Nýju veiruafbrigðin: Bráðsmitandi en ekki banvænni

Tvö ný afbrigði af kórónuveirunni eru nú undir smásjá vísindamanna. Þau eru talin meira smitandi en önnur og hafa því breiðst hratt út síðustu vikurnar.

Um áramótin kom fólk saman í Jóhannesarborg til að minnast þeirra sem látist hafa úr COVID-19.
Um áramótin kom fólk saman í Jóhannesarborg til að minnast þeirra sem látist hafa úr COVID-19.
Auglýsing

Nýtt afbrigði kór­ónu­veirunnar SAR­S-CoV-2, sem fyrst greind­ist í Bret­landi, hefur nú greinst í að minnsta kosti 33 löndum, þar á meðal á Íslandi. Yfir fjöru­tíu lönd hafa hert ferða­tak­mark­anir sínar vegna afbrigð­is­ins og sett hömlur á ferða­lög til og frá Bret­landi sem og að krefja fólk sem þaðan kemur um að fara í sótt­kví og jafn­vel ein­angr­un.

Afbrigð­ið, sem kall­ast meðal vís­inda­manna B.1.1.7., er meira smit­andi en önnur þó að enn sé ekki full­víst hversu mikið meira. Ekki er þó talið að þetta afbrigði kór­ónu­veirunnar valdi meiri veik­indum en önnur en þar sem það smit­ast hraðar manna á milli veikj­ast fleiri og þar með veikj­ast fleiri alvar­lega. Álag á sjúkra­hús, m.a. í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, nálg­ast þol­mörk af þessum sök­um.

Auglýsing

Annað nýlegt afbrigði veirunnar virð­ist hafa sam­bæri­lega eig­in­leika. Það greind­ist fyrst í Suð­ur­-Afr­íku og er þar af leið­andi kennt við landið þó að vís­inda­menn hafi gefið því heitið 501.V2. Um 90 pró­sent þeirra kór­ónu­veira sem rað­greindar hafa verið í Suð­ur­-Afr­íku síðan um miðjan nóv­em­ber eru af þessum til­tekna stofni.

Danir ákváðu í gær að setja ferða­bann á Suð­ur­-Afr­íku af þessum sök­um. Í Simbabve, nágranna­ríki Suð­ur­-Afr­íku hafa aðgerðir verið hert­ar, útgöngu­bann tekið gildi og þess kraf­ist að þeir sem komi til lands­ins fram­vísi nei­kvæðu COVID-­prófi. 

Það að veiran sem veldur COVID-19 breyt­ist með tím­anum kemur vís­inda­mönnum alls ekki á óvart. Veirur stökk­breyt­ast. Það er þeirra „eðli“ – ef svo má að orði kom­ast. Hversu mikið er hins vegar stóri óvissu­þátt­ur­inn sem og hvaða eig­in­leikar fylgja breyt­ing­un­um. 

Í flestum til­vikum hafa ný afbrigði veirunnar ekki valdið miklum áhyggjum meðal vís­inda­manna. En þessi tvö sem á undan er getið og komið hafa upp á síð­ustu vikum gera það þó ein­fald­lega vegna þess að þó að ekki hafi enn unn­ist tími til að rann­saka afbrigðin í þaula virð­ast þau vera meira smit­andi en önnur sem við höfum hingað til verið að fást við.

Arnar Páls­son, erfða­fræð­ingur og pró­fessor í líf­upp­lýs­inga­tækni við Háskóla Íslands, segir í nýju svari á Vís­inda­vefnum lík­leg­ast að SAR­S-CoV-2 muni þró­ast í átt að „væg­ari gerð sem smit­ast greiðar en núver­andi afbrigði. Vís­bend­ingar eru um að breska afbrigðið af veirunni smit­ist einmitt greið­ar, og mögu­lega einnig annað afbrigði frá Suð­ur­-Afr­ík­u“.

Breið­ist mun hraðar út

Í fyrstu töldu vís­inda­menn t.d. að breska afbrigðið breidd­ist 70 pró­sent hraðar út en önn­ur. Nú er talið að það sé rúm­lega helm­ingi meira smit­andi. Eftir því sem rann­sóknum vindur fram er allt eins lík­legt að smit­stuð­ull­inn eigi eftir að lækka enn frek­ar. Tím­inn er sú breyta jöfn­unnar sem mun leiða það í ljós.

Breska afbrigðið er orðið uppi­staðan í flestum smitum sem grein­ast á Bret­landseyj­um. Það hefur einnig breiðst hratt út í Dan­mörku og er ein helsta ástæðan fyrir því að Danir hertu veru­lega á sínum aðgerðum í byrjun vik­unn­ar. Hið suð­ur­a­fríska hefur fyrst og fremst greinst í Suð­ur­-Afr­íku en nú einnig í Bret­landi, Nor­egi, Sviss, Ástr­al­íu, Frakk­landi og víð­ar. 

Veiran SAR­S-CoV-2, sem fyrst greind­ist í Kína fyrir rúm­lega ári, hefur ferð­ast um heim­inn í lík­ömum fólks. Og í hvert skipti sem hún kemur sér fyrir í nýjum hýsli og fer að fjölga sér breyt­ist hún örlít­ið. Þannig eru nú til þús­undir afbrigða af henni en aðeins fá þeirra hafa þó vakið sér­stakan áhuga og jafn­vel áhyggjur vís­inda­manna. 

Tómar hillur verslunar í London eftir að útgöngubann var sett á í þriðja sinn í vikunni. Mynd. EPA

Talið er ólík­legt að breska afbrigðið setji bólu­setn­ingar sem nú eru að hefj­ast í eitt­hvað upp­nám. Bólu­efni sem þegar eru komin á mark­að  og önnur sem eru í þróun eiga að geta komið í veg fyrir sýk­ingu af völdum þess líkt og ann­arra. Ekki er hins vegar enn hægt að segja með vissu að bólu­efnin veiti góða vörn gegn sýk­ingu af völdum hins suð­ur­a­fríska afbrigð­is. Veirur af þeim stofni hafa fleiri gadda­prótein en aðrar en það eru þau sem veiran notar til að kom­ast inn í frumur manns­lík­am­ans. Sér­fræð­inga grunar að vegna þess­ara breyttu eig­in­leika eigi veiran auð­veld­ara með að kom­ast hjá ónæm­is­vörnum lík­am­ans. Bólu­efnin verða hins vegar áfram í stöðugri þróun og því ætti að vera hægt að bregð­ast við stökk­breyt­ingum sem þessum og ná fram góðri virkni efn­anna. 

Vegna þess­ara nýju og að því er talið er meiri smit­andi afbrigða kór­ónu­veirunnar hefur þrýst­ingur á að hraða bólu­setn­ing­um, ekki aðeins í hinum vest­ræna heimi, heldur einnig í fátæk­ari ríkj­um, auk­ist enn frek­ar. 

Bólu­setn­ingum verði hraðað

En þangað til að það ger­ist hafa nokkur ríki nú brugð­ist við með því að herða aftur aðgerð­ir. Í Bret­landi er nú í gildi útgöngu­bann, í þriðja sinn frá því að far­ald­ur­inn hófst. Fleiri liggja nú á sjúkra­húsi í land­inu vegna COVID-19 en á toppi fyrstu bylgj­unn­ar. Skólar eru lok­að­ir, einnig barna­skól­ar. Það helg­ast m.a. af því hversu breska afbrigðið smit­ast hratt. 

Kúrfa til­fella á Írlandi og Íslandi hefur hingað til litið mjög svipað út. En nú er upp­sveifla á Írlandi vegna hins breska afbriðis og fleiri liggja á sjúkra­húsi þar í landi nú en í fyrstu bylgj­unni.

Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir að breska afbrigðið hefði greinst á hjá 22 hér á landi, 19 á landa­mærum og þrír inn­an­lands. Öll inn­an­lands­smitin tengj­ast fólki sem hafði greinst á landa­mær­un­um.

Nýtt svar á Vís­inda­vefnum um mögu­lega þróun nýju kór­ónu­veirunn­ar.

 Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar