Nýju veiruafbrigðin: Bráðsmitandi en ekki banvænni

Tvö ný afbrigði af kórónuveirunni eru nú undir smásjá vísindamanna. Þau eru talin meira smitandi en önnur og hafa því breiðst hratt út síðustu vikurnar.

Um áramótin kom fólk saman í Jóhannesarborg til að minnast þeirra sem látist hafa úr COVID-19.
Um áramótin kom fólk saman í Jóhannesarborg til að minnast þeirra sem látist hafa úr COVID-19.
Auglýsing

Nýtt afbrigði kór­ónu­veirunnar SAR­S-CoV-2, sem fyrst greind­ist í Bret­landi, hefur nú greinst í að minnsta kosti 33 löndum, þar á meðal á Íslandi. Yfir fjöru­tíu lönd hafa hert ferða­tak­mark­anir sínar vegna afbrigð­is­ins og sett hömlur á ferða­lög til og frá Bret­landi sem og að krefja fólk sem þaðan kemur um að fara í sótt­kví og jafn­vel ein­angr­un.

Afbrigð­ið, sem kall­ast meðal vís­inda­manna B.1.1.7., er meira smit­andi en önnur þó að enn sé ekki full­víst hversu mikið meira. Ekki er þó talið að þetta afbrigði kór­ónu­veirunnar valdi meiri veik­indum en önnur en þar sem það smit­ast hraðar manna á milli veikj­ast fleiri og þar með veikj­ast fleiri alvar­lega. Álag á sjúkra­hús, m.a. í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, nálg­ast þol­mörk af þessum sök­um.

Auglýsing

Annað nýlegt afbrigði veirunnar virð­ist hafa sam­bæri­lega eig­in­leika. Það greind­ist fyrst í Suð­ur­-Afr­íku og er þar af leið­andi kennt við landið þó að vís­inda­menn hafi gefið því heitið 501.V2. Um 90 pró­sent þeirra kór­ónu­veira sem rað­greindar hafa verið í Suð­ur­-Afr­íku síðan um miðjan nóv­em­ber eru af þessum til­tekna stofni.

Danir ákváðu í gær að setja ferða­bann á Suð­ur­-Afr­íku af þessum sök­um. Í Simbabve, nágranna­ríki Suð­ur­-Afr­íku hafa aðgerðir verið hert­ar, útgöngu­bann tekið gildi og þess kraf­ist að þeir sem komi til lands­ins fram­vísi nei­kvæðu COVID-­prófi. 

Það að veiran sem veldur COVID-19 breyt­ist með tím­anum kemur vís­inda­mönnum alls ekki á óvart. Veirur stökk­breyt­ast. Það er þeirra „eðli“ – ef svo má að orði kom­ast. Hversu mikið er hins vegar stóri óvissu­þátt­ur­inn sem og hvaða eig­in­leikar fylgja breyt­ing­un­um. 

Í flestum til­vikum hafa ný afbrigði veirunnar ekki valdið miklum áhyggjum meðal vís­inda­manna. En þessi tvö sem á undan er getið og komið hafa upp á síð­ustu vikum gera það þó ein­fald­lega vegna þess að þó að ekki hafi enn unn­ist tími til að rann­saka afbrigðin í þaula virð­ast þau vera meira smit­andi en önnur sem við höfum hingað til verið að fást við.

Arnar Páls­son, erfða­fræð­ingur og pró­fessor í líf­upp­lýs­inga­tækni við Háskóla Íslands, segir í nýju svari á Vís­inda­vefnum lík­leg­ast að SAR­S-CoV-2 muni þró­ast í átt að „væg­ari gerð sem smit­ast greiðar en núver­andi afbrigði. Vís­bend­ingar eru um að breska afbrigðið af veirunni smit­ist einmitt greið­ar, og mögu­lega einnig annað afbrigði frá Suð­ur­-Afr­ík­u“.

Breið­ist mun hraðar út

Í fyrstu töldu vís­inda­menn t.d. að breska afbrigðið breidd­ist 70 pró­sent hraðar út en önn­ur. Nú er talið að það sé rúm­lega helm­ingi meira smit­andi. Eftir því sem rann­sóknum vindur fram er allt eins lík­legt að smit­stuð­ull­inn eigi eftir að lækka enn frek­ar. Tím­inn er sú breyta jöfn­unnar sem mun leiða það í ljós.

Breska afbrigðið er orðið uppi­staðan í flestum smitum sem grein­ast á Bret­landseyj­um. Það hefur einnig breiðst hratt út í Dan­mörku og er ein helsta ástæðan fyrir því að Danir hertu veru­lega á sínum aðgerðum í byrjun vik­unn­ar. Hið suð­ur­a­fríska hefur fyrst og fremst greinst í Suð­ur­-Afr­íku en nú einnig í Bret­landi, Nor­egi, Sviss, Ástr­al­íu, Frakk­landi og víð­ar. 

Veiran SAR­S-CoV-2, sem fyrst greind­ist í Kína fyrir rúm­lega ári, hefur ferð­ast um heim­inn í lík­ömum fólks. Og í hvert skipti sem hún kemur sér fyrir í nýjum hýsli og fer að fjölga sér breyt­ist hún örlít­ið. Þannig eru nú til þús­undir afbrigða af henni en aðeins fá þeirra hafa þó vakið sér­stakan áhuga og jafn­vel áhyggjur vís­inda­manna. 

Tómar hillur verslunar í London eftir að útgöngubann var sett á í þriðja sinn í vikunni. Mynd. EPA

Talið er ólík­legt að breska afbrigðið setji bólu­setn­ingar sem nú eru að hefj­ast í eitt­hvað upp­nám. Bólu­efni sem þegar eru komin á mark­að  og önnur sem eru í þróun eiga að geta komið í veg fyrir sýk­ingu af völdum þess líkt og ann­arra. Ekki er hins vegar enn hægt að segja með vissu að bólu­efnin veiti góða vörn gegn sýk­ingu af völdum hins suð­ur­a­fríska afbrigð­is. Veirur af þeim stofni hafa fleiri gadda­prótein en aðrar en það eru þau sem veiran notar til að kom­ast inn í frumur manns­lík­am­ans. Sér­fræð­inga grunar að vegna þess­ara breyttu eig­in­leika eigi veiran auð­veld­ara með að kom­ast hjá ónæm­is­vörnum lík­am­ans. Bólu­efnin verða hins vegar áfram í stöðugri þróun og því ætti að vera hægt að bregð­ast við stökk­breyt­ingum sem þessum og ná fram góðri virkni efn­anna. 

Vegna þess­ara nýju og að því er talið er meiri smit­andi afbrigða kór­ónu­veirunnar hefur þrýst­ingur á að hraða bólu­setn­ing­um, ekki aðeins í hinum vest­ræna heimi, heldur einnig í fátæk­ari ríkj­um, auk­ist enn frek­ar. 

Bólu­setn­ingum verði hraðað

En þangað til að það ger­ist hafa nokkur ríki nú brugð­ist við með því að herða aftur aðgerð­ir. Í Bret­landi er nú í gildi útgöngu­bann, í þriðja sinn frá því að far­ald­ur­inn hófst. Fleiri liggja nú á sjúkra­húsi í land­inu vegna COVID-19 en á toppi fyrstu bylgj­unn­ar. Skólar eru lok­að­ir, einnig barna­skól­ar. Það helg­ast m.a. af því hversu breska afbrigðið smit­ast hratt. 

Kúrfa til­fella á Írlandi og Íslandi hefur hingað til litið mjög svipað út. En nú er upp­sveifla á Írlandi vegna hins breska afbriðis og fleiri liggja á sjúkra­húsi þar í landi nú en í fyrstu bylgj­unni.

Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir að breska afbrigðið hefði greinst á hjá 22 hér á landi, 19 á landa­mærum og þrír inn­an­lands. Öll inn­an­lands­smitin tengj­ast fólki sem hafði greinst á landa­mær­un­um.

Nýtt svar á Vís­inda­vefnum um mögu­lega þróun nýju kór­ónu­veirunn­ar.

 Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar