess að við getum slakað á.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent