Nýju veiruafbrigðin: Bráðsmitandi en ekki banvænni

Tvö ný afbrigði af kórónuveirunni eru nú undir smásjá vísindamanna. Þau eru talin meira smitandi en önnur og hafa því breiðst hratt út síðustu vikurnar.

Um áramótin kom fólk saman í Jóhannesarborg til að minnast þeirra sem látist hafa úr COVID-19.
Um áramótin kom fólk saman í Jóhannesarborg til að minnast þeirra sem látist hafa úr COVID-19.
Auglýsing

Nýtt afbrigði kór­ónu­veirunnar SAR­S-CoV-2, sem fyrst greind­ist í Bret­landi, hefur nú greinst í að minnsta kosti 33 löndum, þar á meðal á Íslandi. Yfir fjöru­tíu lönd hafa hert ferða­tak­mark­anir sínar vegna afbrigð­is­ins og sett hömlur á ferða­lög til og frá Bret­landi sem og að krefja fólk sem þaðan kemur um að fara í sótt­kví og jafn­vel ein­angr­un.

Afbrigð­ið, sem kall­ast meðal vís­inda­manna B.1.1.7., er meira smit­andi en önnur þó að enn sé ekki full­víst hversu mikið meira. Ekki er þó talið að þetta afbrigði kór­ónu­veirunnar valdi meiri veik­indum en önnur en þar sem það smit­ast hraðar manna á milli veikj­ast fleiri og þar með veikj­ast fleiri alvar­lega. Álag á sjúkra­hús, m.a. í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, nálg­ast þol­mörk af þessum sök­um.

Auglýsing

Annað nýlegt afbrigði veirunnar virð­ist hafa sam­bæri­lega eig­in­leika. Það greind­ist fyrst í Suð­ur­-Afr­íku og er þar af leið­andi kennt við landið þó að vís­inda­menn hafi gefið því heitið 501.V2. Um 90 pró­sent þeirra kór­ónu­veira sem rað­greindar hafa verið í Suð­ur­-Afr­íku síðan um miðjan nóv­em­ber eru af þessum til­tekna stofni.

Danir ákváðu í gær að setja ferða­bann á Suð­ur­-Afr­íku af þessum sök­um. Í Simbabve, nágranna­ríki Suð­ur­-Afr­íku hafa aðgerðir verið hert­ar, útgöngu­bann tekið gildi og þess kraf­ist að þeir sem komi til lands­ins fram­vísi nei­kvæðu COVID-­prófi. 

Það að veiran sem veldur COVID-19 breyt­ist með tím­anum kemur vís­inda­mönnum alls ekki á óvart. Veirur stökk­breyt­ast. Það er þeirra „eðli“ – ef svo má að orði kom­ast. Hversu mikið er hins vegar stóri óvissu­þátt­ur­inn sem og hvaða eig­in­leikar fylgja breyt­ing­un­um. 

Í flestum til­vikum hafa ný afbrigði veirunnar ekki valdið miklum áhyggjum meðal vís­inda­manna. En þessi tvö sem á undan er getið og komið hafa upp á síð­ustu vikum gera það þó ein­fald­lega vegna þess að þó að ekki hafi enn unn­ist tími til að rann­saka afbrigðin í þaula virð­ast þau vera meira smit­andi en önnur sem við höfum hingað til verið að fást við.

Arnar Páls­son, erfða­fræð­ingur og pró­fessor í líf­upp­lýs­inga­tækni við Háskóla Íslands, segir í nýju svari á Vís­inda­vefnum lík­leg­ast að SAR­S-CoV-2 muni þró­ast í átt að „væg­ari gerð sem smit­ast greiðar en núver­andi afbrigði. Vís­bend­ingar eru um að breska afbrigðið af veirunni smit­ist einmitt greið­ar, og mögu­lega einnig annað afbrigði frá Suð­ur­-Afr­ík­u“.

Breið­ist mun hraðar út

Í fyrstu töldu vís­inda­menn t.d. að breska afbrigðið breidd­ist 70 pró­sent hraðar út en önn­ur. Nú er talið að það sé rúm­lega helm­ingi meira smit­andi. Eftir því sem rann­sóknum vindur fram er allt eins lík­legt að smit­stuð­ull­inn eigi eftir að lækka enn frek­ar. Tím­inn er sú breyta jöfn­unnar sem mun leiða það í ljós.

Breska afbrigðið er orðið uppi­staðan í flestum smitum sem grein­ast á Bret­landseyj­um. Það hefur einnig breiðst hratt út í Dan­mörku og er ein helsta ástæðan fyrir því að Danir hertu veru­lega á sínum aðgerðum í byrjun vik­unn­ar. Hið suð­ur­a­fríska hefur fyrst og fremst greinst í Suð­ur­-Afr­íku en nú einnig í Bret­landi, Nor­egi, Sviss, Ástr­al­íu, Frakk­landi og víð­ar. 

Veiran SAR­S-CoV-2, sem fyrst greind­ist í Kína fyrir rúm­lega ári, hefur ferð­ast um heim­inn í lík­ömum fólks. Og í hvert skipti sem hún kemur sér fyrir í nýjum hýsli og fer að fjölga sér breyt­ist hún örlít­ið. Þannig eru nú til þús­undir afbrigða af henni en aðeins fá þeirra hafa þó vakið sér­stakan áhuga og jafn­vel áhyggjur vís­inda­manna. 

Tómar hillur verslunar í London eftir að útgöngubann var sett á í þriðja sinn í vikunni. Mynd. EPA

Talið er ólík­legt að breska afbrigðið setji bólu­setn­ingar sem nú eru að hefj­ast í eitt­hvað upp­nám. Bólu­efni sem þegar eru komin á mark­að  og önnur sem eru í þróun eiga að geta komið í veg fyrir sýk­ingu af völdum þess líkt og ann­arra. Ekki er hins vegar enn hægt að segja með vissu að bólu­efnin veiti góða vörn gegn sýk­ingu af völdum hins suð­ur­a­fríska afbrigð­is. Veirur af þeim stofni hafa fleiri gadda­prótein en aðrar en það eru þau sem veiran notar til að kom­ast inn í frumur manns­lík­am­ans. Sér­fræð­inga grunar að vegna þess­ara breyttu eig­in­leika eigi veiran auð­veld­ara með að kom­ast hjá ónæm­is­vörnum lík­am­ans. Bólu­efnin verða hins vegar áfram í stöðugri þróun og því ætti að vera hægt að bregð­ast við stökk­breyt­ingum sem þessum og ná fram góðri virkni efn­anna. 

Vegna þess­ara nýju og að því er talið er meiri smit­andi afbrigða kór­ónu­veirunnar hefur þrýst­ingur á að hraða bólu­setn­ing­um, ekki aðeins í hinum vest­ræna heimi, heldur einnig í fátæk­ari ríkj­um, auk­ist enn frek­ar. 

Bólu­setn­ingum verði hraðað

En þangað til að það ger­ist hafa nokkur ríki nú brugð­ist við með því að herða aftur aðgerð­ir. Í Bret­landi er nú í gildi útgöngu­bann, í þriðja sinn frá því að far­ald­ur­inn hófst. Fleiri liggja nú á sjúkra­húsi í land­inu vegna COVID-19 en á toppi fyrstu bylgj­unn­ar. Skólar eru lok­að­ir, einnig barna­skól­ar. Það helg­ast m.a. af því hversu breska afbrigðið smit­ast hratt. 

Kúrfa til­fella á Írlandi og Íslandi hefur hingað til litið mjög svipað út. En nú er upp­sveifla á Írlandi vegna hins breska afbriðis og fleiri liggja á sjúkra­húsi þar í landi nú en í fyrstu bylgj­unni.

Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir að breska afbrigðið hefði greinst á hjá 22 hér á landi, 19 á landa­mærum og þrír inn­an­lands. Öll inn­an­lands­smitin tengj­ast fólki sem hafði greinst á landa­mær­un­um.

Nýtt svar á Vís­inda­vefnum um mögu­lega þróun nýju kór­ónu­veirunn­ar.

 Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar